Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 FRAMHALDSSKÓLANEMAR Upprifjun fyrir prófin Innritun í síma 79233 kl. 15-18 Nemendaþj ónus tan sf. Leiðsögn sf. ÍSLENSKUR FERÐAMÁLA- OG EARARSTJÓRASKÓLI í PALMA Á MALLORCA Hótelstörf, fararstjórn, flugvallarstörf, farseðla- útgáfa, og fleira tengt ferðaþjónustu. Samstarf héfur tekist á milli íslenskra og spaénskra aðila umstarf- rækslu íslensks ferðamála- og fararstjóraskóla á komandi vetri í Palma á Mallorlja. Skólinn verður starfræktur frá 30. október til 20. desember. Skólinn er sniðinn fyrir þá sem vilja á skömmum tíma öðlast stað- góða þekkingu á helstu undirstöðuatriðum ferðaþjónustu og far- arstjórnar. Skólinn nýtur stuðnings spænskra ferðaaðila sem um árabil hafa aðstoðað við hliðstæða skóla fyrir ferðaþjónustufóik frá ýmsum löndum. Þátttakendur búa á ráðstefnuhóteli við höf- uðborgina Palma á Mallorka, en þar fer kennslan einnig fram. Kennt verður 5 daga vikunnar, 6 tíma á dag. Meðal námsgreina má nefna: HÓTELSTÖRF: Fjallað um grundvallaratriði hótelstarfa m.a. gestamóttöku,bókunar-og sölukerfi auk annarser viðvíkur hótel- störfum. Kennari: Jónas Hvannberg aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu. FARSEÐLAÚTGÁFA OG FLUGVALLARSTÖRF: Kennsla og þjálfun í útgáfu farseðla, upp- slætti í handbókum um alþjóðlegt áætlunarflug, fargjaldareglum, afgreiðslustörfum á flugvöllum og fleiru. SPÆNSKA: Veitt undirstaða í málinu er nægja á til einfaldra sam- ræðna og skilnings á venjulegu rituðu máli. Nemendum verður skipt í 3 bekki fyrir byrjendur og lengra koma. Yfirkennari: Hall- dór Þorsteinsson MA, skólastjóri Málaskóla Halldórs. SPÆNSK SAGA OG MENNING: Saga og menning Spánar og annarra miðjarðarhafs- landa. Komið verður víða við og drepið á helstu einkennum landa, fólks og lífshátta. Kennari: Órnólfur Árnason rithöfundur og kvikmyndaframleiðandi. KYNNISFERÐIR: Skipulagning og framkvæmd skoðunar- og skemmtiferða. Kennari: Örnólfur Arnason. SÁLFRÆÐI: Mannleg samskipti í þjónustustörfum. Kennari Sjöfn Ágústsdóttir MS í sálarfræði. HEILSUFAR: ftarleg umfjöllun um heilsufar, heilsugæslu, matar- æði o.s.frv. einkum með tilliti til dvalar á ströndum miðjarðar- hafsins. FRAMKOMA, FRAMSÖGN: Tilsögn í meðferð talaðs máls og al- mennri framkomu í ferðaþjónustu. Kennari: Gunnar Eyjólfsson leikari. SPÆNSK LÖG: Drepið á helstu atriði er við koma dvöl erlendra ferðamanna og starfsemi erlendra ferðaskrifstofa á Spáni. Jafn- framt aimennt um réttarstöðu útlendinga þar í landi þ.á m. varð- andi íbúðarkaup, langdvalarleyfi o.s.frv. Kennari Gabriel Ferrer hæstaréttarlögmaður í Palma. Skólanum lýkur með prófum í helstu námsgreinunum og fær hver nemandi skírteini til staðfestingar á þátttöku sinni og náms- árangri. Nánari upplýsingar um skólann eru veittar á skrifstofu TRANSA, Vesturgötu 12 Rvk. í síma 91-22525 eða hjá skólastjóranum Örn- ólfi Árnasyni í síma 91-27514. VERSLUNARMANNAHELGIN _ Morgunblaðið/Kristján Ármannsson Á miðri myndinni sést brjóta á bílnum, þar sem hann er á bólakafí i Núpsá, skömmu eftir að telpunum hafði verið bjargað á land. Tvær telpur bjargast naumlega frá drukknun í Núpsá: Einfold blástursaðferð og hjartahnoð á fyrstu mínútum skipti sköpum Morgunblaðið/Kristján Ármannsson Systurnar fluttár um borð í þyrluna við slysstaðinn. - segirMagni Jónsson læknir „ÞAÐ VAR einföld blástursað- ferð og hjartahnoð á fyrstu mínútunum sem skipti sköpum. Þetta hefur verið gíftirleg þrek- raun hjá björgunarmönnunum, þeir hafa verið 20 til 30 mínútur úti á bilnum, hálfir á kafi mest allan tímann, enda voru þeir ör- magna um það bil sem allt fólkið náðist á land,“ segir Magni Jóns- son læknir um björgun systranna Margrétar og Asthildar Reynis- dætra úr Núpsá síðastliðinn laug- ardag. Magni var staddur við Núpsá og annaðist lífgunartil- raunir eftir að telpurnar voru komnar á land. Margrét, átta ára, og Ásthildur, sjö ára, voru á ferð í jeppa, ásamt fósturföður sínum, Jóni Helgasyni, móður sinni, Sigrúnu Magnúsdóttur og móðursystur, Ásu Magnúsdótt- ur, um hálf sjö leytið á laugardag. Þau höfðu farið yfir Núpsá til að skoða fossa sem eru við ármót Hvítár og Núpsár skömmu ofar. Þegar komið var til baka uppgöt- vaðist að eitthvað af farangrinum hafði gleymst á hinum bakkanum og var því lagt á ána í þriðja sinn til að sækja það. Bíllinn stöðvaðist og straumurinn hreif síðan bílinn með sér og færði á kaf í hyl í ánni. Það vildi þeim til happs að Jóni, sem ók, tókst að snúa jeppanum upp í strauminn þannig að hann hélst á hjólunum allan tímann. Fullorðna fólkið komst út úr bílnum um aðra hliðarrúðuna, en telpurnar náðust ekki strax. Jóni og tveimur nær- stöddum mönnum, Sverri Erni Sig- uijónssyni og Jóni Helga Guð- mundssyni, tókst að komast út í bílinn og ná stúlkunum. Ásthildur komst fljótt til meðvitundar, en hin eldri var meðvitundarlaus nærri því klukkustund. Að sögn Magna Jóns- sonar læknis var líkamshiti þeirra kominn niður í 33 gráður þegar þær komust í land og telur hann að Margrét hafi verið fimm til tíu mínútur á kafi, áður en tókst að ná henni út úr bílnum. „Þetta var slys, það var ekki vaðið út í óvissu," sagði Jón Helga- son í samtali við Morgunblaðið. Hann segir rangt að þarna hafi verið vatnavextir og íjarri lagi að tengja Súlu eða vatnavexti í henni á nokkurn hátt við slysstaðinn. Að sögn Jóns var búið að kanna vaðið i ánni rækilega áður en fjölskyldu- bílar fóru yfir og segir hann að um tugur bíla hafi farið yfir ána á þess- um stað á laugardaginn. Snorri Hafsteinsson, formaður Hjálparveitar skáta í Kópavogi, var skammt frá slysstaðnum ásamt fleiri hjálparsveitarmönnum. „Þeg- ar við komum að ánni stndur fólk sitt hvorum megin við hana og bíll úti í miðri ánni og þrír karlmenn uppi á honum, með tvö börn í fang- inu. Annað barnið var að taka við sér og var byijað að gráta. Það var hægt að koma því, ásamt öðrum karlmanninum á bandi norður yfir ána. Síðan var eldra barnið meðvit- undarlaust og karlmaður, nakinn, að reyna að blása í það og hnoða það við mjög erfiðar aðstæður og greinilega var maðurinn að ör- magnast sjálfur, þannig að við hrópuðum til hans og báðum hann að setja bandið um sjálfan sig og barnið, sem hann gerði, og drógum þau síðan í land í einum hvelli.“ Það var Sverrir Örn sem var með stúlkuna í fanginu á bílnum og blés

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.