Morgunblaðið - 31.10.1989, Side 12

Morgunblaðið - 31.10.1989, Side 12
12 >1 MORGUNBLÁDIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 31. OKTÓBER 198!) U Drekasaga Bókmenntir Jenna Jensdóttir Iðunn Steinsdóttir: Drekasaga. Myndskreytingar Búi Kristjáns- son. Almenna bókafélagið 1989. „Á lítilli eyju langt norður í höf- um stendur dálítil húsaþyrping við rætur Furðufjalls. Þetta er Blika- bær.“ Þannig hefst Drekasaga. Vorið og birtan eru mesta tilhlökk- unarefni allra íbúa bæjarins og í raun er sú tilhlökkun aflgjafi lángra og myrkra vetrardaga. Yfir Blikabæ gnæfir Furðufjall svo óendanlega hátt með alla sína skúta og kima, sem hýsa hvers kyns furðuverur. Ókleift fjallið gerir allt sem þar lifir og býr svo ljarlægt og óviðkomandi íbúum Blikabæjar, sem eiga sín vandamál og smáófrið- arbál, sem þeir geta alltaf slökkt sjálfir. En þó — í Furðufjalli býr nefnilega kynleg vera, sem allir í Blikabæ óttast og meira en það. Þetta er ferlegur dreki með beitt- ar klær og eldspúandi gin, sem stundum sendir frá sér slíka eld- stróka, er hann flýgur yfir Blikabæ, að íbúamir hópast óttaslegnir niður í kjallara húsa sinna meðan ósköpin ganga yfir. Upp á síðkastið hefur sú vá gerst að fólk hefur horfið sporlaust frá Blikabæ. Böndin berast að drekanum og fundir eru haldnir undir forystu bæjarstjórans. Enginn veit samt hvað til bragðs á að taka. Það'veit heldur enginn í Blikabæ að drekinn í Furðufjalli er sauðmeinlaus, ein- mana vera sem viljandi skerðir ekki hár á höfði nokkurrar lífveru. I einmanakennd sinni hefur drek- inn fundið sterka löngun til að blanda geði við börnin í Blikabæ, sem hann hefur á ferðum sínum séð leika sér saman í gleði og sátt. Hann lætur undan löngun sinni þegar krakkarnir eru að leik í garð- inum hjá Önnu litlu. Koma drekans veldur ofsahræðslu hjá börnunum og þau þjóta í allar áttir. En við- Vondtíma- skekkja Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á fleygiferð („Cannonball Fever“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Jim Drake. Gömlu „Cannonball Run“ myndirnar voru lélegar en þessi furðulega tímaskekkja full af ömurlegum bílabullubröndurum og gersamlega ófyndnum pér- sónum í lágkúrulega ófyndnum kringumstæðum, margþvældum í þremur forverum sínum, er alvond, ófrumleg og yfirmáta leiðinleg. Kannski voru svona myndir réttlætanlegar þegar Burt Reynolds var uppá sitt besta og gamansamir bílaeltingaleikir með honum. Þótt þessi mynd viðurkenni það ekki er ekkert eftir af því nema slæmar minn- ingar. Eins og áður á fræga fólkið að draga inná myndina en hér er þó engin súperstjarna. Af hveiju þekktir leikarar eins og John Candy, Peter Boyle og fleiri (þeir hafa tekið við af Reynolds og Frank Sinatra) taka þátt í einhveiju eins ómerkilegu og þessu er satt að segja óskiljanlegt. Michael Spinks og Carl Lewis bregður einnig fyrir. Enn er háður kappakstur yfir þver Bandaríkin, löggurnar eru asnar, glossgellurnar eru súper- svalar, húmorinn er á hallæris- planinu, fátt hefur sumsé breyst. Alan Ruddy og kó framleiðir sem fyrr og fer æ versnandi. brögð drekans eru ósjálfrátt þau að varnarkerfi líkama hans fer í gang og út úr gini hans standa glóandi eldtungur sem skilja garð- inn heimaÆjá Önnu eftir í algerri auðn. Nú gerir höfundur Önnu litlu að höfuðpersónu sögunnar. Nóttina eftir atburð þennan fer hún með spýtu í hendi að rótum Furðufjalls. Með erfiðismunum tekst henni að klífa fjallið að helli drekans. Hún ætlar að beija hann grimmilega með spýtunni. Allt snýst á annan veg. Þegar telpan kynnist einmanaleik og góð- vild drekans leyfir hún honum að koma til Blikabæjar, en áður bindur hún vendilega fyrir munn hans svo vígtennur hans og varnarkerfi verða óvirk. Einmanaleiki drekans er á enda. En virk aðlögun hans að þörfum og eðli barna og fullorðinna sem framkvæmd er af íbúum Blikabæj- ar, stórum sem smaum, er bitur. Þar lætur höfundur tár drekans oftast segja frá. Jafnvel verkfærum er beitt til þess að skera burtu úr koki hans kirtla þá er framleiða eldtungurnar — sem þó mistekst og áfram má hann þola að bundið sé fyrir gin hans. Með góðvild í þögn lærist drekan- um margt það er þekking mann- anna grundvallast á. Og þegar myrkur skellur á bjartan vordag, er það drekinn sem flytur Önnu og fleiri íbúa Blikabæjar á braut til Vomsu í Furðuíjalli, lítillar, óhijá- legrar veru sem á lýsandi góðgirni í hjarta sér. Hún vísar þeim veginn til upptaka þess sem er að gerast. Og nú dregur höfundur skýr mörk milli góðs og ills, ljóss og myrkurs. Glæsir hinn goðumlíki, sem er: „ .. . hræðilega vondur og eigingjarn. Allt vill hann sölsa und- ir sig. Hann rænir öllum sem eru honum fremri á einhvern hátt og læsir þá inni í dimmu svartholi." Hinn fagri og voldugi Glæsir hefur nú einnig rænt Heiðríki..... þeim sem geymir himinblámann og lætur birtuna og vorið koma.“ Hjá Glæsi megnar ekki himin- blámi Heiðríks að lýsa, svo er myrkrið þar allsráðandi. Efst á tindi Furðufjails fara nú fram geigvæn- leg átök milli ljóss og myrkurs. Fjötrarnir eru leystir af gini drek- ans og vamarkerfi hans fer í gang. Alþýðufræðarinn Bókmenntir Iðunn Steinsdóttlr Um leið og hinn fagri Glæsir flýr undan eldtungum drekans þýtur sverð hans gegnum loftið í gin drek- ans og fullkomnar verk það er mönnunum mistókst. Drekinn þarf ekki lengmr að hafa bundið um gin- ið. Ljósið hefur unnið. „En Heiðríkur vakti og fyllti veröldina þeirra af himinblárri vorbirtu, daglangt og næturlangt." Ekki er allt sagt hér um Dreka- sögu, sem er ekki neitt venjulegt ævintýri. í henni felast sterkar ábendingar til umhugsunar um eðli og hegðun okkar mannanna barna. Viðhorf okkar til dýranna hvort sem þau eru góð og þæg, eða ógurleg og hrollvekjandi. Maðurinn er herra jarðarinnar og allt verður að ganga honum í vil. Til þess beitir hann allri sinni þekkingu og ráðum. í annan stað er það áleitið til umhugsunar að góðvild og dyggðir eru ávallt í fylgd með himinbláman- um og birtunni. Jafnvel fegurðin hversu fullkomin sem hún ef í ytra útliti getur leitt með sér hrollvekj- andi ofbeldi og eilíft myrkur er hún á sér ekki einnig rætur í góðleikan- um innra með jarðarinnar verum. Það er skemmtilegt að sjá hinar ríkulegu myndskreytingar. Þær festa ævintýrið betur í hug ungra lesenda og veita því tilfinningaleg- um viðbrögðum greiðari aðgang að efninu hveiju sinni. - Málfar á sögunni er vandað og glæsileg útgáfan er AB til sóma. Sérlega gaman að AB skuli minna á barnabókavikuna sem nú stendur yfir með því að gefa út Drekasögu í tilefni hennar. ErlendurJónsson UM UPPELDI eftir Guðmund Hjaltason. Bragi Jósepsson bjó til pr. Frjálst framtak. 1989. Guðmundur Hjaltason ólst upp við vaknandi áhuga á alþýðu- 'fræðslu. Uppeldis- og fræðslumál- um helgaði hann síðan krafta sína. Hann hreifst af lýðháskólahugsjón- inni á Norðurlöndum. Hann ferðað- ist um landið og hélt fyrirlestra, stundum á samkomum en oft líka inni á heimilum. Kynlega má slíkt koma fyrir sjónir nú. En það mun þá yfirhöfuð hafa verið vel þegið. Heimilin voru fjölmenn. Fæstir höfðu notið nokkurrar skólagöngu. Og í fásinninu fagnaði fólkið hvers konar tilbreytingu. Uppeldissjónarmið Guðmundar voru mótuð af fornum dygðum en milduð af kærleiksboðskap kristin- dómsins. Uppeldið skyldi vera milt og mannúðlegt og uppalendur skyldu einatt minnast þeirrar miklu ábyrgðar sem þeim var á herðar lögð. Refsingum skyldi beitt vægi- lega en áhersla lögð á gott for- dæmi. »Þið verðið því að uppala ykkur sjálf um leið og þið uppalið börnin.« Fullorðnir skyldu umgang- ast hinar ungu sálir'með ástúð og varfærni og leita orsakanna ef börn höguðu sér öðruvísi en æskilegt þótti fremur en refsa í reiði og bráð- læti. Þegar betur væri að gætt ættu uppalendurnir sjálfir oft sök á bernskubrekum barna sinna. Ekki fóru fram hjá Guðmundi breytingar þær sem urðu um hans daga á búsetu og lifnaðarháttum í landinu. Fólk var að taka sig upp úr sveitinni og flytjast til Reykjavík- ur eða annarra vaxandi þéttbýlis- staða. Hugur Guðmundar var sem að líkum lætur meira bundinn við sveitina. En honum voru ljósir ann- markar þess að fólkið gæti haldist þar kyrrt. Venju samkvæmt ólust börnin þar upp við strangan húsaga og langoftast við óhóflega vinnu. Við hvoru tveggja varaði hann. Of langur vinnutími og þyrrkingslegur heimilisbragur fældi börn og ungi- inga frá foreldrunum. Ætti að halda börnunum heima yrði að ríkja glað- værð á heimilinu auk þess sem tóm yrði að gefast til lærdóms og leikja svo börnin væru ánægð og leituðu ekki út fyrir veggi heimilisins eftir Guðmundur Hjaltason félagskap og tilbreytingu. Ungling- ar hlytu að flýja leiðinleg heimili. Vafalaust fór Guðmundur þarna nærri um eina meginorsök þess að unga fólkið eirði ekki lengur í sveit- inni en sótti í vaxandi mæli í »soll- inn« sem þó eldra fólkið í sveitinni fordæmdi og fyririeit. Þótt aðstæður séu nú breyttar frá því er Guðmundur Hjaltason setti saman þetta rit sitt standa skoðanir hans í megindráttum óhaggaðar hvað varðar mannlega þáttinn. Heimilin gegna smærra hlutverki nú, miklu smærra. Þar og hvergi annars staðar verða börn- in þó enn að leita skjóls og örygg- is. Sé það ekki þar að finna er þess vart að leita á öðrum stöðum. Til skemmtiefnis getur þetta rit varla talist. Við lestur þess skilst þó betur hversu Guðmundur töfraði fólk með mælsku sinni. Reyndar voru predikanir þá í hávegum hafð- ar. Og Guðmundur var mikill pre- dikari. Hann talaði vafningalaust og hagaði máli sínu svo að hver maður hlaut að skilja. Stofnanamál- ið hafði ekki enn verið fundið upp. Ekki heldur sú aðferð að fela blend- in markmið undir háfleygu kjaft- æði. Guðmundur Hjaltason var eng- inn spakvitringur heldur hugsjóna- maður og alþýðufræðari. Og sem slíkur stóð hann svo sannarlega fyrir sínu. Það var ekki draumur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Stefán Hörður Grímson: YFIR HEIÐAN MORGUN. Ljóð ’87-’89. Mál og menning 1989. Sú vandmeðfarna list skáldsins að vega salt milli hins ljóð- ræna/mystíska og eins konar krufningar á manninum og hegðun hans kemur æ betur í ljós í bókum Stefáns Harðar Grímssonar. Þétta var áberandi í Tengslum (1987) og ekki síður í nýju bókinni, Yfir heið- an morgun. Mörg ljóða Stefáns Harðar fjalla um ástina, nálægð og fjarlægð elsk- enda. En óttinn um framtíð manns- ins á jörðinni setur líka svip á þau. Á því er hætta að maðurinn spilli umhverfi sínu og þar með sjálfum sér. Hrokinn er enn sem fyrr váleg- ur gestur í mannheimum. Tónar frá ánni, fyrsti hluti bókar- innar, hefjast á afar fíngerðu ljóði, Var, sem líkist kínverskri silki- mynd: Kylja leikur um síki. Flórgoði mjakar húsbáti milium brothættra stöngla og festir við trausta stör langt inn í skjóli bylgjandi systra og hverfur. Hverfur. Það eru fleiri slíkir tónar í Yfir heiðan morgun. En aðrir eru að- gangsharðari, t.d. í Á tímum vor bjölludýra þar sem komist er svo að orði: „Vísast að hið sanna/ reyn- ist hvergi satt“ og „Njótum þess morgunglöð/ að villast rétta Ieið!“. Samleikur greinir líka frá því að sannleikur sé landamæralaus eins og lygi, hún sé sennilegri „en bæði hafa geðfelldan tón“. Stefán Hörður beitir mótsögnum og andstæðum töluvert í Yfir heiðan morgun. Þetta kemur vel fram í Holbakka, lokaljóði þriðja hluta bókarinnar, Hvítum teningum: Vér erum menn á ferð Skelfdur fiskur leynist undir holbakka Flýjum ótta hans Flýjum! Dauði vor er skelfdur Þetta litla ljóð sem er stórt í margræðni sinni leiðir hugann að öðru skyldu ljóði. Það er Mögn þar sem maðurinn kallást „dýr þótt- ans“. I ljóðinu sem ekki er heldur langt, aðeins sjö línur, koma fyrir sterk orð eins og fyrrnefndur þótti, hatur, flótti, vopn og ótti. En orðin bera ekki ljóðið ofurliði heldur eiga heima í því. Aftur á móti gæti ljóðið Verð- miði þótt of nakið og opinskátt, en heilög reiði þess (réttlætiskennd ætti líka vel við) fer hugsanlega fyrir bijóstið á einhveijum, kannski vissum heldri dömum. En þá felst svarið við því í ljóðinu sjálfu: „Urtu- sorg/ fær ekkert brim/ þvegið af flæðiskeri." Verðmiði sem áður hef- ur birst í tímaritinu Ljóðormi og Ljóðaárbók 1988 er tímabær áminn- ing í listrænum búningi. Stundum getur virst að Stefán Hörður sé enn að þróa hinn hvass- yrta stíl sinn í þágu mennsku og fagurs umhverfis og honum sé í raun of mikið niðri fyrir. Slíkar raddir hljóta að heyrast, en þegar betur er að gáð er hvergi slakað á í listrænu tilliti, kröfur ljóðsins aldr- ei gerðar léttvægar. Ástin er hinn rauði þráður Yfir heiðan morgun, stef tileinkuð henni síendurtekin og sum rifjuð upp úr fyrri bókum. Eins og við þekkjum úr ljóðum Stefáns Harðar er gásk- inn aldrei langt undan þótt alvaran sé mikil. í Dansi er til dæmis spurt: „Þekkirðu nokkra/ er þér ann?“ Svarið er nei, en samt er lífið skáld- inu lindarvatn „í lófanum á henni“. Sumar enn hefst á þessum dæmi- gerðu línum fyrir þann anda sem ríkir í Yfir heiðan morgun: Nornir hafa snúið mér ljúfan þráð. En hvort ég ann þér í reynd veit enginn nema dauði sem heldur því leyndu og leyfir af góðvild að við látum blekkjast enn um sinn. Þrátt fyrir ýmsar efasemdir get- ur nornamátturinn sameinað tvö hverflynd börn og gert þau að sama skugga eins og til að sanna að enn Stefán Hörður Grímsson sé sumar þrátt fyrir vissu um kom- andi haust og tæmd stundaglös. „Og Qarlægð þín sefur/ í faðmi mínum/ í fyrsta sinn“ orti Steinn Steinarr í Tímanum og vatninu og lét hug sinn fljúga um hið veglausa haf til hennar. 1 Morgunljóði II yrk- ir Stefán Hörður: „Þegar morgnar/ koma geislar/ Og þú ert hér — /það var ekki draumur!“ Ástin í ljóðum Stefáns Harðar er í senn fjarlæg og nálæg eins og fyrr segir, en þó einkum nálæg. Það er mikið líf í^Yfir Heiðan morgun. Bókin er þrungin lífsgleði og í anda hennar er snúist til varn- ar gegn hinum margvíslegu íjötr- um, ekki síst morðæði manns- ins/dýrsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.