Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 2
L,.cði aaaorao .1 <: fliJOAqui.gifl<i qiQAjqviuonoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Katia Ricciarelli syngur í Háskólabíói í næstu viku ÍTALSKA sópransöngkonan heimskunna Katia Ricciarelli er væntanleg hingað til lands 10. nóvember næstkomandi og mun Katia Ricciarelli í hlutverki Des- demónu í kvikmyndinni Óþelló sem Canon-kvikmyndafyrirtækið gerði á síðasta ári. hún syngja á tónleikum í Há- skólabíói laugardaginn 11. nóv- ember. Ricciarelli er ein fræg- asta sópransöngkona heims og hefúr sungið inn á plötur með söngvurunum Placido Domingo og Luciano Pavarotti. Gurtnar Egilson, skrifstofustjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, sagði að koma Ricciarellis sé hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna. Söng- konan sé bókuð langt fram í tímann og því verði það einstæður við- burður að hlýða á hana á tónleikum hér á landi. Ráðgert var að Ricciarelli syngi á Listahátið 1986 en hún veiktist og boðaði forföll á síðustu stundu. „Upp frá því hefur verið róið að því öllum árum að fá söngkonuna til landsins en af því gat ékki orðið fyrr en nú,“ sagði Gunnar. Á tónleikunum 11. nóvember syngur Ricciarelli við undirleik Sin- fóníúhljómsveitar íslands aríur úr óperum eftir Rossini, Cilea, Catal- ani og Bellini. Þá syngur hún kafla úr Exultate Jubilate eftir Mozart. Söngkonan mun aðeins halda þessa einu tónleika á íslandi. Frá útifúndinum á Austurvelli. Mbl/Ámi Sæberg Landsbréfhf: Gunnar H. Hálfdánar- son verður forstjóri GUNNAR Helgi Hálfdánarson sem verið hefur framkvæmdastjóri Fjár- festingafélags íslands um árabil, hefúr ákveðið að láta af störfúm hjá þvi fyrirtæki og ráðið sig sem forstjóra Landsbréfa hf, hins nýja fjár- málafyrirtækis Landsbanka íslands. Útifundur Fóstrufélagsins á Austurvelli: Starfsemi dagheimila hlekk- ur í menntakerfi þjóðarinnar - segir formaður Kennarasambands Islands Gunnar hefur starfað hjá Fjárfest- ingafélaginu allt frá 1976 er hann réðst þangað sem forstöðumaður verðbréfamarkaðar fyrirtækisins en það hóf fyrst fyrirtækja að skrá gengi verðbréfa hér á landi. Hann varð framkvæmdastjóri Fjárfest- ingafélagsins 1980 og hefur gegnt því starfi síðan fyrir utan árin 1981-83 að hann stundaði fram- haldsnám í Kanada. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri endanlega af- ráðið hvenær starfskiptin færu fram heldur gerðist það með samkomulagi við stjórn Fjárfestingafélagsins. Um ástæður fyrir því að hann skiptir nú um starfsvettvang, þá kvaðst Gunnar ekki draga neina dul á að hann horfði þar fram á erlend veðbréfavið- skipti og möguleika íslendinga til að hasla sér völl á því sviði, líkt og fram kæmi í ráðgjafaskýrslu forsætisráð- herra, sem birt var á dögunum. Á þeim vettvangi biðu spennandi verk- efni, ekki síst innan fjármálafyrir- FÓSTRUFÉLAG íslands gekkst fyrir útifúndi á Austurvelli í gær þar sem mótmælt var þeirri hugmynd Jóhönnu Sigurðardótt ur félags- málaráðherra að dagvistarmál verði færð frá menntamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Fundinum bárust stuðningsyfírlýsingar m.a. Irá Kennarasambandi Islands og fjölda dagheimila hvarvetna af landinu. Að fúndi loknum gengu fúndarmenn að stjórnarráðinu og færðu Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra undirskriftal- ista starfsmanna við dagvistarheimili. tækis sem hefði öflugasta banka landsins að bakhjarli. „Fjárfestinga- félagið er auðvitað stór hluti af mínu lífí og ég kveð það með söknuði en er jafn sannfærður um að það á áfrám eftir að verða traust og gott fyrirtæki með lifandi starfsemi á sínu sviði,“ segir Gunnar Helgi. Að sögn Selmu Dóru Þorsteins- dóttur, formanns Fóstrufélags ís- lands, hafa um 1800 undirskriftir borist frá allflestum dagheimilum landsins. Með undirskriftalistanum vilja starfsmenn dagvistarheimila mótmæla hugmyndum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra þess efnis að dagvistarmál verði færð undir félagsmálaráðuneyti en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp í þá verú á Alþingi. í ávarpi Svanhildar Kaaber, formanns Kennarasambands ís- lands, á útifundinum á Austurvelli kom fram ' að Kennarasambandið telur að starfsemi dagvistarstofn- ana sé hlekkur í menntakerfi þjóð- arinnar. Svanhildur lýsti yfir and- stöðu sambandsins við hugmyndum félagsmálaráðherra. „Eg ímynda mér ekki annað en að undirskriftasöfnunin beri árang- ur. Bæjarfélög, kennarasamtök og foreldrasamtök hafa lýst sig ándvíg áformum félagsmálaráðherra,“ sagði Selma Dóra. Hún sagði að Fóstrufélagið myndi bíða átekta eftir viðbrögðum stjómvalda en bætti því við að fóstrur myndu ekki gefa sig í þessu máli fyrr en fullnað- arsigur ynnist. Sjá frétt á bls. 23 Jón Baldvin Hannibalsson í Brussel: Stefiit að sameiginlegum markaði EFTA o g EB fyrir árslok 1992 Undirritaður rammasamningur íslands ogEB um vísinda- og rannsóknasamstarf Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. SAMSTAÐA er um það milli framkvæmdasfjórnar Evrópu- bandalagsins og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) að hefja viðræður um sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu snemma á næsta ári. Er þetta niðurstaða fúndar sem Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra átti fyrir hönd EFTA með Frans Ándriessen, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn EB, í Brussel í gær. Er stefnt að því að sameiginlegt markaðssvæði EFTA og EB verði orðið til fyrir árslok 1992. Framkvæmdastjórn EB hefur skipt viðræðunum við EFTA í þrjá áfanga. í fyrsta lagi hafa farið fram viðræður til að kanna sameiginleg áhugamál og afstöðu til þeirra og lauk þeim formlega 20. október sl. í öðru lagi eru könnunarviðræður sem heíjast eftir áramót og í þriðja lagi raunverulegar samningavið- ræður, sem á að ljúka fyrir árslok >1990. Stefnt er að því, að EFTA- ríkin tileinki sér samþykktir og reglugerðir EB sem snerta evrópska efnahagssvæðið fyrir árslok 1992. Jón Baldvin Hannibalsson sagði, að til þessa hefðu viðræðumar gengið samkvæmt áætlun og í fullu samræmi við yfirlýsingar leiðtoga- fundar EFTA í Ösló í mars sl. Nú stæði fyrir dyrum að greiða úr nokkmm vafaatriðum áður en formlegar samningaviðræður hæf- ust. EFTA-ráðherrar fjalla um samningaviðræðurnar á fundi í Genf 11. og 12. desember nk. og er talið víst að þar verði samþykkt að ganga til slíkra viðræðna. A fundinum með Andriessen und- irritaði Jón Baldvin rammasamning milli íslands og Evrópubandalágs- ins um samstarf á sviði vísinda- og rannsóknastarfsemi. Samningurinn er forsenda þess, að íslendingar geti gerst aðili að áætlunum á veg- EB. ísland er síðasta EFTA- um Morgunblaðið/Bjami Jón Sigurðsson.iðnaðarráðherra. íslenskir dagar formlega settir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra opnaði í gær með táknrænum hætti íslenska daga að viðstöddu fjölmenni í timbursölu. Byko í Breidd. Iðnaðarráðherra, Jón Helgi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Byko, og Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda fluttu ávörp við opnunina. Hlutafiársjóður Byggðastofiiunar: 96,5 milljóna hlutafé til Fiskiðjunnar Frejrju STJÓRN Hlutafjársjóðs hefúr fallist á að bjóða fram nýtt hlutafé til Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri að upphæð 96,5 milljónir króna. Hlutaféð greiðist með því að sjóðurinn tekur við skuldum hjá lánar- drottnum fyrirtækisins, en sala hlutdeildarskírteina í þessu skyni hefúr verið tryggð. Illutafjársjóður hefur síðastliðna vanskila á staðgreiðslu skatta viku haft til athugunar nýjar hug- síðastliðinn föstudag. Telur stjórn myndir um aðgerðir til lausnar á Hlutafjársjóðs undirtektir stærstu fjárhagsvanda Fiskiðjunnar Freyju, lánardrottna fyrirtækisins vera en húsakynni fyrirtækisins voru nægilega jákvæðar til þess að sjóð- innsigluð vegna 12,5 milljóna króna urinn geti beitt sér fyrir fjárhags- legri endurskipulagningu þess. Samþykkt Hlutafjársjóðs um að bjóða fram nýtt hlutafé til fyrirtæk- isins er meðal annars bundin þeim skilyrðum, að viðunandi samningar náist við ýmsa smærri kröfuhafa, og að nýtt hlutafé að upphæð 55 milljónir króna safnist frá öðrum aðilum en sjóðnum fyrir 6. nóvem- ber næstkomandi. ríkið sem gengur frá samningi af þessu tagi. í gær hitti Jón Baldvin einnig Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belga. í dag heldur Jón Baldvin til Bretlands og hittir Douglas Hurd, nýskipaðan utanríkisráðherra Breta. Sjá bls. 4 frétt um fúnd utanríkis- málaneftidar með utanríkisráð- herra. Nýr aðstoðar- maður félags- málaráðherra GRÉTAR J. Guðmundsson þjón- -ustuforsfjóri Húsnæðisstoftiunar ríkisins hefúr verið ráðinn að- stoðarmaður Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Grét- ar tekur við af Rannveigu Guð- mundsdóttur, sem nú hefúr tekið sæti á Alþingi. ■j Grétar J. Guðmundsson er 36 ára, byggingaverkfræðingur að mennt. Hann hóf störf á tæknideild Húsnæðisstofnúnar ríkisins árið 1978. Grétar varð forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofn- unar ríkisins árið 1985. Á þessu ári var hann skipaður þjónustufor- stjóri stofnunarinnar. Grétar hefur störf í hinu nýja starfi 1. nóvember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.