Morgunblaðið - 01.11.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989
27
Umræða um lánsfjárlög:
Ríkisstjórnin þekkir
ekki sinn vitjunartíma
- segir Karvel Pálmason
FRESTA varð umræðu um láns-
ijárlög fyrir árið 1990 í efri deild
Alþingis í gær vegna þess að
Karvel Pálmason (A/Vf) sætti sig
ekki við þær yfirlýsingar ráð-
herra að ríkisstjórnin hefði stað-
ið við samkomulag sitt við laun-
þega. Krafðist Karvel ítarlegra
gagna um það hverju hefði verið
lofað og hvað hefði verið gert til
að efna loforðin.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpi að lánsfjárlögum fyrir 1990
í efri deild Alþingis í gær. Eftirfar-
andi atriði taldi ráðherra einkenna
þetta frumvarp: Erlendar skuldir
ykjust ekki og lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs yrði alfarið uppfyllt með inn-
lendri lántöku. Hrein innlend láns-
íjáröflun ríkissjóðs og opinberra
stofnana minnkaði um 4 milljarða
króna og góðar líkur væru á að hún
næðist án' hækkunar vaxta. Þenslu-
áhrif ríkissjóðs væru hverfandi og
minnkuðu um 8 milljarða frá árinu
1989.
Ólafur gat þess í ræðu sinni að
jafnvægi væri komið á á innlendum
lánamarkaði. Jafnvægi milli aukn-
ingar inn- og útlána og dregið úr
eftispurn eftir lánsfé. Vegna þessa
hefði lausafjárstaða innlánsstofn-
ana farið batnandi um tæpa 6,3
milljarða og raunvextir lækkað.
Ólafur taldi að um lítilsháttar rýrn-
un yrði að ræða á lausafjárstöðunni
árið 1990 og að lán og endurlán
ykjust um 15,3%.
Heildarlántökur samkvæmt
frumvarpinu eru áætlaðar 39,7
milljarðar. Áætlunin fyrir árið 1989
var 36,8 milljarðar en hefur í reynd
orðið 48 miiljarðar. Samkvæmt því
eru heildarlántökur áætlaðar 8
milljörðum lægri en- í ár. „Borið
saman á meðalverðlagi ársins 1989
nemur lækkunin um 13 milljörðum
krpna. Mestu munar þar um að lán-
tökur ríkissjóðs eru taldar lækka
um rúma 9 milljarða."
Innlendar lántökur munu sam-
kvæmt áætlun nema 18,3 milljörð-
um á næsta ári, samanborið við
22,7 milljarða í ár. Þar eru innlend-
ar afborganir 8,8 milljarðar, þannig
að hrein lánsfjáröflun er 9,8 millj-
arðar.
Um erlenda lántöku sagði Ólafur
að ekki væri ráðlegt að ríkissjóður
greiddi niður erlendar skuldir sínar.
Jafnframt væru engin áform um
að auka þær. Ríkissjóður myndi því
taka ný erlend lán á árinu 1990
fyrir sem næmi afborgunum af eldri
lánum.
Innlend lánsíjárþörf er að sögn
fjármálaráðherra um einum millj-
arði lægri en lántakan og yrði því
um einn milljarður greiddur inn í
Seðlabankann til að bæta stöðu
ríkissjóðs.
Samkvæmt þjóðhagsáætlun er
reiknað með því að viðskiptahallinn
verði árið 1990 um 10,1 milljarður
eða um 3% af áætlaðri landsfram-
leiðslu árið 1990, sem er að sögn
ráðherra svipað og á þessu ári.
Taldi ráðherra það -einstæðan
árangur að viðskiptahalli ykist ekki
þrátt fyrir þriðja samdráttarárið í
röð og umtalsverðan samdrátt út-
flutningstekna.
Það kom fram í ræðu fjármála-
ráðherra að hreinar skuldir þjóðar-
búsins hefðu verið 41,6% af vergri
landsframleiðslu á árinu 1988 og
væru taldar verða 48,3% í árslok
1989. í forsendum áætlunarinnar
fyrir árið 1990 væri gert ráð fyrir
að þetta hlutfall hækkaði í 50,7%.
Greiðslubyrði erlendra lána þyngist
á yfirstandandi ári og því næsta.
Er hún sem nemur 19,7% af út-
flutningstekjum 1989-og 20,1% á
árinu 1990.
Vegna þeirrar þróunar að fyrir-
tæki og stofnanir leituðu í auknum
mæli á erlenda lánamarkaði sjálf í
skjóli ríkisábyrgðar í stað þess að
gera það í gegnum framkvæmda-
sjóð eða ríkissjóð er það nýmæli
lagt til í frumvarpinu að viðkom-
andi aðilum sé gert skylt að tii-
kynna fyrirfram um áform sín um
erlendar lántökur til Seðlabanka
íslands.
13 milljarða flárlagahalli
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S/Rv) taldi ljóst að talnalestur
ráðherra sannfærði fólk ekki um
það að afkoma þess hefði batnað;
á sama tíma og dregið hefði verið
úr framkvæmdum og kaupmáttur
minnkað. Taldi Eyjólfur stefna í
áframhaldandi halla ríkissjóðs,
líkiega yrði hann um 13 milljarðar
frekar en þrír. Hagur fyrirtækjanna
og almennings og atvinnuveganna
ætti eftir að versna og þrátt fyrir
stóraukna skattheimtu drægi úr
framkvæmdum.
Eyjólfur taldi ráðlegt að lækka
neysluskatta stórlega í stað þess
að hækka þá, til þess að stöðva
verðbólguna. Slík lækkun myndi
bæta hag almennings og fyrirtækja
og draga úr verðbólgu og gengis-
sigi og til lengri tíma bæta stöðu
ríkissjóðs. Stakk hann upp á því
að lækka virðisaukaskatt í 20%.
Taldi Eyjólfur það enga lækningu
að fara með skatta upp úr öllu valdi
og síðan að reyna að fá lán á inn-
lendum markaði og spáði verð-
bólgusprengingu innan tíðar.
Eyjóifur taldi ýmis ummæli og
skýringar ráðherra með öllu óskilj-
anlegar og til þess fallnar að
blekkja; „ráðherra verður hins veg-
ar ekki eins brattur þegar hinar
raunverulegu tölur koma í ljós. Hin-
ar raunverulegu tölur eru aurar
fólks í buddunni og þegar fólk telur
þá mun það ekki hugsa hlýtt til
ríkisstjórnarinnar."
Guðrún Agnarsdóttir (SK/Rv)
taldi frumvarpið boða mikinn sam-
drátt, sem hefði alvarlegar afleið-
ingar víða í þjóðfélaginu.
Guðrún benti á að við afgreiðslu
síðustu lánsfjáráætlunar hefðu ver-
ið umræður um ýmis grundvallarat-
riði og vinnubrögð. Flestir hefðu
verið sammála um að það væri með
öllu ófullnægjandi. Ekkert hefði
breyst og væri frumvarp til láns-
fjárlaga óraunhæft og fæli í sér
óskhyggju og ræða ráðherra væri
eintómur fagurgali. Taldi Guðrún
tímabært að þingið Ijallaði um fjár-
lög og lánsfjárlög í samhengi.
Guðrún gat þess að þingkonur
Kvennalistans hefðu á fundum
sínum víðs vegar um landið í sumar
fengið mjög sterk skilaboð um það
að rekstur heimilanna væri daglegt
áhyggjuefni og launin væru það lág
að þau dygðu ekki til framfærslu
heimilanna; matarreikningar væru
of háir og skattbyrði of þung.
Harður dómur almennings
Karvel Pálmason (A/Ví) taldi
umræðuna nú afskaplega keimlíka
þeirri umræðu sem átt hefði sér
stað um lánsfjárlög undanfarin ár;
sama væri hvaða ráðherra ætti í
hlut. Ræða fjármálaráðherra hefði
verið full. af óskiljanlegum tölum
sem almenningur eins og hann
skildi ekkert í. Væru þær líklega
til þess gerðar. Taldi Karvel rétt
að ræða um lánsfjáráætlun heimil-
„Dómur almennings yfir ríkis-
stjórninni verður harður,“ sagði
Karvel Pálmason í umræðu um
lánsfjarlög.
anna. „Það er sama hvað menn
íyðja upp úr sér af tölum, þá er
það budda hins almenna launa-
manns sem segir til um stöðu
mála.“ Karvel benti á að vinur
væri sá er til vamms segði og því
hikaði hann ekki við að segja að
skattar væru um of og að ríkis-
stjórnin hefði ekki staðið við loforð
sín við launþega um kaupmátt
launa. „Almenningur mun kveða
upp sinn dóm,“ sagði Karvel og
bætti því við að oft þegar menn
væru komnir á toppinn þekktu þeir
ekki sinn vitjunartíma. Ætti það
við um ríkisstjórnina.
Salome Þorkelsdóttir (S/Rn)
taldi ljóst að ráðherra væri alger-
lega einangraður í sínum fílabeins-
turni úr öllum tengslum við almenn-
ing í landinu og kjör hans.
Salome átaldi sérstaklega þau
áform ríkisstjórnarinnar í frum-
varpi til lánsfjárlaga að „stela“
hluta þess nefskatts sem renna
ætti í framkvæmdasjóð aldraðra
samkvæmt lögum um þann sjóð.
200 milljónir hefðu runnið tii sjóðs-
ins á þessu ári en nú væri áformað
að láta 160,milljónir renna í sjóðinn.
Halldór Blöndal (S/Ne) benti á
að erlendar skuldir færu nú vax-
andi ár frá ári. Búist væri við að
erlend lán næmu 53,2% af lands-
framleiðslu á næsta ári. Einnig
hefði greiðslubyrðin farið ört vax-
andi; 16,1% 1987, 17,3% 1988,
19,8% 1989 og 20,1% 1990.
Halldór sagði einnig að á árabil-
inu 1987 tii 1990 hefði það gerst
að þjóðartekjur hefðu minnkað frá
einu árinu til annars. Samhliða
þessu hefðu þjóðarútgjöld minnkað;
einkaneysla hefði minnkað en hins
vegar hefði samneyslan aukist ár
frá ári þó alit annað hefði minnkað.
Um kaupmátt launatekna væri það
hins vegar að segja að á árinu 1987
hefði hann aukist um 2,8%, en árin
þar á eftir dregist saman; um 2,9%
1988 og 8,2% 1989. Áætlað væri
að hann drægist saman á næsta
ári um 4,9%. Kvaðst Halldór vilja
taka undir þau ummæii Karvels
Páimasonar að ríkisstjórnin þekkti
ekki sinn vitjunartírna.
í svarræðu sinni sagði Ólafur
Ragnar Grímsson meðal annars að
vandi íslensks efnahagslífs fælist
ekki í eftirspurnarvanda, það er að
segja að skapa þyrfti eftirspurn
eftir vöru eða þjónustu. Þess vegna
væri það engin lækning að lækka
neysluskatta. Vandinn fælist ann-
ars vegar í tekjubresti þjóðarbúsins
og víðtækri skipulagskreppu at-
vinnuveganna. Taldi Olafur að auk-
in skattheimta síðasta árs væri ein
meginástæða þess jafnvægis sem
náðst hefði í efnahagsmálum.
Um samningana við launþega
sagði Ólafur að hann tæki loforð
ríkisstjórnarinnar mjög alvarlega,
svo og ásakanir um að þau hefðu
ekki verið efnd. Benti hann á í því
samhengi að kaupmáttur fjórðungs
félagsmanna BSRB hefði aukist um
2-7% á samningstímanum annars
vegar og hins vegar að ríkisstjórnin
hefði staðið við loforð sín gagnvart
ASÍ-félögum um ákveðna upphæð
niðurgreiðslna og gott betur.
STUTTAR ÞINGFRÉTTIR
Frumvarp til laga um
greiðslukortastarfsemi
Fram hefur verið iagt stjórnar-
frumvarp um greiðslukortastarf-
semi. Frumvarpið er í átta köflum,
sem fjalia um 1) Gildissvið og
hugtök, 2) Skráningu kortaútgef-
enda, 3) Eftirlit (Verðlagsstofn-
un), 4) Almenn ákvæði (notkunar-
heimildir), 5) Skaðabótareglur, 6)
Skráningu upplýsinga hjá kortaút-
gefanda, 7) Viðurlög og málsmeð-
ferð og 8) Ýmis ákvæði.
Samkvæmt frumvarpinu skal
viðskiptaráðherra heimilt að setja
sérstakar reglur um skiptingu
kostnaðar, samkvæmt 12. grein,
en hún fjallar um hámarksgjald
sem kortaútgefanda er heimilt að
krefja greiðsluviðtakanda um við
notkun greiðslukorta í starfsemi
sinni, svo og þann aukakostnað
sem hlýzt af notkun alþjóðlegra
greiðslukorta til greiðslu erlendis.
Ákveða má gjald þetta sem tiltek-
inn hundraðshluta greiðslukorta-
viðskiptanna. Kostnaður vegna
greiðslumiðlunar með notkun
greiðslukorta greiðist að öðru leyti
af korthöfum.
Lífeyrisréttindi hjóna
hjúskapareign
„Ellilífeyrisréttindi hjóna, sem
áunnizt hafa meðan á hjónabandi
stóð, skulu teljast hjúskapareign
þeirra. Við slit á fjárfélagi hjóna
við skilnað skulu þau lífeyrisrétt-
indi, sem áunnizt hafa meðan
hjónabandið stóð, skiptast jafnt á
milli þeirra.“
Þannig hljóðar frumvarp Guð-
mundar H. Garðarssonar (S-Rvk)
og Salome Þorkelsdóttur (S-Rn)
til laga um lífeyrisréttindi hjóna.
Eignaraðild lífeyrissjóða
að dvalarheimilum
fyrir aldraða
Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rvk) flytur frumvarp um
eignaþátttöku lífeyrissjóða í dval-
ar- og þjónustuheimilum fyrir
aldraða. Samkvæmt því skal
lífeyrissjóðum heimilt að veija allt
að 5% af árlegu ráðstöfunarfé til
eignaþátttöku í byggingu dvalar-
og þjónustuheimila fyrir aldraða
sjóðsfélaga. Kaupskylda lífeyris-
sjóða af skuldabréfum húsnæðis-
stjórnar lækki í sama hlutfalli og
þeir hagnýta sér heimild þessa.
Undanþágur lrá banni á
físklöndun erlendra
fískimanna
Sjö þingmenn úr fimm þing-
flokkum hafa lagt fram frumvarp
til breytinga á lögum um rétt til
fiskveiði í landhelgi íslands. Frum-
varpið undanþiggur færeysk og
grænlenzk fiskiskip ákvæðum 65
ára gamalla laga sem banna er-
lendum fiskiskipum að landa afla
sínum í íslenzkum höfnum nema
með sérstöku leyfi ráðherra.
Jarðhitaréttindi til
ríkisins
Hjörleifur Guttormsson og fleiri
þingmenn Alþýðubandalags end-
urflytja frumvarp um jarðhitarétt-
indi. Með frumvarpinu er lagt til
að lögfestar verði reglur um um-
ráðarétt og hagnýtingarrétt á
jarðhita, þ.e. að Iandeigendur hafi
umráð jarðhita á yfirborði lands
þeirra og undir því að 100 metra
dýpi, en umráð álls annars jarð-
hita, einnig í einkaeignarlandi,
verði í höndum ríkisins.
Ekki flogið
til Færeyja
TVÖ síðustu fliig Flugleiða
til Færeyja, á laugardaginn
var og í gær, hafa verið felld
niður vegna samúðarað-
gerða íslenskra hlaðmanna
með starfsbræðrum sinum í
Færeyjum, sem hafa verið í
verkfalli siðan á fostudag.
Að sögn Einars Sigurðsson-
ar, blaðafulltrúa Flugleiða,
hafa farþegar flogið til Dan-
merkur og þaðan til Færeyja
vegna þessa. Flugleiðir
fijúga tvisvar í viku til Fær-
eyja samkvæmt áætlun.
Ásmundur Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands íslands,
sagði að ekki hefði reynst nauð-
synlegt að boða formlega til
samúðaraðgerða. Venjan hefði
verið sú að flugvélarnar hefðu
verið þjónustaðar í Færeyjum,
þ.á.m. í sambandi við eldsneyti-
stöku og augljóst væri að ef
eldsneyti hefði verið afgreitt
hér til flugs fram og til baka
væri um það að ræða að geng-
ið væri inn í störf fólks sem
væri í verkfalli í Færeyjum.
Þetta hefði verið kynnt Flug-
leiðum og engar deilur komið
upp í sambandi við þetta mál.
Ásmundur sagði að boðað
hefði verið formlega til samúð-
arverkfalls í Danmörku, en það
væri ekki komið til fram-
kvæmda.
Neftid skip-
uð í málefni
Lánasjóðsins
Sjálfstæöisflokkur
og Kvennalisti til-
nefitia ekki fiilltrúa
SVAVAR Gestsson mennta-
málaráðherra hefur skipað
nefnd til þess að fjalla um
framtíðarverkefni Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og
stöðu sjóðsins á næsta ári. I
nefhdinni eiga sæti tíu fúll-
trúar, sex eru tilnefndir af
þingflokkum og sljórnmála-
samtökum, þrír af náms-
mannasamtökum og einn af
menntamálaráðherra. Þing-
flokkar Sjálfstæðisflokks og
Samtaka um kvennalista til-
neftidu ekki fúlltrúa í nefnd-
ina.
Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá menntamálaráðuneyt-
inu verða aðalverkefni nefndar-
innar eftirfarandi: ,,a) Að meta
íjárþörf Lánasjóðsins til fram-
búðar með hliðsjón af líklegum
fjölda námsmanna og miðað við
líklega getur þjóðarbúsins til
að standa undir námslánakerf-
inu. b) Að gera tillögur um fjár-
mál sjóðsins á næsta ári með
hliðsjón af fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 1990 og breytingum
á skuldum sjóðsins meðan nýjar
lánareglur eru í undirbúningi.“
Ef ástæða er talin til á nefnd-
in að gera tillögur að breyting-
um á lögunum um Lánasjóðinn.
Gert er ráð fyrir að nefndin
ljúki aðaltillögugerð fyrir
næstu áramót.
Formaður nefndarinnar er
Björn Rúnar Guðmundsson,
hann er tilnefndur af mennta-
málaráðherra. Aðrir nefndar-
menn eru: Jón Bragi Bjarnason
(Alþýðuflokki), Elsa Þorkels-
dóttir (Álþýðubandalagi),
Sverrir Þórarinn Sverrisson
(Borgaraflokki), Gissur Péturs-
son (Framsóknarflokki), Gylfi
Birgisson (Fijálslynda hægri
flokknum), Tómas Gunnarsson
(Samtökum jafnréttis og fé-
lagshyggju), Arnar Már Olafs-
son (Bandalagi íslenskra sér-
skólanema), Viktor Borgar
Kjartansson (Stúdentaráði Há-
skóla íslands) og Páll Þórhalls-
son (Sambandi íslenskra náms-
manna erlendis).
r