Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 48
M'ÓRGL’NkLAÐÍÐ ÞlílDÍÚMGUR ‘ál'.1OKTÓRER 'l’ðg'Ó félk í fréttum JARÐHITI Skólaslit í jarðhitaskóla Ellefta starfsári Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna lauk í Reykjavík fyrir fáum dögum og útskrifuðust við það tækifæri átta styrkþegar eftir að hafa lagt að baki strembið sex mánaða nám í jarðhitafræðum. Fólkið var héðan og þaðan, frá Djibouti, Alsír, Costa Rica, Indónesíu, Júgóslavíu, Kina og Mexíkó. Nöfn nemenda að þessu sinni eru: Ali Elmi Kahireh frá Djibo- uti, Malika Rachedi frá Alsír, Miijana Georgieva frá Júgóslavíu, Mohameð Abouriche frá Alsír, Oscar Mora Protti frá Costa Rica, Pablo Reyes Vermot frá Mexíkó, ■'Tanda Tampubolon frá Indónesíu og Wang Li frá Kína. Þar með hafa alls 82 styrkþegar lokið sex mánaða námi síðan að skólin tók til starfa árið 1979, en all margir hafa einnig dvalið hér í skemmri tíma 'a vegum skólans. Styrkþegar ásamt aðstandendum skólans. Bruce og Patti. Fyrrum eiginkonan Julianne. HUGHVARF Bruce vill snúa aftur heim Fregnir herma að rokkarinn Bruce Springsteen sé niður- brotinn maður þessa dagana, hann hafi slitið samvistum við ástkonu sína og barnsmóður, Patti Scialfa, og óskLeinskis heitar en að fyrri kona sín, Julianne Phillips, taki aft- ur við sér. Nánir vinir þeirra fyrrum hjóna telja hins vegar að hverfandi líkur séu á því, svo illa hafi Bruce komið fram við hana meðan á ævin- týrinu með Patti stóð. Bruce og Julianne gengu í hjóna- band árið 1985, Julianne varð ófrísk og yfirgaf giæstan feril sem fyrir- sæta til þess að helga sig hjóna- bandinu og barni þeirra hjóna. En Bruce hafði ekki hlaupið af sér hornin þrátt fyrir stór orð um ást og umhyggju í garð Julianne. Rokk- arinn fór að halda við unga snót, áðurnefnda Patti Sciaifa, og varð samband þeirra svo náið að Bruce og Julianne skildu, Patti söng á tónleikum með Bruce og síðast en ekki síst varð hún einnig ólétt og er það barn nú nokkurra mánaða gamalt. En nú er draumurinn úti og haft er eftir Bruce að hann sé dapur nú um stundir og sjái eftir öllu saman. Hann elski í raun Julianne og hafi alltaf gert, segir hann. Fregnir herma að Julianne taki þunglega í hugmyndir fyrrum bónda síns um nýja sambúð. VIÐSKI PTAFRÆÐI NGAR FJÁRMÁLAFÓLK SÉRSTÆÐ SAKAMÁL Eng’in miskimn hjá „Stranga Bob“ Ldttu dæmið ganga upp með HEWLETT-PACKARD Viðskiptardðgjafa II HP viðskiptaráðgiafinn Business Consulant II er einstök tölva sem hægt er að nýta á ótal vegu. Hann hefur innbyggð töl- fræðiforrit, fjármálaforrit og viðskiptaforrit ásamt dagbók. Einnig er hægt að nota eigin formúlur sem geymasf í minni tölvunnar (6,5 Kb). Hægt er að fá lítinn þráðlausan prentara sem tengist við tölvuna. HP Viðskiptaráðgjafi II er kærkomið hjálpartæki fyrir athafna- fólk í fjármálaheiminum. Verð kr. 16.900,- J 'r Lir’n ■■-1 L ■■■*■" i i i l 1 ITT1 17 TÖLVUVERSLUN REYKJAVÍKUR Laugavegi 8, sími.f 7812 Starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar leiða sjónvarpsprédikar- ann Jim Bakker út úr dómshúsinu í Charlotte í Norður-Karólínu er dómur hafði verið kveðinn upp í máli hans. Bandaríski sjónvarpsprédikar- inn Jim Bakker, sem dæmdur var í 45 ára fangelsi fyrir svik, fjár- drátt og pretti, sýndi engin merki iðrunar er hann var leiddur út úr dómshúsinu í Charlotte í Norður- Karólínu á þriðjudag. Bakker brosti sínu breiðasta til fjölmargra aðdá- enda sinna sem safnast höfðu sam- an við dómshúsið áður en hann settist handjárnaður upp í bifreiðina sem flutti hann í ríkisfangelsið. „Ég hefi syndgað, mér hafa orð- ið á mistök en ég hefi aldregi ætlað mér að hafa fé af meðbræðrum mínum,“ sagði „fallni sjónvarpseng- illinn" eins og hann er stundum nefndur vestra en dómarinn sýndi enga miskunn. Sannað þótti að Bakker hefði safnað 158 milljónum Bandaríkjadala með því að beita blekkingum er hann rak „sjón- varpstrúboðshlutafélag" sitt „Lofið Drottin“ en þegar Bakker var á hátindi ferils síns barst boðskapur hans og tárvot ásjóna beint og milli- iiðalaust inn á 13 míTfjónir heimila í Bandaríkjunum. Þá þótti einnig öldungis fullsannað að hluti þeirra upphæða sem Bakker safnaði með aðstoð hinnar glysgjörnu eiginkonu sinnar, Tammy Faye, hefði runnið í vasa þeirra hjóna en þau höfðu safnað umtalsverðum veraldlegum auð áður en kom að skuldadögun- um. Tammy Faye var ekki viðstödd er dómurinn var kveðinn upp en fjendur þeirra hjóna í Bandaríkjun- um nefna hana gjarnan „Elizabeth Arden ljósvakans" sökum óhóflegr- ar notkunar hennar á snyrtivarningi ýmsum. Dómurinn hljóðaði upp á 45 ára fangelsi en til greina kemur að sleppa Bakker til reynslu eftir tíu ar. Bakker boðaði að hann hygðist áfrýja dómnum en dómarinn, Ro- bert Potter, oftast nefndur „Strangi Bob“ sökúm þeirrar takmörkuðu samúðar sem hann þykir sýna raun- veruiegum og verðandi sakamönn- um neitaði að sleppa prédikaranum lausum gegn tryggingu. Hyggst lögfræðingur Bakkers, Harold Bender, einnig áfrýja þeim úr- skurði. Ákærendur í málinu hvöttu ákaft til þess að Bakker fengi iang- an fangelsisdóm og sögðu ástæðu til að ætla að hann myndi taka upp fyrri iðju fengi hann tækifæri til þess. Alltjent hefði ekki borið á því að hann iðraðist gjörða sinna. Dóm- arinn tók rök ákæruvaldsins til greina „Við sem éigum okkur raun- verulega trú erum búin að fá okkur fullsödd af blekkingum hempu- klæddra peningaplokkara,“ sagði „Strangi Bob“ áður en hann lét hamarinn falla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.