Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 47
við fjölskyldan höfum farið hér inn- anlands með afa og ömmu og eru okkur þá sérlega minnisstæðar ferðirnar að Vogi á Mýrum og skemmtilegir dagar þar. Við systkinin höfum allt frá okk- ar barnæsku vanist því að vera með afa og ömmu á aðfangadagskvöld jóla og hafa hvorki iangar vega- lengdir né annað breytt neinu þar um, jólin í ár verða tómleg án afa. Það sem einkenndi afa var ótrú- leg lífsgleði og bjartsýni og hversu góður hann ávallt var. Hann var mjög listrænn og hafði næmt auga fyrir öllu fögru. Við viljum þakka afa fyrir allar þær ánægju- og gleðistundir sem hann veitti okkur, honum hefur nú verið ætlað hlutverk í æðri heimi. Minningin um hann mun ávallt skipa stóran sess í huga okkar. Nanna Hrund Eggertsdóttir, Ragnar Þór Eggertsson. í dag kveðjum við Ragnar afa. Það er undarlegt og tómlegt að hann skuli ekki lengur taka á móti okkur þegar við komum í heimsókn á Réttarholtsveginn, en amma bæt- ir þar úr. Hann gaf sér ávallt tíma til að spjalla við okkur og alltaf átti hann eitthvað í pokahorninu til að gleðja okkur með. Við munum seint gleyma ferðunum sem við fór- um í bústaðinn að Vogi með ömmu og afa, þar sem báturirin var sjó- settur og róið út í hólma, land tek- ið og kannað að hætti Iandkönnuða. En nú er afi farinn og í þeirri vissu að honum líði vel núna kveðj- um við afa og geymum góðar og fallegar minningar um hann. Kveðja frá sonarsonum, Sölva, Daða og Arnaldi. Við fráfall elskulegs tengdaföður míns, Ragnars Hall málara, hvarfl- ar hugurinn aftur til ársins 1968, þegar ég var kynnt fyrir honum. Ég var dálítið kvíðin sem eðlilegt er á slíkri stundu, en það var svo sannarlega ástæðulaust því vart var hægt að hugsa sér notalegri mann. Ragnar og Berta áttu góðar stund- ir saman, þau voru alla tíð samrýnd og áttu mörg sameiginleg áhuga- mál, þar á meðal ferðalög innan- lands sem þau nutu vel. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum saman vestur á Þingeyri við Dýrafjörð. Þar sýndi Ragnar okkur æskustöðvar sínar og sagði frá mörgu skemmtilegu af upp- vaxtarárum sínum, en merkilegast fannst strákunum að afi skyldi hafa lært að synda í sjónum. Blóm- og tijárækt var honum hugleikin, og bar garðurinn þess merki, á hveiju vori sáði hann skjaldfléttufræjum í garðinn eins og alltaf var gert í foreldrahúsum á Þingeyri. Við nut- um síðan góðs af og fengum fræ í poka og Ragnar fylgdist grannt með hvernig til tækist í nýja garðin- um okkar. Þegar við hjónin vorum við nám í Svíþjóð komu Ragnar og Berta og dvöldu hjá okkur um tíma, þetta var þeirra fyrsta utanlandsferð og eftirvæntingin því mikil. í Stokk- hólmi fór hann á tónleika hjá sænska vísnasöngvaranum Evert Taube sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, en íslensku þjóðskáldin voru þó alltaf hans menn. Nýársdagsboðin verða okkur í fjölskyldunni ógleymanleg því þótt fjölskyldan stækkaði, breikkaði og yrði fyrirferðarmeiri, þá kom ekki annað til greina hjá Ragnari en að halda veglega veislu og nutum við þá matargerðar hans, því hann handlék sleifarnar af sömu lagni og penslana við málarastörfin. Aldr- ei var hann ánægðari en þegar all- ur hópurinn var saman kominn á heimilinu. Frá unga aldri fékkst Ragnar við að mála og teikna en hann flíkaði aldrei þeirri iðju sinni og liggja eft- ir hann mörg falleg verk. Hann var listaskrifari og kunni vel að meta gott handverk. Mér eru í fersku minni bréfin sem hann sendi okkur til Finnlands á liðnu sumri, þar kom glöggt í ljós hugur hans og um- hyggja fyrir ijölskyldu sinni. Við kveðjum hann með söknuði, en eitt er víst að í hugum okkar skilur hann eftir ljúfar minningar. Þorbjörg Þórðardóttir ----------------------M(^6^íBLÁéffi:Í»RÍÍáOBÍÍiöbtt,31, ÍÓÍCfiSBÍÉKÍ^ . t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG SIGVALDADÓTTIR, sem andaðist í Landspítalanum 21. október sl. verður jarðsungin í Langholtskirkju fimmtudaginn 2. nóvember 1989, kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t ÞÓRUIMN PÁLSDÓTTIR frá Norður-Hjáleigu í Álftaveri andaðist á hjúkrunar- og langlegudeild Sjúkrahúss Suðurlands, Ljósheimum, föstudaginn 27. október. Útförin ferfram frá Þykkva- bæjarklausturskirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Böðvar Jónsson. t Systir mín og föðursystir okkar, STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR fráVíðum, Hagaseli 26, t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN NJÁLSSON, Furulundi 1A, Akureyri, andaðist í Landspítalanum, laugardaginn 28. október. Heiðdís Eysteinsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir, Björn Eiríksson, Heiðar Ingi Svansson, Birna Klara Björnsdóttir, Heiðdís Björnsdóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir. t Innilega þökkum við auðsýnda samúð og virðingu vegna fráfalls bóndans, fræðimannsins, rithöfundarins og ríkisfjármálasnillings- ins BENEDIKTS GÍSLASONAR frá Hofteigi. Lifið heil. Árni Benediktsson, Hrafn Benediktsson, Steinar Benediktsson og dætur hins látna. andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 28. október. Vilborg Á. Forberg, Þórhallur Geirsson, Sigríður Aradóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Hringbraut 63, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 28. þessa mánaðar. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SIGURÐAR PÉTURS EIRÍKSSONAR, Dvalarheimilinu Hlíð. Klara Nielsen, Magnúsfna Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Siguróli M. Sigurðsson, Valgarður J. Sigurðsson, Inga S. Sigurðardóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Sólveig Bjartmars, Sigurlaug Jónsdóttir, Alda Aradóttir, Finnur Óskarsson, Helgi Valgeirsson, Gunnar Bjartmars, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ásta Vilmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, GUÐBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Háholti 17, Akranesi. Fyrir hönd vandamanna, Jóna Vilhjálmsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS KARLSSONAR, framkvæmdastjóra Domus medica, Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Karl Friðriksson, Hafdís Rúnarsdóttir og barnabörn. t Ástkær dóttir mín, systir okkar og fóst- urdóttir, INGIBJÖRG GUÐRÚN HILMARSDÓTTIR, Kársnesbraut 27, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju kl. 15.00 miðvikudaginn 1. nóvember. Margrét Þorláksdóttir, Haraldur Páll Hilmarsson, Þorlákur Ingi Hilmarsson, Sigurbjörg Kristín Hilmarsdóttir, Guðmundur Jörundsson. t Hjartans þakkir viljum við senda öllum þeim, er auðsýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför móður okkar, SIGURÁSTAR ÖNNU SVEINSDÓTTUR, Hólmgarði 10, Reykjavík. Margrét Marelsdóttir, Sveinn Marelsson. t Þökkum innilega þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, syst- ur og tengdadóttur, SÓLVEIGAR SVEINU SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Jóhannes Steingrímsson, Steingrímur Jóhannesson, Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Sigríður Gfsladóttir, Sveinbjörn Jóhannesson, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu og okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BÁRÐAR SIGURÐSSONAR, Birtingakvfsl 64, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar- fólks Landakotsspítala. Guðný Lúðvíksdóttir, Lúðvík Bárðarson, Rannveig Sveinsdóttir, Gerður Bárðardóttir, Sigurður Bárðarson, Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir. t Hjartans þakkir færum við öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug við frá- fall ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Karfavogi 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-5, Borgarspítalanum, fyrirfrá- bæra hjúkrun og stuðning í veikindum hennar. Jón Björn Benjamínsson, Alda Dagmar Jónsdóttir, Jóhann Adolfsson, Jón Sören Jónsson, Sólveig S. Helgadóttir, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.