Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Skylduaðild að
lífeyrissjóðum
Inýju tölublaði Fjármála, sem
Fjárfestingarfélag íslands hf.
gefur út, er frá því skýrt, að IBM
á íslandi hafi ákveðið að bæta
kjör starfsmanna sinna á þann
hátt að greiða sérstakt framlag,
sem nemur 6% af launum þeirra,
í Fijálsa lífeyrissjóðinn, sem
starfræktur er á vegum Fjár-
festingarfélagsins. Þetta eru
athyglisverð tíðindi. Ástæðan
fyrir þessari ákvörðun fyrirtæk-
isins hlýtur m.a. að vera sú, að
forráðamenn þess og starfs-
menn hafi komizt að þeirri nið-
urstöðu,- að lífeyrissjóðakerfið
dugi ekki til þess að tryggja
fólki sómasamlegan lífeyri, þeg-
ar kemur að starfslokum.
Starfsmenn og forráðamenn
IBM eru ekki einir um að kom-
ast að þessari niðurstöðu. Það
er alveg ljóst, að þeir, sem nú
taka lífeyri úr þeim lífeyrissjóð-
um, sem starfræktir eru utan
opinbera geirans, búa alls ekki
við viðunandi lífeyri. Færa má
rök fyrir því, að ástæðan sé sú,
að fé lífeyrissjóðanna hafi ekki
verið verðtryggt fyrr en fyrir
rúmum áratug og að þessir
lífeyrissjóðir geti betur þjónað
félagsmönnum síðar. Það skal
þó dregið í efa.
Á sama tíma og það fólk, sem
unnið hefur á hinum almenna
vinnumarkaði og greitt hefur í
lífeyrissjóðí í áratugi, býr við
þessar aðstæður í lífeyrismálum,
njóta opinberir starfsmenn sérs-
takra fríðinda í lífeyrismálum,
sem tryggja þeim viðunandi
lífeyri til æviloka. Þetta er gert
með skattlagningu m.a. á þá,
sem búa við óviðunandi kjör í
lífeyrismálum. Þess ber þó að
geta, að þessi fríðindi opinberra
starfsmanna hafa jafnan verið
rökstudd með. því, að þeir hafi
búið við verri launakjör en fólk
á hinum almenna vinnumarkaði.
Þetta hefur vafalaust átt við í
eina tíð en tæplega, þegar horft
er til síðustu tveggja áratuga.
Nú er fólki skylt að vera í
lífeyrissjóðum. Einstaklingar
geta ekki ákveðið að hætta að
greiða í lífeyrissjóð. Þeir geta
heldur ekki samið við vinnuveit-
anda sinn um það, að hans fram-
lag vegna viðkomandi launþega
verði greitt annað. Þegar þetta
kerfi var tekið upp ríktu aðrar
aðstæður í fjármálum en nú. Þá
átti fólk ekki um marga kosti
að velja í sambandi við sparnað.
Nú er hins vegar svo komið, að
möguleikar til þess að safna fé
til elliára og tryggja verðgildi
þess eru miklir. Þessum kostum
fjölgar stöðugt.
Þegar litið er til vanmáttar
lífeyrissjóðanna. til þess að
tryggja félagsmönnum sínum
viðunandi' lífeyri má spyija
hvaða rök séu fyrir því í dag,
að skylduaðild sé að lífeyrissjóð-
um. Með hvaða rökum er hægt
að neita hveijum einstaklingi
um að ákveða það sjálfur í sam-
vinnu við vinnuveitanda sinn,
hvar skuli ávaxta það fé, sem
um er samið að leggja fyrir til
efri ára? Það er hægt að færa
sterk rök fyrir því, að hver ein-
staklingur geti tryggt sér betri
ávöxtun á þessum sparnaði með
öðrum hætti en þeim að leggja
hann í misjafnlega sterka eða
veika lífeyrissjóði. Með hvaða
rétti er hægt að skylda þennan
einstakling til þess að borga í
lífeyrissjóð ákveðins stéttarfé-
lags, sem hann hefur augljós-
lega ekki hag af að borga til?
Auðvitað eru til margar hliðar
á þessu máli. Það má t.d. halda
því fram, að ákveðinn hluti þjóð-
félagsþegna mundi ekki hafa
sinnu á að tryggja lífeyrisrétt-
indi sín, ef þeir yrðu að sjá um
það sjálfir. Menn geta endalaust
deilt um það, hvort aðrir eigi
að hafa vit fyrir þeim eða ekki.
Hitt er tæpast hægt að deila
-um, að fólk á að eiga val. Þeir,
sem kjósa að ávaxta lífeyris-
sparnað sinn á annan veg en
þann að vera meðlimir í ákveðn-
um lífeyrissjóði, eiga að hafa
rétt til þess. Annað er í ráun
og veru fáránlegt eins og þjóð-
félagsaðstæður eru nú.
. Það er tímabært að taka
skylduaðild að lífeyrissjóðum
upp til umræðu og íhuga, hvort
ekki er ástæða til að auka frelsi
fólks á þessu sviði, sem öðrum.
í þessu samhengi má líka varpa
fram þeirri spurningu, með
hvaða rétti það hefur verið
ákveðið, að allir launþegar skuli
vera meðlimir í verkalýðsfélög-
um. Margt fólk hefur engan
áhuga á að vera félagsbundið í
verkalýðsfélögum og greiða
ákveðna peninga á ári hveiju til
þess að halda uppi skrifstofu-
veldi verkalýðsfélaganna. Þeir,
sem það vilja, eiga að gera það,
þeir, sem vilja það ekki, eiga
að hafa fullan rétt til þess að
standa utan launþegafélaga,
lífeyrissjóða og annarra sjóða á
þeirra vegum og fá í þess stað
þær prósentur, sem nú eru
greiddar í þessa sjóði til eigin
ráðstöfunar.
Innri markaður EB -
þróun í framleiðslu
og dreifingu matvæla
Hvernig verður staða íslands best tryggð?
eftir Erlend Einarsson
Slagurinn í mat-
vælageiranum
Það hefur ekki farið fram hjá
mönnum, hversu mikil samþjöppun
hefur orðið innan erlendra fyrir-
tækja í matvælageiranum að und-
anförnu, þar sem matvælafyrirtæk-
in keppast um að yfirtaka hvert
annað. Og það er alveg ljóst, að
það eru einmitt fyrirtækin sem hafa
náð því stigi að vera alþjóðleg og
með heimsþekkt vörumerki, sem
hafa tryggt sér sterkustu stöðuna
í hinu mikla viðskiptatafli um frum-
þarfir mannanna, þessu tafli sem
nú er teflt úti um allan heim.
Slagurinn í matvælageiranum er
því ekki bara samkeppnin á hinum
ýmsum markaðstorgum, heldur er
líka slegist um að yfirtaka matvæla-
fyrirtækin bæði smá og stór. Þekkt-
asta dæmið um slíkt eru kaupin á
bandarísku samsteypunni JRJ Nab-
isco, sem keypt var upp á sl. ári
fyrir 25 milljarða dollara, en það
samsvarar eitt þúsund fimm hundr-
uð og fimmtíu milljörðum í íslensk-
um krónum og er þá miðað við
gengi á dollar kr. 62,00.
Ef við lítum okkur nær, til Evr-
ópulandanna, þá er sama þróun þar
og í Bandaríkjunum. Þar hafa menn
verið að mæna á hinn sameiginlega
markað Evrópubandalagsins og
stóru tækifærin sem þar opnast
eftir 1992.
Aðgerðir af hálfu matvælaiðnað-
arins gagnvart hinum fijálsa innri
markaði EB eru þó ekki nýjar af
nálinni. Það var strax á sjöunda
áratugnum sem fyrirtækin Nestlé
og Unilever byijuðu að skipuleggja
hagsmuni sína innan hins væntan-
lega sameiginlega markaðar, m.a.
með því að sérhæfa sig í framleiðsl-
unni og koma sér fyrir í hinum
ýmsu löndum EB.
Með olíukreppunni 1973 drógust
innbyrðis viðskipti EB mikið saman
vegna mikils tilflutnings á fjár-
magni til olíuframleiðsluríkjanna.
Viðskipti við lönd utan EB uxu þá
meira en viðskipti innan banda-
lagsríkjanna. Þegar Einingarlög
Evrópu (The Single European Act)
tóku gildi 1. júlí 1987, kom hins
vegar mikill kippur í efnahagslff
innan EB. Aldrei fyrr hafði slíkur
fjöldi fyrirtækja sameinast, með
yfirtöku eða samruna. í samkeppn-
isskýrslu framkvæmdanefndar EB,
þeirri 17. í röðinni, kemur fram að
veruleg aukning á samþjöppun fyr-
irtækja átti sér stað innan matvæla-
geirans. Þessi samþjöppun hefur í
vaxandi mæli breiðst út frá því að
vera innan hvers lands í það að ná
yfir EB-löndin og alþjóðamarkað-
inn.
Það er gert ráð fyrir að stærstu
fyrirtækjasamsteypurnar innan
matvælageirans í Evrópu haldi
áfram að stækka. Þær eru nú í óða
önn að reyna að kaupa upp keppi-
nauta innan landa EB eða þá að
sameinast þeim ef kaup ná ekki
fram að ganga. Tilgangurinn er að
koma í veg fyrir samkeppni eða
minnka hana og á þann hátt ná
stærri hlutdeild í markaðnum og
að sjálfsögðu fá hagkvæmari
rekstrarafkomu.
Sem dæmi um sterka stöðu stór-
fyrirtækja í matvælageiranum í
Evrópu eru áðurnefnd svissneska
fyrirtækið Nestlé og bresk/hol-
lenska fyrirtækið Unilever. Þess tvö
fyrirtæki' munu í dag eiga í sérstök-
um „hernaðarsjóðum“ upphæðir
sem nema hundruðum milljarða
íslenskra króna. Unilever t.d. keypti
upp fyrirtæki á árunum 1984-1988
fyrir 15 milljarða dollara eða sem
svarar til 930 milljarða íslenskra
króna.
Samþjöppun í smá-
söluversluninni
í þýsku smásöluversluninni átti
sér stað áður óþekkt bylgja sam-
þjöppunar frá því í september 1986
til ársloka 1987. Yfirtaka smásölu-
verslana á þessum tíma, metin í
umsetningu, var 24 milljarðar
marka á móti 16 milljörðum á árun-
um 1980-84.
Þá varð mjög mikil aukning í
samþjöppun fyrirtækja í V-Þýska-
landi árið 1988. Á því ári voru ekki
færri en 550 fyrirtæki yfirtekin og
af þeim voru 96 í matvælageiranum
með umsetningu upp á 28 milljarða
marka. Þessar yfirtökur stór-fyrir-
tækjanna í matvælageiranum eru
meiri, en þær voru á árunum 1986
og 1987 samtals.
Á sama tíma og þetta gérist eru
stóru smásölukeðjurnar innan EB,
sem reka alhliða smásöluverslun,
að auka umsvif sín innan matvæla-
geirans og jafnframt eykst sam-
vinna milli smásölukeðja í hinum
ýrnsu löndum EB. Þetta gerist með
ýmsu móti, t.d. á þann hátt að keðj-
urnar kaupa eignarhluta hvor í
annarri. Sem dæmi um þetta má
nefna að franska keðjan Cassino,
önnur stærsta í Frakklandi, hefur
tekið upp samvinnu við breska fyrir-
tækið Argyll, hollenska fyrirtækið
Ahold og ítalska fyrirtækið Rinas-
cette. Á sama hátt er Carrefour,
stærsta smásölukeðjan í Frakk-
landi, á fullri ferð með að ná að-
Erlendur Einarsson
„í slíkri skoðun hlýtur
að koma upp sú spurn-
ing, hvort við getum
með einhverjum hætti
haft samstarf við sterka
aðila innan EB, sem
mundu vilja hjálpa okk-
ur til þess að byggja
upp sterka markaðs-
stöðu fyrir sjávarafurð-
irnar okkar, m.a. með
því að hjálpa til við að
byggja upp „gæðavöru-
merki fyrir íslenska
fiskinn“.“
stöðu í hinum ýmsu löndum innan
EB. Þá sitja Bretarnir ekki aðgerða-
lausir með risana í matvælafram-
leiðslu í broddi fylkingar, eins og
t.d. Unilever. Þannig keyptu Bretar
upp fyrirtæki á meginlandi Evrópu
fyrir 2,6 milljarða sterlingspunda á
sl. ári (1988) og árið þar á undan
voru keypt 134 fyrirtæki fyrir 1,2
miiljarða punda.
Hér hefur ekki verið rætt um
veitingahúsin, sem eru að sjálf-
sögðu sérstakur geiri í dréifingu
matvæla. Það verður þó að gera ráð
fyrir að veitingahúsakeðjur eigi eft-
ir að vaxa og eflast innan hins sam-
einaða EB-markaðar.
Allt ber því að sama brunni. Með
stækkuðum innri markaði EB, eru
flestir viðskiptaaðilar að reyna að
ná aukinni markaðshlutdeild og
nærtækasta ráðið til þess telja
rnenn vera að stækka fyrirtækin.
Markmið stærri fram-
leiðslufyrirtækj anna
Þá er það ákveðið markmið
stærstu framleiðslufyrirtækj anna
að ná fótfestu í alþjóðaviðskiptum,
verða heimsþekkt með heimsþekkt
vörumerki. Með því vinnst margt,
ekki síst aukinn fjárhagslegur
styrkur, dreifing áhættu og sterk-
ara tangarhald á hveiju mat'kaðs-
svæði fyrir sig, þar sem hið mikla
magn framleiðslunnar á að geta náð
betri samkeppnisaðstöðu með hag-
stæðu verði og markvissri markaðs-
setningu á hveijum markaði fyrir
sig. Auk þess hafa alþjóðafyrirtæk-
in miklu meiri möguleika á vöruþró-
un og margvíslegum rannsóknum
varðandi vörugæði en minni fyrir-
tækin hafa. Þá má ekki gleyma
því, að stóru alþjóðafyrirtækin með
fullar hendur fjár hafa aðstöðu til
þess að kaupa þekkingu með því
að ráða til sín starfsmenn, sem
hafa yfir að ráða mikilli þekkingu
á hinum ýmsu sviðum. Og síðast
en ekki síst hafa þessi stóru fyrir-
tæki líka þann möguleika að ráða
til sín hæfustu stjórnendur sem völ
er á með því að bjóða þeim há laun
og mikil fríðindi. Launin skipta þá
ekki miklu máli þegar um úrvals
menn er að ræða.
Það fer ekki á milli mála, að al-
þjóðafyrirtækin í matvælageiranum
renna hýru auga til innri markaðar
EB og freista þess að ná þar sterki
fótfestu með því að kaupa upp fyrir-
tæki eða setja upp sín eigin dóttur-
fyrirtæki innan EB.
Nú er það svo að í matvælavið-
skiptunum má greina í sundur ann-
ars vegar fyrirtækin sem annast
framleiðsluna, vinna úr hráefni því
sem kemur t.d. frá landbúnaði eða
sjávarútvegi, og svo fyrirtækin sem
dreifa vörunum til neytenda. Báðir
þessir flokkar vinna markvisst að
því að koma upp sínum eigin vöru-
merkjum, þegar um pakkaðar
merkjavörur er að ræða. Alþjóða-
fyrirtækin hafa hins vegar mjög
sterka stöðu, vegna þess að þau
hafa heimsþekkt vörumerki á boð-
stólum og oft á hagstæðu verði.
Smásölufyrirtækin hafa aftur á
móti þann kost að vera nálægt neyt-
endunum með því að rétta vöruna
yfir búðarborðið, svo notað sé gam-
alt hugtak og þau hafa líka þann
kostinn að ákveða hvaða vörur
koma í hillur verslananna. En það
er ljóst að smásöluverslanir komast
ekki hjá því til lengdar að hafa
heimsþekkt vörumerki alþjóðafyrir-
tækjanna á boðstólum.
Það er alveg ljóst að slagurinn
um matvælamarkaðinn í EB er að
harðna og á eftir að harðna meira.
Þess vegna segja þeir gjarnan sem
nú taka þátt í þessum slag: „Það
er nauðsynlegt að flýta sér“ og nú
er slagorðið: „kaupum upp“ í stað
þess sem áður var: „byggjum upp“.
Gerður hefur verið listi yfir
stærstu framleiðslufyrirtæki innan
matvælageirans í EB-löndum og
staða þeirra metin, gágnvart þeirri
hættu að verða yfirtekin. Það vekur
athygli, þegar þessi listi er skoðað-
ur hvað Bretar eiga stór alþjóðafyr-
irtæki í matvælum. Þar trónir Uni-
lever, sem er að vísu hollenskt að
hluta. Vegna þess hve bresku fyrir-
tækin standa upp úr, gefur það
þeim meiri möguleika að kaupa upp
matvælafyrirtæki innan EB. Þá
vekur það líka eftirtekt, samkvæmt
breskri könnun, hvað þýsku fyrir-
tækin innan þessa geira virðast
standa höllum fæti gagnvart mat-
vælarisunum í Bretlandi og í sum-
um öðrum löndum innan EB. Það
gæti hins vegar þýtt það að þýsk
fyrirtæki innan matvælageirans
ættu á hættu að verða keypt upp,
þar sem þau eru tiltölulega lítil á
alþjóðamælikvarða.
Þá vekur það líka athygli, hve
svissneska fyrirtækið Nestlé hefur
haslað sér sterkan völl á alþjóða-
.vettvangi. Þetta fyrirtæki hefur á
undanförnum árum keypt upp hvert
matvælafyrirtækið á fætur öðru í
hinum ýmsu löndum heims, bæði
austan hafs og vestan. Það vakti
reyndar mikla athygli þegar Nestlé
yfirtók nýlega breska fyrirtækið
Rowntree, sem talið var mjög
öflugt. Þetta sýndi einmitt að stór
og sterk fyrirtæki geta líka átt á
hættu að verða yfirtekin.
Hver verður staða íslands?
Mikið er nú rætt um stöðu ís-
lands gagnvart EB. Á þessu stigi
er erfitt að segja, hvort unnt verður
að ná fríverslunarsamningi við EB,
án þess að afsalað sé réttinum til
I fullrar nýtingar á auðlindum hafs-
ins innan íslenskrar lögsögu. En
vonandi tekst okkur að sýna EB-
þjóðunum fram á, hvað við íslend-
ingar höfum mikla sérstöðu, vegna
fámennis, vegna legu landsins,
vegna einhæfra atvinnuvega og
einnig vegna heimspólitískrar
stöðu. Auðlindir hafsins eru
lífsbjörg íslensku þjóðarinnar.
Þessa lífsbjörg getum við ekki látið
af hendi til annarra.
En burt séð frá þessu, þá er það
staðreynd að Islendingar eru mat-
vælaframleiðsluþjóð. Engin þjóð í
heiminum á eins mikið undir fram-
leiðslu sjávarafurða og við íslend-
ingar. Og markaður EB verur trú-
lega í bráð og lengd þýðingarmesti
markaðurinn fyrir okkar sjávaraf-
urðir. Þess vegna hljóta margar
spurningar að koma upp varðandi
það, hvernig við eigum að aðlaga
framleiðsluna að þessum markaði
og hvernig markaðssetningin geti
best tryggt sem hagstæðast skila-
verð til framleiðenda.
Við eigum því miður engin heims-
þekkt vörumerki fyrir okkar sjávar-
afurðir, enda lítið af okkar fiski
selt beint á neytendamarkað. Það
væri hins vegar mjög þýðingarmik-
ið ef við hefðum þekkt gæðavöru-
merki fyrir íslenska fiskinn. Hætt
er þó við að það mundi kosta meira
að fjármagna uppbyggingu slíks
vörumerkis og gera það heims-
þekkt, heldur en við íslendingar
hefðum efni á einir saman.
Það eru því margar spurningar
sem upp kom.a, þegar menn velta
því fyrir sér hvernig við eigum að
tryggja okkur sem sterkasta stöðu
á stóra EB-markaðstorginu. Þótt
íslensku sölusamtökin hafi gert
margt gott í markaðssetningu á
vörum sínum undanfarna áratugi,
þá verður að skoða gaumgæfilega,
hvernig bregðast skuli við hinum
nýju viðhorfum, þegar innri mark-
aður EB kemur til sögunnar og
hvernig best mætti tryggja að
íslenskur fiskur gæti náð þar sterkri
markaðsstöðu. Staðan í dag er hins
vegar sú, að mest af okkar sjávaraf-
urðum er selt sem hráefni inn í
EB-löndin. Slík staða er ekki viðun-
andi til langframa. Við verðum að
finna leiðir til þess að auka verð-
mæti sjávaraflans með því að vinna
hann sem mest hér heima tilbúinn
á disk neytenda og þá verður að
hafa í huga, að diskarnir geta bæði
verð í heimahúsum og á veitinga-
stöðunum. Framleiðsla á sem mest
tilbúnum fiskréttum samræmist
líka því markmiði að skapa aukin
atvinnutækifæri í útflutningsfram-
leiðslunni. Hinu má samt ekki
gleyma, að markaðsaðstæður geta
skapað þá nauðsyn að vinnsla að
einhveiju leyti þurfi að vera nálægt
markaðnum. Slíkar vinnslustöðvar
eiga að vera í eigu íslendinga
sjálfra.
Hér þarf því vel að skoða spilin
sem við fáum á höndina, til þess
að geta úr þeim spilað á réttan
hátt. í slíkri skoðun hlýtur að koma
upp sú spurning, hvort við getum
með einhveijum hætti haft sam-
starf við sterka aðila innan EB, sem
myndu vilja hjálpa okkur til þess
að byggja upp sterka markaðsstöðu
fyrir sjávarafurðirnar okkar, m.a.
með því hjálpa til við að byggja upp
„gæðavörumerki fyrir íslenska fisk-
inn“. Einnig, hvort heppilegt gæti
verið að hafa samvinnu við dreif-
ingaraðila er hefðu sterka aðstöðu
á markaðnum. Það er alveg ljóst
að það verður ásókn frá stóru mat-
vælafyrirtækjunum í EB að komast
í fiskinn okkar og selja hann undir
sínum eigin vörumerkjum til neyt-
enda. Það verður líka ásókn frá
smærri aðilum að fá framleiddar
vörur undir sínum eigin merkjum.
Þessi mál sem hér hefur verið
drepið á, eru mjög þýðingarmikil
og geta verið örlagarík fyrir
íslenska þjóðarbúið. Þess vegna
þarf að eyða tíma og fjármunum í
að skoða rækilega valkostina sem
um verður að ræða, er best geta
tryggt okkur aðgang að EB-mark-
aðnum með okkar sjávarafurðir, án
þess að þurfa að selja gæðafiskinn
okkar sem hráefni. Vegna smæðar
okkar verður varla komist hjá því
að einhver miðstýring í þessum
málum eigi sér stað. Það gleymist
sannarlega allt of oft, að við íslend-
ingar erum aðeins 250 þúsund tals-
ins, færri en starfsmannaljöldi
sumra stóru matvælafyrirtækjanna
sem við verðum að keppa við á innri
markaði Evrópubandalagsins. Það
er einmitt þess vegna sem við þurf-
um að sameina kraftanna eftir
bestu getu í því máli sem hér hefur
verið fjallað um og reyndar öllum
hinum málunum sem kreíjast meiri
samstöðu og minna sundurlyndis
Htillar þjóðar, sem búsett er norður
í Dumbshafi.
Höfundur er fyrrvernndi forsljóri
Snmbands ísl. samvinnufélaga.
Húnavatnssýsla;
Húnavallaskóli 20 ára
hann hefur verið framkvæmda-
stjóri skólabyggingarinnar frá
upphafi og aðal driffjöðurin í að
gera skólann að veruleika. Það var
sonardóttir Torfa, Ástríður Jó-
hannesdóttir, sem afhjúpaði mál-
verkið en myndina málaði ungur
myndlistarmaður í Austur-Húna-
vatnssýslu, Guðráður Jóhannsson,
frá Beinakeldu. Ennfremur var
vígð ný útisundlaug sem var þi'iðji
og síðasti áfangi í tuttugu og fimm
ára byggingarsögu skólans.
I ræðu sem Stefán Á. Jónsson,
formaður skólanefndar, flutti á
afmælishátíðinni kom það fram
að árið 1965 var hafist var handa
* við byggingu skóla á Húnavöllum
og fjórum árum seinna komu
fyrstu nemendur til starfa. Fyrsta
skólaárið voni nemendur Húna-
vallaskóla 95 að tölu á aldrinum
9-14 ára. Það var ekki fyrr en
haustið 1978 sem kennsla í níunda
bekk var tekin upp og á vori kom-
anda mun skólinn útskrifa tvö-
hundruðasta nemandann úr
níunda bekk. Fimm skólastjórar
hafa starfað við skólann en núver-
andi skólastjóri er Arnar Einars-
son. Stefán gat þess að þegar
Húnavallaskóli tók til starfa árið
1969 hafi íbúai' þeirra sjö sveita-
hreppa sem aðild eiga að skólanum
verið 1031 en íbúafjöldinn í dag
er 751. Á þessu skólaári stunda
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
' Hersir að koma úr 20 daga veiðitúr með 35 tonn af frystri rækju.
Hvammstangi:
Hersir í heimahöfn
Hvammstanga.
RÆKJUSKIPIÐ Hersir landar nú í fyrsta sinn á Hvammstanga, en
skipið hefur undanfarna mánuði veitt fyrir Meleyri hf. og aflinn flutt-
ur landleiðis.
Skipið er í eigu Guðmundar T.
Sigurðssonar í Hnífsdal, en hann
keypti meirihluta í Meleyri hf. fyrr
á þessu ári ásamt fleiri einstakling-
um úr sinni fjölskyldu. Guðmundur
keypti ms Hersi, sem er 300 brl.
frystiskip, af íslenskum matvælum
í sumar og mun það verða skráð á
Hvammstanga innan tíðar.
Skipstjóri á Hersi er Einar Jó-
hannsson.
Karl
Ný sundlaug vígð á aftnælishátíðinni
Blönduósi.
TVEIR áratugir eru liðnir frá því kennsla hófst á Húnavöllum í
Austur-Húnavatnssýslu. Þessara tímamóta var minnst á afmælis-
hátíð sem haldin var á Húnavöllum sl. laugardag. Á hátíðinni var
m.a. vígð ný sundlaug og aflijúpað málverk af Torfa Jónssyni odd-
vita á Torfalæk.
Fjölmenni var við hátíðarhöldin
á Húnavöllum sl. laugardag og
voru dagskráratriði fjölbreytt.
Ræður voi'u fluttar og nemendur
skólans skipuðu stóran sess i dag-
skránni. Skólanum bárust margar
kveðjur og gjafir í tilefni þessara
tímamóta. I tilefni dagsins var
einnig afhjúpað málverk af Torfa
Jónssyni oddvita frá Torfalæk en
Ástríður Jóhannesdóttir afhjúpaði málverk af afa sínum, Torfa Jóns-
syni frá Torfalæk, en Torfí hefur verið aðaldriffjöðrin í byggingu
Húnavallaskóla
Morgunblaðid/Jon Sigurðsson
Nemendur Húnavallaskóla syntu fyrsta sundsprettinn eftir að Torfi Jónsson hafði forinlega opnað sundlaug-
ina.
110 nemendui' nám við skólann
og er fyrirsjáanlegt að nemendum
mun eitthvað fækka á næstu
árum. Daglegur skólaakstur var
tekinn upp haustið 1973 og hefur
sú skipan verið á siðan. Húnavalla-
skóli hefur verið leigður ferða-
skrifstofu ríkisins til hótelreksturs
frá árinu 1971 og hefur reksturinn
gengið vel að sögn Stefáns Á.
Jónssonar. Að lokinni dagskrá var
öllum viðstöddum boðið til kaffi-
veislu hvar boðið var upp á köku-
sneið af einhverri lengstu íjómat-
ertu sem sögur fara af á Ásum í
Húnaþingi
Jón Sig.
Nemendur og gestir á afmælishátíðinni gengu fylktu liði til sundlaug-
arinnar.