Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 26
3380 S 31 ,aiiw 26 1QAJ3MU 0H0Í -MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1989 HEFUR ÞÚ KYNNTÞÉR HAMAX ■ SNJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPORTVÖRUVERSLUNUM VERSLUN ARDEILD HOLTAGÖRÐUM SlMI 6812 66 Pólland: Hillir undir fyrsta einkabankann The Daily Telegraph. FYRSTI einkabankinn í Póllandi verður stofnaður snemma á næsta ári. Stofnandinn er Barbara Piasecka Johnson, bandarískur milljarða- mæringur. Hún lét svo um mælt í síðustu viku að bankanum væri fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á einkaframtakinu í Póllandi. Johnson, sem er 52 ára gömul, er fædd og uppalin í Póllandi. Hún giftist auðjöfrinum J. Seward Jo- hnson og erfði eftir hann Johnson & Johnson lyfjaframleiðslufyrir- tækið. í júní á þessu ári keypti hún 55% hlut í skipasmíðstöðvunum í Gdansk. Takmark hennar er að tvö- falda skipaframleiðslu þar og gott betur á næstunni og fjölga starfs- mönnum um helming. Stofnfé nýja bankans verður ekki nema 6-10 milljónir Bandaríkjadala (370-620 milljónir ísl. kr.). Ætlunin er að laða að erlendan gjaldeyri í eigu Pólvetja. Einn af ráðgjöfum Johnson segist telja að Pólveijar eigi sem svarar einúm milljarði Bandaríkjadala í heimahúsum en þeir treysta ekki pólskum bönkum fyrir fénu. Einnig er meiningin að fá Pólveija sem fluttir eru úr landi til að fjárfesta í heimalandinu með hjálp nýja bankans. Flugslys á Hawaii Reuter Tveggja hreyfla farþegavél flugfélagsins Aloha IslandAir á Hawaai brotlenti í þéttum frumskógi í bröttum dal á eyjunni Molokai á laugardag og kom þegar upp eldur í henni. Um borð voru 20 manns, þar af 15 liðsmenn í blakliði menntaskóla Mo- lokai, og komst enginn af. Vélin var af gerðinni De Havilland Otter. A myndinni sjást menn bera líkamsleifar fórnarlambanna inn í björgunarþyrlu. HJALPARSTÖRF GRUNNNÁMSKEIÐ [Jiiy & - Námskeiöið er ætlaö fólki á aldrinum 15-25 ára. - Þátttaka í námskeiðinu er staðfest skriflega og 100% þátttaka gefur rétt til þátttöku í framhaldsnám- skeiði í hjálparstörfum. Námskeiðið er haldið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30- 22:00 að Rauðarárstíg 18 Reykjavík. Það hefst þriðjudaginn 7. nóv. og endar fimmtudaginn 16. nóv. Dagskra: - Störf Alþjóða Rauða Krossins - Genfar sáttmálarnir - Störf sendifulltrúa - Störf sjálfboðaliða - Aðstoð við flóttamenn QGOI Þátttaka tilkynnist í síma 26722 fyrir 4. nóv. n.k. Ekkert þátttökugjald. Viðurkenning veitt fyrir þátttöku. 100% þátttaka gefur rétt til þátttöku í framhaldsnámskeiði fyrir sjálfboðaliða. Ungmennahreyfing RK( HoIIand: Ruud Lubb- ers myndar aftur stjórn Málamiðlun náðist í deilu um líknar- dráp á sjúkrahúsum Haag. Reuter. LEIÐTOGAR Kristilega demó- krataflokksins og Verkamanna- flokksins í Hollandi hafa ákveðið að mynda samsteypustjórn og segir í yfirlýsingu Ruud Lubbers, leiðtoga kristilegra-, síðastliðinn fostudag að helstu viðfangsefnin verði umhverfisvernd og barátta gegn atvinnuleysi. Málamiðlun náðist í deilum flokkanna vegna líknardrápa á sjúkrahúsum landsins. Talið er að gripið sé til líknar- dráps allt að 5.000 sinnum árlega á hollenskum sjúkrahúsum þótt gömul lög banni slíkt og hafa kristi- legir oft heitið því að láta herða löggjöf gegn drápunum. Verka- mannaflokkurinn viidi hins vegar leyfa líknardráp með ströngum skil- yrðum. Flokkarnir hafa ákveðið að láta kanna málið frekar áður en ákvörðun verður tekin. ERLENT KAUPTU NUNA - BORGAÐU A NÆSTA ARI Verð fró kr. 139.000.- HUSHLUTIR HF., HRINGBRAUT 119, SÍMI 625045 Verð frá kr. 128.000. Verð I frá kr. 149.000.- Opið frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.