Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 51 í hana. Snorri tók af honum skýrslu um atburðina. „Hann sagði mér að hann hefði verið þama á gangi þegar bílarnir komu að ánni og fóru að reyna að fara yfir. Bíllinn hafi verið kominn langleiðina yfir þegar hann byrjar að spóla þama í sand- bleytu," segir Snorri. Síðan berst bíllinn niður í hy! og fer þar á bóla- kaf. „í því koma þrjár manneskjur út úr bílnum og fljóta niður ána.“ Samkvæmt frásögn Jóns Helga- sonar, ökumanns jeppans, var hann með hliðarglugga opinn. Honum tekst að komast út og draga eigin- konu sína og mágkonu út úr bílnum. Þau reyna að ná til telpnanna, en straumurinn hrífur þau með sér. Konumar vom báðar dregnar á land allnokkra neðar, en Jón komst upp á kjarrivaxinn árbakkann, fer upp með ánni og hendir sér út í hana aftur og lætur sig reka að bílnum. Sverrir Örn og Jón Helgi koma sér á sama hátt út í bílinn og í samein- ingu tókst þeim þremenningum að ná telpunum út og hófu þegar í stað lífgunartilraunir. „Sverrir kom með stóran stein. Ég held að hann hafi gert þijár atrennur og það er eins og mig minni að ég hafi togað hann að bílnum í síðustu atrennunni. Við reyndum að brjóta rúðuna, hann sló steininum niður, en vatnið dró úr þunganum, þannig að þetta var eins og að banka á rúðuna. Ég veit ekki hvort hún brotnaði þá, en hún er brotin núna. Ég fór hins vegar ekki inn um gluggann til að land og björgunarmenn tóku við telpunni og héldu lífgunartilraunum áfram. Þeirra á meðal var Magni Jónsson læknir og tók hann við umönnun stúlkunnar. Strax og komið var í land var fólkið drifíð inn í húsbíla, sem komið var með og var þar hægt að gefa því hress- ingu og halda á því hita. „Þegar Margrét kom á land var hún meðvitundarlaus, en hún and- aði sjálf og hjartað var komið í gang, en hún andaði mjög illa,“ segir Magni. Erfitt var um vik að hjálpa stúlkunni vegna stífkrampa vegna kuldans og þar sem hún er astmaveik. Magni vissi af astma- veikum dreng sem var með fjöl- skyldu sinni á ferð skammt frá og voru astmalyf sótt til hans, þar sem lyf stúlkunnar vora til inntöku, en drengurinn hafði úðalyf sem hægt er að gefa meðvitundarlausum. Þá tókst Magna að soga upp úr öndun- arvegi stúlkunnar með slöngu, sem skorin var frá rúðusprautu í einum nærverandi bíla og þannig að halda öndunarvegi hennar opnum. Eftir að Magni hafði hlúð að stúlkunni í um 45 mínútur sýndi hún fyrst lífsmark. „Ég var orðinn ansi vonlítill eftir 45 mínútur og hún sýndi engin viðbrögð,“ segir Magni. „Þá allt í einu, þegar ég var að athuga viðbrögðin með því að nudda fingri við bringubeinið, greip hún í fingurinn á mér. Þá vissi ég að það var góð von, því að það era viðbrögð við sársauka, hún grípur í fingurinn til að íjarlægja hann, sækja þær, heldur kafaði ég niður á hlerann og gat svo sparkað honum upp. Síðan dró ég þær yfir aftursæt- ið og undir efri hlerann. Það gekk auðveldar með yngri telpuna, en hin var föst í bílnum vegna þess að hún var með bakpoka og ég þurfti að gera nokkrar atrennur áður en mér tókst að losa hana við bakpokann og ná henni út. Þetta tók vikuskammt af orku okkar eldra fólksins, en telpurnar virðast hafa náð sér að fullu og haldið allri sinni orku. Sú eldri sagð- ist bara hafa sofnað smá stund í bílnum,“ sagði Jón Helgason. Yngri telpan tók strax við sér við lífgunartilraunir, en sú eldri hafði verið lengur á kafi í vatninu og sýndi ekkert lífsmark. Sverrir Öm blés í hana og beitti hjarta- hnoði allt þar til þau vora drifin í SLYS helgarinnar AKVBGIfíþeir sem hér eru sýndir eru einungts númeraðir vegir, hrmgvegurinn, tveggja og þriggja tölu vegirsvoog fjallvegir með F-númerum. Kortið sýnir þá fjölmörgu staði þar sem slys urðu um verslunarmannahelgina. Tölustafimir vlsa í fréttina Ohöpp og slys settu svip á verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Bjarni Bronco jeppinn eftir óhappið. Rúðan í afturhleranum er brotin, en systrunum var bjargað út um neðri hlerann á gafli bílsins. það gerir fólk ekki þegar heilinn er skaddaður mikið, þetta er merki um vilja." Báðar stúlkurnar, ásamt móður þeirra, voru fluttar með þyrlu Land- helgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Að sögn Snorra Haf- steinssonar mátti ekki tæpara standa með veður að þyrlan næði að komast á staðinn og burtu aft- ur, því að nokkrum mínútum eftir að hún fór, var komin niðaþoka við Núpsá. Lögregla flutti hitt fólkið síðan til Reykjavíkur. Stúlkurnar komu heim af sjúkrahúsi á mánu- dag og hafa náð sér að fullu. I samtali við Morgunblaðið bað Jón Helgason, fóstri telpnanna, fyr- ir sérstakar þakkir til allra þeirra sem veittu hjálp við björgun og aðhlynningu þeirra Margrétar og Ásthildar. UMFERÐ um verslunarmanna- helgina var um 8,5% minni en í fyrra. Það ár var þó metár hvað umferð varðar og var umferðin í ár sambærileg við umferðina um verslunarmannahelgina 1987. En þó umferðin hafi verið minni var Qöldi slysa í hærri kantinum. Alls urðu 42 óhöpp um verslunarmannahelgina, langflest þeirra minniháttar, en eitt banaslys og nokkur önnur þar sem fólk varð fyrir alvarleg- um meiðslum. Meiðsli urðu á fólki í 26 tilvikum þar af alvar- leg í 9. Alls voru 98 teknir grun- aðir um ölvun við akstur og kom ölvun við sögu í nokkrum slysum og óhöppum. Töluvert mikið var að gera hjá þyrluflugmönnum Landhelgis- gæslunnar um helgina. Minni þyrla Landhelgisgæslunnar var í flugi með lögreglunni um helgina en Sif, stærri þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sem biluð var í síðustu viku, var aftur orðinn flughæf og komin í gagnið á laugardaginn. Þá var flogið að Núpsá (1) og sótt þar stúlkubörn ásamt móður þeirra sem höfðu verið í bíl er farið hafði í kaf í ánna. Aðfaranótt sunnudags, skömmu eftir miðnætti, var farið í Þórs- mörk (2) og sótt þar stúlka með opið beinbrot. Var hún flutt á Borgarspítalann. A sunnudags- kvöld, skömmu fyrir miðnætti, var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út á ný til að sækja Frakka er ekið hafði út af veginum við Dyr- hólaey (3) á bifhjóli og hrygg- brotnað. Aðfaranótt mánudagsins var svo flogið í Norðurárdal (4). Ökumaður bifreiðar, sem var að koma að norðan, missti hana út af í beygju og kastaðist út úr bifreiðinni. Var hann fluttur mikið slasaður til Reykjavíkur. Tveir farþegar sluppu hins vegar ómeiddir. Fimm óhöpp á N orðurdalsávegi Alls urðú níu umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, þar af þijú þar sem meiðsl urðu á fólki. Fimm óhappanna urðu á Norðurár- dalsvegi (4-8), tvö í Hvalfirði (9,10) og tvö undan Hafnaríjalli (11,12). Þar fauk bifreið með hjólhýsi út af veginum og gjöreyðilagðist hjól- hýsið. Einhver meiðsl urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var áberandi hvað það hefði haft mikið að segja að fólk hefði verið í beltum og sloppið þar með við meiðsli þó miklar skemmdir hefðu orðið á bifreiðum þeirra. Við Branná í Lóni (13) strakust á föstudagskvöld tvær bifreiðir saman er þeir mættust og önnur þeirra lenti á brúarstólpa. - Engin teljandi slys urðu á mönnum. Þetta var á föstudagskvöld. Að sögn lög- reglunnar á Höfn í Hornafirði var talsverð umferð um helgina en hún gekk samt vonum framar. A laugardaginn' brotnaði hjól undan jeppabifreið sem var á ferð í Jökuldal (14). Bifreiðin valt og þurfti að flytja tíu ára strák með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Á sunnudagsmorgun keyrði bíll á stein fyrir utan veg við Hallorms- stað (15) og urðu einhver meiðsli Ifólki. Granur leikur á að um ölv- unarakstur hafí verið að ræða. Alls vora þrír teknir granaðir um ölvun við akstur af lögreglunni á Egilsstöðum og nokkrir til viðbótar fyrir hraðaakstur. Lögreglan á Blönduósi veitti þær upplýsingar að í Langadal (16,17) hefði bíll ekið út af veginum og þurfti að flytja farþega til Reykjavíkur með mikla höfuðá- verka. Ökumaður bifreiðarinnar slapp hins vegar með skrámur. í Víðidal (18) ók ökumaður á brú og fór brúarhandriðið inn í bílinn. Hlaut hann alvarlega höfuðáverka og var fluttur til Reykjavíkur. Far- þegar í bifreiðinni sluppu hins veg- ar án meiðsla. Allir bílarnir eru að sögn lögreglunnar á Blönduósi gjörónýtir. Taktu lífið ekki of alvarlega, þú kemst hvort sem er ekki lifancli frá því. Mlt IIMS'MIIIÍ í MIIIBMIM ÓPERUKJALLARINN OPNAR Á FÖSTUDAGSKVÖLD Hverfisgötn H—W ■ Sitni IHHJ.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.