Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 26
3380 S 31 ,aiiw 26 1QAJ3MU 0H0Í -MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1989 HEFUR ÞÚ KYNNTÞÉR HAMAX ■ SNJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPORTVÖRUVERSLUNUM VERSLUN ARDEILD HOLTAGÖRÐUM SlMI 6812 66 Pólland: Hillir undir fyrsta einkabankann The Daily Telegraph. FYRSTI einkabankinn í Póllandi verður stofnaður snemma á næsta ári. Stofnandinn er Barbara Piasecka Johnson, bandarískur milljarða- mæringur. Hún lét svo um mælt í síðustu viku að bankanum væri fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á einkaframtakinu í Póllandi. Johnson, sem er 52 ára gömul, er fædd og uppalin í Póllandi. Hún giftist auðjöfrinum J. Seward Jo- hnson og erfði eftir hann Johnson & Johnson lyfjaframleiðslufyrir- tækið. í júní á þessu ári keypti hún 55% hlut í skipasmíðstöðvunum í Gdansk. Takmark hennar er að tvö- falda skipaframleiðslu þar og gott betur á næstunni og fjölga starfs- mönnum um helming. Stofnfé nýja bankans verður ekki nema 6-10 milljónir Bandaríkjadala (370-620 milljónir ísl. kr.). Ætlunin er að laða að erlendan gjaldeyri í eigu Pólvetja. Einn af ráðgjöfum Johnson segist telja að Pólveijar eigi sem svarar einúm milljarði Bandaríkjadala í heimahúsum en þeir treysta ekki pólskum bönkum fyrir fénu. Einnig er meiningin að fá Pólveija sem fluttir eru úr landi til að fjárfesta í heimalandinu með hjálp nýja bankans. Flugslys á Hawaii Reuter Tveggja hreyfla farþegavél flugfélagsins Aloha IslandAir á Hawaai brotlenti í þéttum frumskógi í bröttum dal á eyjunni Molokai á laugardag og kom þegar upp eldur í henni. Um borð voru 20 manns, þar af 15 liðsmenn í blakliði menntaskóla Mo- lokai, og komst enginn af. Vélin var af gerðinni De Havilland Otter. A myndinni sjást menn bera líkamsleifar fórnarlambanna inn í björgunarþyrlu. HJALPARSTÖRF GRUNNNÁMSKEIÐ [Jiiy & - Námskeiöið er ætlaö fólki á aldrinum 15-25 ára. - Þátttaka í námskeiðinu er staðfest skriflega og 100% þátttaka gefur rétt til þátttöku í framhaldsnám- skeiði í hjálparstörfum. Námskeiðið er haldið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30- 22:00 að Rauðarárstíg 18 Reykjavík. Það hefst þriðjudaginn 7. nóv. og endar fimmtudaginn 16. nóv. Dagskra: - Störf Alþjóða Rauða Krossins - Genfar sáttmálarnir - Störf sendifulltrúa - Störf sjálfboðaliða - Aðstoð við flóttamenn QGOI Þátttaka tilkynnist í síma 26722 fyrir 4. nóv. n.k. Ekkert þátttökugjald. Viðurkenning veitt fyrir þátttöku. 100% þátttaka gefur rétt til þátttöku í framhaldsnámskeiði fyrir sjálfboðaliða. Ungmennahreyfing RK( HoIIand: Ruud Lubb- ers myndar aftur stjórn Málamiðlun náðist í deilu um líknar- dráp á sjúkrahúsum Haag. Reuter. LEIÐTOGAR Kristilega demó- krataflokksins og Verkamanna- flokksins í Hollandi hafa ákveðið að mynda samsteypustjórn og segir í yfirlýsingu Ruud Lubbers, leiðtoga kristilegra-, síðastliðinn fostudag að helstu viðfangsefnin verði umhverfisvernd og barátta gegn atvinnuleysi. Málamiðlun náðist í deilum flokkanna vegna líknardrápa á sjúkrahúsum landsins. Talið er að gripið sé til líknar- dráps allt að 5.000 sinnum árlega á hollenskum sjúkrahúsum þótt gömul lög banni slíkt og hafa kristi- legir oft heitið því að láta herða löggjöf gegn drápunum. Verka- mannaflokkurinn viidi hins vegar leyfa líknardráp með ströngum skil- yrðum. Flokkarnir hafa ákveðið að láta kanna málið frekar áður en ákvörðun verður tekin. ERLENT KAUPTU NUNA - BORGAÐU A NÆSTA ARI Verð fró kr. 139.000.- HUSHLUTIR HF., HRINGBRAUT 119, SÍMI 625045 Verð frá kr. 128.000. Verð I frá kr. 149.000.- Opið frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.