Morgunblaðið - 02.11.1989, Page 23

Morgunblaðið - 02.11.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir RUNE TIMBERLID Fólksflótti og félags- leg vandamál ógna framtíð Finnmerkur SÍÐUSTU tíu dagana hafa 15 norskir togarar og tvö hafrann- sóknaskip farið fram og aftur um Barentshafið til að kanna ástand þorskstofnsins og ganga jaftiframt úr skugga um, að rétt sé með farið í mánaðargamalli svartri skýrslu. Niðurstöður rannsóknanna verða ekki kynntar fyrr en eftir nokkra daga en leiðangursstjór- inn, Arvid Hyien, hefur þegar sagt, að ástandið í Barentshafi sé eins og í eyðimörk. „Við höfúm fúndið svo lítinn fisk, að það munu líða mörg ár áður en við náum aftur kvótanum á þessu ári, 300.000 tonnum. 100.000 tonn eru hámarkið eitthvað fram eftir næsta áratug.“ A Astand fiskstofnanna í Bar- entshafi kemur eins og reið- arslag yfir íbúa Norður-Noregs og sérstaklega Finnmerkur. Á stríðsárunum lögðu Þjóðveijar þennan landshluta að mestu í eyði en uppbyggingin síðan og allt mannlífið þar hefur hvílt á þorsk- inum, veiðunum og vinnslunni í landi. Heita má, að kreppan í Finnmörku sé algjör. Á fáum árum hafa 10.000 manns flust þaðan og þeim, sem eftir eru, um 70.000 manns, fækkar dag frá degi. Margir hafa sest að í bæjun- um sunnar í Norður-Noregi en langflestir fara til Suður-Noregs, 2.000 km sunnar. Þá er einnig nokkuð um, að fólk hafi freistað gæfunnar í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi. Gjaldþrot og félagslegir erfiðleikar Um alla Finnmörku standa fiskvinnslustöðvarnar auðar og yfirgefnar og víða er næstum átakanlegt að sjá hvernig allt drabbast niður. ■ Afleiðingarnar láta heldur ekki á sér standa fyr- ir þá, sem enn búa á þessu stöðum og hafa ekkert fyrir stafni, og birtast í stórauknum, félagslegum vandamálum. Um 20% bátseig- enda horfast í augu við gjaldþrot og lánastofnanir hafa að sjálf- sögðu ekki farið varhluta af erfið- leikunum. Fyrir skömmu var stærsti bankinn í landshlutanum, Sparebanken Nord-Norge, í raun gjaldþrota en var bjargað með opinberum fjárframlögum upp á tvo milljarða nkr. eða sem svarar til 18 milljarða ísl. kr. Grundvöllurinn er brostinn Ríkisstjórnin gerir sér fulla grein fyrir ástandinu í Norður- Noregi en virðist samt ekki fá neitt að gert. Að vísu hefur verið reynt að grípa til ýmissa aðgerða en þær eiga það allar sameigin- legt, að þær breyta engu um, að það er sjálfur grundvöllur byggð- arinnar, sem er brostinn - þors- kveiðarnar eru að mestu liðin tíð um ófyrirsjáanlegan tíma. Jan P. Syse forsætisráðherra þykir þó hafa brugðist rétt við með því að skipa sérstakan mann til að fást við vandamálin í Norður-Noregi. Heitir hann Odd Richard Olsen, 42 ára gamall ritstjóri frá Kirke- nes, og er settur undir Petter Thommassen atvinnumálaráð- herra, sem er einnig Norðlending- ur. Sjálfstætt efiiahagssvæði og skattalækkanir „Það verður ekki auðvelt verk að bjarga Norður-Noregi. Við ætlum að gera Finnmörk, Troms og Norðland að sjálfstæðu efna- hagssvæði og lækka almenna skatta þar verulega í von um, að fólk vilji þá heldur vera um kyrrt. Hugsanlega verður það líka til, að einhvetjir flytjist aftur norð- ur,“ segir Odd Richard. Á morgun ætla fylkisþingin þtjú í Norður-Noregi að halda sameiginlegan fund í fyrsta sinn. Verður hann í Tromsö og ein- göngu rætt um hvað er til ráða. Er helst búist við kröfum um, að Norðlendingar fái aðgang að fiskimiðum úti fyrir öðrum lands- hlutum og einnig, að þeim verði leyft að flytja inn fisk til að halda vinnslunni gangandi að einhvetju leyti. Rányrkjan hefiiir sín Norskir fiskifræðingar segja, að mikil ofveiði á þorski og loðnu og meðfylgjandi fæðuskortur hafi valdið hruninu í Barentshafi og deila um leið hart á norska sjó- menn. Segja þeir, að aðeins á árinu 1987 hafi sjómennirnir kast- að útbyrðis smáþorski, sem hefði gefið 80.000 tonna afla hefði hann fengið að vaxa upp. Norsku sjó- mennirnir vilja aftur á móti kenna rányrkju Sovétmanna um og virð- ast hafa margt til síns máls í því ef marka má yfirlýsingar sovéska vísindamannsins Gúennadíjs Matísjovs fyrir nokkrum dögum. Hann sagði á ráðstefnu í Björgvin um fiskveiðar og olíuvinnslu á hafi úti, að veiðar Sovétmanna í Barentshafi hefðu verið miklu meiri en opinberlega væri gefið upp. Þegar atvinnan hverfur tekur sinnuleysið við en nýlega lifnaði þó heldur betur yfir sjómönnunum á Finnmörku. Firðirnir fylltust skyndilega af síld og sáu þá marg- ir fyrir sér skjóttekinn pening. Það kom hins vegar í ljós, að í landi voru engar stöðvar,_sem gátu eða vildu taka við aflanum, og eina úrræðið var að sigla með hann alla leið suður til Vestur- landsins. Þá voru líka veiðarnar löngu hættar að borga sig. Koma aðrar þjóðir til hjálpar? Ástandið í Finnmörku hefur vakið athygli langt út fyrir Noreg. Nýlega voru þar á ferð starfsmenn vestur-þýsku sjónvarpsstöðvar- innar ADN og í þætti, sem þeir gerðu um kreppuna, segja þeir, að það ætti að vera samevrópskt verkefni að bjarga Finnmörku frá því að fara í eyði. Það er alls ekki ólíklegt, að Norðmenn þurfi á utanaðkomandi hjálp að halda við að leysa þennan vanda. Sem stendur bendir ekkert til, að þróuninni verði snúið við á næstu árum, jafnvel ekki þótt nefnd, sem skipuð var af ríkis- stjórn Gro Harlem Brundtland, eigi að skila af sér tillögum til lausnar kreppunni í 'Norður- Noregi eftir hálfan mánuð. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Noregi Náttúran er víða stórbrotin í Norður-Noregi en mannfólkið lif- ir ekki bara á fagurri íjallasýn. Ármúla 29 símar 38640 - 686100 k Þ0BGRÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLDTUR KQRKDPLAST GÓLFFLÍSAR Warmaplast einangrun GLERULL STEINULL LAUSBLAÐA- MÖPPUR írá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur Sl E M E NS -<jaeð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný rydur Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. ( þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á véiina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áfösturrf vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.