Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 1TT7() (t:t i VIST ER SEÐLA- BANKAHÚSIÐ TIL eftir Stefán Svavarsson í síðasta hefti Fijálsrar verslun- ar er fundið að því í „fréttadálki" tímaritsins að í reikningsskilum Seðlabankans sé bygging hans ekki færð til eignar í efnahagsreikningi. Þá er fullyrt, að hér sé um fáheyrða reikningsskilavenju að ræða og furðu sæti, að endurskoðandi bank- ans skuli lýsa því yfir í áritun sinni að reikningsskilin gefi glögga mynd af afkomu og efnahag bankans. Það er leitt til þess að vita, að tímarit sem helgar sig umræðu um atvinnulífið og efnahagsmál skuli leyfa blaðamanni að birta þessa „frétt", því hún er byggð á misskiln- ingi. Það er greinilegt, að blaðamað- urinn hefur kosið að fjalla um þetta mál, án þess að ræða við þá sem því eru kunnugir. Rannsóknir hans hefðu leitt í ljós, að engin efni eru til að finna að bókfærslu bankans; hann hefði þá áttað sig á því, að hér hefur fréttanefið leitt hann á villigötur. í þeirri von að mér, sem endur- skoðanda bankans, megi takast að skýra málið íyrir blaðamanninum og öðrum, sem létu vel af skrifum hans, þá fýlgja hér nokkrar hugleið- ingar um þau sjónarmið, sem gilda við gerð reikningsskila Seðlabank- ans. Áður en vikið verður að reiknings- skilum Seðlabankans er nauðsyn- legt að vekja athygli lesandans á því, að sömu reglur gilda að sjálf- sögðu ekki um gerð reikningsskila fyrirtækja, sem rekin eru í hagnað- arskyni, og opinberra aðila (ríkis og sveitarfélaga), eða stofnana, sem ♦reknar eru í þjónustuskyni en ékki til hagnaðar. Sé markmið aðila í rekstri að hafa hagnað af starfsemi sinni, þá er éðlilegast að reglur um reiknings- skil taki mið af því. Kappkostað er við setningu reglna á þessu sviði, að fram komi í rekstrarreikningi, hver afkoma fyrirtækis hefur verið. Á sama hátt er stefnt að því við samningu efnahagsreiknings, að hann sé til frásagnar um efnahags: legan styrk viðkomandi aðila. í þessu samhengi 'er nauðsyntegt, að fyrirtæki færi varanlega fjármuni til eignar í efnahagsreikningi og færi hæfilega- afskrift þeirra til gjalda í rekstrarreiknihgi, svo unnt sé áð segja til um árangur af starf- seminni, afsktíft fjármuna og af- komumælingar eru því nátengd hug- tök. Og takist fyrirtæki miður vel í því að ná. markmiðum sinum eða jafnvel' illa, þá geta eigendur þess ákveðið að hætta starfséminni, telji þeir litlar líkur á bata í framtíð- inni. Upplýsingar í ársreikningi fyr- irtækis ættu að auðvelda eigend- um að taka ákvörðun í þessu efni. Nú má auðvitað deila um, hvernig til hefur tekist við reglusmíð á þessu sviði, en það er annað mál. Enda þótt lengst af hafi verið tap í bókhaldslegum skilningi bæði hjá Háskóla íslands og Landspítalan- um, þá hafa ekki verið uppi háværar raddir um, að þessum stofnunum skyldi lokað. Hlutverk þeirra er að veita þjónustu en ekki að græða á starfseminni. Þá hefur engum dott- ið í hug, að knattspyrnufélögin Fram og KR séu fyrst og fremst rekin í því skyni að græða peninga. Ert þú, lesandi góður, af þessum sökum ekki tilbúinn til þess að ljá máls á því, að aðrar reglur um gerð reikn- ingsskila kunni að eiga betur við hjá þessum aðilum en fyrirtækjum, sem rekin eru í ábataskyni fyrir eigend- ur þeirra? Ég vona að svo sé. í þessu sambandi má raunar einnig nefna til sjálfan ríkissjóð og borgar- sjóð. Þessir sjóðir hafa ekki gróðann að leiðarljósi. Reglur þessara sjóða um reikningsskil eru þess-vegna, og eiga að vera, um margt ólíkar þeim reglum, sem gilda hjá fyrirtækjum í atvinnurekstri. Hér að framan er margsinnis vís- að til reglna. Hér á landi höfum við ekki komist mjög langt í því að setja reglur með formlegum hætti á þessu sviði. Það þýðir þó ekki, að þær séu ekki tii; kunnáttumenn á sviði reikningsskila þekkja til þeirra sjónarmiða, sem við eigum hveiju sinni. í Bandaríkjunum hefur hins vegar sú skipan mála orðið, að til- teknum nefndum er falið að setja reglur um gerð reikningsskila, og þar í landi eru starfræktar tvær nefndir. Önnur setur reglur um gerð reikningsskila fyrir fyrirtæki, en hin fyrir opinbera aðila og þá aðisem ekki hafa hagnað að markmiöi sínu. Nú væri fróðlegt að kynnasUaðeins þeim sjónarmiðum, sem Bandaríkja- menn hafa talið að eigi við um regl- usmíð seinni nefndarinnar. Einhver kynni nú að spyija: Hví leitar maður- inn til útlandsins, er ekki málið ís- lenskt? Það er rétt, en í grundvall- aratriðum ættu vitaskuld sömu regl- ur að gilda um gerð reikningsskila, • hvar sem fæti er niður stigið í veröld- inni. Að mínu mati liggur beinast við að líta til þeirra, sem fremstir eru á þessu sviði. En hver eru þá þessi sjónarmið, sem taka verður tillit til við reikn- ingsski! opinberra aðila og stofn- ana, sem ekki eru reknar í hagnaðar- skyni? Svárið við þessari spumingu ’er í stjjttu máli þettá: reikningsskil- in skulu .sýna, hversu miklu fé við- komandi stofnun hafði úr að'moða á tilteknu tímabili og hvernig hún ráðstafaði því. í þessu felst, að í reikningsskilunum skuli koma fram, hver staða viðkomandi aðila var í lausafjármálum í upphafi og við lok " þess tímabiís, sem reikningsskilin taka tií, auk uppiýsinga úm greiðslu- Stefán Svavarsson „Seðlabankinn er ekki beinlínis rekinn í því skyni að hafa hagnað af starfsemi sinni, gagn- stætt því sem við á um aðra banka hér á landi.“ skuldbindingar til iangs tíma. Það er með öðrum orðum lögð áhersla á peningaflæði, inn- og útborganir fjár. Þessi sjónarmið þykja á hinn bóginn ekki góð latína í mælingum á afkomu og efnahag fyrirtælqa. Jafnframt þessu, og það er nátengt, þykir yfirleitt ekki sérstök ástæða til þess að eignfæra og afskrifa þá varanlegu rekstrarfjármuni, sem, viðkomandi stofnun4)arf á að halda til að veita þá þjónustu, sem henni ber. Nú skal ég.taka nokkur dæmi til þess að skýra málið. Þjónar einhveijum tilgangi að eignfæra og afskrifa Arnarhvol eða Bessastaði í reikningsskilum ríkis- sjóðs? Að sjálfsögðu ekki. Hafi borg- arsjóður Reykjavíkur gjaldfært kaupin' á Viðeyjarstofu og endur- byggingu hennar, hefur þá lesandi reikningsskila borgarinnar verið blekktur um fjárhag hennar og eigið fé? Ég held ekki, enda tel ég frá- leitt, lendi borgin í íjárhagsvanda, að hún leysi hann með því að selja stofuna hæstbjóðanda, hvað þá styttuna af Ingóifi Arnarsyni, þótt kreppan verði mjög svæsin. Og þótt illa ári hja ríkissjóði um þessar mundir, stendur ekki til að leysa vandann með sölu á Bessastöðum. Nú má vera að bórgin færir fasteign- ir sínaj- að einhvetju marki til eign- ar, en það þjónar í sjálfu sér engum sérstökum tiigangi, nema sennilegt megi telja að hún þurfi og ætli að selja tilteknar eignir sínar. Rökin fyrir eignfærsiu fasteigna í reikn- ingsskilum sveitarfélaga eru aðai- lega þau, að fróðlegt geti verið fyr- ir lesanda þeirra að fá upplýsingar um, hversu mikið af eignum þau eiga. Hér skiptir engu, hver áhrif eignfærslunnar eru á afkomuna og eigið fé. í þessu samhengi vil ég benda á, að eigið fé borgarsjóðs eða ríkissjóðs er ekki sérlega áhugavert hugtak í reikningsskilum þessara sjóða. ‘ Ég vona að mér hafi tekist að sannfæra þig, lesandi góður, um það, að gild rök styðji, að þeir aðil- ar, sem reikningsskil þurfa að semja, þurfi ekki endilega að beita sömu reglunum. Og er nú mál, að ég beini athygli þinni aftur að reikn- ingsskilum Seðlabankans. Því skal hér haldið fram, að það sé í samræmi við hlutverk Seðla- bankans, að hann beiti þeim reglum um gerð reikningsskila, sem gilda um opinbera aðila, svo sem ríkis- sjóð, sem ekki eru reknir í hagnaðar- skyni. Og það þýðir, að engum til- gangi þjónar áð færa varanlega íjár- muni'bankans til eignar í efnahags- reikningi og afskrifa í rekstrarreikn- ingi. Þá er aðeins eftir, svo að rök- semdafærslan í þessari grein gangi upp, að sýna fram á, að Seðlabank- inn hafi þjónustuhlutverki að gegna og að hann sé ekki rekinn í hagnað- arskyni, og af þeim sökum eigi ekki við að beita sömu reglum við gerð reikningsskila bankans og gilda hjá fyrirtækjum í atvinnurekstri og raunar öðrum bönkum. Seðlabankinn er ekki beinlínis rekinn í því skyni að hafa hagnað af starfsemi sinni, gagnstætt því sem við á. um aðra banka hér á landi. Að því er þá umræðu varðar, sem hér fer fram, er hlutverk bank- ans tvíþætt. Annars vegar er honum falið að varðveita og ávaxta gjald- eyrisvarasjóð landsmanna, og hins vegar er honum ætlað að vera banki ríkissjóðs og viðskiptabankanna og f því hlutverki er honum falið að veita ákveðið aðhald í efnahagsmál- um þjóðarinnar með vaxtaákvörðun- um sínum í viðskiptum við þessa aðila. Bankanum er samkvæmt þessu ætlað ákveðið þjónustuhlut- verk. í reikningsskilum bankans kemur fram með óbeinum hætti, hvemig til hefur tekist í þessu efni. í rekstrarreikningi bankans er afkoma hans ekki sérlega áhuga- vert hugtak, enda getur bankinn aðeins með óbeinum hætti haft áhrif á niðurstöðu reikningsins. í þessu sambandi hefur úrslitaáhrif á afkomu bankans, hver staða ríkis- sjóðs og viðskiptabankanna var gagnvart honum á því tímabili, sem reikningurinn tékur til. Sé staða þessara aðila góð gagnvart bankan- um má frekar búast við siæmri af- komu hjá bankanum, og þessu er öfugt farið, ef afkoma viðskipta- vina bankans er slæm. Kappkostað er, að í rekstrarreiknipgnum megi sjá, hversu mikla vexti bankinn hef- ur haft annars vegar. af ávöxtun gjaldeyrisvarasjóðS og hins vegar af viðskiptum við ríkissjóð og bank- ana. Auk þess koma fram upplýsing- ar um rekstrarkostnað bánkans. Þá ' hafa fjárfestíngar bankans í varan- legum rekstrarfjármunum verið gjaldfærðar í rekstrarreikningi, og er aðalástæðan til þess’ sú, að það fé, sem í því skyni var notað, ðr ekki lengur til fijálsrar ráðstöfun- ar fyrir bankann. Hér koma sem sé til sögunnar þau sjónarmið um greiðsluflæði, sem gerð var grein fyrir hér að framan, þegar um er að ræða gerð reikningsskila hjá aðil- um, sem ekki stunda rekstur í hagn- aðarskyni. I efnahagsreikningi bankans koma fram skuldir hans og þær eign- ir, sem til ráðstöfunar eru. í reikn- ingnum koma sem sé eingöngu fram svokallaðir peningalegir liðir, en ekki varanlegir rekstrarfjármunir. Eigið fé bankans samkvæmt efna- hagsreikningi er því til frásagnar um það fé, sem bankinn hefur til ráðstöfunar til að gegna hlutverki sínu. Þannig skilgreint er það áhugaverð stærð, en svo væri á hinn bóginn síður, ef þar væri bætt við eignum, sem aðeins eru fyrir ban- kann sjálfan, en varða ekki hlutverk hans beint. Þetta er kjarni málsins. í áritun á reikningsskil bankans er fullyrt, að þau séu samin í sam- ræmi við góða reikningsskilavenju. Með þessu hugtaki er í þessu sam- bandi vísað til þeirra venja, sem eiga við um stofnun eins og Seðlaban- kann, en ekki til þeirra venja, sem gilda fyrir fyrirtæki í atvinnu- rekstri. Erlendar stofnanir, sem sama eða svipuðu hlutverki gegna og Seðlabankinn, hafa yfirleitt sama hátt á. Blaðamaðurinn kaus að halda því fram, að bankinn léti í reikningsskil- um sínum sem svo, að bankahúsið væri ekki til. Þetta er rangt. Það er venja að líta svo til, að ársreikn- ingur feli í sér ekki aðeins töluleg yfirlit eins og rekstrar- og efnahags- reikning, heldur taki hann einnig til þeirra skýringa, sem reikningnum fylgja. Þar er greint frá mati á eign- um bankans og skýringarnar eru óaðskiljanlegur hluti reikningsskil- anna. Það er því rangt, að bankinn sé í einhveijum feluleik með húsið sitt; það er á Kalkofnsvegi 1 og frá því er skýrt í ársreikningi bankans, svo sem hver sem er getur sann- færst um, sem vill af yfirvegun kynna sér málið. Niðurstaðan er því sú, að ársreikningur bankans er í samræmi við góða reiknirigsskila- venju og hann gefur auk þess glögga mynd af afkomu og efnahag hans. Að lokum vona ég, að blaðamað- urinn og aðrir lesendur greinarin- anr megi hafa sannfærst um þau rök, sem gilda um gerð reiknings- skila fyrir Seðlabankann. Blaðamað- urinn hefur vonandi einnig áttað sig á því, að það getur verið mjög var- hugavert að skrifa um efni, sem hann þekkir ekki tii hlítar; það mátti hann raunar vita aður en af stað var farið. Má ekki gera þá sjálf- sögðu kröfu til blaðamanna, áð þeir leiti staðfestingar á málum, sem þeir fjalla um, vilji þeir flokka skrif sín sem fféttir fremur en sem sínar persónulegu hugleiðingar? Það þarf þjálfun á. sviði reikningsskila, sem og öðrum sérsviðum, til þess að geta skrifað um þau, án þess að lesendur séu blekktir. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Skrásetningar andlita Morgunblaðið/Bjami Gunnar Kristinsson ásamt nokkrum verka sinna. Myndlist Bragi Asgeirsson í listhúsinu einn einn á Skóla- vörðustíg 4 sýnir um þessar mundir Gunnar Kristinsson alln- okkrar myndir innan hugtaksins skráning andlita, eða „Antlitz - Saga“ eins og listamaðurinn nefn- ir athöfnina. Hann leggur sérstakan skilning í þetta þýska orð, en ég sé ekki betur en að það megi útleggja athöfnina á margan veg á móður- málinu, þannig að meiningin komi jafnvel og jafnvel mun betur til skila. Að minnsta kosti sé ég eng- an háleitan né dýpri skilning f því að nota þýska orðið. Uppistaða sýningarinnar eru einþrykk í svart-hvítu, én einnig nokkrar myndir unnar í lit svo og örfá rýmisverk. Mér sýnist sem einþrykkin séu unnin á glerplötu eða jafnvel plast eða ál og vil hér enn einu sinni upplýsa, að þessi vinnubrögð, sem svo margir íslenzkir listamenn hafa tileinkað sér, eru í hæsta máta hæpin. Hið fyrsta vegna þess að þau bjóða tilviljunum heim í óvenju ríkum mæli og í öðru lagi er yfir slíkum myndum eitt- hvað svo léttvæg áferð, að enginn alvöru grafík-listamaður tekur slíka iðju alvarlega. Ekta einþrykk er ekki auðveld athöfn og hér er heppilegast að nota slípaðar brons- eða zink- plöt-ur og má svo, eftir að teiknað hefur verið á þær, bæði renna þeim í gegnum pressu eða notast við falsbein eða skeið og nudda mýndina af plötunni á blaðið. Reyndir grafík-listamenn geta svo notað hvaða þrykkaðferðir sem er, en fólk sem þekkir lítið sem ekkert inn á grafíska tækni, er ráðlagt að varast' ódýru að- ferðina, því hún afhjúpar í svo ríkum mæli vankunnáttu geran- dans. Það sem mér finnst einkenna þessa sýningu, er ómeðvituð og tilviljunarkennd útkoma, er ristir grunnt, í öllu falli skil ég ekki hugmyndina að baki. Komst ég í fæstum tilvikum í samband við svarthvítu-myndirnar og þá eink- um, ef þær minntu mig á eitthvað allt annað en andlit. Um bein andlitsform er nefnilega í fæstum tilvikum að ræða nema þá helst í lituðu myndunum, sem eru snöggtum hressilegri og bera reynsluheimi vitni. Höfundurinn hefur einnig látið hafa eftir sér, að það sé saga í hveiju andliti og að hver og einn beri ábyrgð á henni. Þau gömlu sannindi eru löngu sígild, og ummælin gefa augaleið, að það sé heilmikil hugmynda- fræði að baki þessara mynda, en hún kemur þá ekki nægilega skýrt fram. En kannski er þetta dæmi um ofhugsaðar myndir. Hver veit?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.