Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 33 Afínæliskveðja: Olína Soffia Bene- diktsdóttir - 90 ára Ágætur nágranni minn og góður vinur Ólína S. Benediktsdóttir próf- astsekkja frá Steinnesi, sagði mér að hún yrði 90 ára fimmtudaginn 2. nóvember. Hugur minn hvarf aftur í tímann, um marga áratugi, og glaðar og góðar minningar rifjuðust upp. I byijun þriðja tugar aldarinnar var margt af glæsilegu fólki að alast upp í Vatnsdalnum. Þar á meðal voru þær fóstursystumar í Ási Ólína og Anna Benediktsdætur voru þær báðar, þó ekki væru þær systur nema af fóstrinu til. Fósturforeldrar þeirra voru þau Guðmundur ÓJafs- son bóndi og alþingismaður í'Ási og kona hans Sigurlaug Guðmunds- dóttir, afkomandi hinna gömlu Ásveija í Vatnsdal. Ólína er dóttir Guðrúnar systur Guðmundar Ólafssonar er gift var Benedikt bó'nda á Hrafnabjörgum í Svínadal. Systkini eru þau sr. Guðmundur, er prestur var að Barði í Fljótum og Ólína. Er sr. Guðmund- ur látinn fyrir nokkrum árum. Árið 1922, þann 13. júlí gekk Hlutavelta Húnvetninga Húnvetningafélagið heldur hlutaveltu og kaffihlaðborð næst- komandi laugardag 4. nóvember í Húnabúð, Skeifunni 17, kl. 14.30. Tekið er á móti kökum og munum á laugardag frá kl. 10 f.h. og föstu- dagskvöld eftir kl. 20. Duus: Tónleikar HLJÓMSVEITIN „Dýrið gengur Iaust“ verður með tónleika á Duus í kvöld, fimmtudag. Væntanleg er smáskífan Bláir draumar frá sveitinni. Húsið verður opnað kl. 22 og er aðgangseyrir kr. 350. Ólíná að eiga ungan barnfæddan Vatnsdæling, sem vígður hafði ver- ið til þess að þjóna Þingeyrarklaust- ursprestakalli, þá nokkm fyrr um vorið. Þessi ungi prestur var sr. Þorsteinn B. Gíslason. Fluttu ungu hjónin að Steinnesi vorið 1923, sem var prestsetur, en fráfarandi prest- ur var sr. Bjarni Pálsson og hafði hann setið jörðina um fjörutíu ár. Dvöl ungu hjónanna varð þó öllu lengri eða fjörutíu og fimm ár, allt til þess er sr. Þorsteinn lét af emb- ætti árið 1967 og þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Hafði sr. Þorsteinn þá verið prófastur í Húnavatnspró- fastdæmi frá árinu 1951. Heimili þeirra Ólínu og Þorsteins í Steinnesi var fastmótað af hefðum hins gamla tíma. Gróinn búskapur á gjöfulli jörð og hófsemi í öllum háttum. Um árabil hélt sr. Þor- steinn unglingaskóla á heimili sínu og þótti mikill fræðari. Sjálfur hafði hann brotist til mennta af litlum efnum en miklum og farsælum hæfileikum. Var Steinnesheimilið í miklu jafnvægi dagfarslega í tíð þeirra hjóna, enda hjúasæld mikil. Gleði og gamansemi var þó ósvikin og viðhöfð á góðum stundum. Sr. Þorsteinn var mjög kvaddur til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og sýslu, auk kirkjulegra starfa og þjónustu, sem hann gegndi af trú- mennsku. Við hlið hans stóð kona hans ftngerð og háttvís. Hún veitti ungu fólki tilsögn í nótnalestri og hljóðfæraleik og var organisti bæði í Undirfells- og Þingeyrakirkju um árabil. Þannig studdi hún mann sinn í starfi bæði heima og að heiman. Var oft gamansemi á söngæfíngum hjá prestkonunni er hjálpaði til þess að halda söngfólkinu saman og ná góðum árangri, miðað við kröfur þess tíma. Sr. Þorsteinn B. Gíslason fermdi þann er þetta ritar á þriðja prest- þjónustuári hans. Síðar gifti hann okkur hjónin, skírði öll börn okkar og fermdi þau. Hann gifti þijú af fjórum þeirra og skírði síðar tvö barnabörnin. Allra þessara atburða minnist ég með miklu þakklæti til þeirra hjóna beggja. Ég minnist margra gjafa er þau færðu við þessi tækifæri. Kærust er mér þó biblía áletruð með hinni stílhreinu hendi sr. Þorsteins. Hún er mikill kjör- gripur í augum mínum. Börn þeirra Steinneshjóna eru þijú: Elst er Sigurlaug bankastarfs- maður. Næstur að aldri er sr. Guð- mundur Ólafs, dómprófastur, kvæntur Ástu Bjamadóttur, sjúkra- liða og yngstur er Gísli, geðlæknir, kvæntur Lilju Jónsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. Öll eru systkinin bú- settJ Reykjavík. Þegar þau Steinneshjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1967, að lokn- um starfsdegi hér fyrir norðan, keyptu þau íbúð að Bugðulæk 13. Þar býr Ólína ennþá. Mann sirvn missti hún árið 1980. Mágkona hennar Sigurlaug Siguijónsdóttir hafði flutt með þeim hjónum frá Steinnesi. Bjuggu þær mágkonum- ar saman um nokkur misseri eða þar til Sigurlaug andaðist. Fast að sjö áratugum em síðan að Ólína S. Benediktsdóttir, þá ung prestkona, hvarf úr Vatnsdalnum. En hún fór aðeins í næstu sveit og sambandið við sveitungana hélt áfram. Frú Ólína var hún nefnd í daglegu tali fólksins, hér norður frá. Og nú er hún orðin níutíu ára. Af því tilefni leyfí ég mér að tjá henni hlýjar kveðjur og óskir okkar gömlu vinanna hér í Húnavatns- þingi. Böm hennar, tengdadætur og barnabörn eiga sinn hlut í þeirri kveðju. Megi milt aftanskin langrar óg heillaríkrar avi Ólínu S. Benedikts- dóttur umvefja hana á ævikvöldinu. Afmælisbamið verður að heiman í dag. Grímur Gíslason, frá Saurbæ Iðnnemasamband Islands: Þriðjungur kennslu- gagna er ófiillnægjandi Kennarar verði skyldaðir til að fara reglulega á almennan vinnumarkað ÞING Iðnnemasanibands íslands, það 47., var haldið dagana 27., 28. og 29. október. Á þinginu var kosið í trúnaðarstöður sambandsins fyrir næsta starfsár. Ingólfur Þórsson var kosinn formaður sambands- ins og Sonja B. Grant varaformaður. í fréttatilkynningu segir m.a. að Aðalkrafa INSÍ fyrir komandi helsta mál þingsins hafi verið þær breytingar sem koma til með að eiga sér stað á skipan verkmennta- mála hér á landi nú í kjölfar laga um framhaldsskóla og reglugerðar um starfsmenntun og iðnfræðslu. Þing Iðnnemasambandsins lýsti áhyggjum sínum yfír því skilnings- leysi sem fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu á stöðu og mikilvægi iðnfræðslu í landinu. Á þinginu var fjallað um skýrslur sem unnar hafa verið á þessu ári á vegum starfshóps Iðnfræðsluráðs um þróun verkmenntunar. í skýrslunum kemur fram að verkmenntun stendur mjög höllum fæti innan menntakerfísins. Einna alvarlegast er ástand kennslugagna og menntun kennara. Ljóst er að 33% af kennslugögnum eru léleg eða ófullnægjandi og um 7% algjör- lega ófullnægjandi eða ekki til. Hvað menntun kennara varðar þá hafa einungs 49,6% allra kennara kennsluréttindi í verkmenntaskól- um. Þing INSÍ krafðist þess að stór- átak verði gert í gerð kennslu- gagna, og í menntun og endur- menntun kennara og taldi nauðsyn- legt að efla tengsl atvinnulífs og skóla, t.d. með þeim hætti að kenn- urum verði gert skylt að fara reglu- lega út á hinn almenna vinnumark- að til að kynna sér nýjustu aðferð- ir, tæki og efni sem notuð eru í viðkomandi grein og fylgjast með þróuninni í atvinnulífinu. Þingið krefst niðurfellingar efn- isgjalds í verkmenntaskólum og tel- ur að með því sé verið að mismuna nemendum milli verknáms- og bóknámsskóla. Dæmi séu um að nemendum sé gert skylt'að greiða allt að 40.000 kr. í efnisgjöld fyrir utan bókakostnað. Á þinginu var ijallað um stöðu iðnnema í kjaramálum og rætt um hvaða leiðir væru mögulegar til að ná fram leiðréttingu á launum iðn- nema. kjarasamninga er að laun iðnnema taki að nýju viðmiðun við laun sveina í viðkomandi grein. Laun þorra iðnnema eru undir lágmarks- launum verkafólks og verður það ekki þolað til frambúðar að litið sé á iðnnema sem ódýrt vinnuafl. Þingið ítrekar kröfu sína um að VSÍ gangi til samninga við Iðn- nemasambandið og viðurkenni það sem beinan samningsaðila um kaup og kjör sinna félagsmanna. Suðureyri: 30 tonna réttinda- námskeið Suðureyri. Trillukarlafélag Suður- eyrar gekkst fyrir 30 tonna réttindanámskeiði á dögun- um og fóru próf fram sl. sunnudag. Þátttakendur voru 13 talsins. Að sögn Snorra Sturlusonar, heppnaðist námskeiðið vel í alla staði og stóðust allir þrófið. Námskeiðið fór fram í nýja húsi Kögurás hf., fyrirtæki smábátaeigenda, og stóð það yfir í tvær vikur. Kennslan var falin í siglingafræði, siglinga- reglum og stöðugleika skipa. Þá var fengið fagmenntað fólk á staðinn til leiðbeiningar í skyndihjálp, brunavörnum og öryggisreglum um borð í físki- skipum. Kennari var Hugo Rassmus, en hann hefur áður haldið slíkt námskeið, auk þess kennir hann 9. bekkingum sömu fræði í sjóvinnutímum í Reykjavík. - R.Schmidt Félag sjálfstæðismanna í Smá- íbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi Aðalfundur Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi verður í Valhöll (i kjallara) fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins - Páll Gislason. 3. Önnur mál. Stjómin. Garðbæingar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar heldur almennan félagsfund um bæjarmál fimmtu- daginn 2. nóvember nk., kl. 20.30 í Kirkju- hvoli. Rætt verður m.a. um skipulagsmál, lóðaút- hlutanir, skólamál, framkvæmdir á vegum bæjarins og fjárhagsáætlun næsta árs. Frummælandi: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta. Allir Garðbæingar velkomnir. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Mosfellingar - sjálfstæðismenn Félagsheimili okkar verður opið fimmtudaginn 2. nóvember milli kl. 17.00 og 19.00. Alþingismaöur okkar Salome Þorkelsdóttir verður þá til viðtals. Að vanda heitt á könnunni. Stjórnin. Wélagslíf I.O.O.F. 11 = 1712118’/2 = □ St:.St:. 59891127 Mh. Seltjarnarneskirkja Samkoma á vegum Seltjarnar- neskirkju og Ungs fólks með hlutverk í kvöld kl. 20.30. Léttur söngur og fyrirbænir. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söngnum. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM V AD KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. Biblíulestur I - Júdasarbréf. Skúli Svavarsson, kristniboði. Hjálpræóis- herinn ) Kirkjuítræti 2 Almennar samkomur ■ kvöld og föstudagskvöld kl. 20.30 með ofurstahjónunum Birthe og Brynjari Welander frá Noregi. Hersöngsveitin syngur i kvöld og Barnagospel annað kvöld. Kapteinn Daniel Óskarsson stjórnar. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin i kvöld, fimmtudag 2. nóvember. Verið öll velkomin og fjölmennið. Aðalfundur sunddeildar KR verður haldinn mánudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í samkomu- sal i Frostaskjóli. Stjórnin. i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þribúðum Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitn- isburöir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumaður er Kristinn Ólason. Allir velkomnir. Munið opið hús á laugardaginn. Samhjálp. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 5. nóv.: Kl. 13.00 Kjalarnes - Músarnes. Ekið að Brautarholti og gengiö þaöan um Músarnes. A leiðinni til baka er gengiö á Brautarholts- borg. Létt gönguferð um lág- lendi. Verð kr. 800,-. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðarvið bil. Frittfyr- ir börn aö 15 ára aldri. Ath.: Næsta myndakvöld verð- ur miðvikudaginn 8. nóv. f Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Ferðafélag islands. mmmmmmmmmmmmmmmmmm JÞjónusta Rafl. og dyrasímaþj. Gestur rafverkt. s. 623445,19637. Kennsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.