Morgunblaðið - 05.11.1989, Page 27

Morgunblaðið - 05.11.1989, Page 27
MUTTafjR I XJÖ^t MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 27 Ungfrú Heimur búin að landa 6 punda laxi úr Laxá í Leirársveit. og þá hefði Linda rennt hálfan dag í Laxá í Leirár- sveit og hálfan dag í Grímsá í Borgarfirði. Gekk vel í Laxá, hún náði 6 punda laxi úr Laxfossi og 12 punda laxi úr Miðfellsfljóti. Flugan var Blue Charm nr.10 og var stærri laxinn svo erfiður að fegurðardrottningin var úi'vinda eftir glímuna. Það náðist ekki í Lindu, en Þröstur, sem var hennar aðstoðarmaður við árnar, sagði að hún væri bæði áhugasöm og efnileg. En dellu væri hún ekki búin að fá... VEIÐISKAPUR Fegurðar- drottning með flugustöng Margt og mikið hefur verið á herðar Lindu Péturs- dóttur lagt síðasta árið eða svo, enda ekki tekið út með sældinni einni saman að vera kjörin alheims- fegurðardrottning. Eitt var það starf sem Linda hefur ugglaust innt af hendi glaðari í geði heldur en e.t.v. sum önnur, en það var er hún átti að veiða lax á flugu í valinkunnum íslenskum laxveiðiám. Farið hefur það orð af Lindu að hún hafi áhuga á veiðiskap, er lax hafði hún aldrei veitt. Það voru þeir Þröstur Elliðason veiðifréttamaður Stjörnunnar og Jón Hermannsson kvikmyndagerðamaður sem voru að baki uppákom- unni. Hugmyndin var að taka upp kynningarmynd um stangaveiði á íslandi sem ef til vill mætti markaðs- setja erlendis. Þeir leituðu til Ferðamálaráðs sem aftur bauð þeim. Lindu í aðalhlutverkið. Þröstur sagði í samtali við Morgunblaðið að vegna erfiðs veðurfars þá daga sem Linda gat verið með þeim Jóni á bökkum vatnanna, hefðu þeir ekki getað tekið upp eins mikið efni og efni stóðu til og óvíst væri enn hvort að eitthvað yrði gert úr því sem til væri, eða hvort reynt yrði að bæta við efnið næsta sumar. Allt um það, þá hefði komið einn góður dagur ' Í' Tekist á við stórlaxinn í Miðfellsfljóti. HANDKNATTLEIKUR Kvenna- landslið Tansaníu heimsækir Vigdísi Hér á landi er nú statt kvenna- landslið Tansaníu í hand- knattleik og er dvöl stúlknanna héi' liður í samvinnu íslands og Tansa- níu við uppbyggingu handknatt- leiksíþróttarinnar. Handknattleiks- þjálfararnir Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson fóru til Tansaníu fyrir ári síðan, kenndu handknatt- leik, héldu fyrirlestra og skipulögðu ferð stúlknanna hingað. Það er Hilmar sem skipuleggur æfingar- búðirnar. Stúlkurnar, sem eru flestur um tvitugt, leika tvo landsleiki við íslenska kvennalandsliðið um helg- ina, en í vikunni lék liðið við Val og tapaði naumlega. Segja kunnug- ir að þótt þær eigi sitthvað ólært enn, þá sé áhuginn brennandi og efniviðurinn góður. Þetta sé allt að koma hjá þeim. í lok vikunnar fylgdi Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ stúlkunum og farar- stjórum þeirra á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Kópavogsbúar fæddir 1949, fermdir vorið 1963: 2. bekkur f gagnfræðaskóla DANSÆFING verður haldin 18. nóvemher í félagsheimili Kópavogs. Upplýsingar í símum 75901, 77422, 43386 og 43572. MANE HÁRÞÉTTIÚÐINN NÚ LÍKA Á ÍSLANDI DALÍTIÐ HAR ER NAUDSYNLEGT Mane hárþéttiúðinn hæfir ekki, sé um algeran skalla að ræða. Þetta er bylting fyrir þá sem eru þunn- hærðir og áhrifin láta ekki á sér standa. Hæfir konum jafnt sem körlum með fínt og/eða þunnt hár, tungl eða bletti þar sem hár hefur tapast. Þá er Mane hárþéttiúðinn einnig góður fyrir þá sem hlotið hafa hárígræðslu. Fæst í 7 litum. ÚTSÖLUSTAÐIR: Rakarast. Hótel Sögu. Rakarast. Greifinn, Hringbraut 119. Saloon Ritz, Laugavegi 66. Hárgrst. Hárkúnst, Hverfisgötu 52. Hársnyrtist. Ragnars & Harðar, Vesturgötu 48. Rakarastofa Björns Gislasonar, Eyrarvegi 5, Selfossi. Rakarastofan Vestmannabraut 31, Vest- mannaeyjum. Hringið er komið og fáið bækling og nán- ari persónulegar upplýsingar og ráðgjöf. Opið daglega milli kl. 10-12. HEILDV. MIÐNÆTTI HF.f SKÚLAGÖTU 63, SÍMI 91-624350. GEISLAHITARAR fyrir svalir, blómastofur o.fl. Vörumarkaðurinn ht Kringlunni - sími 685440.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.