Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 249. tbl. 77. árg.MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 kvæði um forsetakjör Búdapest. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UNGVERSKA þingið samþykkti í gær með 294 atkvæðum gegn sjö að halda þjóðaratkvæðagreiðslu þann 26. nóvember um hvenær forseti landsins verður kjörinn. Leiðtogar risaveldanna koma saman til fimdar í byrjun desember: Ræðast við um borð í her- skipum á Miðjarðarhafi Moskvu. Wasliington. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR risaveldanna, þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, munu koma saman til óformlegs fundar 2. og 3. desember og fara viðræðurn- ar fram til skiptis um borð í bandarísku og sovésku herskipi á Miðjarð- arhafi. Var skýrt frá þessu samtímis í gær í Moskvu og Washington. Þetta verður fyrsti fimdur Bush og Gorbatsjovs frá því sá fyrrnefhdi sór embættiseið Bandaríkjaforseta í janúar á þessu ári. Herkvaðningu mótmælt Reuter Hópur fólks kom saman í Vilnu, höfuðborg Sovét- lýðveldisins Litháen, í gær til að mótmæla því að ungir menn væru kvaddir til þjónustu í Rauða hern- um. Sovéska Tass-fréttastofan greindi frá því í gær að ungir menn í nágrannalýðveldinu Lettlandi væru teknir að hafa að engu herkvaðningu yfir- valda. Sagði í fréttinni að mennirnir neituðu að gegna herþjónustu á þeim forsendum að herafli Sovétstjórnarinnar væri setulið í Eystrasaltsríkjun- um þremur. Ungverjaland: Samþykkja þjóðarat- Kosningarnar verða haldnar þann 7. janúar á næsta ári ef þjóðin ákveð- ur að ganga að kjörborðinu fyrir næstu þingkosningar, sem væntan- lega verða í mars. Að öðrum kosti mun þingið kjósa forseta er það kem- ur saman. Talið er að Ungveijar kjósi að velja forseta beinni kosningu. Fulltrúar stjórnarinnar og stærsti stjórnarandstöðuhópurinn, Lýðræð- Reuter Ozal kjörinn forseti Tyrkneska þingið kaus í gær Turgut Ozal í embætti forseta landsins með 263 atkvæðum en alls sitja 450 manns á þing- inu. Stjórnarandstaðan hunsaði kosninguna en hún telur flokk Ozals hafa misnotað aðstöðu sína til að sjá óvinsælum leið- toga fyrir traustri valdastöðu næstu sjö árin. Sjá ennfremur: „Sagður stefha að. . . á bls. 20. ishreyfingin, höfðu komið sér saman um að þjóðin ætti að kjósa sér for- seta beinni kosningu fyrir þingkosn- ingarnar en samtök ftjálsra demó- krata og ungir demókratar söfnuðu yfir 100.000 undirskriftum m.a. til stuðnings því að forsetinn yrði kjör- inn af þingheimi. Nafni ungverska kommúnista- flokksins vat' breytt á síðasta þingi hans og nefnist hann nú Sósíalista- flokkur Ungvetjalands. Umbóta- sinnar gáfu í skyn að þorri stuðnings- manna gamla flokksins myndu ganga í þann nýja. En samkvæmt frétt í ungversku blaði í gær hafa aðeins 15.000 manns skráð sig í hann en 120.000 manns lýst því yfir að þeir styðji enn gamla flokkinn. Bush sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að ekki væri gert ráð fyrir því að samningar yrðu undirrit- aðir á fundinum og tók utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Edúard She- vardnadze, í sama streng á blaða- mannafundi í Moskvu. „Leiðtogarnir vilja kynnast betur og vonast til að öðlast aukinn skilning hvor á sjónar- miðum annars," sagði Shevardnadze. Bush Bandaríkjaforseti sagði að formlega hefðu engin tiltekin um- ræðuefni verið ákveðin og þykir þetta minna nokkuð á leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986. Hugmyndin væri sú að gefa þeim kost á að ræða saman í ró og næði og teldist þetta því ekki formlegur leiðtogafundur. Viðræðurnat- myndu snerta flest öll svið samskipta risaveldanna og ráð- gjöf og efnahagsaðstoð Bandaríkja- manna í Austur-Evrópu. Bush hafði fram til þessa sagt að Prentsmiðja Morgunblaðsins ástæðulaust væri að hann og Gorb- atsjov kæmu saman til fundar fyrr en ttyggt væri að slíkur fundur skil- aði árangri. Aðspurður um þetta kvaðst Bush hafa ráðfært sig við leiðtoga aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og bætti við að hin öra þróun í átt til lýðræðis í Austur- Evrópu hefði einnig sannfært sig um að rétt væri að nýta þetta tækifæri. Edúard Shevardnadze tók fram að fundurinn í desember breytti engu um fyrirhugaðan fund leiðtoganna næsta sumar. Sá fundur var ákveð- inn er utanríkisráðherrar risaveld- anna ræddu saman í bjálkakofa í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum í septembermánuði en leiðtogar risa- veldanna hafa aldrei áður komið saman til fundar á hafi úti eins og nú hefur verið ákveðið. Hins vegar ræddust Roosevelt Bandaríkjaforseti og Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, við um borð í her- skipi undan strönd Nýfundnalands í ágústmánuði árið 1941 og hafði Churchill viðdvöl hér á landi á heim- leiðinni. Flugmóðurskip í erfiðleikum Washington. Reuter. ÞRJÁ menn tók út af bandaríska flugnióðurskipiuu Dwiglit D. Eis- enhower í gær er skipið lenti í miklu illviðri skammt undan strönd Norður-Karólínu. Eins manns vat- saknað í gær- kvöldi. Tæplega 40 flugskeyti ultu fyrir borð og sukku á miklu dýpi. Talsmaður flotastjórnar Banda- ríkjanna sagði að flugskeytin hefðu ekki verið búin kjarnahleðslum og stafaði því engin hætta af þeim. Sovéskur vísindamaður á ráðstefiiu í Noregi: Ofveiði og sprengingar á hafsbotni eyðilögðu fiskstofiiana í Barentshafí Fiskstofharnir í Barentshafi hrundu vegna ofveiði og einnig vegna jarðeðlisfræðilegra rannsókna og sprenginga á hrygning- arstöðvunum. Keniur þetta frani í viðtali ýmissa norskra blaða við sovéska sjávardýralíflræðinginn Gúennadíj Matísjov en hann var einn af frummælenduin á ráðstefnu í Björgvin um fiskveiðar og olíuvinnslu á hafí úti. Sagði Matísjov, að nú væri ekkert annað til ráða en að friða Barentshafið að mestu næsta áratug. Matísjov, sem starfar við há- skólann í Múrmansk, sagði ein- faldlega, að upplýsingar sovéskra stjórnvalda um veiðina í Barents- hafi væru rugl, veiðin hefði verið miklu meiri en þar kæmi fram, bæði hvað varðaði þorsk og loðnu. Sagði hann, að Norðmenn ættu líka að þora að viðurkenna, að þeir hefðu gerst sekir um þennan „glæp“, sem rányrkjan væri. Matísjov lagði áherslu á, að ofveiðinni væri fyrst og fremst um að kenna hvernig komið væri en bætti því síðan við, að fyrst nú væru menn farnir að átta sig á skelfilegum áhrifum olíuvinnsl- unnar á fiskstofnana í Barents- hafi. Við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir þar á síðustu 25 árum hefðu öflugar sprengjur verið sprengdar á hafsbotninum, oft á sjálfum hrygningarstöðvunum, og stundum hver á fætur ann- arri með 20 sekúndna millibili. Afleiðingin væri sú, að vegna höggbylgjunnar dræpist allt kvikt á stóru svæði. Upplýsingar Matísjovs um áhrif sprenginga á hafsbotni á fiskstofna og einkum ungviðið eru ekki alveg nýjar af nálinni því að sjómenn á Nýfundnalandi hafa lengi haldið því sama fram en Matísjov sagði, að auk þessa kæmi margt fleira til. Nefndi hann kjarnorkusprengingar Sov- étmanna neðanjarðar á Novaja Zemlja, aukna geislavirkni og efnamengun, sem bærist með Golfstraumnum norður í Bar- entshaf og stórauknar siglingar og óhreinsaðan úrgangur frá so- véskum herbækistöðvum á Kola- skajja. Ohætt et' að segja, að ræða Matísjovs hafi vakið athygli í Noregi enda hafa Sovétmenn aldrei fyrr viðurkennt neina of- veiði í Barentshafi. Upplýsingar hans um áhrif sprenginganna hafa líka minnt norska sjómenn á, að á árunum 1985 og ’86 var svo mikið af þorskseiðum í Bar- entshafi, að gert var ráð fyrir stórauknum veiðum eftir nokkur ár. Þær vonir hafa algerlega brugðist og í yfirstandandi rann- sóknarleiðangri 15 norskra tog- ara og tveggja hafrannsókna- skipa hefur komið í Ijós, að svarta skýrsla frá því fyrir tæpum mán- uði er síst orðum aukin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.