Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 52
 MORÖUNBLAÐIÐ PHIÐ3UDAGUR 33. XíKTÓBER 19R9 Með morgunkaffinu Þú veiddir hann. Þú Hann hefði fyrst átt að læra étur hann ...! að nota fæturna .;. HÖGNI HREKKVÍSI Nagladekk ekki nauðsynleg Til Velvakanda. Nokkur umræða hefur skapast um nagladekkin nú í vetrarbyrjun. Staðreyndin er sú að nagladekk fara mjög illa með malbikið, það geta allir verið sammála um. Ég er ekki viss um að nagládekk ein sér skapi aukið öryggi eins og sum- ir halda fram. Það er staðreynd að það er mest undir ökumanninum og aksturslagi hans komið hvort óhapp verður eða ekki. Nýlega var pistill í Velvakanda þar sem bent var á að þeir sem ekki treystu sér. til að aka öðruvísi en á nagladekkj- um að vetrinum ættu að borga ákveðið gjald. Þetta er góð hug- mynd, því auðvitað er ekki hægt að banna nagladekkin alveg. Ég er ekki á móti hraðahindrun- um en ég tel að þær hafi verið sett- ar upp alltof víða. Eins er það stað- reynd að margar þeirra eru ekki rétt gerðar og hafa sumar valdið tjóni á bifreiðum. Hraðahindranir þurfa alls ekki að vera mjög brattar til að gegna sínu hlutverki. Ökumaður Oskemmtileg reynsla Til Velvakanda. Mig langar til þess að segja frá reynslu minni sem mér fannst svo óskemmtileg að ég hefði ekki trúað því hvað Islendingar eru orðnir kaldir hveijir fyrir öðrum nema að sannreyna það sjálf. Ég bjó í Dan- mörku í þijú ár og á Jpeim tíma hrósaði ég því hvað Islendingar væru hjálpsöm þjóð, en annað væri að segja um Dani sem borga hver öðrum fyrir smá vinargreiða, eins og að ýta bíl í hálku. Er þetta orð- ið svona hérna? Ég er þrítug kona og var að koma af fundi rétt eftir miðnætti. Þá varð ég bensínlaus (bensín- mælirinn er bilaður, svo að ég var með bensínbrúsa með mér í bíln- um), en mér tókst ekki að opna bensínlokið á bílnum og reyndi að fá aðstoð við það. Ég fór út á miðja götuna og rétti út höndina til að biðja fólk að stoppa en það sveigðu allir framhjá mér, ég stóð þarna í rúman hálftíma. (Það fór ekkert á milíi mála að ég var að biðja um aðstoð, en ekki að biðja um far sem puttalingur.) Að lokum stoppaði leigubílstjóri því að farþegi í bílnum bað hann um það og tókst þeim að aðstoða mig en gjaldmælir- inn gekk á meðan. Mér varð hugsað til þess að ef ég hefði verið með veikt barn (ég er fjögurra barna móðir), í bílnum og þyrfti á lækni eða sjúkrabíl að halda, það var eng- inn sími þarna nálægt, enda eru allir almenningssímar eyðilagðir um leið. Ég var orðin svo örvæntingarfull að loksins þegar leigubílstjórinn stoppaði, þá var ég farin að gráta. Á heimleiðinni óskaði ég þess inni- lega að fólkið sem keyrði framhjá mér ætti eftir að lenda í sömu að- stöðu, þá mun þetta sama fólk hugsa sig kannski tvisvar um áður en það keyrir framhjá fólki í neyð. Ég tók eftir því að í þremur bílum sem óku framhjá mér var kvenfólk við stýrið. Það getur vel verið að þær hafi hugsað að þær kynnu hvort eð er ekki að gera við bíla. En hefði ekki verið hægt að eyða einni til tveimur mínútum og skrúfa niður rúðuna -og athuga hvað vaéri að? Eins og ég minntist á áðan þá var enginn nærliggjandi sími, svo að ég hefði þegið það ef einhver hefði hringt í manninn minn og látið hann vita svo að hann hefði getað sótt mig. Því að fyrir utan að standa þarna í rúman hálftíma, þá hef ég þjáðst af myrkfælni frá því að ég var níu ára, því að þá var gerð tilraun til að nauðga mér. En ég ætla ekki að fara að rekja ævisögu mína hérna, heldur aðeins að minna fólk á það, að kurteisi kostar ekkert. Sigrún Víkverji skrifar Nú orðið er töluvert fjallað um fjölmiðlana sjálfa í íjölmiðlum og er það lofsvert enda veitir þeim ekki síður af aðhaldi en öðrum eins og dæmin sanna. Þessar umræður sýna hins vegar oft, að hver kynslóð á erfitt með að sjá út fyrir það tíma- bil, sem hún sjálf þekkir og telur gjaman, að upphafið sé þar sem hún sjálf kemur til sögunnar! Hér í Morgunblaðinu hefur verið fjallað um ijölmiðla, bæði í daglegum dálkum Ólafs M. Jóhannessonar og á sérstakri fjölmiðlasíðu á sunnudög- um, þar sem Ásgeir Friðgeirsson, Guðrún Birgisdóttir o.fl. fyalla um fjölmiðla frá ýmsum sjónarhornum. Grein Ásgeirs Friðgeirssonar hér í blaðinu í fyrradag varð Víkvetja nokkurt umhugsunarefni um bilið á milli kynslóða og ýmislegt fleira.' XXX A Igrein sinm á sunnudag segir Ásgeir:“Fjölmiðlar á Vesturlönd- um og jafnvel víðar hafa á síðustu tveimur áratugum eða svo sífellt orð- ið óháðari stjórnmálaflokkum, hags- munahópum og valdastofnun- um...Hér á landi hefur þessi þróun að miklu leyti verið borin uppi af ljós- vakamiðlum samhliða ört vaxandi fjölmiðlasamkeppni." Við þetta er ýmislegt að athuga. Ef ungir fjö 1 mið 1 afræðingar tækju sér fyrir hendur að rannsaka upphaf fjölmiðlabyltingarinnar á íslandi, þ.e.a.s. upphaf þess, að fjölmiðlar fóru að losa sig undan tengslum við stjómmálaflokka, mundu þeir fljótt komast að raun um, að hún hófst á Morgunblaðinu fyrir rúmlega þremur áratugum þegar samstarfsmenn og lærisveinar Valtýs Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar hófu þá blaðamennsku til vegs og virðingar, sem nýr tími og breyttar þjóðfélags- legar aðstæður kröfðust. Óhætt er að fullyrða, að sú þróun, sem hafði staðið yfir á Morgunblað- inu í nær áratug áður en ríkissjón- varpið kom til sögunnar, gerði frétta- stofu þess auðveldar en ella að reka opnari fréttamennsku, en tíðkazt hafði á fréttastofu' Ríkisútvarpsins fram að þeim tíma. Um svipað leyti og ríkissjónvarpið kom til sögunnar létu nýir stjórnendur Vísis til sín taka í þessum efnum. Nokkrum árum seinna tók Þorsteinn Pálsson, núver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins við Vísi og herti enn á þeirri'þróun að ijúfa tengslin milli Vísis og Sjálf- stæðisflokksins. Fram að þeim tíma hafði ritstjóri Vísis átt rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðis- rnanna. xxx Ljósvakamiðlarnir svonefndu, sem Ásgeir Friðgeirsson talar um hafa í raun ekki gert annað en halda áfram á þeini braut, sem rudd var af Morgunblaðinu í-upphafi. Ef fjall- að er um þjóðfélagsleg áhrif þessarar breytingar þarf varla nokkur að ef- ast um, að sú breyting, sem orðið hefur á Morgunblaðinu í þessum efn- um á þremur áratugum, hefur, ásamt tilkomu ríkissjónvarpsins, haft djúp- stæðari áhrif en nokkuð annað. Þessi breyting heldur áfram. Fjölmiðlar breytast með þjóðfélaginu ekki síður en þeir breyta því. Það er ' nauðsyn- legt, að það unga fólk, sem um þessi mál íjallar nú leitist við að fá yfirsýn yfir þessa þróun á löngum tíma. Eitt er að horfa af Heklutindi en annað að góna af hveredagslegii hundaþúfu og lýsa umhverfí sínu. xxx Annað atriði í gi-ein Ásgeirs Frið- geirssonar, sem varð Víkveija umhugsunarefni voru þessi orð höf- undur :“I krafti stærðar og afls hef- ur Morgunblaðið öðlast meira sjálf- stæði en önnur svokölluð flokks- blöð....Þrátt fyrir sjálfstæðið ber svol- ítið á, að blaðið þegir yfir ýmsu, sem pólitískir andstaeðingar gera mikið úr.“ Hvað felst í þessum orðum? Að Morgunblaðið sé flokksblað? Ekki er formaður Sjálfstæðisflokksins þeirrar skoðunar, svo að minnt sé á orð hans í sjónvarpi fyrir nokkru, þegar hann sagði, að Morgunblaðinu kæmi Sjálf- stæðisflokkurinn ekki við. Um hvað hefur Morgunblaðið þagað? Það væri fróðlegt að sjá dæmi um það! Hitt er svo annað mál, að mat Morgun- blaðsins á fréttum getur verið annað en annarra fjölmiðla en væntanlega gerir enginn þá kröfu til Morgun- blaðsins, að fréttamat annarra fjöl- miðla ráði skrifum þess?! V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.