Morgunblaðið - 02.11.1989, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMÍ'UDAGLR 2. NÖVKMBKR 19S9
ATVINNIBAUGL YSINGAR
Heimagæsla/Háaleiti
Vantar konu sem fyrst til að gæta 10 mán.
drengs og tveggja barna á skólaaldri til kl.
14 alla virka daga. Létt heimilisstörf. Má
ekki reykja.
Hafið samband við Bryndísi í síma 688310
eftir kl. 14.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Starfsfólk
Okkur á dagheimilinu Öldukoti vantar áhuga-
saman starfsmann í fullt starf til að vinna
með okkur uppbyggilegt starf. Við erum í
gömlu, hlýlegu húsi, sem staðsett er á Öldu-
götu.
Þeir, sem áhuga hafa, hafi samband við for-
stöðumann í síma 604365, milli kl. 10 og 14.
Meðferðarheimili einhverfra,
Sæbraut 2, Seltjarnarnesi
Uppeldis-
og meðferðarstörf
Meðferðarheimili einhverfra óskar eftir að
ráða þroskaþjálfa, fóstrur eða fólk með
menntun á sviði uppeldis- eða sálarfræði.
Heimilið tók til starfa í síðasta mánuði og
verður ekki fullskipað fyrr en eftir áramót,
en þar munu dvelja sex einhverfir unglingar
á aidrinum 13-17 ára. Störfin fela í sér þátt-
töku í meðferð og þjálfun unglinganna og
samvinnu við fjölskyldur þeirra og tengsla-
stofnanir. Um er að ræða vaktavinnu (þó
ekki næturvaktir).
Ein staða er laus nú þegar og tvær í byrjun
janúar. Möguleiki er á hlutastarfi í janúar.
Nánari upplýsingar veita forstöðumaður eða
deildarstjóri í síma 611180 kl. 09-17 virka daga.
Byggingafulltrúi
óskast
Ölfushreppur óskar eftir byggingafulltrúa til
starfa frá og með 1. janúar 1990. Bygginga-
fulltrúi skal vera arkitekt, byggingafræðing-
ur, byggingatæknifræðingur eða bygginga-
verkfræðingur.
Allar frekari upplýsjngar um starfið veitir
sveitarstjóri Ölfushrepps í síma 98-33800.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Ölfus-
hrepps, Selyogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn,
fyrir 10. nóvember.
Sveitarstjóri Öifushrepps.
Þú svalar lestrarþörf dagsins <
á^íöum Moggans! jQ
ÞJONUSTA
Lekur?
Tökum að okkur alhliða húsaviðgerðir. Erum
að safna verkefnum fyrir næsta sumar.
Föst tilboð.
Upplýsingar í síma 620082 og 25658.
A / H. K. innréttingar,
»\ Dugguvogi 23 - sími 35609
Eldhúsinnréttingar/baðinnréttingar.
Vönduð vinna, hægstætt verð. Leitið tilboða.
Nú kaupum við íslenskt, okkar vegna.
TIL SÖLU
Fjölbýlishúsalóð
Til sölu lóð fyrir fjölbýlishús. Góðir greiðslu-
skilmálar.
Nánari upplýsingar í síma 82312.
Kjarvalsmálverk
Til sölu vandað Kjarvalsverk. Stærð 140x85
cm. Einnig tvö málverk eftir Sverri Haraldsson.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6.
nóvember merkt: „Málverk - 7152“.
Flökunarvél og hausari
Til sölu Varlett 89 flökunarvél árgerð 1986
og Baader 421 hausari í mjög góðu lagi.
Fiskkaup hf.,
símar 11747 og 622343.
KENNSLA
Fiskvinnsluvélanámskeið
Fiskvinnsluskólinn og
Baader-þjónustan
gangast fyrir eftirfarandi námskeiðum:
Flatningsvélanámskeiði B-440,
15.-17. nóvember nk.
Flökunarvélanámskeiði B-189,
20.-23. nóvember nk.
Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Fisk-
vinnsluskólans á Hvaleyrarbraut 13, Hafnar-
firði.
Þátttaka tilkynnist skólanum í síma 53547.
FUNDIR - MANNFA GNA ÐUR
Lionsfélagar -
Lionessur
Þriðji samfundur starfsársins verður haldinn
í Lionsheimilinu, Reykjavík, annað kvöld
kl. 19.00. Húsið opnað kl. 18.30.
Fjölbreytt dagskrá. - Fjölmennið.
Fjölumdæmisráð.
Aðalfundur
knattspyrnudeildar KR
Aðalfundur verður haldinn í dag, fimmtudag-
inn 2. nóvember í KR-heimilinu og hefst kl.
20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn knattspyrnudeildar KR.
FLUGVIRKJAFÉLAG ÍSLANDS
Aðalfundur F.V.F.Í.
verður haldinn í Borgartúni 22, fimmtudaginn
2. nóvember 1989 kl. 16.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á lögum F.V.F.Í.
3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs F.V.F.Í
og málefni hans.
4. Kynning á samningum flugvélstjóra.
5. Önnur mál.
Endurskoðaðir reikningar sjóða félagsins
liggja frammi, félagsmönnum til sýnis, hjá
gjaldkera félagsins, í skýli 4 á Reykjavíkur-
flugvelli. _ .
Stjornm.
W0
21
SJÁLPSTÆDISFLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
ísrael og umheimurinn
Mánudaginn 6. nóv. kl. 20.30 heldur utanríkismálanefnd SUS opinn
fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ræðumaður verður Yhiel Yativ, sendi-
herra ísraels á fslandi, en hann hefur aðsetur i Noregi. Sendiherr-
ann mun ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og samskipti ísra-
els við umheiminn. Allir áhugamenn um utanrikismál velkomnir.
Utanrikismálanefnd SUS.
Sjálfstæðismenn
Norðurlandi vestra
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi vestra verður haldinn í félagsheimilinu Víðihlíð í Vestur-
Húnavatnssýslu, laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. nóvember.
Dagskrá:
Laugardagur:
Kl. 14.00 Setning og skipan starfsmanna.
Skýrsla stjórnar: Þorgrímur
Daníelsson. Umræður.
Skoðanakönnun - kynning.
Kl. 15.00 Grundvöllur byggðastefnu: Tómas I. Olrich. Umræður.
Kl. 16.00 Hlé.
Kl. 16.30 Nefndastörf.
Kl. 20.00 Hátíðarkvöldverður. Veislustjóri Sigfús Jónsson.
Sunnudagur:
Kl. 10.00 Afgreiðsla ályktana.
Kl. 12.00 Hlé.
Kl. 13.00 Stjórnmálaástandið: Pálmi Jónsson. Umræður.
Kl. 13.45 Frjálslynd og víðsýn umbótastefna í atvinnumálum:
Vilhjálmur Egilsson. Umræður.
Kl. 14.30 Umræður um skoðanakönnun og framboðsmál.
Kl. 15.30 Hlé.
Kl. 16.00 Kosning.
Kl. 16.30 Önnur mál. Fundarslit.
Athugið, að þeir sem hyggjast gista á hóteli eða óska nánari upplýs-
inga, hafi samband við Júlíus í síma 95-12433.
Stjórnin.
Sjálfstæðismenn Hafnarfirði
Skoðanakönnun
vegna fyrirhugaðs prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ferfram
laugardaginn 4. nóvember milli kl. 10 og 14 í Sjálfstæðishúsinu við
Strandgötu 29.
Stuðningsmönnum flokksins gefst þar kostur á að tilnefna skriflega
5 nöfn í prófkjörið skv. 3. gr. reglna um prófkjör, B-lið um hugmynda-
banka.
Prófkjörið sjálft fer fram 2. og 3. desember og verður auglýst síðar.
Kjörnefnd.
Akureyri
Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
Sameiginlegur hádegisverðarfundur verður
haldinn á Hótel KEA laugardaginn 4. nóv.
kl. 12.00. Frummælandi Sigurður J. Sig-
urðsson, bæjarfulltrúi.
Hvað hefur áunnist?
Hvert stefnir?
Komandi kosningar.
Almennar umræður.
Félagar, mætið vel og stundvíslega.
Stjórnirnar.
Mosfellingar
- Mosfellingar
Föstudaginn 3. nóvember verður opið hús fyrir sjálfstæðismenn í
Félagsheimilinu okkar i Urðarholti 4, kl. 21.00.
Léttar veitingar á boðstólum. Mætum öll og skemmtum okkur. Palli
mætir með gitarinn.
Skemmtinefndin.