Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 28
’wmrmtmifminTWHH! Tf 5ff Hli Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Morgunblaðið/Guðrún Nordal Svavar Gestsson menntamálaráðherra lengst til vinstri, þá sendi- herrahjónin Ragna Ragnars og Ólafiir Egilsson, Trevor Larsen formaður menntamálaráðs Hull-borgar og Ann Bukantas við opn- un yfirlitssýningar á íslenskri myndlist í Hull sl. laugardag. Julian Freeman forstöðumaður E ritstjóri sýningarskrár, Bera N< Islands og Michael Tucker lektor. búningi sýningarinnar. Hæpnar fjárlagafor- sendur Forsendur gildandi fjárlaga í verðlags-, launa- og geng- ismálum entust ekki nema fyrstu tvo til þijá mánuði líðandi árs. Þá vóru þær sprungnar. Fjármálaráðherra lagði fjár- lagafrumvarp fyrir árið 1989 fram með rúmlega 1.100 millj- óna króna rekstrarafgangi. Al- þingi afgreiddi það með 630 m.kr. tekjum umfram útgjöld. Nýjustu fjárlagaspár ársins standa hinsvegar til 4.700- 5.000 m.kr. halla, þrátt fyrir u.þ.b. 7.000 m.kr. nýja skatt- heimtu á árinu. „Samkvæmt spá, sem um. þessar mundir er gerð af fjár- málaráðuneytinu, er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs á þessu ári verði 8 milljörðum króna hærri en fjárlög kveða á um,“ sagði Pálmi Jónsson al- þingismaður í fjárlagaumræð- um á dögunum. Fjármálaráð- herra hefur nú lagt fram frum- varp til breytinga á lánsfjárlög- um 1989 sem heimilar ríkis- stjórninni að auka erlendar lán- tökur ársins um 900 m.kr. og innlendar lántökur um 6.000 m.kr., eða auka lántökur sam- tals um tæpa sjö milljarða króna. Erlendar langtíma.skuld- ir vóru 41,3% af landsfram- leiðslu þegar núverandi fjár- málaráðherra tók við embætti sínu 1988 en verða, ^amkvæmt spám, 53,1% í lok komandi fjár- lagaárs. Á sama tíma hækkar greiðslubyrði erlendra lang- tímaskulda úr 17,3% í 20,1% sem hlutfall af útflutningstekj- um. Fjármálastjórn af þessu tagi gengi ekki upp hjá heimilunum í landinu, sem eiga á brattann að sækja í vaxandi verðbólgu, minnkandi atvinnu og rýrnandi kaupmætti. Fyrrum fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, lýsir þjóðfé- lagsástandinu efnislega svo í ræðu á dögunum: það loga eldar í íslenzku efnahagslífi, sem birt- ast í gjaldþrotum, atvinnuleysi, lágum launum, halla á ríkissjóði og því að landsbyggðinni blæðir. Því miður bendir sitthvað til þess að forsendur íjárlagafrum- varps fyrir komandi ár séu sízt traustari en forsendur fjárlaga líðandi árs. I fyrsta lagi stendur þjóðhagsspá til þess að komandi ár verði þriðja samdráttarárið í röð á mælikvarða þjóðartekna. Samdráttur þjóðartekna á ára- bilinu 1988- 1990 samsvarar rúmlega 20 milljörðum króna á verðlagi ársins 1989. Þetta seg- ir að sjálfsögðu til sín í minni umsvifum, tekjum og greiðslu- getu fólks og fyrirtækja en í góðæri, þ.e. í smærri skattstofn- um og minni skatttekjum en ella. Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður leiddi líkur að því í fjárlagaumræðum að tekjuliðir frumvarpsins væru ofáætlaðir um einn til tvo milljarða króna. I annan stað taldi þingmaðurinn forsendur gjaldaáætlunar sízt traustari nú en við síðustu fjár- lagasmíð. Þar skakki trúlega fjórum til fimm milljörðum króna^ Ef frumvarp fjármála- ráðherra hlyti samþykki Al- þingis, óbreytt, stefni fjárlaga- halli komandi árs í a.m.k. 7.000 m.kr., eða í 2% af landsfram- leiðslu. Frumvarpið sjálft gerir ráð fyrir tæplega 3.000 m.kr. halla, sem trúlega er stórlega vaná- ætlað eins og að framan getur. Ráðgerður fjárlagahalli sýnir engu að síður að ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að hemja ríkisútgjöldin og ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. Utgjaldaað- hald hennar bitnar fyrst og fremst á framkvæmdaliðum, eins og vegamálum. Þensla rík- iskerfisins heldur hinsvegar áfram. Rekstrarútgjöld aukast um 1,8% að raungildi milli ára, samkvæmt frumvarpinu. Forsendur fjárlagafrum- varpsins eru óljósar og hæpnar og framsetning þeirra svo flókin að líkja má við feluleik. Ymis framkvæmdaatriði virðisauka- skatts, sem kemur í stað sölu- skatts frá áramótum, liggja heldur ekki ljós fyrir. Sýnt er þó að 26% virðisaukaskattur hækkar allt verðlag í landinu og dregur enn úr kaupmætti almennra launa. Harkalegur niðurskurður framlaga til fram- kvæmda og fjárfestinga veikir á hinn bóginn atvinnumöguleika fólks á næsta ári. A gjaldahlið frumvarpsin's vantar verulegar fjárhæðir, sem vart verður séð, hvern veg komizt verður hjá að greiða. Vaxandi ásókn ríkisins á innlendan lánsfjármarkað fel- ur í sér hvata til hækkunar vaxta sem og fyrirætlanir um skattlagningu sparnaðar og raunvaxta. Verst er þó, sem fyrr segir, að forsendur frum- varpsins eru sízt trúverðugri en forsendur gildandi fjárlaga, sem eru rjúkandi rústir í höndum fjármálaráðherrans og ríkis- stjórnarinnar. Góður rómur gerðui lenskri farandsýningi London, frá Guðrúnu Nordal, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA yfirlitssýning á verkum íslenskra listamanna á Bret- landseyjum var opnuð á íslenskum menningardögum sl. laugar- dag í Ferens listasafixinu í Hull. Sýningin, sem er farandsýn- ing, ber nafnið „Landslag frá norðlægri breiddargráðu. Islensk list 1909—1989“. Eins og heiti hennar gefúr til kynna samanst- endur hún af myndverkum, sem gefa bæði fjölbreytta hugmynd um túlkun íslenskra listamanna þessarar aldar á íslenskri nátt- úru og undirstrika hinn mikilvæga sess er landslagið skipar í verkum þeirra. Borgarstjóri Hull ávarpaði sýningargesti við opnun sýning- arinnar og bauð þá velkomna. Viðstaddir voru m.a. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Ólafur Egilsson sendiherra, kona hans ‘Rágna Ragnars og Bera Nordal forstöðumaður Lista- safns íslands. Svavar Gestsson flutti einnig ávarp við opnunina. Hann minnti á að tengsl íslend- inga við Norðaustur-England má rekja til heimsóknar Egils Skalla-Grímssonar til hirðar Eiríks blóðöxar í York, en síðan hafa fiskveiðar og viðskipti eink- um tengt þjóðirnar. Samskiptin hafa stundum verið stormasöm en hafa á síðustu árum ein- kennst af gagnkvæmri vináttu og samvinnu. Það er því mjög vel við hæfi að sýningin skuli hefja ferð sína um Bretland í borgunum við Humber, Hull og Grimsby. Svavar Gestsson er verndari sýningarinnar ásamt breska menningarmálaráðher- ranum, Richard Luce. Formaður menntamálaráðs Hull-borgar, Trevor Larsen, ítrekaði mikilvægi sýningarinnar fyrir Humbersvæðið og þakkaði Ólafi Egilssyni fyrir frumkvæði hans og forgöngu í málinu. Hann bað síðan Rögnu Ragnars sendi- herraftú að opna sýninguna formlega. Eins og fram kom átti Ólafur Egilsson sendiherra hugmyndina að yfirlitssýningunni. Brighton Polytechnic Galleiy hefur yfir- umsjón með sýningunni á breskri grund -í samvinnu við Ferens listasafnið í Hull og Talbot Rice listamiðstöðina í Edinborg. Jul- ian Freeman forstöðumaður safnsins í Brighton og Michael Tucker lektor í norrænni lista- sögu í Brighton ferðuðust m.a. til íslands til að velja verk á sýninguna ásamt Ann Bukantas safnverði í Ferens listasafninu í Hull. Listasafn íslands sá um að safna verkunum saman á Islandi en þau eru fengin að láni úr Listasafni íslands, Listasafni al- þýðu, á Kjarvalsstöðum, hjá Þor: valdi Guðmundssyni í Háholti og fleirum. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningar- innar og að sögn Ólafs Egilsson- ar sendiherra er hún ítarlegasta rit um íslenska myndlist sem nú er til á enska tungu. Ritstjóri hennar er Julian Freeman. í sýn- ingarskránni eru ritgerðir eftir seti borgarstjórnar Hull ítrekaði þá vináttu sem Hull ber til ís- lendinga ogjjat þess hve fiskinn- flutningur íslendinga sé mikils virði fyrir byggðarlagið. Kamm- ersveit Reykjavíkur, sem kom sérstaklega til Bretlands af þessu tilefni, flutti síðan verk eftir íslensk tónskáld. A efnis- skránni voru íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Asgeirssonar, sönglög eftir nokkur íslensk tón- skáld sem sungin voru af Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur, Einar Jóhannesson lék með Kammer- Félagar í Kammersveit Reykjavíkur sem komu iram þegar málvei eíndu einnig til tónleika í York og Grimsby í síðustu viku. A myn< kley, Hlíf Siguijónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Selma Guðmun Rós Ingólfsdóttir og Einar Jóhannesson. Sigurð A. Magnússon rithöfund, Halldór Björn Runólfsson list- fræðing, Michael Tucker lektor og John Russel Taylor listgagn- rýnanda The Times. Magnús Magnússon ritár formála og Bera Nordal inngangsorð. Bók- ina prýða sextán litmyndir af verkum á sýningunni auk fimmtíu svarthvítra ljósmynda. Sendiráð íslands hélt móttöku slðdegis sl. laugardag fyrir þau íslensku og bresku fyrirtæki sem hafa. með fjárstuðningi sínum gert það að verkum að þessi yfir- litssýning varð að veruleika. For- sveitinni nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir strengja- kvartett og klarinett, sem túlkar í tónum krákuna sem hélt vöku fyrir Agli Skalla-Grímssyni í Jóivík, og loks tónverk fyrir ein- söngvara og hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Kammersveitin hafði í þessari ferð einnig haldið tónleika í York og hófust íslensku menningardagamir í Hull á tónleikum hennar kvöld- inu áður. Var góður rómur gerð- ur að leik Kammersveitarinnar. Eimskipafélag íslands hf.,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.