Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 33 jhl ■ w mnv Sjúkrahús Skagfirðinga Hjúkrunarfræðingar Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga í ágúst. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri á staðnum og í síma 95-35270. Holtaskóli Keflavík Næsta skólaár vantar kennara við Holta- skóla. Kennslugreinar: Stærðfræði, raun- greinar og íslenska, samfélagsfræði. Einnig er staða handavinnukennara laus (smíðar). Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA Borgarnesi. Vélstjóri - viðgerðarmaður Óskum að ráða mann til vélstjórnar- og við- haldsstarfa við frystihús okkar í Borgarnesi. Um er að ræða fjölbreytt starf, sem meðal annars er fólgið í vélgæslu, eftirliti og við- haldi á frysti- og kælibúnaði, viðgerðum og viðhaldi á ýmsum tækjabúnaði í sláturhúsi og kjötvinnslu. Við leitum að áhugasömum, drífandi starfs- manni sem er tilbúinn að takast á hendur fjölþætt og spennandi starf. Nauðsynlegt er . að viðkomandi hafi vélstjóramenntun. Skriflegar umsóknir, ásamt staðfestum upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Kaupfélags Borgfirðinga, Egilsgötu 11, 310 Borgarnesi, merktar: „Vélstjóri" fyrir 20. ágúst nk. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 93-71200 á skrifstofutíma. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Hagfræðingur Viðskiptafræðingur Umsvifamikil lánastofnun óskar að ráða hag- fræðing til að annast eftirtalin störf meðal annars: ★ Samskipti við lífeyrissjóði og aðra, vegna verðbréfaviðskipta ★ Samantekt ýmissa tölfræðilegra upplýs- inga ★ Útgáfa ársskýrslu stofnunarinnar í boði er sjálfstætt og krefjandi starf á góðum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Erla Jónsdóttir í síma 686688 eftir kl. 13.00 virka daga. Umsóknir um starfið þurfa að berast Ráð- garði fyrir 17. ágúst. RÁE)GARE)UR RÁÐNINGAMIÐUJN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Starfsmaður í verslun Við leitum að hressum sölumanni í verslun okkar í Kópavogi. Æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga á vélum og tækjum auk kunnáttu í ensku. Landvélar hf., sími 76600. Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar kennarastöður. Meðal kennslugreina eru íslenska og danska. Yfirvinna í boði ásamt ódýru húsnæði. Upplagt fyrir hjón eða sam- býlisfólk sem kenna bæði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-51159. Skólanefnd. Launaútreikningur Fyrirtækið er bæjarfélag á höfuðborgar- svæðinu. Starfið felst í tölvuvinnu við launaútreikninga, eftirliti og samanburði á launaskýrslum o.fl. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu sjálf- stæðir og skipulagðir í vinnubrögðum, með reynslu af launaútreikningum og hafi góða tölvukunnáttu. Vinnutími er frá kl. 8.30-16.30. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og ráðningaþjónusta Liósauki hf. Skólavórðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Starfsfólk í íþróttamiðstöð Garðabær auglýsir lausar til umsóknar stöð- ur í nýrri íþróttamiðstöð. Starfið felur m.a. í sér baðvörslu, afgreiðslu, þrif o.fl. er tengist rekstri íþróttamiðstöðvar. Ráðið er í störfin frá og með 1. september. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 53515 eða 53066 milli kl. 8.00 og 12.00. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu Garðabæjar við Vífilstaðarveg. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Bæjarstjórinn í Garðabæ. Afgreiðsla (kassastarf) Viljum ráða starfsmann til framtíðarstarfa á bensínstöð Skeljungs í Austurborginni. Vaktavinna. Um er að ræða almenn af- greiðslustörf, auk vaktumsjónar. Starfið er laust 1. september nk. Umsækjandi þarf að vera áreiðanlegur, samviskusamur og hafa áhuga á þjónustustörfum. Æskilegur aldur 25-50 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Skeljungs, Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. Skeljungur hf. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Starfsmaður í unglingaathvarf Starfsmann vantar í Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12. Um er að ræða 46% starf og fer vinnan fram tvö til þrjú kvöld í viku. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði og/eða reynslu af störfum hliðstæðum þessu. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkur, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást fyrir 25. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi alla virka daga. Bifvélavirki Rótgróið fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða bifvélavirkja til viðgerða á bifreiðum fyrirtækisins, bæði vöru- og fólksbifreiðum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu bif- vélavirkjar með starfsreynslu og hæfileika til að vinna sjálfstætt. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og ráðnmgaþjónusta Liósauki hf. Skólavórðustíg 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Lausar stöður Óskum að ráða til starfa hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Verslunarstörf Viljum ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Skeifan 15 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Uppfylling í mjólkur- og ostakæli. 3. Lagerstörf á sérvöru- og ávaxtalager. Kjörgarður, Laugavegi 59 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Uppfylling í matvörudeild. Eiðistorg, Seitjamamesi 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Uppfylling í matvörudeild. 3. Afgreiðsla í kjörborði. Um er að ræða störf allan daginn eða frá hádegi. Æskilegt er að væntanlegir umsækj- endur geti hafið störf ekki síðar en 1. sept- ember nk. Nánari upplýsingar um störfin veita verslun- arstjórar á staðnum. Umsóknareyðublöð fást hjá verslunarstjór- um og á skrifstofunni Skeifunni 15. HAGKAUF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.