Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 ;-----------------—t—r- i----i--; : > . Verður 30% virðis- aukaskattur á Islandi? eftir Árna Reynisson Á sameiginlegum fundi Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Versl- unarráðs íslands um virðisaukaskatt í innflutníngi taldi Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra öll tor- merki á því að gjaldfrestur verði veittur af virðisaukaskatti innfluttrar vöru í tolli, þó lög leyfi. Hér er haf- inn háskalegur leikur með hagsmuni þeirrar alþýðu, sem flokkur flármála- ráðherra kennir sig við. Á fundinum gafst ekki mikill tími til umræðu um þetta mál, og því skal sjónarmiðum Félags íslenskra stórkaupmanna fylgt eftir með nokkrum orðum. Þegar Alþingi samþykkti virðis- aukaskattslögin, var í lokagerð frum- varpsins fellt inn heimildarákvæði til gjaldfrests á allan innflutning, vegna upplýsinga frá samtökum innflytj- enda um verðlagsáhrif, sem metin voru 2-4%. Ætti því að vera ljóst hver vilji Álþingis og þáverandi fjár- málaráðherra var í þessu sambandi. Einnig kom fram í ræðu fjármálaráð- herra þá, að sparnaður vegna skatt- frelsis á rekstrarvömm fyrirtækja og rýmkun á uppgjörstíma ætti að geta leitt til 1% lækkunar á vöru- verði. í ræðu sinni á fundi FÍS og VÍ gerði fjármálaráðherra lítið úr verð- lagsáhrifum staðgreiðslu skattsins í tolli. Hann kvað hagdeild ráðuneytis- ins hafa reiknað dæmið fyrir sig og viðurkenndi að staðgreiðslan hafi í för með sér kostnaðarhækkun sem svarar u.þ.b. 1,5-2% af vöruverði. Frá því dró hann síðan ofangreindan rekstrarsparnað og fékk þannig út 0,5% hækkun kostnaðar. Þar með var viðurkennt að skatturinn, sem átti að lækka vöruverð um 1% mun nú valda hækkun verðlags um 0,5; 1%. Áhugi íjármálaráðuneytisins á staðgreiðslu VSK í tolli byggist væntanlega á ósk um að bæta greiðslustöðu ríkissjóðs með upphæð sem gæti numið 3-5 milljörðum króna. Beinn sparnaður fyrir ríkið án tillits til nokkurs annars, gæti þá numið fáeinum hundruðum miljóna króna. Sú skoðun FÍS er hins vegar óbreytt, að þessi aðferð við fjármögn- un ríkissjóðs sé svo dýr í framkvæmd að kostnaðurinn nemi margföldum þeim hagnaði, sem ríkið gæti haft upp úr krafsinu. Hér á eftir fara helstu ástæður sem við höfum nefnt: Vaxtakjör fyrirtækja. Hugmynd okkar um 2-4% verðlagshækkun er byggð á þeirri staðreynd, að innflytj- andi þarf að taka lán fyrir útgreidd- um skatti með því að selja viðskip- takröfur á kaupgengi, sem nemur 49% í tilteknum banka. Ríkið nýtur að sjálfsögðu bestu viðskiptakjara við lántökur, hugsanlega 25-30%, en verslunarfyrirtæki þurfa að greiða allt að helmingi hærri vexti, því þau njóta að jafnaði lökustu kjara á jað- arlán sín. Innlendur fjármagnsmarkaður ‘ er þröngur og ljóst er að skyndileg eftirspurn eftir 3-5 milljörðum króna myndi valda einhverri hækkun vaxta. Vaxtagjöld ríkisins. Slík vaxta- sprenging hefur að sjálfsögðu áhrif á afkomu ríkissjóð, sem er stærsti lántakinn á innlendum fjármagns- markaði. EinungisVs% hækkun vaxta gæti kostað ríkið u.þ.b. 300 milljónir króna, þó aðeins sé horft til við- skipta þess við lífeyrissjóðina vegna húsnæðismála á næsta ári. Er þá horfinn verulegur hluti þess hagnað- ar, sem stefnt var að með stað- grejðslunni. Ohagkvæmni. Rýrð lausafjár- staða heildverslana leiðir óhjákvæmi- lega til óhagkvæmari vinnubragða. Það hægir á veltu. Menn neyðast til að minnka pantanir, og sætta sig við hærra innkaupsverð, dýrari flutn- inga, lélegra birgðahald, og meira umstangs innan fyrirtækjanna. Allt þetta þenur verlsunarkostnaðinn, og hækkar álagningu. Því má búast við að innflytjandinn, sem greiðir 26% hærra verð fyrir vöruna i tolli, noti óbreytta álagningarprósentu fyrst um sinn, til að veija sig kostnaði af hvers konar óvæntu óhagræði í Árni Reynisson „Sú skoðun FÍS er hins vegar óbreytt, að þessi aðferð við flármögnun ríkissjóðs sé svo dýr í framkvæmd að kostn- aðurinn nemi margföld- um þeim hagnaði, sem ríkið gæti haft upp úr krafsinu.“ rekstrinum. Hugmyndin um aö heild- verslun stytti greiðslufrest sinn gengur ekki upp eins og á stendur. Smásalan og framleiðslufyrirtækin eru mörg á barmi gjaldþrots, og vörukrít heildsala er gjarnan líftaug þeirra. Áhrif á framleiðsluiðnað. Fjár- málaráðherra nefnir að staðgreiðsla VSK í tolli bæti samkeppnisstöðu innlends iðnaðar. Því verður ekki trúað, að forsvarsmenn íslensks iðn- aðar hafi borið' fram óskir, sem ganga þvert á samninga við EFTA og EB, svo og stefnuskrá Félags ís- lenskra iðnrekenda, sem nýlega var gefin út. Upptaka virðisaukaskatts er eitt af stóru skrefunum í átt til samræmingar við Evrópu. Stað- greiðsla í tolli heyrir hins vegar til undantekninga, hún'þekkist hvergi í þeim Evrópulöndum, sem við viljum bera okkur saman við. Samkeppnisstaða verslunar. Is- lensk verslun, sem hefur um 10 þús- und manns í vinnu, á í harðri sam- keppni við erlenda. íslenskir ferða- menn, sem búa við svimandi hátt verðlag heima fyrir, nota hveija ut- anferð til að gera góð kaup. Þeir eru ekki að sniðganga álagningu ís- lenskrar verslunar. Þeir eru að snið- ganga álagningu ríkissjóðs Islands, sem setur nú heimsmet með ákvörð- un um 26% virðisaukaskatt, og. bæt- _ ir honum við ýmsa aðra skatta s.s. launaskatt, eignaskatt og húsnæðis- skatt á fyrirtæki, ,jöfnunargjald“, vörugjöld og tolla upp á 10 millj- arða, sem samkeppnisþjóðirnar hafa losað sig við fyrir löngu. Enginn tap- ar meira á þessum verslunarflótta en ríkissjóður sjálfur, því með honum minnkar skattstofninn umtalsvert, auk þess sem störfum í íslenskri verslun fækkar. Með staðgreiðslu í tolli bætast, samkvæmt ofansögðu, fyrirsjáan- lega nokkur prósent við 26% heims- metið, miðað við nágrannalönd. Þessi hluti skattsins er ekki sýnileg- ur, heldur er honum þrýst inn í álagn ingu heildverslunar. Engu að síður mætti jafnvel tala um 30% VSK á ÍSlandi, ef staðgreiðslan verður að veruleika. Þessi orð eru skrifuð í þeirri von að menn sjái, að allt er vænlegra fyrir ríkið til að bæta greiðslustöðu sína, en að fara þessa leið. Aðferðin sem gæti i hæsta lagi létt af ríkinu kostnaði upp á fáein hundruð millj- óna króna, er svo dýr í framkvæmd, að atvinnulíf og neytendur þurfa að bera þann kostnað. margfaldan. Hðfundur er framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna. Canoti Einstök vél á frábæru verði ki r. 41 E EUnOCARO 3.800,- stgr. Raðgreiðslur ttt"* Hentar vel fyrlr einstakllnga, mlnnl fyrlr- tækl og delldlr stærrl fyrlrtækja o.fl. * Sex skörp IJósrit á mínútu * Ljósritar á venjulegan pappír, karton og glærur * Lltakassettur er hægt að fá í bláu, rauðu, grænu, brúnu og svörtu * Afrltastærð A4 nlður í nafnspjalda- stærð * Viðhaldsfrí vél l<riívélin hf SUÐURLANDSBRAUT 22 - REYKJAVÍK - S: 91-685277 STÖRÚISALA Vörumarkaður allt árið ■HaanmaaaBBMHmmssnaanHHasa^MHaasmMa Nýjar vörur Kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, krumpugallar, jogginggallar, barnafatnaður, skyrtur, sokkar, nærfatnaður, kaffi- og matarstell, glös og hnífapör og margt, margt fleira. Bókamarkaður rw s • k • i • f • a • n Hljómplötur og gefsladiskar Opið frá kl. 12-18.30 Laugardaga frá kl. 10-16 I JL HUSINU, 2. HÆD SÍMI 11981 VERSLUNARMIÐSTOD VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 121 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.