Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIf) MWVIKUDAqUR 9- ÁGÚST 1,989 29 Seltjarnarnessöfnuður: Sumarferð á sunnudag SUMARFERÐ Selljarnarnessafiiaðar verður farin sunnudaginn 13. ágúst nk. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 f.h. suður með sjó og er ferðinni fyrst heitið að Hvalsneskirkju, þar sem sóknarprestur- inn sr. Hjörtur Magni Jóhannsson tekur á móti hópnum. Þegar staðurinn og kirkjan hafa verið skoðuð munu ferðalangar snæða nesti sitt annað hvort úti við kirkjuna eða í samkomuhúsinu í Sandgerði eftir veðri. Kl. 14 verður messað í Útskála- kirkju og að messu lokinni býður sóknarnefnd staðarins hópnum til Með landpósti Leiðrétting í GREIN minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. júlí sl. er at- riði þar sem ekki er rétt með farið. Arni Sigurðsson flytur að Heiðarseli 1950 og hafði þá ekki aðstöðu til að vera lengur póst- ur. Þá tók við þessum ferðum Þorleifur Pálsson í Þykkvabæ og kaffidrykkju. I fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist, segir að sóknarnefnd Seltjarnarnes- kirkju vonist til að sem flestir úr söfnuðinum taki þátt í þessari ferð og njóti um leið ánægjulegs sam- félags kirkjunnar. Þátttöku skal til- kynna 10.—12. ágúst. „út yfir Sand“ eflár hann Ámi Siguijónsson frá Pétursey. Þessar póstferðir með hesta lögð- ust niður 1954 eða 1955 að mig minnir. Bið ég þá sem hlut eiga að máli afsökunar á þessum mistökum hjá mér. Villijálmur Eyjólfsson, Hnausum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Magnússon t.v. og Hrafii Sturluson, eigendur Bílsins. Bílasalan Bíllinn tekin til starfa í Reykjavík NÝ bílasala, Bílasalan Bíllinn hf., hefur tekið til starfa á Hyijar- höfða 4 í Reykjavik. Eigendur Bflsins hf. eru Magnús Magnússon og Hrafn Sturluson en þeir hafa báðir reynslu af sölu not- aðra bíla. Bílasalan hefur 500 fer- metra sal og stórt upphitað útiplan. Bílasalan er opin kl. 10—19 alla daga nema sunnudaga. (Fréttatilkynning-) Fiskverð á uppboðsmörkuðum s. ágúst FISKMARKAÐUR hf í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskúr 59,00 42,00 50,50 15,311 778.160 Þorskur(smár) 35,00 35,00 35,00 0,173 6.038 Ýsa 96,00 50,00 82,79 1,032 85.440 Ýsa(smá) 50,00 50,00 50,00 0,065 4.250 Karfi 31,00 29,00 30,15 0,100 3.007 Ufsi 27,00 27,00 27,00 0,983 26.529 Ufsi(smár) 12,00 12,00 12,00 0,185 2.226 Steinbítur 55,00 55,00 55,00 0,718 39.490 Hlýri 53,00 53,00 53,00 0,057 3.119 Langa 35,00 35,00 35,00 1,009 35.298 Lúða 255,00 160,00 198,66 0,683 135.686 Grálúða 32,00 32,00 32,00 0,146 4.651 Koli 40,00 40,00 40,00 0,130 5.200 Keila 12,00 12,00 12,00 0,024 288 Skötuselur 138,00 131,00 133,59 0,673 89.841 Samtals 56,99 21,307 1.214.222 ( dag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 78,00 43,00 45,58 209,794 9.563.284 Ýsa 102,00 80,00 94,08 8,224 773.693 Karfi 33,00 33,00 33,00 2,280 75.240 Ufsi 32,00 25,00 31,68 10,844 343.498 Ufsi(umál) 15,00 8,00 14,34 0,871 12.491 Hlýri+steinb. 47,00 47,00 47,00 1,049 49.303 Langa 15,00 15,00 15,00 0,030 450 Lúða(stór) 285,00 140,00 224,34 0,599 134.380 Lúða(smá) 230,00 230,00 230,00 0,027 230 Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,045 2.250 Samtals 46,89 233,764 10.960.799 Selt var úr Sigurey BA og bátum. ( dag verða m.a. seld 180 tonn af þorski 30 tonn af ýsu, 10 tonn af karfa og 20 tonn af ufsa úr Sigurey BA, Skafta SK, Skagaröst KE, Freyju RE og fleir- um. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 67,00 26,00 63,89 5,603 357.949 Þorsk(umál) 15,00 15,00 15,00 0,020 300 Ýsa 63,50 63,00 63,09 0,096 6.025 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,015 218 Ufsi 31,00 18,00 30,37 1,937 58.820 Steinbítur 45,00 20,00 39,57 2,904 118.078 Hlýri 25,00 25,00 25,00 0,037 925 Langa 29,50 29,50 29,50 3,192 94.164 Lúða 265,00 125,00 226,17 0,650 147.010 Grálúða 28,00 28,00 28,00 0,130 3.640 Skarkoli 35,00 30,00 32,35 0,162 5.240 Skata 52,00 52,00 52,00 0,196 10.192 Skötuselur 120,00 120,00 120,00 0,074 8.880 Samtals 53,50 15,224 814.408 Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá uppákomunni á Eiðistorgi. Vasantha Narayanswami og Bob Arrington fyrir miðju. Sólardagar á Seltjarnarnesi UNGT FÓLK með hlutverk stendur þessa dagana fyrir dagskrá sem nefnist Sólardagar 89. Dagskráin hófst með kvöldmessu í Seltjarnar- neskirkju 30. júlí og stendur yfir í þijár vikur. í tilefhi Sólardag- anna hefiir ungt fólk með hlutverk fengið til liðs við sig erlenda lista- menn sem taka þátt í fjölbreyttri dagskrá Sólardaganna. Þeir voru ófáir sem stöldruðu við á Eiðistorgi á miðvikudaginn til þess að fylgjast með einni uppá- komu Sólardaganna. Fólk settist niður og fylgdist af athygli með látbragðsleikurum og hlustaði á létta tónlist í trúarlegum anda. Meðal listamannanna voru erlendir gestir Ungs fólks með hlutverk. Blaðamaður ræddi við tvo þeirra, Bob Arrington og Vasönthu Naray- answami. Brýn þörf í Skotlandi „Við erum komin til íslands til að miðla öðrum af trú okkar ,“ segir Vasantha. „Heima í Skotlandi störf- um við með samtökum sem kalla sig „Youth with a misson" og eru hliðstæð Ungu fólki með hlutverk. Samtökin starfa aðallega í Skot- landi því þar er þörfin brýn. Lífskjör fólks eru bágborin og óregla tölu- verð. Við segjum fólki frá Jesú Kristi því við trúum því að hann geti komið því til hjálpar." Sagði að ég ætti að fara til Islands Bob, sem er frá Texas, gerðist krist- inn fyrir 10 árum. í 5 ár hefur hann vitað að hann ætti eftir að koma til íslands. „Ég var á Biblíu- skóla í Bandaríkjunum árið 1984.“ segir Bob. „Eitt kvöld þegar lá ég á bæn og bað Guð að segja mér hvert ég ætti að fara eftir skólann sagði hann mér að ég ætti að fara til Skotlands. Nokkru seinna sagði hann mér að ég ætti að fara til íslands. Ég sagði engum frá skila- boðunum en stuttu seinna kom einn vina minna til mín og spurði hvort ég ætti ekki að fara til Skotlands, já og íslands, bætti hann við. Guð hafði komið sömu skilaboðum til hans. Eftir skólann fór ég til Skot- lands eins og guð hafð sagt fýrir um. Og nú er ég kominn til íslands til að deila trú minni með fólkinu hér. Það geri ég í gegnum sönginn. Sem barn var ég með löskuð radd- bönd og gat ekki sungið. Ég reyndi en frá mér komu óhljóð sem fólk hló að. Viku eftir að ég fól hjarta mitt guði gat ég sungið. Fólk trúði ekki sínum eigin eyrum. Guð hafði gefið mér söngrödd. Óendalegxir kærleiki guðs Vasantha er af indverskum ættum og alin upp við Hindúatrú. “Okkur var kennt að kristin trú væri ekki fyrir okkur." segir hún.„Guð væri annarra og kæmi okkur ekki við. Þegar ég komst á unglingsár gekk ég í gegnum erfitt tímabil. Ég var afar niðurdregin og hafði engann til að leita til. Þá kom mér í hug kennslukona sem ég hafði bundist sterkum böndum í barnaskóla. Hún sagði mér frá Guði og því sem hann, hafði gert fyrir hana. Loks kom að því að ég bað Guð um að vera hluti af lífí mínu. Samstundis varð ég heil. Guð hafði læknað mig. “ Bob er alipn upp við mótmæ- lendatrú. „Ég man eftir að hafa farið með foreldrum mínum í kirkju sem barn. Mér fannst kirkjan þrúg- andi og messurnar langdregnar. Þegar ég var 9 ára ákváðu foreldr- ar mínir að skilja. Eftir þessa ákvörðun varð fjölskyldulífið óþol- andi. Foreldrar mínir rifust stöðugt og pabbi barði mig. Ég varð afar taugaveiklaður. í skólanum var telpa sem bar með sér biblíu hvert sem hún fór. Mér fannst hún furðuleg en ákvað að tala við hana. Ég spurði af hveiju hún væri alltaf með þessa stóru bók undir handleggnum. Telp- an sagði mér frá óendanlegum kærleika guðs. Ég heillaðist af því sem hún sagði um Guð, hann var sá faðir sem mig dreymdi um. Telp- an fór með mig á kristilega sam- komu fyrir unglinga. í fyrstu fannst mér krakkarnir á samkomunni hall- ærislegir en þau tóku á móti mér eins og ég var. Þegar ég kom heim kraup ég á kné og bað til guðs. Frá þeirri stundu hefur hann fylgt' mér.“ Frá keppilinni á sunnudaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar sigraði í Motorcross ÖNNUR motorcrosskeppni sum- arsins fór fram 30. júlí. Ragnar I. Stefánsson sigraði í keppninni. Motorcrosskeppniri' var haldin á- braut Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Seldal, Hafnarfirði. Úrslit urðu þessi: 1. Ragnarl. Stefánsson, Yamaha. 2. Jón K. Jakobssen, Yamaha. 3. Magnús Þ. Sveinsson, Honda. 4. Ingólfur Stefánsson Yamaha. 5. Sigurður Þorleifsson Yamaha. Ragnar hefur forystu í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. Staðan í þeirri keppnin er sem hér segir: 1. Ragnar I. Stefánsson 120 stig. 2. Jón K. Jakobssen 102 stig. 3. Ingólfur Stefánsson 78 stig. 4. Magnús Þ. Sveinsson 67 stig. 5. Stefnir Skúlason 45 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.