Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Kemst Timman upp á milli K-anna? ___________Skák Margeir Pétursson HOLLENSKI stórmeistarinn Jan Timman mun í marz heyja einvígi við Anatoly Karpov um áskorunarréttinn á Gary Kasp- arov, heimsmeistara. Timman er þar með síðasta von þeirra sem telja að nóg sé komið af einvígjum Kasparovs og Karpovs, en þau voru háð ár- lega frá 1984 til 1987 og voru alls tefldar 120 skákir í þeim flórum. Að sjálfsögðu hlýtur Karpov þó að teljast nyög sig- urstranglegur í einvíginu við Timman. Mér telst svo til að á þessu ári og því síðasta hafi þeir alls teflt 10 skákir, Karpov vann hvorki meira né minna en sex þeirra, en fjórum lauk með jafntefli. Timman verður því að undirbúa sig sérstaklega vel til að eiga minnstu möguleika. Hann er samt mjög vel að þessu tækifæri kom- inn, hefur í tíu ár verið í allra fremstu röð vestrænna skák- manna, en aldrei staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í heimsmeistarakeppninni fyrr en nú. Sigur hans á Speelman var mjög verðskuldaður, þótt naumur væri, 414 gegn 34. Timman var með mjög góðar stöður í sex fyrstu skákunum, en tókst aðeins að vinna eina þeirra. Taflmennska hans í þeirri sjöundu var hins vegar léleg og öllum á óvart náði Speelman að jafna metin. í síðustu skákinni tókst Englendingnum loksins að fá teflandi stöðu út úr byijuninni, en honum hélst illa á stöðuyfirburðunum og lék þeim alla leið niður í tap. Sögðu gár- ungar í hópi skáksérfræðinga að hann væri búinn að gleyma því hvemig ætti að tefla, öðmvísi en rambandi á barmi glötunar. í hinu einvíginu var talið fyrir- fram að möguleikar Jusupovs gegn Karpov væm álíka miklir og lambs sem leitt er til slátmn- ar. Það fór á aðra lund, naumur sigur Karpovs, 414 gegn 34 í þessu einvígi er einn af mestu heppnis- sigmm skáksögunnar. Undirbún- ingur hans var greinilega lítill eða enginn, hann lenti oft í tímahraki og lék á stundum gróflega af sér. Það virðist sem frábær undirbún- ingur og skapfesta Jusupovs hafi komið honum í opna skjöldu. Karpov komst þó upp með þetta með því að hanga hvað eftir ann- að á hartnær töpuðum stöðum og taka sig að lokum saman í andlit- inu og vinna síðustu skákina. Karpov hefur varið töluvert miklu af tíma sínum að undanf- ömu til félagsmála, er t.d. einn af 2.300 þingfulltrúum í Sov- étríkjunum. Skákin hefur hins vegar greinilega setið á hakanum þetta árið, það sést bæði á lakari árangri hans en áður og tafl- mennsku hans, sem er ófrumleg og stöðnuð í samanburði við heimsmeistarann sjálfan. Ef Karpov heldur áfram að slá slöku við, gæti Timman átt vissa mögu- leika í einvígi þeirra í marz og möguleikar Karpovs í heimsmeist- araeinvígi að ári eru sáralitlir nema breyting verði til hins betra. 8. einvígisskákin: Hvítt: Jonathan Speelman Svart: Jan Timman Enski leikurinn 1. Rf3 - RfB 2. c4 - c5 3. Rc3 — Rc6 4. d4 — cxd4 5. Rxd4 — e6 6. g3 - Db6 7. Rdb5!? Þessi leikur hefur varia sézt áður. Flestir leika 7. Rb3 án um- hugsunar. 7. — Re5 8. Bg2 — a6 Ef svartur þiggur peðið og leik- ur 8. — Rxc4 veldur 9. Da4 hon- um töluverðum óþægindum. 9. Da4 - Hb8 Fræðibækur mæla hér með 9. — Bc5, en mig grunar að Speel- man hafi ætlað að svara þeim leik með 10. 0-0 — Hb8 11. b4!? 10. Be3! - Bc5 Eftir þetta nær Speelman þægi- legum stöðuyfirburðum í drottn- ingalausu miðtafli og vinnur þar með sinn fyrsta byijanafræðilega sigur í einvíginu og var ekki seinna vænna! 10. — axb5 11. Bxb6 — bxa4 12. Bc7 eða 10. — Dd8 11. c5!? - axb5 12. Da7 lít- ur illa út á svart og eru reyndar dæmigerðar Speelman-brellur. 11. Bxc5 — Dxc5 12. Da3 — Dxa3 13. Rxa3 - d6 14. f4 - Rc6 15. 0-0-0 - Ke7 16. Hd2 - Rb4 17. Bf3 - Bd7 18. Hhdl - d5 Um annað var ekki að ræða, enda hefði svartur einhveijar bætur fyrir peð eftir 19. cxd5 — Rfxd5 20. Bxd5 - exd5 21. Rxd5n— Rxd5 22. Hxd5 — Be6 23. He5. Speelman vill því ekki taka af skarið en reynir að vinna peðið undir hagstæðari kringum- stæðum. 19. g4 - Bc6 20. g5 - Re4 21. Hd4 - Hbc8 22. Rabl? Speelman ofmetur stöðuna al- veg með þessu og yfirsést öflugur mótspilsmöguleiki svarts. Eftir hið sjálfsagða 22. Bxe4 — dxe4 er ljóst að hvítur getur teflt til vinnings nokkurn veginn áhættu- laust, t.d. með 23. Rc2 — a5 24. Kbl!? 22. - Rc5 23. cxd5 23. - Rxa2+! Heldur en ekki óþægilegur hnykkur. Eftir 24. Rxa2? — Rb3+ 25. Kc2 - Ba4+ 26. Rc3 - Rxd4+ vinnur svartur. 24. Kc2 - Rxc3 25. Rxc3 - exd5 26. Rxd5+— Bxd5 27. Hxd5 - h6! Eftir þetta eru möguleikar svarts sízt lakari, en Speelman virðist ekki gera sér grein fyrir því. Aðrar skýringar geta ekki komið til greina á næsta leik hans, en hann hafi ennþá verið að tefla til vinnings. Eftir hið sjálf- sagða 28. h4 virðist staðan u.þ.b. í jafnvægi. 28. b4? - Re6+ 29. Kb3 - Hc7 30. gxh6 — Hxh6 31. He5 — Hxh2 32. Hdd5 - g6 33. Hc5 - Hd7 34. Hcd5 - Hc7 35. Hc5 - Hd7 36. Hcd5 - Hxd5 37. Bxd5 - b6 38. Bb7?! - Kd6 39. Hd5+? í 38. leik hefði Speelman átt töluverða jafnteflismöguleika í hróksendataflinu eftir 38. Bxe6 og hér missir hann endanlega af strætisvagninum er honurn láist að leika 39. e3. Nú nær Timman tímamörkunum með tiltölulega léttunna stöðu og örvæntingar- fullar tilraunir Speelmans til að klóra í bakkann þarfnast ekki skýringa. 39. - Kc7 40. Bxa6 - Rxf4 41. Hd2 - Hh5 42. Bc4 - Í6 43. Hd4 - Hf5 44. Ka4 - g5 45. e3 - Rg2 46. Bb5 - Rxe3 47. Hd7+ - Kc8 48. Hf7 - Hf4 49. Bd3 - Rd5 50. Kb5 - Kd8 51. Bh7 - Re7 52. Hf8+ - Kd7 53. Ka6 - Rd5 54. Hf7+ - Kd6 og hvítur gafst upp. Vaganjan varð Sovétmeistari Sovétmeistaramótið í ár var ekki eins vel skipað og oft áður. Hinn 38 ára gamli Rafael Vaganj- an náði að hrista af sér slenið eftir neðsta sætið á heimsbikar- mótinu í Skellefteá og sigra, þrátt fyrir tap gegn helsta keppinaut sínum; Alexander Beijavsky, stigahæsta þátttakandanum. Úr- slitin: 1. Vaganjan 9 v. af 15 mögulegum, 2.-5. Beljavsky, Gelf- and, Dolmatov og Eingorn Sé v. 6.-7. Lemer og Oll 8 v. 8.-9. Aseev og Dreev 714 v. 10.-12. G. Ge- orgadze, A. Sokolov, Tukmakov 7 v. 13.-14. Balashov og Dvoiris 614 v. 15.-16. Malanjuk og Smirin 6 v. Mjög jafnt mót, þar sem ungu mennirnir Oll, Dreev og Aseev stóðu sig mjög vel, allt nýliðar í úrslitunum, en Andrei Sokolov má muna sinn fífil fegri, stjarna hans hefur dalað mjög eftir að hann tefldi til úrslita við Karpov um áskorunarréttinn á heimsmeistarann, snemma árs 1987. Afhroð Islands í áttalandakeppninni Danir sigraðu mjög óvænt í áttalanda keppninni, sem haldin var í síðasta sinn í Aabybro á Norður-Jótlandi. íslendingar áttu langstigahæstu keppendurna á öllum borðum, nema kvennaborð- inu, en náðu samt aðeins fjórða sæti. Allt frá upphafí hefur þátt- taka íslands í þessari keppni verið samfelld sorgarsaga, tvívegis urðu íslensk lið neðst og 1983 þegar við vomm síðast með, misstum við af efsta sætinu með klaufalegu stórtapi fyrir Dönum í síðustu umferð. í þessári síðustu keppni voru vonir bundnar við íslenska liðið, en það gekk vægast sagt allt á afturfótunum, þrátt fyrir að við hálfgerð B- og C-lið hinna land- anna væri að eiga. Pólveijar voru þó nokkurn veginn með sitt bezta lið. Úrslit: 1. Danmörk 27114 v. 2. V- Þýzkaland 27 v. 3. Pólland 26 v. 4. ísland 2114 v. 5. Svíþjóð 2014 6. Noregur 18 v. 7. Finnland 17 v. 8. Færeyjar 104 v. Árangur einstakra liðsmanna íslands: Jóhann Hjartarson 2 v., Margeir Pétursson 4 v., Helgi Ólafsson 5 v., Jón L. Árnason 5 v., Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 2 v., Hannes Hlífar Stefánsson 314 v. Væntanlega geta stjórn Skák- sambandsins og liðsmenn dregið þá ályktun af þessari höijnung að velja beri íslenska landsliðinu og einstökum skákmönnum verð- ug viðfangsefni, þar sem eitthvað er að vinna, en ekki öllu að tapa. Ný frímerki 9. nóv. nk. ________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir stuttu sendi Póst-og síma- málastjórnin út tilkynningu, þar sem boðuð er útgáfa fjögurra nýrra frímerkja fimmtudaginn 9. nóv. nk. Er hér um að ræða tvo flokka eða tvær seríur. Um leið og myndir af þessum frímerkjum birtast með þessum þætti, er einsætt að minn- ast á þau fáum orðum. Tvö frímerki eru í hvorum flokki. Fyrri flokkurinn er til að minnast þess, að fyrir réttum hundrað árum var Hið íslenzka náttúrufræðifélag stofnað eða hinn 16. júlí 1889. Er það elzta og stærsta áhugamannafélag um ís- lenzka náttúru. í tilkynningunni segir, að á árinu 1887 hafi verið stofnað íslenzkt náttúrufræðifélag í Kaupmannahöfn og hafí Stefán Stefánsson grasafræðingur og síðar skólameistari á Akureyri verið MÁL og menning hefúr gefið út bókina Samband við miðaldir, sem er kennslubók í íslandssögu frá landnámi til siðaskipta. f kynningu útgefanda segir m.a.: „Samband við miðaldir er nýstárleg kennslubók að því leyti að henni er ætlað að sameina nám í íslenskri miðaldasögu og frumatriðum sagn- fræðilegra aðferða. Lögð er áhersla á að lesendur kynnist frumheimild- um og læri að lesa úr þeim. Sú þekking ætti að nýtast þeim í ýms- frumkvöðull að stofnun þess ásamt Birni Bjarnarsyni, síðar sýslu- manni. Það var einmitt Björn, sem stofnaði Listasafn íslands árið 1884, en þess var minnzt af ís- lenzku póststjóminni með frímerkj- aútgáfu árið 1984. Þá birtist mynd af Birni á 12 kr. frímerki. Stofnun Hins íslenzka náttúru- fræðifélags í Reykjavík verður eink- um rakin til elju Stefáns og áhuga á íslenzkri náttúm. Þess vegna var mynd af honum valin á 21 króna frímerki í þessum flokki. Þar sem grasafræði var sérgrein hans, fer vel á því, að blóm er látið prýða þetta merki. Á hinu frímerkinu í þessum flokki, 26 kr. frímerki , er mynd af Bjarna Sæmundssyni. Hann varð náttúrufræðingur frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1894 og kenndi síð- an iengi við Lærða skólann í Reykjavík. Hann var þjóðkunnur fyrir brautryðjandastarf sitt í fiski- rannsóknum Islendinga. Því er vel um öðrum greinum en sagnfræði. Fjölmargar ljósmyndir og skýr- ingarteikningar eru í bókinni og ábendingar um frekara lesefni fylgja í hveijum þætti, auk ítar- legra skráa í bókarlok. Bókin á því erindi til allra sem unna íslenskri sögu, þó hún sé samin sem kennslu- bók.“ Samband við miðaldir varð til á námskeiðum í sagnfræði til kandíd- atsprófs við Háskóla íslands, þar sem sagnfræðinemar gerðu ýmsum þáttum sögunnar skil undir verk- við hæfi að hafa mynd af syndandi fiskum á þessu frímerki. Aðaltilgangur með stofnun Hins íslenzka náttúnjfræðifélags var að koma upp náttúrugripasafni. Varð þegar á fyrstu árum þess til allgott safn. Lengst af var þetta safn til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu, en félagið hafði ekki bolmagn til þess að byggja hús yfir það. Árið 1947 var safnið svo gefið ríkinu með því skilyrði, að sérstakt hús yrði byggt yfir það. Enn hefur það samt ekki orðið, eins og vill verða með margt af því, sem ríkið á að sjá um. Náttúrugripasafnið var gott safn og félaginu til sóma þá hálfu öld, sem það rak það. Mun einkum mega þakka það Bjarna Sæmunds- syni, en hann sá um safnið í 39 ár. Auk þess var hann formaður félags- ins í 35 ár. Félagið hefur gefið út tímaritið Náttúrufræðinginn frá 1931. Þessi frímerki eru teiknuð af stjórn Gunnars Karlssonar prófess- ors. Gunnar hafði síðan umsjón með lokafrágangi verksins. Eftirtaldir sagnfræðinemar sömdu bókina með Gunnari: Axel Kristinsson, Brynjar Viborg, Helgi Hannesson, Jón Viðar Sigurðsson, Magnús Hauksson, Magnús Þorkelsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Óðinn Jónsson, Ragn- heiður Mósesdóttir og Þorleifur Óskarsson. Bókin er 266 blaðsíður að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um filmu- vinnu og prentun. Tryggva T. Tryggvasyni, en frí- merki frá hans hendi eru ekki ókunn söfnurum. Þennan sama dag koma svo út síðustu frímerki ársins, Jólafrímerkin 1989. Sá, sem hefur teiknað þau, er Jóhannes Jó- hannesson listmálari. Hann stund- aði nám í myndlist bæði í Banda- ríkjunum og á Ítalíu og hefur hald- ið fy'ölda málverkasýninga hér heima og erlendis. Hann hefur lengi verið starfsmaður Listasafns ríkisins Myndefni þessara tveggja jólafrímerkja er jólastemmning. Annars vegar er María með Jesú- barnið á 21 kr. merkinu og vitring- arnir þrír frá Austurlöndum á 26 kr. merkinu. Eftir myndum að dæma virðast þessi jólafrímerki fal- íeg, bæði teikning og litir. Þar sem myndefnið er hefðbundið jólaefni, er tæplega að búast við öðru en þau falli öllum eða flestum í geð. Þessi fjögur frímerki eru prentuð hjá Courvoisier S.A. í Sviss í rasta- djúpþrykki (héliogravure) og 50 merki í örk. Þar sem þau henta öll sem burðargjald undir kort og al- menn bréf innanlands og til Norður- landa, eiga þau eftir að koma fyrir sjónir almennings á næstu mánuð- um. Fuglafrímerki í gjafamöppu Með tilkynningu póststjórnarinn- ar fylgdi svo tilkynning um sérstaka möppu með Ijórum fuglafrímerkjum frá þessu ári. Er hún hugsuð sem gjafamappa og kostar 200 krónur. Póststjórnin hefur áður gefið út gjafamöppur með blómamerkjum. Þar sem svokölluð mótífsöfnun er orðin mjög útbreidd um allar álfur, t. d. söfnun frímerkja með blómum og dýrum, verður þessi mappa ör- ue-ulecra vel beein til eiafa. Kennslubók í Islandssögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.