Morgunblaðið - 02.11.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.11.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 Ungverska þingið: Hætt verði við um- deildar virkjun- arframkvæmdir Búdapest. Reuter. UNGVERSKA þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða á þriðjudag að heimila Miklos Nemeth forsætisráðherra að hætta við virkjunarframkvæmdir, sem austurrískum verktökum hafði verið falið að annast. Samþykktin verður einnig til þess að virkjun, sem verið er að reisa i Tékkóslóvakiu, verður ekki jaiii arðbær og ráð fyrir gert. Tékknesk stjórnvöld og austurrísku verktakarnir ætla að krefjast skaðabóta vegna þessa máls. Samþykkt þingsins er mikill sig- ui' fyrir náttúruverndarsinna, sem hafa í áraraðir barist gegn því að virkjunin verði reist. Nemeth tók Milljóna tap kanadísks út- gerðarfélags Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritari Morgunblaðsins í Washington. Utgerðarfélagið Fishery Products International í St. Johns á Nýfundnalandi tapaði 3,7 milljónum Kanadadollara (um 190 millj. ísl. kr.) á þriðja fjórð- ungi þessa árs. Með þessu heflr tap félagsins á árinu, sem er að líða, numið samtals 19,5 milljón- um Kanadadollara. Á sama tíma- bili í fyrra stóðu reikningar fé- lagsins þannig, að það hafði hagnað, sem nam samtals 12,9 milljónum dollara. Vic Young forseti félagsins segir að tap félagsins stafi af þröngt skömmtuðum veiðileyfum. Féiaginu hefir verið úthlutað 20 þús. smálest- um minna í veiðileyfum á botnfiski á þessu ári. Við þessa erfiðleika félagsins bættist verkfall fiskiðjufólks í fyrra- haust og lélegur grunnmiðaafli víðast hvar á nýliðinni voi’vertíð. Félagið neyddist til að loka fisk- vinnslustöðvum á árinu í 17 til 27 vikur. Það olli tímabundnum at- vinnumissi 4.000 manns í fiskiðnaði á Nýfundnalandi. Talið er að veiðileyfi fyrir botn- fisk á Nýfundnalandsmiðum verði enn skorin niður á þessu ári. Þorskbirgðir í Kanada eru nú aðeins helmingur af því sem þær voru á sama tíma í fyrra. Júgóslavía: Verkfalls- menn rekn- ir og leiddir fyrir rétt Belgrail. Reuter. 62 námaverkamönnum, sem efndu til verkfalla í Kosovo- héraði í Júgóslavíu nýlega, verður sagt upp störfum og nokkrir þeirra verða Ieiddir fyrir rétt. Verkfallsmennimir lokuðu sig inni í námu til að mótmæla réttarhöldum yfir fyrrum leið- toga kommúnistaflokks héraðs- ins, Azem Vlasi. Sérsveitir bám mennina út úr námunni á mánudag. Vlasi og 14 aðrir hafa verið ákærðir fyrir að kynda undir óeirðum og á kommúnistaleið- toginn fyrrverandi yfir höfði sér dauðadóm verði hann sekur fundinn um gagnbyltingartil- raun. Hlé var gert á réttar- höldunum skömmu áður en þau hófust á mánudag. undir röksemdir þeirra á þinginu og sagði að virkjunin myndi menga drykkjarvatn milljóna manna, auk þess sem hún væri of dýr. Hann bætti við að tékknesku og ung- versku virkjanirnar myndu valda náttúruspjöllum í Tékkóslóvakíu og Austurríki, ekki síður en í Ung- veijalandi. Ungveijar og Tékkar gerðu með sér samning um virkjanirnar tvær árið 1977. Tékknesk stjórnvöld sögðu í maí að þau myndu krefjast skaðabóta, sem næmu 122 milljörð- um ísl. kr., stæðu Ungveijar ekki við samninginn. Austurrísku verk- takarnir sögðu á þriðjudag að þeir myndu krefjast sem nemur 20 mill- jörðum ísl. kr. Veðreiðahestur fípaður Reuter Lögfræðingur skýrði frá því við réttarhöld í Lundún- um í gær að eiturlyfjakóngar hefðu skotið hljóð- bylgjum með meiri tíðni en mannseyrað nemur úr byssu, sem líktist kíki, til að fipa veðreiðahest í júní í fyrra. Á myndinni sést knapinn, Greville Starkey, detta af hestinum (lengst til hægri). Nigel Lawson, fyrrum ij ármálaráðherra Bretlands, um ástæður afsagnar sinnar: Agreiningfur um hlutverk Breta í samstarfí Evrópuríkja Lundúnum. The Daily Telegraph. Reuter. NIGEL Lawson, sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra Bret- lands í síðustu viku, gagnrýndi sljórnarhætti Margaret Thatcher forsætisráðherra er hann tók til máls á þingi á þriðjudagskvöld. I máli Lawsons kom fram að hann telur deiluna um aðild Breta að evrópska myntkerfínu, sem leiddi til afsagnar hans, anga af mun stærra deilumáli sem varðar hlutverk Breta í hinni samein- uðu, nýju Evrópu. Þetta var t' fyrsta skipti sem Lawson ræddi ástæður afsagnarinnar opinberlega og voru viðbrögð Qölmiðla við ræðu hans þau að ástæða væri til að ætla að deila þessi hefði veikt stöðu Thatcher bæði innan íhaldsflokksins breska og ríkis- stjórnarinnar. Sams konar raddir tóku þegar að heyrast í síðustu viku er fjármálaráðherrann skýrði frá því að hann hefði ákveðið að láta af störfúm. Lawson skýrði þingheimi frá því að fyrir réttu ári hefði breski for- sætisráðherrann í raun beitt neit- unarvaldi gegn þeirri hugmynd hans að Englandsbanki yrði gerð- ur sjálfstæðari en fram til þessa m.a. til þess að stjórnmálamenn gætu ekki haft afskipti af vaxta- stefnu bankans. Hann vék að ágreiningi sínum og forsætisráð- herrans á vettvangi efnahagsmála og sagði: „Þegar ágreiningur kem- ur upp eins og hlýtur alltaf að gerast öðru hvoru ber viðkomandi að leita lausna á deilunni í einrúmi og, þegar því verður við komið, í sameiningu“. Gera bæri þá kröfu til forsætisráðherra landsins að hann eða hún skipaði ráðherra sem nyti fulls trausts til að framkvæma stefnu stjórnarinnar. Áhrifamenn innan breska íhaldsflokksins hafa undanfarna daga látið að því liggja að forsætisráðherrann kjósi helst að gera út um deilumál sín og ráðherra í ríkisstjóminni í fjölmiðl- um og gefið í skyn að Thatcher sé bæði einráð og ósveigjanleg. Voru ummæli Lawsons túlkuð á þann veg að hann væri að taka undir þetta sjónarmið. Kartöflur op kartðflugeymsla 80 kr. kílðíO Karlöflusalan v/Bilanaust. HUSTRE sérverslun Parket, panill, vegg- og loftaklæðningar. Innanhússhönnuður aðstoðar við valið. Ármúla 38 - Sími 681818 Nigel Lawson, fyrrum Qármála- ráðherra Bretlands. Illa dulbúin árás Lawson vék að ágreiningi sínum og Sir Alan Walters, fyrrum efna- hagsráðgjafa forsætisráðherrans, sem einnig sagði af sér í síðustu viku. Sagði hann mjög gagnrýna grein um evrópska myntkerfið, sem Sir Alan ritaði í bandarískt tímarit, aðeins hafa verið „toppinn á ísjakanum“ en í Bretlandi hefur verið litið svo á að skrif efnahagsr- áðgjafans hafi verið helsta ástæða afsagnarinnar. Greinin hefði verið illa dulin árás á stefnu sína. Bret- um bæri að taka fullan þátt í evr- ópska myntkerfinu því aðild að því myndi auka á trúverðugleika þeirrar stefnu rikisstjórnarinnar að beijast gegn verðbólgu með kjafti og klóm. Lawson gaf hins vegar til kynna að hann og Thatc- her greindi á um gildi Evrópusam- starfsins er hann bætti því við einnig væru fullgildar pólitískar ástæður fyrir því að Bretar gengju til samstarf við önnur Evrópuríki á þessum vettvangi hið fyrsta. Öríög Bretlands væru samtvinnuð örlögum Evrópu. Stuðningsyfirlýsing’ við stjórnina Fjármálaráðherrann fyrrver- andi lýsti yfir stuðningi við ríkis- stjórn Margaret Thatcher og Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. kvaðst þess fullviss að hagvöxtur myndi aukast á næsta ári þótt á brattann væri að sækja. Hann sagðist telja að íhaldsflokkurinn myndi fara með sigur af hólmi í næstu þingkosningum sem að líkindum fara fram árið 1992 og bar lof á Thatcher fyrir „stórbrot- ið framlag hennar til endurreisnar Bretlands". John Major, sem tók við af Law- son í síðustu viku flutti á þriðju- dagskvöld fyrstu þingræðu sína frá því hann tók við því háa emb- ætti en ræða hans féll algjörlega í skuggann af ávarpi fjármálaráð- herrans fyrrverandi. Major kvaðst telja að það þjónaði hagsmunum Breta að gerast aðilar að evrópska myntkerfinu þegar aðstæður leyfðu. Þótt Major hafi slegið þennan varnagla voru ummæli hans túlkuð á þann veg að honum væri mjög í mun að treysta stöðu sína strax í upphafi ferils síns sem fjármálaráðherra því Thatcher hefur fram til þessa haft mun ákveðnari fyrirvara um aðild að myntkerfinu en fram komu í ræðu Majors. Hann boðaði að engar breytingar yrðu gerðar á efna- hagsstefnu stjómarinnar og kvaðst jafnframt reiðubúinn að halda vöxtum svo háum sem nauð- sjm krefði til að halda verðbólgu í skefjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.