Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5
5 , ^OQGIINBLAÐID .ÞIUDJLDAQyH 2j- OKTÓijEft 1989 48. Fiskiþing sett: Gengið hefiir verið á hlut sjávarútvegsins - segir sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson „Sjávarútvegurinn hefiir átt við mikla rekstrarerfiðleika að etja að undanfdrnu og fyrirsjáanlegur er aflasamdráttur á næsta ári. Á sania tíma eru allir kjarasamningar lausir og viðræður um skiptingu þjóðar- teknanna á næsta leyti. I ákvörðunum um gengismál og tekjuskiptingu hefur mjög verið gengið á hlut sjávarútvegsins á undafornum árum. Mikilvæg breyting hefur nú náðst á raungengi krónunnar og þeim ábata verður atvinnugreinin að halda. Kjarasamningum, sem raska því raungengi, sem verður um næstu áramót, getur sjávarútvegurinn ekki staðið undir.“ fietta var mcðal annars boðskapur sjávarútvegsráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, á 48. Fiskiþingi, sem sett var í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá setningu Fiskiþings. Fiskimálastjóri Þorsteinn Gíslason setur þingið. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF og sjávarútvegs- ráðherra Halldór Ásgrímsson hlusta á ræðu hans. Þorstein Gíslason, fiskimálastjóri, setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti þingsins velkomna. Hann rakti gang mála innan sjávarútvegsing, meðal annars heildarafla undanfar- inna ára, sem hefur verið mikill. Hann varaði við bjartsýni það, sem eftir lifði þessa árs. Loðnuveiði væri enn ekki hafin og yrði ekkert úr henni, yrði afli aðeins rúmar 1,3 milljónir tonna, um 400.000 tonnum minni en metárið í fyrra. Síðastliðin 10 ár hefur aflinn verið á bilinu 1,4 milljónir tonna til 1,7 í fyrra að tveimur árum undanskildum. Það eru loðnuleysisárin 1982 og 1983, en þá var aflinn 785.000 tonn og 835.000 Sjávarútvegsráðherra rakti í ræðu sinni gang mála frá síðasta Fiski- þingi og ræddi síðan það, sem nú er að gerast og framundan er. Hann lagði á það áherzlu að framkomin frumvarpsdrög um stjórnun fiskveiða væri ekki endanlegt frumvarp frá ráðuneyti sínu komið. Hvað, sem því liði, væri hann því samþykkkur í megin dráttum. Einn mikilvægasti þáttur frumvarpsdraganna gerði ráð fyrir því, að gildistími þeirra yrði ótímabundinn eins og gildistími ann- arra laga. Með því væri kominn skiln- ingur á mikilvægi stefnumótunar til langs tíma, en án hennar yrði öll hagræðing tafin verulega. Hann vék síðan að stöðu okkar gagnvart Evr- ópubandalaginu og sagði: „Væntan- legar samningaviðræður við Evrópu- bandalagið skipta sköpum fyrir íslenzkan sjávarútveg. Eg vil leggja áherzlu á mikilvægi þessa máls, enda þótt ég hafi ekki gert það að sérstg- öku umræðuefni á þessum vett- vangi. Frjáls aðgangur að helztu mörkuðum heimsins er lykilatriði fyrir sjávarútveginn. Evrópubanda- lagið er okkar stærsti markaður og þar verðum við að ná viðunandi samningum. Þeir samningar eru í senn mikilvægir, vandasamir og við- kvæmir. Hins vegar felast þar miklir möguleikar fyrir íslenzkan sjávarút- veg og þjóðina í heild. Ef okkur auðn- ast ekki að ná samningum við Evr- ópubandalagið verðum við einfald- lega að leita markaða annars staðar með ærnum tilkostnaði. Okkur er tamt að líta á breytingar í Evrópu sem vandamál, en í þessu máli verð- uní við að skynja þau tækifæri, sem felast í framtíðarskiptum okkar og Evrópubandalagsins." Magnus Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF og formaður und- irbúningsstjórnar Samtaka atvinnu- rekenda í Sjávarútvegi, hefur kynnt sér stöðu okkar gagnvart EB út í æsar. Hann flutti á Fiskiþinginu er- indi um stöðuna, fortíð, nútíð og framtíð. Hann lagði mikia áherzlu á nauðsyn samninga við EB enda væru aðildarlönd þess okkar mikilvægasti markaður, er litið væri á þau í heild: „Til Evrópubandalagsins fór árið 1988 59% af vöruútflutningi íslend- inga og 61% af útfluttum sjávaraf- urðum. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að ná viðbótarsamkomu- lagi við bandalagið um sjávarútvegs- mál. Það er ekki einungis nauðsyn- legt að ræða um tolla, heldur einnig rannsóknir í hafinu, mengunarmál og verndun sameiginlegra stofna, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar viðræður um gagnkvæma hagsmuni, sem skipta okkur meira máli en aðrar þjóðir, geta ekki farið fram nema tvíhliða," sagði Magnús. Hann ræddi síðan forsendur okkar og markmið með slíkum samningum og möguleg- an stuðning áhrifamanna innan EB við hagsmuni okkar. Að lokum sagði hann: „Það er sannfæring mín, að ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa skilning' á sérstöðu okkar og gera sér grein fyrir því, að vilji menn búa hér norður í hafi, verða menn að geta búið fólkinu viðunandi lífsskil- yrði. Að þeir geri sér betur og betur grein fyrír því, að til þess að Islend- ingar geti orðið virkir þátttakendur í auknu samstarfi Evrópuþjóða, duga ekki frelsin fjögur, heldur verða þau að vera fimm. í viðbót við frelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, fjármagnástreymi og fólksflutninga, verður frelsi með sjávarafurðir að bætast við. Ég treysti því að sú mikla vinna, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa lagt í til að kynna málstað okk- ar á undanförnum árum, muni bera árangur og innan ekki of iangs tíma munum við hafa fundið viðunandi iausn á samskiptum okkar við Evr- ópubandalagið á sviði viðskipta með sjávarafurðir,“ sagði Magnús Gunn- arsson. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, flutti erindi um sjáv- arútveginn og gengi krónunnar. Hann sagði að stjórn efnahagsmála hér á landi hefði að verulegu leyti snúizt um sveiflur í sjávarútvegi, þegar illa áraði í sjávarútveginum væri nauðsynlegt að draga úr þjóðar- útgjöldum. Á hinn bóginn væri, þeg- ar vel áraði, tilhneiging til ofþenslu í efnahagslífinu og þrenginga í þeim greinum, sem væru háðar gengi krónunnar og nyti hvorki fram- leiðsluaukningar né verðhækkana á afurðum. Sjávarútvegurinn hefði því úrslita þýðingu fyrir þróun efna- hagslífsins á hveijum tíma. Þórður rakti tilhögun gengisákvarðana og sagði síðan: „Þegar litið er til reynsl- unnar, leikur lítill vafi á því að af- koma sjávarútvegs hefur ráðið a»eiru um gengi krónunnar en aðrir þættir. í góðæri í sjávarútvegi hafa stjórn- vöid dregið úr hagnaði greinarinnar með því að leyfa launum og innlend- um kostnaði að hækka án þess að bæta sjávarútveginum það upp með lækkun á gengi krónunnar. Á máli hagfræðinnar hækkar raungengi krónunnar við þessar aðstæður. Þannig njóta launþegar og fyrir- tæki, sem eru lítið háð gengi krón- unnar, hagstæðra skilyrða til sjós. Þegar lengst hefur verið gengið í þessum efnum, hafa fyrirtæki í sjáv- arútveginum í mjög takmörkuðum mæli notið góðærisins. í hallæri ger- ist hið gagnstæða. Gengi krónunnar er lækkað til að viðhalda lágmarksaf- komu í sjávarútvegi - á mæltu máli er talað um að halda sjávarútvegi á núllinu. Samkvæmt þessu breytist afkoma í sjávarútvegi í raun lítið frá einum tíma til annars. Gengisstefnan felur í sér misháa skattlagningu á sjávarútveg eftir skijyrðum í grein- inni,“ sagði Þórður. í máli hans kom fram að gengisskráining krónunnar hefði kannski í raun verið eins konar auðlindaskattur á sjávarútveginn. Spurningu þess efnis frá Einari K. Guðfinnssyni frá Bolungarvík, hvort gengisskráning nú væri eins konar auðiindaskattur á sjávarútveginn, sagðist Þórður telja að svo væri. Þórður ræddi einnig ný viðhorf til gengismála og nefndi festingu geng- isins við ákveðna viðmiðun, svo sem EMS, Bandaríkjadal eða einhveija ákveðna myntkörfu; að miða gengi krónunnar við skilgreind viðunandi rekstrarskilyrði útflutnings- og sam- keppnisgreina og loks að láta gengi krónunnar ráðast í ríkari mæli en verið hefði af markaðsöflunum. Þess- ar leiðir samræmdust allar núgild- andi lagaákvæðum um gengisskrán- ingu krónunnar og væru því færar. Hann sagði svo: „Það fer varla á milli mála, að skynsamlegt er að þróa skipun gengismála hér á landi í þá átt að markaðsöflin verði ráð- andi um gengi krónunnar og stefna þannig að svipaðri skipan gengis- mála og flestar aðrar þjóðir hafa við. Líklega er þessu þróun í raynd bæði skynsamleg út frá efnahagsleg- um sjónarmiðum og óumflýjanleg, þar sem Islendingar stefna að nán- ari samskiptum við aðrar þjóðir í framtíðinni og í því felst að íslending- ar verða, fyrr eða síðar, að laga í aðalatriðum gjaldeyrisreglur sínar aðþeim reglum, sem gilda hjá nálæg- um þjóðurn." I HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.