Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 23 Afganistan: Eldflaugar valda leppstjórninni þungum búsiflum Kabúl. Reuter. AFGANSKIR skæruliðar hæfðu í gær stærsta vopnabúr leppstjórnar Sovétmanna í Kabúl með eldflaug og nötraði og skalf borgin í marg- ar klukkustundir á eftir vegna keðjuvirkandi sprenginga í vopnabúr- inu. I gær hæfði önnur eldflaug skæruliða sendiráð Sovétríkjanna í borginni, en að sögn starfsmanna sendiráðsins urðu engin slys á mönnum af hennar völdum. Sprengingarnar í vopnabúrinu, sem er um 1 km frá Kabúl-flug- velli, héldu áfram langt fram á nótt, en sjá mátti himinháar eld- tungurnar og sprengingarnar úr margra km fjarlægð og þykkur reykur byrgði annars stjörnubjart- an himinninn. Undanfarna fimm daga hafa eldflaugaárásir dunið á Kabúl og hefur að minnsta kosti 21 maður fallið og 117 særst í borg- inni. Að sögn starfsmanna hjálpar- stofnana í Kabúl voru fimm alvar- lega særðir menn færðir í sjúkrahús skömmu eftir að sprengingarnar hófust og var búist við að bekkur- inn yrði þrengra setinn eftir því sem á liði nóttina. Þessi síðasta árás afganskra skæruliða á borgina er talið eitt mesta áfall, sem leppstjórn Sovét- manna hefur orðið fyrir undanfarna mánuði. Skæruliðar hafa látið eld- flaugar dynja á Kabúl undanfarinn mánuð, en þeir halda til í ijöllunum hringinn í kring um borgina. Nágrannar sovéska sendiráðsins í Kabúl, sem er kippkorn frá varnar- málaráðuneytinu, segja að svo virt- ist sem fleiri en ein eldflaug hafi hæft sendiráðið á mánudag, að minnsta kosti hafi fleiri en ein sprenging heyrst þaðan. Þeir kváð- ust einnig hafa heyrt sögusagnir um að tveir hefðu látið lífið í árá- sinni, sem átti sér stað daginn eftir að Edúard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, kom í eins dags heimsókn til Afganistan. Á mánudag hæfðu að minnsta kosti 40 eldflaugar skotmörk í Kabúl. Reuter Jórdanskur hermaður ræðst einn síns liðs inn ílsrael Jórdanskur hermaður fór í gær yfir landamærin til ísraels þar sem hann særði bandarískan ferðamann og hélt hermanni í gíslingu í þrjár stundir áður en ísraelskir hermenn náðu að fella hann. Jórdan- inn var í einkennisbúningi og með vélbyssu þegar hann fór inn í suðurhluta ísraels, um 50 km norður af borginni Eilat við Rauða- haf. Hermaðurinn fór inn í alþjóðlegt samyrkjubú og skaut á fyrsta manninn, sem hann sá. Að sögn vitna hrópaði hann: „Þetta er fyrir bróður minn“ um leið og hann skaut á bandaríska konu, sem þarna var á ferðalagi. Að því loknu tók liann unga stúlku úr ísraelsher í gíslingu inni í verkfærageymslu, sem umsvifalaust var umkringd. Maðurinn krafðist þess að fá Kóraninn, trúarbók múhameðstrúar- manna, í hendur, sem hann og fékk, en þegar samningaviðræður höfðu engan árangur borið eftir þrjár klukkustundir, skaut ísraelsk- ur hermaður Jórdanann til bana í gegn um glugga á geymslunni. Á myndinni sést hvar breitt er yfir lík Jórdanans. Bretland: Yiðræður á döfínni við Argentínumenn St. Andrews, Skotlandi. Frá Gudmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefúr sam- þykkt, að teknar verði upp viðræð- ur við argentínsk stjórnvöld um ágreiningsefni ríkjanna. Var frá þessu skýrt í dagblaðinu Times á mánudag. Ríkisstjórnir landanna hafa ekki ræðst við formlega síðan 1984 og Argentínumenn hafa ekki enn lýst yfir, að Falklandseyj- astriðinu sé lokið. í Times sagði, að sendiherrar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum ætluðu að hittast innan skamms til að búa í haginn fyrir viðræðurnar og einnig, að Thatcher hefði fallist á þær þegar Carlos Menem, forseti Argentínu, féll frá þvi skilyrði, að rætt yrði um stjórnskipulega stöðu Falklandseyja. Argentínumenn munu leggja mikla áherslu á, að Bretar aflétti 150 mílna verndar- svæði umhverfis Falklandseyjar og talið er, að Bretar muni krefjast þess á móti, að Argentínustjórn lýsi yfir formlegum styijaldarlokum. Fulltrúar allra bresku stjórnmála- flokkanna hafa tekið þessum tíðind- um vel, en nokkrir þingmenn leggja þó mikla áherslu á, að alls ekki verði rætt um neina breytingu á núverandi stöðu Falklandseyja. ] Electrolux útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 Nú skaltu nota tækifærið — ágústtilboóió er gisting í tvær nætur með morgunverði fyrir aðeins 4.650 krónur á mann í 2ja manna herbergi. Hótel Stykkishólmur Sími 93-81330 Telex 2192 Vistlegt hótei í fögru umhverfi Hafðu það gott í HÓLMINUM! 85 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.