Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 13 Aukin verkefoi sveitarfélaga eftir Birgi ísl. Gunnarsson Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Jafnframt var breytt lögum um tekjustofna sveit- arfélaga til að_ auðvelda nýja verkaskiptingu. í sumar ritaði ég nokkrar greinar hér í blaðið til að skýra efni þessara laga. Um sam- þykkt þeirra var góð samstaða á Alþingi, enda gerðu þau verka- skiptingu þessara stjórnvalda skýrari og einfaldari í mörgum greinum. Fleiri verkefioi fóru tilríkisins Það er þó ljóst að við þessa breytingu voru í raun fleiri verk- efni færð til ríkisins en til sveitar- félaganna. Við fækkun sameigin- legra verkefna tók ríkið að sér viðameiri og kostnaðarsamari verkefni, en sveitarfélögin önnur sem ekki hafa kostað jafnmikið fé. Hugmyndin um að efla sjálf- stæði sveitarfélaganna, færa vald- ið út í héruðin og draga úr miðstýr- ingu náðist ekki nema að litlu leyti fram við þessa lagasetningu. Hér var því fyrst og fremst um áfanga að ræða. Því er nauðsynlegt að hefja nú þegar skipulega vinnu við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga þar sem markmiðið verði að • sveitarfélögin fái aukin verkefni. Jafnframt þarf að flytja tekju- stofna frá ríki til sveitarfélaga. Hvaða verkefiii? • En hvaða verkefni koma til greina? Hér skulu nefnd þijú sem athuga þarf sérstaklega. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um það að skipta heilbrigðisþjónustu í tvö svið, það er rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu. Rekstur sjúkrahúsa yrði þá viðfangsefni ríkisins, en heilsugæslan tilheyrði sveitarfé- lögunum. Það var hugmynd þeirr- ar nefndar sem framvarp ríkis- stjórnarinnar byggðist á. Frá þessu var síðan horfið og aðallega af tveimur ástæðum: Víða úti um land væri rekstur sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar svo samofinn að þar yrði ekki greint á milli. Og aðstaða sveitarfélaga í þessum efnum væri svo mismunandi að óverjandi væri að leggja þung út- gjöld á sum sveitarfélög en önnur slyppu. Ofan í þessi vandamál þarf sérstaklega að fara og kanna hvort ekki er unnt að finna leið Kristján Guð- mundsson end- urkjörinn for- maður Óðins AÐALFUNDUR Málfundafélags- ins Óðins var haldinn 17. október sl. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins og voru eftirtald- ir kosnir: Kristján Guðmundsson formaður, Málhildur Angantýs- dóttir varaformaður, Sveinn As- geirsson ritari, Stefán Þ. Gunn- laugsson gjaldkeri, Björgvin Hannesson vararitari og Guð- björn Tómasson varagjaldkeri. Á aðalfundinum var samþykkt eft- irfarandi yfirlýsing: „Aðalfundur Óðins, haldinn þriðjudaginn 17. október 1989, skorar á Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að segja tafar- laust- af sér, fyrir sig og stjóm sína, efna til nýrra kosninga og forða þannig íslensku þjóðinni frá yfirvof- andi þjóðargjaldþroti sem nú stefnir í undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra." Á aðalfundinum flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi ræðu um málefni borgarinnar og stjórn- málaástandið í dag. til að flytja heilsugæsluna yfir á sveitarfélögin. Grunnskólinn og löggæslan Stofnkostnaður grunnskóla er nú að öllu leyti kominn á sveitarfé- lögin og rekstur að hluta. Athuga þarf rækilega hvort ekki er rétt að flytja rekstur grunnskólans - með öllu yfir á sveitarfélögin. Hlutverk ríkisins í málefnum grunnskólans yrði þá fyrst og fremst að móta stefnu, hafa eftir- lit og vinna þróunar- og rannsókn- arstörf. Löggæslan er enn eitt verkefni sem til greina kemur að sveitarfé- lögin yfirtaki. Stór hluti löggæsl- unnar er stað- og svæðisbundin og því eðlilegt að sveitarstjórnir fari með þau mál eihs og tíðkast víða í heiminum. Ríkislögregla verður auðvitað að starfa til að sinna verkefnum sem snerta landið í heild. Ég tel að þetta mál eigi að taka upp af mikilli alvöru. Þingsályktunartillaga Til að fylgja eftir þeim hugleið- ingum sem hér eru settar á blað hef ég, ásamt nokkrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, flutt á Alþingi svo hljóðandi þingsálykt- unartillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hefja nú þegar í samvinnu við Samband ísl. sveitar- félaga skipulega vinnu við undir- búning lagafrumvarpa um aukin „Því er nauðsynlegt að heQa nú þegar skipu- lega vinnu við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem markmiðið verði að sveitarfélögin fái aukin verkefiii.“ verkefni sveitarfélaga og samsvar- andi tilfærslu tekjustofna frá ríkinu." Höfundur er einn af alþingismönnum SjálfstæðisHokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Birgir ísl. Gunnarsson M ISUZU x GEmini 4 Kh I I UK blLL I- & A OTRULEGU VERÐI 31/2 ÁRS LÁNSTÍMI!- V Gríptu tældfærió Vió selpm síóustu GEMINI bílana af árg. 1989 meó stórkostlegum afslætti Við lánum hluta kaupverðs eða jafnvel allt í 372 ár*. Hagstæð bankalán án affalla. Vetrarhjólbarðar fylgja öllum bílunum. Verð innifelur ryðvörn, skráningu og vetrarhjólbarða. *Fasteignaveð er nauðsynlegt ef allt kaupverð er lánað. Dæmi um verð Verðlista- Afsl.: Verð: (í þús. kr.) verð: nú GEMINI LT1,3 L, 4d.,5gíra,vökvast., 775 75 699 útvarp/segulb. GEMINI LT 1,5 L, 3 d., 5 gíra, vökvast., útvarp/segulb. 841 85 756 GEMINI LT1.5L, 4d., sjálfsk., vökvast., útvarp/segulb. 933 95 838 ÍTÍ BíLVANGURsf Höfðabakka 9, símar 687300 - 674000 (bein lína)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.