Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 11 Staða ríkissjóðs og heimila var bætt Svar til Ragnars Arnalds í tileftii af línuriti ÓRG eftir Þorstein Pálsson Ragnar Arnalds, fyrrum fjár- málaráðherra, ritar grein í Morgun- blaðið síðastíiðinn föstudag. Þar kvartar hann undan línuriti, sem Ólafur Ragnar Grímsson birtir í athugasemdum gárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Ég hef ger± þetta línurit að umtalsefni í þeim til- gangi, að sýna fram á hvernig nú- verandi fjármálaráðherra les eigin upplýsingar eins og sá í neðra bibl- íuna. Ég sýndi nýlega fram á það í grein hér í blaðinu, að línuritið sýn- ir allt annan veruleika en Ólafur Ragnar Grímsson sér. Ragnar Arn- alds heldur því síðan fram að línu- ritið gefi ekki rétta mynd af tíð hans í fjármálaráðuneytinu. Ragnar Arnalds segir svo í grein sinni: „Línuritið eins og það kom frá Ólafi Ragnari sýnir ekki tekjur og gjöld ríkisins á þessum áratug og átti ekki að gera það, heldur er það byggt á þeirri tilbúnu forsendu að tekjur á móti gjöldum 1980 séu 100:100, þ.e. tekjur og gjöld hafi verið sama stærð.“ Þetta er hárréttur skilningur hjá Ragnari Arnalds. Línuritinu er ætl- að að sýna breytingar á gjöldum með hliðsjón af tekjum og lands- framleiðslu, þ.e.a.s. hvernig þessar stærðir ýmist haldast í hendur eða ekki. Það er því réttmæt athugasemd sem Ragnar Arnalds gerir, að línu- ritið sýnir ekki að verulegur halli hafi myndast í fjármálaráðherratíð hans. Deila um ábyrgð á íjárlaga- hallanum 1983 ætti að vera óþörf, þó að ráðherraskipti hafi orðið um mitt það ár. Bilið varð til í tíð Ragnars En í skýringartextanum sem ég setti inn á línuritið segir aðeins, að bilið milli gjalda og tekna verði til á tímabili Ragnars Arnalds í fjár- málaráðuneytinu. Línuritið sýnir m.ö.o. með ótvíræðum hætti, að gjöldin fóru að aukast hraðar en tekjurnar á tíma Ragnars í fjár- málaráðuneytinu og allan tímann jukust þau miklu hraðar en lands- framleiðslan. En eigi að síður varð ekki halli á rekstri ríkissjóðs fyrr Þorsteinn Pálsson „Niðurstaða þessa máls er sú, hvernig svo sem á það er litið, að línurit- ið umtalaða sýnir að fiillyrðingar Olafs Ragnars Grímssonar og Ragnars Arnalds um að hagstæð eftiahagsskil- yrði hafí ekki verið not- uð á árunum 1985-87 til þess að bæta stöðu ríkissjóðs fá ekki stað- ist.“ en á árinu 1983 þó að þróunin í þá átt hafi verið byijuð. Ragnar Arnalds sakar mig um að hafa skipt línuritinu í tímabil með villandi hætti inn á línuritið. Sé svo er þar einungis um að kenna villandi uppsetningu línuritsins af hálfu þess sem gerði það, Ólafs Ragnars Grímssonar. Erfítt er að ætla annað en að tölurnar á lárétta ás línuritsins sýni breytingu frá upphafi til loka árs. Hafi Ragnar Arnalds á hinn bóginn rétt fyrir sér, þannig að draga eigi tímabila- línurnar við ártölin sjálf leiðir það einungis til þess að styrkja þá túlk- un sem ég setti fram á þessu línu- riti. Bætt skilyrði notuð í þágu ríkissjóðs Tilgangur Ólafs Ragnars Grímssonar með línuritinu var að koma höggi á mig vegna fjármála- stjórnar minnar í fjármálaráðuneyt- inu, en ekki á Ragnar Arnalds. Séu línurnar dregnar með hinum nýja bætti breytir það engu um þá stað- reynd að bilið milli tekna og gjalda fór að myndast í fjármáiaráðherra- tíð Ragnars og það sýnir með miklu skýrari hætti að allan tímann sem ég sat í fjármálaráðuneytinu varð mjög óveruleg aukning á gjöldum. Tekjurnar fóru hins vegar vaxandi og í samræmi við landsframleiðslu. Allan þann tíma minnkaði því bilið á- milli gjalda og tekna og aukning útgjalda var miklu minni en aukn- ing landsframleiðslu. Línuritið sýnir því með ótvíræð- um hætti, að. í fjármálaráðherratíð minni voru bætt ytri skilyrði í þjóð- arbúskapnum notuð til þess að styrkja stöðu ríkissjóðs. Bætt ytri efnahagsskilyrði og aukinn hag- vöxtur voru jafnframt notuð til þess að koma til móts við skattborgarana og lækka skatthlutföll. Þá voru toll- ar lækkaðir svo um munaði í þjóðar- sáttinni við aðila vinnumarkaðarins á árinu 1986. Þannig voru hagstæðar ytri að- stæður í þjóðarbúskapnum notaðar í þeim tvíþætta tilgangi að bæta rekstur ríkissjóðs og styrkja stöðu heimilanna í landinu. Árangur náðist Það eru þessi efnahagslegu markmið, sem sett voru á sínum tíma í fjármálastjórninni, sem nú- verandi forysta Alþýðubandalags- ins segir að hafi verið „ga ga“. Og Ragnar Arnalds gerir heldur enga tilraun til þess að hrekja þá stað- reynd, að eftir að formenn A-flokk- anna komu í fíármálaráðuneytið sýnir línurit Ólafs Ragnars með ótvíræðum hætti að útgjöld ríkis- sjóðs hafa aukist hraðar en lands- framleiðsla og meira en tekjurnar þrátt fyrir margra milljarða króna skatthækkun. Þá er þess að geta að tekjur ríkis- sjóðs eru að langstærstum hluta byggðar á óbeinum sköttum. Mikill viðskiptahalli leiðir því gjarnan til þess að tekjur ríkissjóðs verða meiri en raunverulega efnahagsaðstæður í þjóðfélaginu gefa tilefni til. Á síðasta ári Ragnars Arnalds í fjármálaráðuneytinu var viðskipta- hallinn a.m.k. 10% af þjóðarfram- leiðslunni. Það hjálpaði honum að halda rekstrarafgangi á því ári. Á síðasta ári mínu var afgangur í við_- skiptum þjóðarbúsins út á við. Á því ári gat ríkissjóður því ekki nærst á viðskiptahallanum. Alþýðubandalagið og launafólkið Niðurstaða þessa máls er sú, hvernig svo sem á það er litið, að línuritið umtalaða sýnir að fullyrð- ingar Ólafs Ragnars Grímssonar og Ragnars Arnalds um að hagstæð efnahagsskilyrði hafi ekki verið notuð á árunum 1985-87 til þess að bæta stöðu ríkissjóðs fá ekki staðist. Þvert á móti er þetta eina tímabilið á liðnum áratug þar sem þróunin er í þá veru að bilið á milli gjaldalínunnar annars vegar og tekjulínunnar og landsframleiðslu- línunnar hins vegar minnkar. Ég get ekki fallist á, að það sé „ga ga“ pólitík að leyfa launafólk- inu í landinu að njóta að hluta vax- andi þjóðartekna. Fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins verður hins vegar ekki skilinn á annan veg en að þannig hefði átt að halda á málum. Á þessu ári er talið að þjóðartekjur minnki um 3% en Ólafur Ragnar Grímsson hefur séð til þess að kaupmáttur launa- fólks hefur minnkað um 8-9%. Kjaraskerðingin er þrefalt meiri en minnkun þjóðartekna hefur gefið tilefni til. Og á næsta ári er stefnt að fimmfalt meiri kjaraskerðingu en samdráttur landsframleiðslu kallar á. Ég ætla ekki að gefa þess- ari efnahagsstefnu nafn. Launa- fólkið í landinu fínnur sjálft í hveiju hún er fólgin. Ilöfundur er formaður Sjálfstæðisflokks. Vísitala Prrtun tekna og gjalda ríkissjófls á verfllagi árslns 1989 Þetta er línuritið sem Ólafur Ragnar Grímsson birtir í fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár. Séu línur dregnar við ártölin, eins og Ragn- ar Arnalds telur að gera eigi, sýnir það engu að síður að bilið milli gjalda og tekna fór að myndast í fjármálaráðherratíð hans (1980- 1983). Línuritið sýnir jafiiframt áð á árunum 1985-1987 varð mjög óveruleg aukning á gjöldum. Tekjurnar fóru hins vegar vaxandi og í samræmi við Iandsframleiðslu. Bilið milli tekna og gjalda og aukn- ing útgjalda var miklu minni en aukning landsframleiðslu. Bílaborgarhúsió vió Fossháls er til sölu Hér er um aö ræöa nýtt, glæsilegt hús. Flatarmál er 7340 fm. Eignin hentar vel fyrir ýmis konar atvinnustarfsemi. Skipulag hió innra býður upp á margs konar nýtingu. I húsinu eru bæói innréttaóir, glæsilegir sýningasalir, verkstæðí, auk skrifstofurýmis. Húsið er einnig fullbúið að utan og lóð er frágengin, en þar eru m.a. 1 50 bílastæði með hitalögn. Húsið selst í einu lagi eða hlutum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni (ekki ísíma). EiGnamiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3, SÍMI 27711 sverrir Kristinsson sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson sölumaður - Unnsteinn Beck hrl. - Þóróltur Halldórsson lögfræðingur rn TOCVUSKÓtJ ST JÓRNUNARf ÉLAOS tSUANOS * TÖLVUSKÓLAR A TÖLVUSKÚU OÍSLA J. JOHNSCN Að námskeiðinu loknu getur þú nýtt þér flesta möguleika þessa öfluga ritvinnslu forrits. / 19* ' Tími og staður: 7.-10. nóv. kl. 8.30-12.30 íÁnanaustum 15, Reykjavík. Leiðbeinandi: Ragna S. Guðjohnsen. SKRÁNING í SÍMUM 621066 OB 641222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.