Morgunblaðið - 02.11.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.11.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER ,1989 2<1 Fleiri sóttir til saka í stóra kókaínmálinu GEFNAR hafa verið út fimm ákærur vegna kókaínsmáls, sem kom upp hér á landi í apríl, til viðbótar við ákærur á hendur þremur mönnum sem stóðu að innflutningi efnisins. Þá hefur dómari einnig fengið heimildir til sátta í málum fimm manna, sem tengjast innflutn- ingnum. Við rannsókn málsins, sem kallað hefur verið stóra kókaínmálið, kom fram, að í nóvember á síðasta ári var smyglað hingað til lands frá Bandaríkjunum um einu kílói af kókaíni, falið í bifreið. Rumlega helmingur efnisins var komið í dreifingu, en lögreglan lagði hald á tæp 434 grömm, auk bifreiðar, sem var talin keypt fyrir ágóða af sölu efnisins. Þrír menri voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald vegna málsins og situr einn þeirra inni enn. Ákær- ur á hendur þeim voru gefnar út fyrir nokkru. Lögreglan kærði alls 23 menn vegna aðildar að málinu. Á þriðju- dag gaf ríkissaksóknari út ákærur á hendur fimm mönnum, sem eru taldir hlutdeildarmenn í brotum inn- flytjendanna þriggja, auk þess að veita dómara sáttaheimildir í mál- Steinar hf: Atta íslenskar plötur fyrir jólin STEINAR hf gefur út átta íslenskar hljómplötur fyrir jólin. Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Valgeir Guðjónsson, Örvar Kristjánson, Ný dönsk, Ríó, Eiríkur Hauksson og Bítlavinafélagið senda frá sér plötur undir merkjum Steina og koma þær allar út í nóvember. Þijár plötur koma út í dag, fimmtudag. Río sendir frá sér fyrstu plötu sína með frumsömdum lögum og textum, Ekki vill það batna. Lögin eru eftir Gunnar Þórðarson og textarnir eftir* hirðskáld tríósins Jónas Friðrik, Ný dönsk sendir frá sér sína fyrstu plötu og Örvar Kristjánsson snýr aftur eftir langt hlé með plötu sem nefnist Frjálsir fuglar. Fyrsta sóloplata Eiríks Hauks- sonar, Skot í myrkri, kemur út 9. nóvember. Tvær plötur koma út 16. nóvem- ber, Hvar er draumurinn með Sáí- inni hans Jóns míns og Betra en nokkuð annað með Todmobile. Síðustu plöturnar frá Steinum koma svo út 23. nóvember. Það er plata Valgeirs Guðjónssonar, Góðir áheyrendur og plata frá Bítlavinafé- laginu sem hefur enn ekki hlotið nafn. í frétt frá Steinum hf segir að sala hljómplatna hafi verið óvenju góð og stefni í „plötujól,“ enda mikið úrval af ódýrum hljómplötum. Río er líklega stærsta tríó lands- ins, með fimm meðlimi. Frá vinstri: Gunnar Þórðarson, Ágúst Atlason, Helgi Pétursson, Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. Nýja platan þeirra kemur út í dag. um fimm manna. Ásgeir Friðjóns- son, sakadómari í ávana- og fíkni- efnamálum, sagði líklegt að honum bærust fleiri sáttaheimildir, en hann gæti ekki fullyrt hvort fleiri ákærur yrðu gefnar út. Ásgeir hefur farið fram á að sakadómur verði fjölskip- aður í máli þremenninganna, sem eru taldir aðalmenn í brotinu, og óskað eftir að Guðjón Marteinsson, sakadómari og Þórður Þórðarson, bæjarlögmaður, sitji einnig í dómn- um. Bæði Guðjón og Þórður hafa starfað við fíkniefnadómstólinn. Ef dómurinn verður íjölskipaður er það í fyrsta sinn í sögu ávana- og fíkni- efnadómstólsins. Ásgeir Friðjónsson sagði ljóst,' að nokkuð langt væri í að niður- staða fengist í máli þessu fyrir dóm- stólum, þar sem það væri flókið og málskjöl viðamikil. Sýnir í Galleríi Borg1 ÞÓRÐUR Hall opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Borg, Pósthússtræti 9 í dag fimmtudag- inn 2. nóvember klukkan 17. Þórður er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann nam við Myndlista- skólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Islands, einnig var hann við nám í Konunglega listahá- skólanum í Stokkhólmi. Hann hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskóla Islands frá árinu 1974. Þetta er fjórða einkasýning Þórð- ar en síðast sýndi hann í Norræna húsinu 1983. Hann hefur tekið þátt í ljölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis, m.a. í sýningum félags- ins íslensk grafík í Reykjavík, á Norðurlöndum, í Kraká, Varsjá, San Francisco, New York og víðar á árunum 1975-1986. Verk í eigu opinberra stofnana og safna eru mörg m.a. á Lista- safni íslands, Listasafni Reykjavík- urborgar Kjarvalsstöðum, Lista- safni Háskóla íslands, Seðlabanka íslands, Norræna hússins í Reykjavík og Færeyjum. Einnig í Finnlandi og Svíþjóð. Þórður Hall hlaut starfslaun listamanna í ár 1989. Hann dvaldi þijá mánuði sl. sumar í norrænu gestavinnustofun- unyí Sveaborg í Finnlandi. Á sýningu Þórðar nú er u nýjar teikningar bæði í lit og svart hvítar. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10-18 og um helgar frá klukkan 14-18. Henni lýkur þriðju- daginn 14. nóvember. Höfundur í hópi kátra kunningja í Salíma í Malawi. Dulmál dódófiiglsins Bók eftir Jó- hönnu Kristjóns- dóttur væntanleg „Dulmál dódófuglsins,“ með und- irtitlinum „á ferð með augnablik- inu um fjarlæg lönd“ heitir bók eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamann, sem er væntanleg innan skamms. í bókinni lýsir Jóhanna ferðum sínum til tíu Qar- lægra landa og eru frásagnirnar mjög persónulegar lýsingar höf- undar samtímis því sem varpað er ljósi á framandi mannlíf og Qarlæg lönd, að því er segir í fréttatilkynningu þar sem boðuð er útgáfa bókarinnar. I bókinni eltist Jóhanna við Saddam Hus- sein íraksforseta, ræðir við Tak- ako Doi, forystukonu í japanskri pólitík, og hittir Mario Soares í Portúgal. Hún skrafar við hirð- ingja í Saharaeyðimörkinni og hjákonur í Malawi, svo að nokkuð sé nefnt. Jóhanna Kristjónsdóttir sendi í fyrra frá sér bókiná „Fíladans og framandi fólk.“ í „Dulmáli dódó- fuglsins" leggur hún áfram leið sína til landa sem eru flest utan alfara- leiða ferðamanna og sækir heim staði eins og Rúanda, Mauritíus, Kuwait, írak, Malawi, Túnis, Ma- rokkó, Japan og ísrael og Portúg- al. í bókinni er íjöldi mynda. Hún kemur út hjá Vöku/Helgafelli. Líffi*æðifélag íslands: Ráðstefna um fiskeldi LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands gengst fyrir ráðstefinu um fiskeldi í Norræna húsinu dagana 3.-4. nóvember næst- komandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um líffræði mismunandi eldis, fisksjúkdóma, erfðafræði lax- fiska, mengun og nýja eldis- möguleika. Fjölmörg erindi verða flutt um hvern málaflokk, og verða umræður að þeim loknum. Ráðstefnan hefst kl. 13 föstudaginn 3. nóvember, og er ráðstefnugjald 300 krónur. GEISLAHITARAR fyrir svalir, blómastofur o.fl. Kringlunni - sími 685440. V2 svtrv 435,- V2 Í\ÍAUT ffrá 498j" Tilbúið í kistuna SVÍNALÆRI OG BÓGAR HEILDSÖLUVERÐ NÝ LAMBA- LIFUR OG HJÖRTU 359,- KJÚKLINGAR 569,- PÓSTSENDUM GREIÐSLU- KORTAÞJÓNUSTA 1KJÖT ER \OKKAR SÉRGREIN Bananar........99, Smjörlíki .....99, Ritz kex.......66, Bravo ávaxtasafi ...69, Ora gr. baunir.52, Kellogg's kornfleks 500 gr......96,- í í 68 5168

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.