Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1989 . . í ' I 'I ?II<)T>.( i . [ ’ 1 ; i \ ' t r .< i ■ Vmsældir Margaret Thatcher aldrei minni: Verð áfram bæði ljúf manneskja - sagði breski forsætisráðherrann í sjónvarpsviðtali St. Andrews. Frá Guðnúindi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í sjón- varpsviðtali á sunnudag hafa gert allt til að fá Nigel Lawson, fyrr- um fjármálaráðherra, ofan af því að segja af sér og vísaði á bug allri gagnrýni á sljórnarhætti sína. Skoðanakannanir sýna að af- sögn Lawsons heíur veikt mjög stöðu breska forsætisráðherrans. Allar gefa kannanirnar til kynna að Thatcher hafi aldrei verið jafn óvinsæl sem nú og í könnun sem birtist í gær í breska dag- blaðinu The Independent kemur fram að enginn breskur forsætis- ráðherra hefur notið minna fylgis í þau 50 ár sem leitað hefur verið eftir afstöðu kjósenda á Bretlandi. og sanngjöm Skoðanakannanir, sem birtust í mörgum blöðum um helgina, sýna að Verkamannaflokkurinn hefur í sjónmáli. Thyssen-safnið er talið næst- verðmætasta málverkasafn í eigu einstaklings á eftir safni Elísa- betar Bretadrottningar. í því eru 1.500 málverk, þar á meðal verk eftir Tizian, Tintoretto, Rubens, E1 Greco, Goya, Van Gogh, Mo- net, Cezanné; Degas, Kandinsky, Braque og Picasso. Eigandi safnsins er svissnesk- ur barón, Hans Heinrich Thyss- en-Bornemisza, og ákvað hann fyrir ári að bjóða helming ver- kanna til leigu til að auðveldara yrði fyrir almenning að skoða þau. Uppi varð fótur um fit í lista- heiminum þegar fréttist af ákvörðun hans. Bandarískar og vestur-þýskar borgir kepptust um að fá verkin að láni og Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sendi baróninum bréf með eigin hendi þar sem hún bauðst til þess að reisa byggingu fyrir verkin í Lundúnum eða Birmingham. Svissnesk stjórn- völd buðust einnig til að greiða honum sem nemur 1,5 milljörð- um ísl. kr. til að hann gæti byggt við sveitasetur sitt og aukið rý- mið fyrir safnið. að jafnaði 7% meira fylgi en Ihaldsflokkurinn. í einni könnun, sem birtist í BBC-sjónvarpinu á Baróninn hafnaði öllum þess- um tilboðum þegar yfirvöld í Madrid buðust til þess að sýna málverkin í Villahermosa-höll, sem var keypt til að auka rými Prado-safnsins. Spánveijar fengu málverkin að láni í tíu ár gegn greiðslu sem nemur 305 milljónum ísl. kr. á ári. Málverk- in verða afhent fyrir árið 1991 og eru þau alls 787. í Prado er fyrir stærsta safn verka eftir spænska meistara, alls 8.500 málverk. Safnið getur þó aðeins sýnt 12% verkanna vegna skorts á rými. Villaher- mosa var keypt til að hægt yrði að efna til sérstakra sýninga. „Núna höfum við misst höllina og við erum að leita að annarri byggingu en ég óttast að sú leit taki langan tíma,“ sagði Alfonso Perez, forstöðumaður Prado. „Skorturinn á rými veldur okkur miklum vandræðum." Spænskir embættismenn eru nú í slæmri aðstöðu og reyna að sefa forstöðumenn Prado án þess að móðga baróninn. Þeir vonast til þess að Spánverjar fái Thyss- en-málverkin að lokum til eignar. sunnudagskvöld , hafði Verka- mannaflokkurinn 13% forskot. Kjósendur hafa aldrei verið jafn óánægðir með Thatcher á öllum valdaferli hennar. Samkvæmt könnun sem The Mail on Sunday birti telja 54% prósent kjósenda að hún eigi að segja af sér. í könnun, sem The Indenpend- ent birti í gær, kemur fram að einungis 24% kjósenda eru ánægð með frammistöðu Thatcher en 62% óánægð. Hefur enginn forsætis- ráðherra á Bretlandi notið minna trausts í þau 50 ár sem kannanir sem þessi hafa verið gerðar. í könnun sem gerð var á vegum Gallup-fyrirtækisins árið 1981 kváðust aðeins 25% aðspurðra vera sátt við frammistöðu hennar. Líflegt viðtal Margaret Thatcher sagði í sjón- varpsviðtali um helgina, að hún hefði gert allt til að Nigel Lawson hætti við afsögnina á fimmtudag i síðustu viku en honum hefði ekki verið haggað. Kvaðst hún ekki vita hvort Lawson hefði setið áfram ef hún hefði vikið efna- hagsráðgjafa sínum, Sir Alan Walters, frá en þá greindi á um aðild Breta að evrópska myntkerf- inu. Thatcher lagði áherslu á að Bretar tækju ekki þátt í evrópska myntkerfinu fyrr en önnur Evr- ópuríki hefðu tekið upp sama fijálsræði í peningamálum og þeir og verðbólgan í Bretlandi væri komin niður á sama stig og ann- ars staðar. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, í sjónvarpsvið- tali á sunnudag. Sjónvarpsviðtalið þótti sérlega líflegt og greinilegt var að Thatc- her var ákveðin í að láta ekki slá sig út af laginu. Hún sakaði spyij- andann um að hafa móðgað bresku ríkisstjórnina er hann gaf í skyn að hún gæti aðeins starfað með mönnum sem væru viljalaus hand- bendi hennar. Hún visaði því al- gjörlega á bug að ósveigjanleiki einkenndi stjórnarhætti hennar og boðaði að engin breyting yrði gerð á þeim: „Eg verð áfram sama ljúfa og sanngjarna manneskjan." Agreiningur um evrópska mynt- kerfið heldur áfram að valda spennu innan rikisstjórnarinnar. Sir Geoffrey Howe aðstoðarfor- sætisráðherra lýsti því yfir, að stjórnin myndi standa við ákvörð- unina frá þvi fyrr á árinu um að taka þátt i myntkerfinu og vitað er, að Douglas Hurd utanríkisráð- herra er því mjög fylgjandi. .Gengi pundsins hefur haldist nokkuð stöðugt þrátt fyrir þessi átök í stjórninni og verð á hluta- bréfum einnig. Stórt málverkasafii veldur Spánverj- um vandræðum Madrid. Reuter. THYSSEN-málverkasafnið, næststærsta salh einstaklings í heim- inum, hefur komið spænskum stjórnvöldum í bobba. Þau ákváðu nýlega að taka helming verka saftisins á Ieigu í tíu ár gegn hárri greiðslu og fólu Prado-Iistasafiiinu að varðveita þau. Prado-safhið á hins vegar í stökustu vandræðum með að fínna rými fyrir eigin verk og engin lausn á þessu vandamáli virðist Er Svíþjóð griðastaður illvirkja? „Svíþjóð má ekki verða paradís og öruggt athvarf fyrir verstu þorpara heimsins, hryðjuverka- menn og morðingja," segir í grein eftir P.O. Hallquist, yfirmann þeirrar deildar Iljálparstofuunar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA) er annast Palestínuflóttamenn. Hallquist gagnrýnir í Svenska Dagbladet sænsk stjórnvöld fyrir stefnu þeirra í málefnum innflytj- enda. Hann telur að Svíar eigi að heimila fleiri flóttamönnum að flytj- ast til landsins en þeir verði hins vegar að athuga betur feril þeirra. Að hans áliti hafa 0,25% þeirra 50.000 manna, sem flytjast til lands- ins á ári hveiju, gerst sekir um alvar- lega glæpi, svo sem hryðjuverk og morð. Því sé Svíum mjög íþyngt með komu 125 slíkra manna til landsins á ári. Caddy 130 fylgir þér hvert sem er Caddy 130 er einfasa, jafnstraums-rafsuðutæki fyrir pinnasuðu og tig-suðu. Það tekur basískan vír frá 1,60-3,25 mm. Caddy 130 vegur aðeins 8 kg og er því sérlega meðfærilegt! Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. pinnasuða tig-suða = HEÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 ALLUR FYLGIBÚNAÐUR TIL SUÐU 27 Heildarupphæð vinninga 28.10. var 4.750.573. 3 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 729.071. Bónusvinninginn fengu 2 og fær hver kr. 189.884. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.444 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 530. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI b-ÞDRGRÍMSSON&CI) ÁRMÚLA29. SlMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.