Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 1989 4' Afmæliskveðja: Jóhann Jóhannsson kennari, Seyðisfirði För okkar manna í gegnum tímann má e.t.v. líkj við það að barn keifi með sleðann sinn yfir snæviþaktan ás og loks þegar upp er komið sest það á sleðann og brunar niður hinum megin og hrað- inn eykst eftir því sem neðar kemur í brekkuna. Þannig er um mannlegt líf — þegar á ævina líður verður skynjun þessa leyndardómsfulla fyrirbæris sem við nefnum tíma önnur en meðan við vorum ung og hann líður örskots hratt. Og nú er vinur minn Jóhann Jóhannsson orð- inn sjötugur og við hæfi að senda honum heillaóskir í tilefni þeirra tímamóta og þakkir fyrir liðin ár. Við kynntumst fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar ég var prestur á Seyðisfirði. Haustið 1968 hófum við báðir kennslu hjá Steini Stefánssyni sem þá var skólastjóri þar. Jóhann var aðalenskukennari skólans og jafnan síðan, eða þar til hann Iét af störfum nú á sl. vori. í kennsluna lagði Jóhann hæfileika sína alla og sái sína að auki. Hann mátti ekki til þess hugsa að sér - - yrði nokkur hlutur á í þessari messu, og þannig var það öll þau ár sem í hönd fóru, vandvirkni og samviskusemi — auk staðgóðrar þekkingar jafnt a enskri tungu sem íslensku voru aðalsmerki allra hans starfa við skólann á Seyðisfirði. Munu allir sem nutu leiðsagnar hans á þessum árum ljúka upp ein- um munni um hæfileika hans og alúð við kennsluna, og árangurinn var líka í samræmi við það. Síldarævintýrið var að renna sitt -♦skeið á enda á þessum árum okkar Jóhanns á Seyðisfirði og síldarspek- úlantar að taka saman föggur sínar. Þessi frá náttúrunnar hendi fagri bær lá eins og í sárum eftir, nokk- ur reykspúandi finngálkn stóðu í ljöruborðinu sitt hvorum megin fjarðarins og sendu óblíðan angan- sveim yfir byggðina. Göturnar voru meyrar af slori og slógi og hálar af síldarhreistri og það var oft suddi og súld í lofti þegar menn vöknuðu og héldu til sinna verka á morgn- ana og það þurfti talsvert mikla bjartsýni og lífstrú til að bjóða gú- morinn áf hjartahlýju og innileik við slíkar aðstæður, þegar ekki hafði sést til sólar vikum saman. j^En aldrei man ég vin minn Jóhann Jóhannsson öðruvísi en glaðan og reifan dag hvern en er við hittumst á förnum vegi eða á kennarastofu skólans. Þetta var umgjörð lífsins sjálfs fyrir Jóhanni, upphaf og end- ir flestra hluta jarðneskra a.m.k., — hann var sprottinn úr slíkum jarð- vegi, eða ætti ég kannski að segja útvegi, sjávarútvegi, hafði stundað sjó og síldveiðar frá því hann var unglingur vestur við Djúp og því ekkert eðlilegra fyrir hans sjónum en hlutirnir væru svona, allt það sem fylgdi síldinni og gerði þennan forna og fagra bæ hráslagalegan í augum viðkvæmra sálna. En fyrir kom að við brugðum ^ okkur upp að Gufufossi til að fíló- sófera um tilgang lífsins og þess myrku rök og skoða bæinn af hærra plani þar sem hann byltist um í síldardraumum undir þokuhaddin- um. Vissulega voru árin á Seyðis- firði full af eftirminnilegum hlutum, þar sem ógleymanlegar persónur stigu fram á sviðið og skildu eftir sig spor sem ekki mást á einni hverfulli stundu. „Hér á Seyðisfirði hafa allir hlutir gerst,“ sagði Guð- laugur kaupmaður eitt sinn við okk- ur þegar við vorum 'að skrafa við hann í búðinni, og það voru orð að sönnu. Og undarlegir atburðir héldu áfram að gerast bæði þeir sem kenndir eru til sorgar og gleði, en e.t.v. gerðist það sem gleðilegast var eftir að ég var farinn burt frá Seyðisfirði, að staðurinn reis eins og fuglinn Fönix upp úr eldinum eftir að síldarævintýrinu lauk og endurskapaðist í nýjan stað á ótrú- lega skömmum tíma og er n ú bú- inn að fá á ný sinn gamla kosmó- pólítanska blæ þar sem Norröna kemur með þúsundir ferðamanna á sumri hveiju yfir Atlantsála, og enn er hann Jóhann á sínum stað, orð- inn virðulegur eftirlaunaþegi og „grand old man“ skólans þar sem hann uppfræddi ungmenni staðar- ins í hartnær aldarfjórðung. Jóhann fæddist á Isafirði 8. ágúst 1919. Foreldrar hans voru Jóhann skipstjóri Jónsson Eyfirðingur fæddur í Svarfaðardal af norðlensk- um ættum, en Jón Þorvaldsson föð- urafi Jóhanns var bróðir Snjólaugar móður Jóhanns Siguijónssonar skálds. Móðir Jóhanns var Salóme Gísladóttir af vestfirskum ættum, hún dó er hann var ársgamall árið 1920. Þá er Jóhanni komið í fóstur til Þorsteins Eyfirðings föðurbróður síns, skipstjóra á ísafirði, en 4 ára er honum komið í fóstur til Jóns Haildórssonar Fjalldal, útvegs- bónda á Melgraseyri við Djúp, og Jónu Kristjánsdóttur konu hans frá Tungu í Dalamynni. Á Melgraseyri stóð því bæði bernsku- og æsku- heimili Jóhanns og allt fram á full- orðinsár. Jóna fóstra Jóhanns dó 1932 og héldu þá dætur Jóns heim- ili með föður sínum til skiptis allt þar til hann kvænist á ný 1951. Það var mannval við Djúp á þess- ari tíð og fjölmenni á bæjum. Með- al þeirra unglinga sem Jóhann átti þarna samleið með sín fyrstu skóla- ár voru systkinin frá Arngerðar- eyri, börn Halldórs bónda þar. Jó- hann stundaði nám í Reykjaskóla við ísaijarðardjúp veturinn 1934-35 hjá Aðalsteini Eiríkssyni og síðan lá leið hans í Gagnfræðaskólann á ísafirði. Á sumrin vann hann á búi fóstra síns en var einnig á síldveið- um með bróður sínum Ragnari, er var skipstjóri. Jóhann veiktist af bijósthimnubólgu, forfallast í 2 ár frá námi, en haustið 1938 tók hann próf inn í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri og er þar við nám til 1943. Þá fer hann á Melgraseyri á ný og um skeið var í ráði að hann tæki við búi af fóstra sínum, en úr því varð ekki. Hann skilst þó ekki end- anlega við Melgraseyri fyrr en árið 1951 er hann flyst alfarinn suður til Reykjavíkur. Hann stundaði nokkuð sjó fyrir vestan og var á togurum eftir að hann kom suður. Árið 1953 um haustið hefur hann störf við Arnarholtsheimilið og þar kynnist hann þeirri konu sem verið hefur förunautur hans síðan, Ingu Hrefnu Sveinbjörnsdóttur frá Seyð- isfirði sem þar starfaði einnig. Við Arnarholtshælið vann Jóhann sem hjúkrunarmaður til ársins 1957, en þá flytjast þau austur til Seyðis- Ijarðar og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Þar stundaði Jóhann alla þá vinnu sem til féll og var oft á sjó, en sjómennskan er Jóhanni runnin í blóð. Engu að síður gleymdust ekki hans gömlu hugðar- mál, sem tengdust skólaárum hans og bókiðju. Jóhann hélt áfram að forframa sig í íslenskri tungu og enskri, og nú kom að því að hann fengi tækifæri til að helga sig þess- um fræðum, en það var haustið 1968 er hann gerist kennari við skólann á Seyðisfirði sem fyrr get- ur. Á þeim tíma sem liðinn er síðan Mli í sviptivindum fjármálanna er nauðsynlegt að hafa góðar upp- lýsingar við hendina svo að hægt sé að taka réttar ákvarðanir. Verð- bréfabók VIB gerir þér kleift að hafa röð og reglu á hlutunum og allar upplýsingar á einum stað. Utgáfa hennar er einn liður í margvíslegri þjónustu VIB við viðskiptavini sína og þeirri viðleitni að veita jafnan seni mestar og bestar upplýsingar. Verðbréfabók VTB: Yfirlit, upplýsingar og svör Hver eru eignamörkin fyrir 2,95% eignarskatt? Hvenær er heimilt að draga kaupverð hlutabréfa frá tekjuskattsstofni? Hvaða skuldabréf eru algjörlega skattfijáls? Skattamálin geta skipt miklu máli við ávöxtun peninga. VIB sendir eigendum Verðbréfabókarinnar allt- af nýjustu upplýsingar um skatta- mál og þannig geturðu hagað segliun eftir vindi. í Verðbréfabókinni getur þú einnig geymt á einum stað ýmsar upplýsingar um verðbréfin s.s. kvitt- anir, ljósrit, yfirlit yfir gjalddaga og fleira. Þar er líka að finna ýtnis góð ráð í sambandi við spamað og kaup á verðbréfum og skilgreiningar á ýmsum hugtökum í verðbréfa- viðskiptum. í einu vetfangi geturðu séð hvað þú átt: í aðalhluta Verðbréfabókarinnar geturðu skráð ýmsar upplýsingar um verðbréfaeignina, t.d. tegund bréfa, kaupdag, nafnverð, gengi á kaupdegi, og kaupverð svo eitthvað nefnt. VIB sendir eigendum se Verðbréfabókarinnar svo upp- lýsingar um nýtt gengi verðbréfa fjómm sinnum á ári. Þannig geturðu fylgst með verðmæti bréfa þinna og séð í einu vetfangi hvað þú átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.