Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 50

Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 50
^50 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR yiM^TU^AftUg-^. NÓVEMBER 1989 SKIÐI / LANDSLIÐIÐ IALPAGREINUM „Island gæti átt keppend- ur í heimsbikarnum eftir þijú til fjögur ár“ - segir Kajsa Nyberg nýráðin landsliðsþjálfari í alpagreinum „ISLAND gæti átt keppendur í heimsbikarkeppninni í alpa- greinum eftir þrjú til fjögur ár ef rétt verður haldið á spilun- um,“ sagði sænski þjálfarinn Kajsa IMyberg, nýráðin lands- liðsþjálfari í aipagreinum, í samtali við Morgunblaðið. Kajsa hefur fengist við þjálfun í tíu ár og var á síðasta ári þjálf- ari ísfirðinga. Kajsa byrjaði ung að stunda íþróttir 'í heimabæ sínum, Gállivare, sem er í Norður-Svíþjóð. „Fyrstu árin æfði ég sund og skíði og var einhig i ballet. Tíu ára göm- ul snéri ég mér al- farið að skíðunum. Ég fór á mitt fyrsta þjálfaranámskeið 18 ára gömul og hef farið síðan í gegnum öll þjálf- arastig sem völ er á í alpagreinum." Aðstöðumunur Kajsa segir að það geti verið erfitt að stunda skíðaíþróttina hér á landi. „Munurinn á aðstöðunni á Islandi og í Svíþjóð er sá að keppn- istímabilið er mun lengra í Svíþjóð og svo er það veðrið sem setur strik í reikninginn hér. Þó það sé oft kalt í Svíþjóð þá er yfirleitt enginn vind- ur eins og svo oft hér,“ sagði Kajsa. „Það er staðreynd að ef íslenskir skíðamenn ætla sér að ná langt verða þeir að leggja hart að sér og æfa allt árið. Það er ekki nóg að vera í öðrum íþróttum á sumrin eins og knattspyrnu, heldur þarf að huga að öðrum þáttum skíða- þjálfunnar. Aðstaðan i Kerlingar- fjöllum til sumaræfinga er ágæt að mínu mati og kemur að góðum notum við ýmsar tækniæfingar. Ég var í þijár vikur við þjálfun í Kerl- ingarfjöllum í sumar og það rigndi FRUMSYNIR ÍPFJÖGUR DANSVERK« í IÐNÓ Höfundar: LÁRA STEFÁNSDÓTTIR • INGÓLFUR BJÖRN SIGURÐSSON HANY HADAYA • SYLVIA VON KOSPOTH gestahöfundur. Frumsýning: Föstudaginn 3. nóvember kl. 20:30. Uppselt. 2. sýning: Laugardaginn 4. nóvember kl. 20:30. 3. sýning: Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20:30. 4. sýning: Föstudaginn 10. nóvember kl. 20:30. 5. sýning: Laugardaginn 11. nóvember kl. 20:30. Athugið! Sýningum lýkur 25. nóvember. Miðapantanir í síma 13191 allan sólarhringinn. Miðasalan opin í Iðnó frá kl. 5-7. aðeins í þijá daga! Það eina sem hægt er að setja út á aðstöðuna þar er að lyfturnar eru ekki nógu góðar. Dýrt að reka landsliðið Það er dýrt að reka skíðalandslið á íslandi því það þarf að sækja mót og æfingar mikið yfir hafið og það er jú dýrt að fljúga. Við erum til dæmis að fara í ijögurra vikna æfingaferð til Hinterdux í Aust- urríki og svo verður farið til Svíþjóð- ar í nóvember. Skíðasambandið borgar allar ferðir en keppendurnir þurfa sjálfir að sjá um uppihald." -Hvernig kom það til að þú réðir þig sem þjálfari á Islandi? „Ég vildi breyta til eftir að hafa verið við þjálfun í Svíþjóð í tíu ár. ísfirðingar leituðu til sænska skíða- sambandsins um þjálfara í fyrra og ég sótti um og fékk starfið. Ég kunni mjög vel við mig á ísafirði og þar var auðvelt að kynnast fólki. Það var síðan ákveðið í vor að ég tæki að mér þjálfun hjá Skíðasam- bandi íslands. Ég mun skipuleggja æfingar og velja í landslið. Einnig mun ég ferðast um landið í vetur og hjálpa til við grunnþjálfun og leggja línurnar.“ íslenskunám Kajsa stundar nú nám í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla íslands og þótti það góð tíðinda að komast í annan bekk. „Þetta sannar að ég er ekki algjör græningi í íslens- kunnþ þó svo að ég hafi haldið það sjálf. íslenskan er erfið en ég ætla að reyna að ná tökum á henni svo auðveldara verður fyrir mig ná sam- bandi við yngstu krakkana. Það eru margir efnilegir krakkar hér á landi og ég hlakka til að starfa með þeim í vetur." Morgunblaðið/Júlíus Kajsa Nyberg, landsliðsþjálfari í alpagreinum. I kvöld Körfuknattleikur: Urvalsdeild Þór — Valur...........kl. 19:30 Haukar — UMFG...kl. 20:00 ÍBK-KR................kl. 20:00 Handknattleikur: 1. deild kvenna Fram — Stjaman..kl. 19:00 Fær í flestan sjó í hlýrri angóruull í nærfatnaði úr angóruull ertu fyrst almennilega sjóhæfur. Angóruullin gefur átta sinnum meiri einangrun en aðrar ullartegundir og hún hrindir vel frá sér vatni. Auk þess getur angóruullin tekið í sig allt að fjórfalda þyngd sína af raka án þess að einangrunargildið skerðist. í nærfatnaði úr angóruull þarftu ekki að leggja árar í bát þótt veðrið sé vont. Fáanleg í hvítu, grænu og bláu. UTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: AJafossbúditi Á rbœjarapótek Borgarapótek Breidboltsapótek Ellingsetj Garösapótek Holtsapóitek Ingólfsapótek Laugavegsapótek Lyfjabúöin löunn liammageröin Skátabuöin Sbortval Ull og gjafavörur Utilíf Veiöihúsiö Veiöivoti SELTJARNARNES: Sportlíf KÓPAVOGUR: Kópa vogsapótek GARÐABÆR: Apótek Garðabcej&r HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Noröurbœjar KEFLAVÍK: Samkaup KEFLAVÍKURFLUG- yÓLLUR: ísletiskur tnarkaður MOSFELLSBÆR: Mosfellsapótek Verslunin Fell Verksmiöjuútsala Álafoss AKRANES: Sjúkrahúsbúöin BORGARNES: Kf. Borgfiröinga OLAFSVÍK: Söluskáli Einars Kristjánssonar STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör BÚÐARDALUR: Dalakjör PATREKSFJÖRÐUR: Versl. Ara Jónssonar TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabúo FLATEYRI: Brauðgeröin BOLUNGARVÍK: Einar Guöfinnsson ÍSAFJÖRÐUR: Sporthlaöan HÓLMAVÍK: Kf. Steingrímsfjaröar HVAMMSTANGI: Vöruhúsió Hvamms- tanga BLONDUÓS: Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirdingabúð VARMAHLÍÐ: Kf Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fannáal ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg DALVIK: Dalvíkurapótek Versl. Kotra AKUREYRI: Versl. París HÚSAVÍK: Bókav. Þórarins ■ Stefánssonar REYKJAHLÍÐ: Verslunin Sel RAUFARHÖFN: Snarlið sími 666006 SEYÐISFJORÐUR: Versl. E.J. Waage NESKAUPSTAÐUR: S.U.N. EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa ESKIFJÖRÐUR: Sportv. Hákons Söfussonar FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kf. Fáskrúösfjaröar BREIÐDALSVÍK: Kf. Stöðfiröinga HÖFN: Kf. A-Skaftfellinga HELLA: Kangárapótek SELFOSS: Vöruhús K.Á. HVERAGERÐI: Ölfusapótek il «s 11 il istt & m m a fl m M a ú m tt 4 ■ A m é i * m mm. É a ci S ú Ú ■ ii é m ÉI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.