Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 ;-----------------—t—r- i----i--; : > . Verður 30% virðis- aukaskattur á Islandi? eftir Árna Reynisson Á sameiginlegum fundi Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Versl- unarráðs íslands um virðisaukaskatt í innflutníngi taldi Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra öll tor- merki á því að gjaldfrestur verði veittur af virðisaukaskatti innfluttrar vöru í tolli, þó lög leyfi. Hér er haf- inn háskalegur leikur með hagsmuni þeirrar alþýðu, sem flokkur flármála- ráðherra kennir sig við. Á fundinum gafst ekki mikill tími til umræðu um þetta mál, og því skal sjónarmiðum Félags íslenskra stórkaupmanna fylgt eftir með nokkrum orðum. Þegar Alþingi samþykkti virðis- aukaskattslögin, var í lokagerð frum- varpsins fellt inn heimildarákvæði til gjaldfrests á allan innflutning, vegna upplýsinga frá samtökum innflytj- enda um verðlagsáhrif, sem metin voru 2-4%. Ætti því að vera ljóst hver vilji Álþingis og þáverandi fjár- málaráðherra var í þessu sambandi. Einnig kom fram í ræðu fjármálaráð- herra þá, að sparnaður vegna skatt- frelsis á rekstrarvömm fyrirtækja og rýmkun á uppgjörstíma ætti að geta leitt til 1% lækkunar á vöru- verði. í ræðu sinni á fundi FÍS og VÍ gerði fjármálaráðherra lítið úr verð- lagsáhrifum staðgreiðslu skattsins í tolli. Hann kvað hagdeild ráðuneytis- ins hafa reiknað dæmið fyrir sig og viðurkenndi að staðgreiðslan hafi í för með sér kostnaðarhækkun sem svarar u.þ.b. 1,5-2% af vöruverði. Frá því dró hann síðan ofangreindan rekstrarsparnað og fékk þannig út 0,5% hækkun kostnaðar. Þar með var viðurkennt að skatturinn, sem átti að lækka vöruverð um 1% mun nú valda hækkun verðlags um 0,5; 1%. Áhugi íjármálaráðuneytisins á staðgreiðslu VSK í tolli byggist væntanlega á ósk um að bæta greiðslustöðu ríkissjóðs með upphæð sem gæti numið 3-5 milljörðum króna. Beinn sparnaður fyrir ríkið án tillits til nokkurs annars, gæti þá numið fáeinum hundruðum miljóna króna. Sú skoðun FÍS er hins vegar óbreytt, að þessi aðferð við fjármögn- un ríkissjóðs sé svo dýr í framkvæmd að kostnaðurinn nemi margföldum þeim hagnaði, sem ríkið gæti haft upp úr krafsinu. Hér á eftir fara helstu ástæður sem við höfum nefnt: Vaxtakjör fyrirtækja. Hugmynd okkar um 2-4% verðlagshækkun er byggð á þeirri staðreynd, að innflytj- andi þarf að taka lán fyrir útgreidd- um skatti með því að selja viðskip- takröfur á kaupgengi, sem nemur 49% í tilteknum banka. Ríkið nýtur að sjálfsögðu bestu viðskiptakjara við lántökur, hugsanlega 25-30%, en verslunarfyrirtæki þurfa að greiða allt að helmingi hærri vexti, því þau njóta að jafnaði lökustu kjara á jað- arlán sín. Innlendur fjármagnsmarkaður ‘ er þröngur og ljóst er að skyndileg eftirspurn eftir 3-5 milljörðum króna myndi valda einhverri hækkun vaxta. Vaxtagjöld ríkisins. Slík vaxta- sprenging hefur að sjálfsögðu áhrif á afkomu ríkissjóð, sem er stærsti lántakinn á innlendum fjármagns- markaði. EinungisVs% hækkun vaxta gæti kostað ríkið u.þ.b. 300 milljónir króna, þó aðeins sé horft til við- skipta þess við lífeyrissjóðina vegna húsnæðismála á næsta ári. Er þá horfinn verulegur hluti þess hagnað- ar, sem stefnt var að með stað- grejðslunni. Ohagkvæmni. Rýrð lausafjár- staða heildverslana leiðir óhjákvæmi- lega til óhagkvæmari vinnubragða. Það hægir á veltu. Menn neyðast til að minnka pantanir, og sætta sig við hærra innkaupsverð, dýrari flutn- inga, lélegra birgðahald, og meira umstangs innan fyrirtækjanna. Allt þetta þenur verlsunarkostnaðinn, og hækkar álagningu. Því má búast við að innflytjandinn, sem greiðir 26% hærra verð fyrir vöruna i tolli, noti óbreytta álagningarprósentu fyrst um sinn, til að veija sig kostnaði af hvers konar óvæntu óhagræði í Árni Reynisson „Sú skoðun FÍS er hins vegar óbreytt, að þessi aðferð við flármögnun ríkissjóðs sé svo dýr í framkvæmd að kostn- aðurinn nemi margföld- um þeim hagnaði, sem ríkið gæti haft upp úr krafsinu.“ rekstrinum. Hugmyndin um aö heild- verslun stytti greiðslufrest sinn gengur ekki upp eins og á stendur. Smásalan og framleiðslufyrirtækin eru mörg á barmi gjaldþrots, og vörukrít heildsala er gjarnan líftaug þeirra. Áhrif á framleiðsluiðnað. Fjár- málaráðherra nefnir að staðgreiðsla VSK í tolli bæti samkeppnisstöðu innlends iðnaðar. Því verður ekki trúað, að forsvarsmenn íslensks iðn- aðar hafi borið' fram óskir, sem ganga þvert á samninga við EFTA og EB, svo og stefnuskrá Félags ís- lenskra iðnrekenda, sem nýlega var gefin út. Upptaka virðisaukaskatts er eitt af stóru skrefunum í átt til samræmingar við Evrópu. Stað- greiðsla í tolli heyrir hins vegar til undantekninga, hún'þekkist hvergi í þeim Evrópulöndum, sem við viljum bera okkur saman við. Samkeppnisstaða verslunar. Is- lensk verslun, sem hefur um 10 þús- und manns í vinnu, á í harðri sam- keppni við erlenda. íslenskir ferða- menn, sem búa við svimandi hátt verðlag heima fyrir, nota hveija ut- anferð til að gera góð kaup. Þeir eru ekki að sniðganga álagningu ís- lenskrar verslunar. Þeir eru að snið- ganga álagningu ríkissjóðs Islands, sem setur nú heimsmet með ákvörð- un um 26% virðisaukaskatt, og. bæt- _ ir honum við ýmsa aðra skatta s.s. launaskatt, eignaskatt og húsnæðis- skatt á fyrirtæki, ,jöfnunargjald“, vörugjöld og tolla upp á 10 millj- arða, sem samkeppnisþjóðirnar hafa losað sig við fyrir löngu. Enginn tap- ar meira á þessum verslunarflótta en ríkissjóður sjálfur, því með honum minnkar skattstofninn umtalsvert, auk þess sem störfum í íslenskri verslun fækkar. Með staðgreiðslu í tolli bætast, samkvæmt ofansögðu, fyrirsjáan- lega nokkur prósent við 26% heims- metið, miðað við nágrannalönd. Þessi hluti skattsins er ekki sýnileg- ur, heldur er honum þrýst inn í álagn ingu heildverslunar. Engu að síður mætti jafnvel tala um 30% VSK á ÍSlandi, ef staðgreiðslan verður að veruleika. Þessi orð eru skrifuð í þeirri von að menn sjái, að allt er vænlegra fyrir ríkið til að bæta greiðslustöðu sína, en að fara þessa leið. Aðferðin sem gæti i hæsta lagi létt af ríkinu kostnaði upp á fáein hundruð millj- óna króna, er svo dýr í framkvæmd, að atvinnulíf og neytendur þurfa að bera þann kostnað. margfaldan. Hðfundur er framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna. Canoti Einstök vél á frábæru verði ki r. 41 E EUnOCARO 3.800,- stgr. Raðgreiðslur ttt"* Hentar vel fyrlr einstakllnga, mlnnl fyrlr- tækl og delldlr stærrl fyrlrtækja o.fl. * Sex skörp IJósrit á mínútu * Ljósritar á venjulegan pappír, karton og glærur * Lltakassettur er hægt að fá í bláu, rauðu, grænu, brúnu og svörtu * Afrltastærð A4 nlður í nafnspjalda- stærð * Viðhaldsfrí vél l<riívélin hf SUÐURLANDSBRAUT 22 - REYKJAVÍK - S: 91-685277 STÖRÚISALA Vörumarkaður allt árið ■HaanmaaaBBMHmmssnaanHHasa^MHaasmMa Nýjar vörur Kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, krumpugallar, jogginggallar, barnafatnaður, skyrtur, sokkar, nærfatnaður, kaffi- og matarstell, glös og hnífapör og margt, margt fleira. Bókamarkaður rw s • k • i • f • a • n Hljómplötur og gefsladiskar Opið frá kl. 12-18.30 Laugardaga frá kl. 10-16 I JL HUSINU, 2. HÆD SÍMI 11981 VERSLUNARMIÐSTOD VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 121 t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.