Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 46
.1
f
I
1
t
í
I
5>
i
I
í
j
í
I
f
MQKGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989
Ragnar Hall,
málari - Minning
Fæddur 1. september 1905
Dáinn 20. október 1989
Tengdafaðir minn, Ragnar Hall
málari, varð bráðkvaddur á heimili
sínu á síðasta degi sumars, hinn 20.
október sl., 84 ára að aldri. Þótt
hann hafi átt við vanheilsu að stríða
undanfarna mánuði og dvaldist á
spítala nú fyrir skömmu þá kom
kallið óvænt, ekki síst sökum þess
hversu hughraustur hann var og lítt
fyrir umkvartanir gefinn. Hann hafði
fótavist til hinsta dags og var kom-
inn á stjá daginn sem kaliið kom.
Löngum og björtum iífsferli var
skyndilega lokið.
Ragnar Hail fæddist á Þingeyri
við Dýrafjöi'ð hinn 1. september
1905. Foreldrar hans voru Jónas
Thorsteinsson Hall faktor á Flateyri
og ísafirði og síðar verslunarmaður
á Þingeyri, f. 2. desember 1856, d.
17. maí 1946, og Jóna Ingibjörg
Örnólfsdóttir, f. 25. júní 1864, d. 18.
ágúst 1944.
Móðurforeldrar Ragnars voru Örn-
ólfur Þorleifsson skipstjóri á ísafirði
(1834-1887) og Margrét Jónsdóttir,
f. 1835.
Föðurforeidrar Ragnars voru Ras-
mus Peter Hall, f. 18. mars 1819 í
Fredrikssund á Sjálandi, d. 4. júlí
1896, og Anna Margrethe Nörgaard
f. 1819. Rasmus Peter var versiunar-
stjóri hjá Þorsteini Jónssyni í
Reykjavík og var síðar alliengi for-
stöðumaður veitingasölunnar
„Skandinavia". Rasmus Peter var
sonur Hans Peter Hall kaupmaður í
Fredrikssund. Anna Margrethe var
norsk í föðurætt, faðir hennar var
Hendrik Nörgaard, skipherra f. 2.
febrúar 1790 í Kristiansand. Frá
þeim Rasmus Peter Hail og Önnu
Margrethe Nörgaard er Haliættin
hér á landi komin.
Ragnar var næstyngstur 12 barna
foreldra sinna. Systkini hans í aldurs-
röð voru sem hér segir: Nieijónius,
f. 19. ágúst 1884, d. 9. júní 1949,
Örnólfur, f, 26. október 1885, d. 16.
desember sama ár, Aslaug, f. 19.
maí 1887, d. 4. september 1952,
Camilla Elín, f. 10. febrúar 1890,
d. 30. desember 1915, Anna Marg-
rét, f. 25. nóvember 1891, d. 18.
september 1952, Margrét, f. 13.
mars 1893, d. 5. júlí 1963, Hjördís,
f. 20. mars 1895, d. 31. mars 1979,
Áróra, f. 20. nóvember 1896, d. 7.
máí 1975, Ingibjörg Jóna, f. 5. nóv-
ember 1899, d. 6. apríl 1987, Jónas,
f. 6. apríl 1902, d. 21. júlí 1946, og
Garðar, f. 17. janúar 1907, sem nú
er einn á lífi af þeim systkinum. Einn-
ig ólst upp á heimilinu fóstursystir,
Kamilla Valdimarsdóttir, sem nú er
látin. Þá átti Ragnar hálfbróður,
Svend Hall, sem dó ungur.
Ragnar minntist oft með mikilli
ánægju uppvaxtaráranna frá Þing-
eyri, og hafði hann frá mörgu
skemmtilegu að segja um heimilis-
braginn í Hallhúsinu, sem svo var
nefnt. Það hús stendur enn á Þing-
eyri, þó ekki á upphafiegum stað.
Ragnar var mjög listhneiguður
maður og byijaði ungur að teikna
og mála myndir frá æskustöðvunum
og fleiri stöðum. Málverk hans eru
til víða.
Ragnar lauk burtfararprófi frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið
1927. Hann vann um nokkura ára
skeið hjá heildverslun Ásgeirs Sig-
urðssonar í Reykjavík. Hann kynntist
tímunum tvennum í atvinnumáium,
atvinnuleysi kreppuáranna og þeim
umskiptum sem urðu í þeim efnum
á stríðsárunum með hernáminu.
Ragnar lærði málaraiðn hjá Teiti
Guðmundssyni á árunum 1951-54.
Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1953 og sveinsprófi 1954.
Félagi í MFR 28. febrúar 1954.
Ragnar vann síðan við iðngrein sína
starfsævína alla.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars er
Berta Guðjónsdóttir, f. 15. apríl
1914. Þau gengu í hjúskap 8. júní
1938. Foreldrar hennar voru Guðjón
Jóhannsson bóndi á Hofsstöðum í
Helgafellssveit og síðar sjómaður í
Stykkishólmi, f. 4. júní 1886, d. 15.
október 1973, og Jónína Árnadóttir,
f. 23. mars 1891, d. 7. júní 1980.
Börn Ragnars og Bertu eru: Örn-
ólfur arkitekt, f. 2. desember 1936,
maki Ásthildur Kjartansdóttir kenn-
ari, íris Jónína, húsmóðir, f. 20. jan-
úar 1942, maki Heiðar Steinþór
Valdimarsson,. trésmíðameistari,
Ragna J.óna, húsmóðir, f. 3. febrúar
1945, gift undirrituðum, og Þórður
myndlistarmaður, f. 8. október 1949,
maki Þorbjörg Þórðardóttir veflistar-
kona. Barnabörnin eru 12 og barna-
bamabömin 3.
Þegar ég minnist Ragnars tengda-
föður míns er allt bjart yfir að líta.
Hann var góður og heilsteyptur mað-
ur, sem fyrst og fremst helgaði sig
heimili sínu og fjölskyldu. Innan
þeirra vébanda ríkti og mikil sam-
heldni og eindrægni, jákvætt hugar-
far og sönn gleði. Ávalit var fjöl-
skyldan í fyrirrúmi og breyttist það
ekki þótt tímar liðu og fólkið dreifð-
ist. Hann lagði mikla rækt við fjöl-
skyldutengslin og mat það mikils,
þegar öll stóríjölskyldan gat komið
saman. Þar um vom þau hjón sam-
taka, sem og í flestu öðra.
Ragnar var málræktarmaður um
íslenska tungu, hann var ljóðunnandi
og hafði mikið dálæti á íslenskum
ættjarðarljóðum og lögum. Þá var
hann mikill aðdáandi stórbrotinnar
náttúra landsins. Ótaldar era þær
ferðirnar, lengri eða skemmri, sem
þau Ragnar og Berta hafa ferðast
með okkur um landið, og aldrei
þreyttist Ragnar á því að undrast
og dásama fegurð og margbreyti-
leika íslenskrar náttúra. Síðustu
ferðina saman fóram við á nýliðnu
sumri, að Kirkjubæjarklaustri og
Skaftafelli. Hin næma tilfinning
Ragnars fyrir umhverfinu tengdist
án efa þeim listrænu hæfileikum,
sem hann svo ríkulega bjó yfir.
Ragnar var mikill reglumaður í
öllu sínu lífi. Var þar sama hvert lit-
ið var. Hann var áhugamaður um
trjárækt og gróður og er heimilis-
garðurinn skýr vottur þar um. Ragn-
ar skrifaði afar fallega rithönd og
jafnvígur á báðar hendur þótt örv-
hentur væri. Rithönd hans 'var
óbreytt til • dánardægurs. Ragnar
hefur lagt gjörva hönd á margt.
Fyrst og fremst er það heimili hans,
sem ber handbragði hans fagurt
vitni, en einnig era víða dreifðir
ýmsir munir, kistur, kommóður og
aðrir innanstokksmunir, sem hann
hefur málað og skreytt. Allt sem
hann gerði var vel vandað og unnið
af mikilli natni.
Þótt Ragnars sé nú sárt saknað
af eiginkonu og hans nánustu þá lifa
áfram minningarnar um hann. Þær
eru allar góðar.
Eggert Óskarsson
Ragnar fæddist á Þingeyri við
Dýraíjörð 1. september 1905 og var
því iiðlega áttatíu og fjögurra ára
að aldri.
Foreldrar hans voru Jóna Ingi-
björg Örnólfsdóttir og Jónas Thor-
steinsson Hall verslunarmanns á
Þingeyri. Hann átti 12 systkini og
1 hálfbróður.
8. júní 1938 gekk hann í hjóna-
band með eftirlifandi konu sinni,
Berthu Hansíu Guðjónsdóttur frá
Hofsstöðum í Helgafellssveit.
Þau eignuðust 4 börn,'12 bama-
börn og 3 barnabarnabörn, sem öll
eru á lífi.
Ragnar lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg árið 1927, en 27 árum
síðar lauk hann sveinsprófi í húsa-
málun 1954.
Listfengur var hann mjög og
naut myndlistar í hvaða myndformi
sem hún birtist. Það er skýrt í minn-
ingunni, þegar við tengdafeðgarnir
vorum saman á myndlistarsýning-
um, þá var gaman að hlýða á hann,
þegar hann var að gagnrýna mynd-
irnar sem við voram að skoða og
þann sérkennilega svip sem á and-
liti hans var á meðan hann var að
fella dóm um myndirnar, hvort þær
væru góðar eða ekki og ég var far-
inn að þekkja þennan svip svo vel
að þó að Ragnar væri annars stað-
ar í salnum þá gat ég lesið úr and-
liti hans hvernig honum líkaði mynd
sú sem hann var að virða fyrir sér.
Smekkur hans var mjög fágaður
á myndlist. Hann var fæddur lista-
maður. Ragnar var stundum harður
í dómum á myndum og mér fannst
hann hafa vel efni á því, einkum
vegna þess að hann gerði mjög
mikiar kröfur til sjálfs sín við störf
sín.
Auk þess að hafa unnið við húsa-
málun og mála á striga, þá tók
hann að sér að blómskreyta komm-
óður, stórar og smáar kistur pg
allskonar gömul geymsluílát. Ég
var svo heppinn að vorlagi 1986
að við hjónin komum í heimsókn
til gömlu hjónanna og með okkur
var dóttursonur okkar, þá var
Ragnar að blómskreyta eina stóra
gamla kistu, sem hefur verið smíðuð
1847 og er því 142ja ára gömul
þetta ár. „Hvað ert þú að gera lang-
afi? Voðalega er þetta „flott hjá
þér““ varð barnabarni hans að orði
þegar hann sá kistuna sem langaf-
inn var að skreyta. I þetta sinn
stóðst ég ekki mátið að taka heim-
ildarmynd á myndband af Ragnari
við skreytingu þessara kistu og ég
sagði honum fyrirætlun mína og
þá-sagði hann með sinni ró að það
væri algjör óþarfi, frekar að koma
niður að fá okkur kaffi. En hann
lét það eftir mér að ég myndaði
hann við störf sín. Hrein unun var
t
Móðurbróðir minn,
PÁLMI ÓLAFSSON,
til að heimilis að Droplaugarstöðum,
andaðist þann 27. október sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Sveinsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN KRISTJÁNSSON
skipstjóri,
andaðist á Hrafnistu 27. október sl.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn.
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR A. NJÁLSDÓTTIR,
áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 106,
Reykjavík,
andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laugardaginn 28. október.
Rósa Petra Jensdóttir.
t
Eiginmaður minn,
CARROLL BALDWIN FOSTER,
er látinn.
Helga Weisshappel Foster.
t
Ástkær faðir okkaT, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LÍKAFRÓNSSON,
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, að kvöldi 26. október.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, tengdafaðir
og afi,
ARNAR INGÓLFSSON,
Melhaga 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 1. nóvember nk.
kl. 15.00.
Herdís Kristjánsdóttir,
Sif Arnarsdóttir, Viktoría Sveinsdóttir,
Kristján Arnarsson, Sigríður Helgadóttir,
Ingólfur Örn Arnarsson, Kristin Guðmundsdóttir,
Hildur Embla Arnarsdóttir
og barnabörn.
að fylgjast með hve styrk hönd
hans dró hárfínar línur blóma-
skreytingarinnar með penslinum án
þess að hlykkur væri á. Þessi mynd
er og verður ein af perlum í mynda-
safni mínu og eftir á að hyggja var
þetta síðasta kistan sem ég sá hjá
honum.
Ragnar hafði ákaflega gaman
af að ferðast. Oft var það að hann
kom með okkur út á land, þar naut
hann sín mjög vel.
Það voru sterk tengsl milli nátt-
úrunnar og blómamunstranna sem
hann málaði á kisturnar sem eflaust
prýða mörg heimili í dag.
Það voru athugul augu sem fóru
um náttúruna þegar hann var þar
staddur. Þannig blómaskreytta
minningu eigum við sem þekktum
hann. Ekki gleymist það hlýja við-
mót sem af honum ljómaði og allra
síst allar sögurnar frá fæðingarstað
hans, Dýrafirði. Alltaf hafði hann
gaman af að tala um fjörðinn sinn
og segja frá örnefnum á húsum á
Þingeyri og nöfnum fjallanna sem
umkringja fjörðinn.
Það verður ekki annað sagt um
Ragnar Hall að úr hveiju spori
hans hafi lýst fegurð og ró, sem
skilur eftir sig minningu fyrir eigin-
konu og afkomendur hans, sem nú
hafa séð á eftir honum í annað til-
verustig.
Drottinn blessi minningu hans.
Heiðar S. Valdimarsson
í dag verður elsku afi okkar,
Ragnar Hall, jarðsettur. Við minn-
umst hans með söknuði og vonum
að honum líði vel á núverandi dval-
arstað.
Ragnar afi var einstaklega ró-
lyndur og indæll maður sem vildi
öllum vel. Hann var laginn með
pensilinn og liggja margar fallegar
myndir og rósaskreyttar kistur eftir
hann. Hann hafði einnig góða rit-
hönd og var jafn skriffær með
hægri og vinstri hendi og reyndum
við oft að leika það eftir án tilkomu-
mikils árangurs.
Afi var alltaf mjög góður við
okkur systkinin og það þótti afar
spennandi að fá að gista inná Rétt-
arhoitsvegi, hjá afa og ömmu, í
æsku. Þar lékum við okkur í garðin-
um, sem í þá daga virkaði gríðar-
stór, það voru tínd jarðarber sem
uxu í einu beðinu og síðan var ráð-
ist í að slá og raka, hreinsa beðin,
úða og vökva trén há og lág.
. Þegar við komum aftur inn fór
amma að sýsla í eldhúsinu en afi
fór með okkur inn í stofu og lét
okkur syngja fyrir sig. Hann hafði
mjög gaman af söng og þá einkum
ættjarðarlögum.
Við áttum margar góðar stundir
með afa og biðjum guð að varð-
veita hann og styrkja elsku Berthu
ömmu j hennar mikla missi.
íris Hlín, Agnes Lind,
Berta Björk og
Valdimar Fjörnir.
Okkur langar til að minnast með
nokkrum orðum Ragnars afa okkar
sem kallaður var á brott úr þessum
heimi nú í sumarlok.
Það er erfitt að trúa því og sætta
sig við að afi sé dáinn, ótal minning-
ar um liðnar stundir koma upp í
hugann. Þau eru ófá ferðalögin sem
Blómostofa
fnófinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.