Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 25
sím'inn HORt^s' ÖMPLEfE auKaUsta; ókeyp'S 09 Pan,aðU MORGUNBDAÐIÐ! ÞRIEUUUAGUR <3lqOKTOBER ,1089. Tölvunámskeið fyrir byrjendur Á námskeiðinu er m.a. kennd notkun ritvinnslu og uppsetning heimilisbókhalds í töflureikni. Sérstaklega er kennd notkun harðra diska. Kennt er í fjögur kvöld, á mánudögum og miðvikudögum kl 19-22. Tölvuskóli íslands s: 67 14 66, opið til kl. 22 MANEX hárlínan saman stendur af prðteini (hárvökvi), sjampói, næringu og vítamíni og er fáanleg á allflestum rakara- og hárgreiðslustofum og einnig í apðtekum. A Utifundur ANC í Jóhannesarborg: Tómas Friðjónsson: „í fjölda ára hef ég átt við vanda- mál í hársverði að stríða. Ég hafð reynt ýmis smyrsl o.f I. til að losní við þessi óþægindi án teljandi árangurs. Með einni flösku af MANEX vökvanum leysti ég öll mín hárvandamál." Heildsölubirgðir: ambrosia ‘JMBOOS- OG HEILDVEBSLUN Sími 91-680630. Sigríður Adólfsdóttir: „Fýrir 15 árum varð ég fyrir því óhappi í Bandaríkjunum að lenda í gassprengingu og missti við það augabrúnirnar, sem uxu aldrei aftur. Ég fór að nota MANEX vökvann fyrir 4 mánuð- um og í dag er ég komin með fullkomnaraugabrúnir. Hár- greiðslumeistarinn minn, Þórunn Jóhannesdóttir í Keflavík, segir þetta vera hreint kraftaverk." Elín Sigurbergsdóttir: „MANEX hárvökvinn hefur virk- að með ólíkindum vel fyrir mig.“ Ég var því sem næst að missa allt hárið. Það datt af í flyksum og var ég komin með hárkollu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að nota MANEX hætti hárlosið og í dag er ég laus við hárkolluna og komin með mikið og fallegt hár. Læknirinn minn og mínir kunningjar eru hreint undrandi á þessum árangri." POSTVERSLUN SIMI 91-53900 Sáttfysi í garð hvítra gætti í ræðum leiðtoga Jóhannesarborg. Reuter og Daily Tclcgraph. TALSMENN Afríska þjóðarráðsins (ANC) í Suður-Afríku sögðu í gær að Ijölmennur útifundur samtakanna á sunnudag sannaði víðtækan stuðning blökkumanna við þau. Talið er að um 80 þúsund manns hafí komið saman á á íþróttavelli í Soweto, útborg Jóhannessarborgar, þar sem fagnað var lausn átta leiðtoga í mannréttindabaráttu blökkumnna úr haldi eftir áratuga fangelsisvist. Fundurinn var haldinn með leyfi stjórnarinnar í Pretoríu og þótt ræðumenn fordæmdu aðskilnaðar- steftiu hvítra og krefðust fúlls jafnræðis þykir stjórnmálaskýrendum sem gætt hafi aukinnar sáttfýsi í garð hvítra. Engir lögeglumenn voru inni á leikvanginum og ekki kom til átaka í sambandi við hann. Talsmaður Þjóðarflokks F.W. de Klerks forseta sagði það fagnaðar- efni að einhver stærsti stjórnmála- fundur í sögu landsins hefði farið friðsamlega frarn en harmaði að leið- togar ANC skyldu neita að lýsa and- úð á ofbeldi í baráttu samtakanna. Athygli vakti að dagblað sem styður ríkisstjórnina hvatti í gær til þess að ANC fengi aftur leyfi til að starfa en samtökin hafa í reynd verið bönn- uð í þtjá áratugi. Á fjöldafundinum í Soweto voru ítrekuð skilyrði ANC fyrir viðræðum við minnihlutastjórn hvitra; lausn Nelsons Mandela og annarra póli- tískra fanga úr haldi, leyfi til að samtökin fái að starfa í landinu og Danmörk: íjármálaráðherra víkur Kaupmaunaliöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins, og Reuter. PALLE Simons- en, fjármálaráð- herra Danmerk- ur undanfarin fimm ár, hefúr sagt af sér emb- ætti og er jafn- framt hættur þingmennsku. Eftirmaður hans í samsteypustjórn Pouls Schliit- ers verður Henning Dyremose, sem áður var atvinnumálaráð- herra. Við þeirri stöðu tekur Knud E. Kirkegaard. Simonsen tekur nú við forstjóra- stöðu hjá Lífeyrissjóði launþega, ATP. Hann hefur setið á þingi frá 1968. í tíð Simonsens, sem er 56 ára gamall, tókst að koma á jafn- vægi í ríkisbúskapnum 1986 eftir 12 ára samfelldan hallarekstur. Schlúter forsætisráðherra hældi Simonsen á hvert reipi, sagði hann hafa verið einstaklega hæfan í starfi og mikil eftirsjá væri að honum. afnám neyðarlaga sem sett voru fyr- ir þrem árum. A hinn bóginn vakti athygli hve sáttfúsir sjö ANC-leið- togar, sem nýlega voru leystir úr haldi, voru þrátt fyrir allt í ræðum sínum. Einn þeirra, Ahmed Kathr- ada, virtist aðallega beina orðum sínum til hvítra í landinu og sagði hann ljóst að þeir óttuðust möguleg- ar afleiðingar af valdatöku svert- ingja. Hins vegar hefði Þjóðarflokk- urinn ýtt yndir þennan ótta í eigin- hagsmunaskyni. Kathadra sagði það „svívirðilega lygi“ að ANC stefndi að því að „reka alla hvíta menn á haf út.“ Hann minnti á að frönsku landnemarnir í Alsír hefðu aldrei lit- ið á sig sem Afríkumenn og þess vegna snúið aftur til Frakklands eft- ir að landið fékk sjálfstæði. Búarnir í Suður-Afríku væru hins vegar og myndu áfram verða Afríkumenn. Þeir yrðu að láta það í Ijós með skýr- um og ótvíræðum hætti að þeir vildu skipa sér í raðir með öðrum Afríku- mönnum. Oliver Tambo, ieiðtogi ANC, sagði í yfirlýsingu, sem lesin var upp á fundinum, að de Klerk forseti hefði ennþá möguleika á að vinna sér sess sem mannasættir í sögu landsins. Reuter 23 farast íjarðskjálfta í Alsír Að minnsta kosti 23 biðu bana þegar jarðskjálfti að styrkleika 5,5 stig á Richters-kvarða skók borgina el-Nador, vestur af Algeirsborg, í Alsír á sunnudagskvöld og hundruð manns misstu heimili sín. Skjálftinn virtist hafa komið yfirvöldum í opna skjöldu því engar áætlanir reyndust til um viðbrögð við skjálftum. Neyðarhjálp hefur því ekki borist enn til íbúa sem urðu illa úti og hefur mikil reiði gripið um sig af þeim sökum. Talsvert tjón varð á mannvirkjum á jarðskjálftasvæðinu, en upptök skjálftans voru 60 km vestur af Algeirsborg. Eldar kviknuðu er gasleiðslur brustu. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... > 5 . þær duga sem besta bók. Múlalundur Úrslitin á Spáni Madrid. Reuter. í kosningunum á Spáni á sunnudag var kosið til neðri deildar þingsins, Cortes. en hún er skipuð 350 mönnum. I fyrsta dálki er fylgi flokkanna í pró- sentum, þá þingmannatala og loks í sviga Qöldi þingmanna eftir kosningarnar 1986: Sósíalistar 39,55 176. (184) Þjóðarfl. 25,83 106 (105) Miðflokkabandal. 7,91 14 (19) Kommúnistar og bandamenn þeirra 9,05 17 (7) Sameiningarfl. '5,04 18 (18) Baskneski þjóðarfl. 1,24 5 (6) Herri Batasuna 1,06 4 (5) Euskadiko Eskerra 0,51 2 (2) Eusko Alkartasuna 0,67 2 (-) Andalúsíuflokkurinn 1,04 2 (-) Aðrir landshlutaflokkar 1,38 4 (4) MANEX hárvökvinn á erindi inn á öll heimili Hvað segja ánægðif notendur MflNEX-hárvökvans: Lilja Bragadóttir: „Eg var orðin verulega áhyggju- full út af hárlosinu. Ég hafði reynt ýmis efni án árangurs, þartil ég byrjaði að nota hárvökvann. Hann kom í veg fyrir hárlosið og betrumbætti hárið.“ Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði í gegnum árin reynt allttilaðlosnaviðflösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég betur. Vökvinn virki- lega virkar." Arnhildur Magnúsdóttir: „Hár mitt hefur verið ómeðfæri- legt og tekið illa permanenti. Vökvinn gjörbreytti hári mínu. Nú get ég haft permanent-krull- urnar án þess að þurfa að vesen- ast í því með krullujárni o.fl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.