Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Undanfama daga hef ég fjallað um frumþættina, eld, jörð, loft og vatn. í dag er það umfjöllun um veikleika þeirra sem er á dagskrá eða það hvað getur gerst þegar of lítið eða of mikið er af t.d. eldi í stjörnukorti. Frumþœttirnir Til upprifjunar má geta þess að Hrútur, Ljón og Bogmað- ur eru eldur, Naut, Meyja og Steingeit jörð, Tvíburi, Vog og Vatnsberi loft og Krabbi, Sporðdreki og Fiskur vatn. Þegar talað er um að of lítið sé af eldi í korti er átt við að engin persónuleg pláneta, rísandi eða miðhiminn sé í Hrút, Ljóni eða Bogmanni. Sagt er að of mikið sé af ákveðnum þætti þegar meiri- hluti pláneta er í einum og sama frumþætti. Sterkur eldur Þegar of mikið er af Hrút, Ljóni og Bogmanni í einu og sama kortinu er hætta á að viðkomandi verði óbilgjam og eigingjam. Ég-hyggja getur orðið of sterk og útfrá því ábyrgðarleysi. Þetta er sérstaklega áberandi í kort- um karlmanna. Önnur hætta er sú að viðkomandi verði of ákafur og fljótfær og eigi til að fljúga of hátt og tapa jarð- sambandinu. Hugsjónir sem em úr tengslum við raun- veruleikann má t.d. rekja til eldsins. Bruni Önnur hætta er sú að við- komandi brennur upp, eða lifir of hátt og gleymir t.d. að borða og sofa í ákafa sínum, eða fer á annan hátt illa með líkama sinn. Að lok- um má geta þess að eldurinn gétur verið niðurrífandi og eyðileggjandi, skapar fólk sem vill breyta breytinganna vegna og eirir engu fyrr en það hefur rutt öllum hindrun- um úr vegi. Eldsmerkjunum fylgir oft óróleiki og óhemju- gangur. Skortur á eldi Skortur á eldi, lýsir sér yfir- leitt í deyfð, áhugaleysi og lífsleiða. Það er fátt sem tendrar hjarta viðkomandi. Fólk sem hefur lítinn eld er oftast nær rólegt í fasi og framkomu, stundum yfirveg- að en er oft hreinlega leiðin- legt. Skortur á hugsjónum og ákafa er einkennandi. Þetta fólk fær sjaldan brenn- andi áhuga á mönnum og málefnum. Orð þess og æði kveikir því sjaldan í með- bræðrum sínum eða lýsir veginn, svo notuð séu nokkur orð sem geymast í tungunni og lýsa eldinum. Sterk jörð Þeir sem hafa of mikið af jörðinni, Naut, Meyju og Steingeit, á kostnað annarra þátta, eiga til að vera of jarð- bundnir. Þetta er fólk sem trúir ekki á annað en það sem það sér og getur snert á. Þröngsýni er því einn af stærri veikleikum jarðarinn- ar. Sjón jarðarinnar er oft takmörkuð við skynfærin og hinn áþreifanlega heim. Hið andlega og listræna verður útundan og er dæmt óþarft, en mikill tími fer í vinnu og aðsöfnun dauðra hluta og það að gæla við vömbina. Jarðar- persónuleikinn er því oft á tíðum takmarkaður. Skortur á jörð Skortur á jörð lýsir sér yfir- leitt í óhagsýni eða erfiðleik- um með að koma hugmynd- um og áformum niður á jörð- ina og framkvæma og sjá eftir sig árangur. Veraldlegt raunsæi getur verið of skom- um skammti og illa getur gengið að finna fótfestu í til- verunni. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR ÉG SAGÐ! UNG£RJU STAgJZ ££/C- ER.T UM þ>/iE> SiPAST/iÐþú l'ÆIHþ EKX.I L/es. ÉG VILDI EAUC/ GEEA L-'lTIÐ ÞA& se AABKGURJNN Al'ALS/NS, AAA/yWA, ET BHTNDA KEAAST AÐ þUÍAÐ LEFTV Eþ BÆ£>/ 'OL/ES OG ÓSKE/FANP/, þX A1UN HON . ALÞB.EI G/SKA ‘A þAÐ AÐ HANNSEA EF TIL- l/ILL HET és D/EMT AHENCJCEN OTHAR.T ÞAÐ ER. EÞFITTAD lAtA SÉEEkJa 6BÐXAST AÐ /yioNNUM S&fl EEU ALÚB; Já, kennari, svarið liggur í augum uppi. I CAN'T take apvantage OF YOU 6Y 6IVIN6 AN AN5WEKTHAT 15 50 0BVI0U5.... I HAVE T00 MUCH INTEGKITY... Ég get ekki hlunnfarið þig með því að koma með svar sem er svona augljóst... ég hef of mikla sjálfs- stjórn... SMÁFÓLK Lastu ekki rétt einu sinni, eða hvað? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svíning er neyðarúrræði þeg- ar aðrar leiðir eru ekki færar. Þetta vita reyndir spilarar og reyna því að skapa sér önnur færi. Austur gefur; NS á hættu. Vestur Norður ♦ Á964 ¥ DIO ♦ KG8 ♦ 7532 ♦ D83 ¥ G652 ♦ 7 ♦ ÁK1094 Suður Austur ♦ 1052 ¥ ÁK9874 ♦ 3 ♦ DG6 ♦ KG7 ¥3 ♦ ÁD1096542 ♦ 8 Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta 4 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Útspil: laufás. NS hafa augljóslega unnið sigur í sögnum. Vinningshorfur í 5 tíglum eru ágætar, og 4 hjörtu eru óhnekkjandi í AV. Vestur spilar laufkóng í öðr- um slag og nú þarf suður að huga að fleiri vinningsmöguleik- um en svíningu í sj)aða. Þegar vestur hefur sýnt ÁK í laufi er nokkuð ljóst að austur á sömu spil í hjarta. Tvöföld kastþröng gæti því verið inni í myndinni. Til að eyðileggja ekki hjartahót- unina er best að henda hjarta í laufkónginn. Vestur skiptir væntanlega yfir í hjarta, tía, kóngur og trompað. Síðan er ein innkoma á tígul notuð til að trompa lauf, til að einskorða valdið á þeim lit við vestur. Og þá eru skilyrðin rétt fyrir þvingunina. Trompun- um er spilað til enda og í lokin verða báðir mótheijarnir að kasta spaða til að standa vörð um hæstu spilin í laufi og hjarta, Og þá er óhætt að taka ÁK í spaða — drottningin hlýtur að koma, hvoru megin hryggjar sem hún liggur. Umsjón Margeir Pétursson Þeir sem tefla bréfskák njóta þess munaðar að geta flett upp í fræðibókum og tímaritum um leið og þeir tefla skákina. I undanrás- um yfirstandandi heimsbikar- keppni í bréfskák höfðu Gunnar Hannesson, Reykjavík, og Sovét- maðurinn I.V. Áleksejev fylgt 46. einvígisskák Kasparovs og Karpovs 1984/85 26 fyrstu leik- ina, en þá fannst Gunnari nóg komið, en hann hafði hvítt og átti leik. 27. Bxh6! (Kasparov lék 27. Bd5, en eftir 27. — Bxd5, 28. exd5 — Re7, tókst Karpov að bjarga sér í jafntefli) 27. — gxh6, 28. Hxd6 - Db7 (Hvitur vinnur eftir 28. - Bxd6, 29. Rxh6+ - Kh8, 30. Rxf7+ og 31. Rxd6) 29. IU5 — Bxe4, 30. Dg3 ( Hótar máti í öðrum leik) 30. — Kh8,31. Rgxh6 - Bxh6, 32. Rxh6 — Bg6, 33. Bxe6 — De7, 34. Dxe5+ og svart- ur gafst upp. Sovézkir skákfræð- ingar stungu upp á 27. Bxh6! fljót- lega eftir einvígið, en það breytir því ekki að þetta var mjög lagleg úrvinnsla hjá Gunnari, sem er reyndar ritstjóri Bréfskáktíðinda. Þar fást hvers konar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að tefla bréfskák. (Heimilisfang: Grettis- gata 42, 101 Reykjavík.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.