Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 37 ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Miðstýring er ekki rétt- ur lykill að framtíðinni Höftin rýra kjörin Stjórnmál á íslandi — sem annars staðar — snúast ekki sízt um það, hve víðfeðmt hlut- verk ríkisvaldsins eigi að vera í stjórn efnahags- og atvinnu- mála. Annars vegar horfa menn til frjálsræðis og markaðshyggju, sem nær hvarvetna í veröldinni hefúr sótt í sig veðrið á níunda áratugnum — og hinsvegar til miðstýringar og ríkisforsjár, sem ráðið hafa lögum og lofúm í rikjum marxisma og sósíal- isma í A-Evrópu og víðar. íslenzkur þjóðarbúskapur hefúr raunar hvergi nærri ver- ið laus við svokallaðan ríkissó- sialisma, þvi miður. I Fyrir stuttu síðan birtist svo- hljóðandi klausa í Viðskiptamál- um, fréttabréfi Verzlunarráðs ís- lands: „Sovétmenn leggja mikla áherzlu þessa dagana á að þróa efnahagsh'f landsins í átt til frek- ari markaðsbúskapar. Dagana 19.- 20. september [1989] verður haldin alþjóðleg ráðstefnu um myndun fríverzlun- arsvæða innan Sovétríkjanna og annarra ríkja sem búið hafa við miðstýringu í efnahagsmálum. Nánari upplýsingar veitir Y.A. Kundinov, viðskiptafulltrúi Sovét- ríkjanna, Túngötu 24, Reykja- vík ...“. Þessi tilkynning og miklu frem- ur framvinda mála í Eystrasalst- ríkjunum, Ungveijalandi, Póllandi og fleiri löndum A-Evrópu, segir okkur í raun; að fijálsræði og markaðshyggja höfða ekki ein- ungis til fólks í velferðarríkjum V-Evrópu og N-Ameríku, heldur jafnframt í þeim heimshluta, þar sem marxisminn og miðstýringin hafa hvað lengst ráðið ríkjum — með viðblasandi afleiðingum, m.a. fólksflótta. II Það fer ekki á milli mála að þau ríki, sem geirneglt hafa þjóð- arbúskap sinn í opinber forsjár- höft og miðstýringu, hafa hvergi nærri náð þeim efnahagslega ár- angri, sem einkennir ríki V-Evr- ópu og N-Ameríki. Þjóðartekjur miðstýringarríkja á hvern vinn- andi þegn eru aðeins brot aÞsam- svarandi tekjum samkeppnisríkja, sem sagt hefur til sín í verulega lakari kjörum fólks. Þjóðfélög marxismans hafa Fríverslunars væði í Sovétríkjunum Sovétmenn leggja mikla áherslu þessa dagana á aö þróa efnahagsllf I landsins í átt til frekari markaðs- búskapar. Dagana 19-22 september veröur haldin alþjóðleg ráðstefna um myndun fríverslunarsvaeða innan Sovétríkjanna og annara rikja sem búiö hafa við miðstýringu í efnahagsmálum. Nánari upplýsingar veitir Y.A. Kudinov, viðskiptafulltrúi sovétríkjanna, Túngötu 24, Rvk„ sími: 12914. staðnað, ekki aðeins efnahags- lega, heldur jafnframt félagslega ✓ — og kreppt hefur að almennum þegnréttindum, að ekki sé fastar að orði kveðið. Fólksfióttinn frá þessum ríkjum talar máli, sem gerir öll viðbótarorð óþörf. íslendingar hafa einnig fengið smjörþefinn af miðstýringu og ríkissósíalisma í sínu blandaða hagkerfi, m.a. í margslungnu sjóða-, millifærslu- og skömmtun- arkerfi, sem félagshyggjuforkól- far fjötra samfélagið með. Stað- reyndir um rekstrarstöðu atvinnu- veganna, kjarastöðu heimilanna, hallarekstur ríkisins, óhagstæðan viðskiptajöfnuð og erlendar skuld- ir samfélagsins hljóma ekki beinl- íns sem lofsöngur um hagstjórn- arhæfni þessa kerfis. Það eru ekki einvörðungu ytri aðstæður sem valda því að Island er eina OECD-ríkið án hagvaxtar annó 1989. III Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, segir m.a. í forystugrein fyrsta heftis Fjármálatíðinda 1989: „Sé litið á þróunina í V-Evrópu og öði-um löndum, sefh íslending- um standa næst efnahagslega, koma skýrt fram náin tengsl milli framvindu í átt til fijálsara markaðskerfis innan hvers lands annars vegar og afnáms við- skiptahindrana milli ríkja hins vegar, enda má í raun réttri segja, -að þetta tvennt hljóti ætíð að vera hvort öðru háð. Sú þjóð, sem býr ekki fyrirtækj- um sínum aðstöðu til að keppa á fijálsum heimsmarkaði, getur varla vænzt þess, að þau standist óstudd erlenda samkeppni. Jafn- framt getur hún ekki búizt við því að fá óheftan aðgang að mörk- uðum annarra þjóða, nema sama komi í móti af hennar hendi.“ IV Þetta eru íhugunarverð orð. Það er meira en tímabært að ís- lendingar aðlagi þjóðarbúskap sinn — eftir því sem ýmiss konar sérstaða okkar frekast leyfir — að þeirri þróun sem þegar er orð- in og fyrirsjáanleg er í helztu við- skiptasvæðum okkar austan hafs og vestan. Framvindan að þessu leyti verður ör hin allra næstu árin, ekki sízt í V-Evrópu. Sterk rök hníga að því, að dómi sumra hagfræðinga, að mikilvægt sé að stíga marktæk skref til virk- ari markaðsbúskapar og sam- keppni út á við, ef takst eigi að vinna bug á verðbólguvandanum og þróa atvinnuvegi okkar og þjóðarbúskap til jafnstöðu við það sem er og verður í hagvaxtarríkj- um. Núverandi ríkisstjóm, stefna hennar og störf, hafa reynzt Þrándur í Götu framfaVa í íslenzk- um þjóðarbúskap. Höft ýta ekki undir framfarir. Fijálsræðið er þeirra kjörland. Það örvar en höft- in slæva framtakshvata einstakl- inganna. Þekkingin — samansöfnuð reynsla kynslóðanna — er grunnur framtíðarinnar. Kerfi, sem hafa marg- og kolfallið á reynslupróf- um þjóðanna, eru hinsvegar ekki réttur lykill að framtíðai'velferð. Þessar stelpur héldu hlutaveltu í Efstasundi 46 í Kleppsholti, til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða kross íslands. Þær heita: Guðrún Gyða, Gyða, Guðný, Kolbrún, Katrín og Vala. Og sú litla heitir Asgerður. Á hlutaveltunni komu inn alls 3.000 krónur. SmO auglýsingar fÉlAGSÚF □ HELGAFELL 598910317 VI 2. □ EDDA 598931107 = 2 Frl. □ FJÖLNIR 598910317 - Frl. Atk. ADKFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. í „Guds hánd“. Fréttir af norrænu telpnamóti í Vindáshlíð 1989. Skyggnilýsingafundur Miðillinn Díana Elliott heldur skyggnilýsingafund þriðjudaginn 31. október í Síðumúla 25 (múrarasalnum) kl. 20.30. Ljósgeislinn. Inniæfingar skíðadeildar Vikings fyrir 12 ára og yngri eru á þriðju- dögum kl. 17.30 í Breiðagerðis- skóla og á fimmtudögum kl. 18.00 i Safamýrarskóla. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. 4* WtAMÞAUGL YSINGAR Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkja- hverfi verður hald- inn í Valhöll þriðju- daginn 31. október kl. 18.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, og Július Hafstein, borgarfulltrúi. Stjórnin. Mosfellingar - sjálfstæðismenn Félagsheimili okkar verður opið fimmtudaginn 2. nóvember milli kl. 17.00 og 19.00. Alþingismaður okkar Salome Þorkelsdóttir verður þá til viðtals. Að vanda heitt á könnunni. Stjórnin. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju- daginn 31. október kl. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins verður Ásthildur Péturs- dóttir. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kaffiveitingar. 3. Spilað verður bingó. Sjálfstæðiskonur fjölmennið. Stjórnin. IIFIMDAI.IUK F ■ U S Er félagafrelsi fótum troðið á íslandi? Heimdallur heldur rabbfund um félagafrelsi í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1, mið- vikudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Frum- mælandi verður Gunnar Jóhann Birgisson, hdl. Allir áhugamenn velkomnir. Stjórnin. Garðbæingar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar heldur almennan félagsfund um bæjarmál fimmtu- daginn 2. nóvember nk., kl. 20.30 í Kirkju- hvoli. Rætt verður m.a. um skipulagsmál, lóðaút- hlutanir, skólamál, framkvæmdir á vegum bæjarins og fjárhagsáætlun næsta árs. Frummælandi: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta. Allir Garðbæingar velkomnir. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Akranes Aöalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi verður hald- inn i Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.