Morgunblaðið - 31.10.1989, Page 40

Morgunblaðið - 31.10.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 4 Með SAS-frakt kostar 8 kg pakki til Kairó aðeins 3.260 kr. Og hann er einungis 2 daga á leiðinni. Þú afhendir pakkann hjá Flugfax, Suðurlandsbraut 16. Pakkinn fer með SAS vél kl. 9:50 á sunnudagsmorgni og kl. 22:10 að staðartíma á mánudegi er hann kominn til Kairó. Lambakótilettur í matinn Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Lambakótilettur í matinn Það verður ekki af íslensku lambakjöti skafið að hægt er að gera úr því stórgóðan mat. Þá er að sjálfsögðu hátt verð og of mikil fita látin liggja á milli hluta. Þegar útigrilli er komið til vetrar- setu inn í bílskúr, eða geymslu, og menn fara að huga að matreiðslu innan dyra, er óhætt að segja að lambakótilettur standa vel fyrir sínu. Þær er hægt að matreiða á óteljandi vegu, éins og allir vita, og gaman að reyna eitthvað nýtt í þeim málum. Það er eins og meira verði úr kótilettunum ef þær eru brúnaðar á pönnu og síðan settar með einhveiju góðgæti inn í ofn, heldur en þegar hin klassíska að- ferð að steikja í raspi er viðhöfð. Kótilettur með piparsósu 10-12 kótilettur salt og pipar smjör til að steikja úr Piparsósa: 2!4 dl tjómi 2 tsk. sojasósa 1 msk. grófmalaður heill pipar salt Kótiletturnar brúnaðar á pönnu báðum megin, kryddað með salti og pipar. Kótiletturnar síðan settar í ofnfast fat og örlitlu vatni hellt á, haft í ofninum ca. 45 mín. eða þar til þær eru meyrar. Sósan: A pönnuna er hellt tjóma og pip- ar settur út í, látið sjóða í nokkrar mín. þar til sósan hefur þykknað. Sósan bragðbætt eftir smekk og diýgð með íjóma, venjulegum eða sýrðum, ef þörf er. Með kótilettun- um er gott að bera fram soðnar kartöflur og grænmeti auk sósu. Kótilettur með lauk og kartöflum 8 kótilettur 5 meðalstórir laukar 8-10 stórar kartöflur salt og pipar smjör til að steikja úr Kótiletturnar brúnaðar á pönnu, laukurinn skorinn í sneiðar og lagð- ur á botninn á ofnföstu fati, kótilett- urnar settar yfir. Kartöflurnar af- hýddar hráar, skornar í sneiðar ög settar yfir kjötið, galti og pipar stráð yfir hvert lag og smjörbitar settir yfir kartöflusneiðarnar. Bakað í meðalheitum ofni í 40-50 mín. eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Kótilettur á franska vísu. 10 kótilettur, ' salt og pipar smjör til að steikja úr 8-10 stórar kartöflur 1 stór laukur 1-2 hvítlauksrif 114 dl mjólk 2 dl ijómi eða kaffiijómi salt og pipar dál. rosmarin Kótiletturnar brúnaðar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og settar í ofnfast fat. Laukurinn skor- inn í sneiðar, sömuleiðis afhýddar SAS-frakt til fjarlægra landa — örugg sending alla leið. FUUGFAX S4S FRAKT Suðurlandsbraut 16 Sími 678600 Sími 622211 Ferðamálanám er svarið Ef þú hefur áhuga á störfum tengdum ferðamannaþjónustu hér heima eða erlendis, getur ferðamálanám opnað þér nýjar leiðir. Ferðamálanám gefur möguleika á fjölbreyttum störf- um, þar sem þú færð svalað ævin- týraþrá og kynnist nýju fólki á hverj- um degi. Meðal námsgreina: Starfsemi ferða- skrifstofa, erlendir og innlendir ferða- mannastaðir, tungumál, rekstur fyrirtækja í ferða- mannaþjónustu, flugmálasvið og heimsóknir í fyrirtæki Námið er 176 klst. og stendur yfir í 11 vikur. Kenn- arar á námskeiðinu hafa allir mikla reynslu á sviði ferða- mála. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við okkur hjá Málaskólanum og fáðu sendan bækling. 5^r5 Málaskólinn BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 66 55 Innritun stendur yfir Þetta eru aöeins n KÁHRS er mest sel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.