Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 258. tbl. 7?.árg. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgimblaðsins Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ávarpar Þjóðverja við Berlínarmúrinn: Erum og verðum ein þjóð Hlutar rifnir úr múrnum fyrir nýjar landamærastöðvar - Kommúnistar heita frjálsum kosningum, efinahagsumbótum og efitirliti með öryggislögreglunni - Dansað og sungið á Berlínarmúrnum Berlín. Frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Innanríkisráðherra Austur-Þýskalands, Friedrich Dickel, skýrði frá því í gær að ákveðið hefði verið að taka í notkun nýjar landa- mærastöðvar til að greiða fyrir umferð milli Austur- og Vestur- Þýskalands. Hafði hann tæpast látið þessi ummæli falla er austur- þýskir landamæraverðir tóku að rífa hluta úr Berlínarmúrnum til að þar væri unnt að opna ný hlið. Skömmu áður hafði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ávarpað Þjóðverja við Berlínarmúrinn og hvatt austur-þýsk stjórnvöld til að innleiða lýðræði í landinu. „Við erum og verðum ein þjóð og eigum okkur sameiginlega framtíð,“ sagði kanslarinn, sem ákvað að fresta frekari viðræðum við pólska ráðamenn eftir að hafa dvalið í rúman sólarhring í Póllandi. Willy Brandt, fyrrum kanslari og borgarstjóri í Berlín er múrinn iilræmdi var reistur, ávarpaði viðstadda sem hrópuðu og kiöppuðu er hann sagði: „Rífið Berlínarmúrinn." I gærkvöldi hafði ný landamærastöð verið opnuð við Glienicke-brúna en þar hafa njósnaraskipti austurs og vesturs farið fram til þessa. Fleiri stöðvar verða opnaðar á næstu dögum. Þriggja daga fimdi miðsfjórnar austur-þýska kommúnista- fiokksins lauk í gær. í lok fúndarins var birt áætlun um lýðræðisum- bætur í Austur-Þýskalandi sem fela m.a. í sér frjálsar kosningar og breytingar á eftiahagssviðinu auk þess sem þing landsins mun fram- vegis halda uppi eftirliti með öryggislögreglunni, sem menn hafa óttast mjög. Allir helstu' stjórnmálaleiðtogar sambandslýðveldisins vom mættir í borgina í gærkvöldi og héldu ræð- ur við Ráðhúsið og Minningarkirkj- una í hjarta Vestur-Berlínar. Egon Krenz, leiðtogi austur-þýskra kommúnista, ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna í Austur- Berlín. Skömmu fyrir miðnætti var örtröð við Brandenborgar-hliðið og þúsundir manna dönsuðu og sungu uppi á múrnum sem verið hefur sem fleygur milli þýsku ríkjanna tveggja og skilið þjóðina að í 28 ár. En stjórnmálamennimir voru í raun aukaatriði. Aðalatriðið var að múr- inn var fallinn. Fyrir því skálaði austur-þýsk fyölskylda á Kurfurst- endamm eftir að hafa dvalist í fyrsta skipti heilan dag í vestur- hlutanum aðeins sólarhring eftir að hliðin voru opnuð. Strax fyrir klukkan átta í gær- morgun hafði löng röð myndast fyrir utan bankaútibú við Banhof- Zoo. Þar og í öðrum bönkum gátu íbúar Austur-Berlínar fengið 100 mörk útborguð gegn því að sýna nafnskírteini. Þeim var treyst til að taka ekki svonefnda „fagnaðar- peninga“ út nema einu sinni. „Við ætlum bara að kíkja í búðir og fara svo heim í vinnuna en við komum aftur. Meira að segja brauðið hér er betra en hinum megin,“ sagði ung austur-þýsk stúlka. Flestir þeirra sem streymdu til Vestur-Berlínar stefndu fyrst á bankaútibúin. Par um tvítugt, sem hélst í hendur, horfði þögult út um lestargluggann er það ók frá Fried- richstrasse í austurhlutanum í gegnum múrinn og kvaðst hafa áhyggjur af peningunum því án þeirra væri ferðin harla tilgangslít- il. En verslanir, matstaðir og bank- ar tóku við austur-þýskum mörkum í fyrsta skipti í gær. Urðu Austur- Þjóðveijarnir að 'reiða fram 1,10 a-þýsk mörk fyrir hvert v-þýskt. Hópur fólks stóð við hliðið á In- validenstrasse og aðrar landamæra- stöðvar og klappaði fyrir fótgang- andi fólki og ökumönnum sem komu í gegn. Tár runnu niður kinnar ungrar konu sem ýtti barnavagni hreykin á undan sér og ekki var laust við að þeir sem horfðu á vikn- uðu. Virðulegar frúr frá Vestur- Berlín fylgdust með fólkinu er það kom yfir og sögðu að það væri dásamlegt að upplifa þessa stund. Austur-Berlínarbúarnir skáru sig úr hópnum í miðborginni. Þeir horfðu stórum augum í kringum sig, flestir voru með innkaupapoka og fatatískan var eitthvað eldri en tíðkast vestan múrs. Stórverslanif buðu upp á kaffi, bjór og vín og vöktu athygli á útsöluverðinu. Fólk- ið gekk kyrrlátt og rólegt um versl- anirnar, stemmningin var eins og á safni. Þijár ungar stúlkur sem fengið höfðu frí í vinnunni eins og tugir þúsunda annarra voru agndofa yfir borginni. „Þetta er öðruvísi en ég hafði ímyndað mér af myndum og sjónvarpi," sagði ein þeirra. „Fólkið er vingjarnlegra, umferðin meiri og búðirnar glæsilegri." Stór hópur fólks var kominn sam- an uppi á múrnum við Branden- borgar-hliðið. Það spjallaði við varð- mennina hinum megin og klappaði er þeir þáðu kók. I fyrrinótt stökk það niður og gekk yfir á Alexander- jilatz í austurhlutanum. „Ég tók leigubíl þaðan á Kurfurstendamm," sagði ungur maður. „Það hafði ég ’aldrei látið mig dreyma um.“ Sjá forystugrein á miðopnu og fréttir á bls. 20 og 21. Zhivkov segir af sér Sofiu. Reuler TODOR Zhivkov, leiðtogi búlg- arska kommúnistaflokksins, sagði af sér öllum embættum í gær. Zhikov, sem er 78 ára að aldri, hafði verið við völd í 35 ár. Arftakinn, Petar Mladenov er sagður harðlínukommúnisti eins og forveri hans. Heimildarmenn töldu engan vafa leika á því að atburðirnir í A-Þýskalandi væru ástæða afsagn- arinnar. Zhivkov kom hingað til lands í september 1970 og lýsti þá m.a. yfir því að það yrði aldrei liðið að kommúnísku þjóðskipulagi yrði steyþt. Reuter Austur-þýskur landamæravörður afhendir ungum Vestur-Berlínarbúum blóm þar sem þeir sitja á Berlín- armúrnum við Brandenborgar-hliðið. Á þeim 28 árum sem múrinn gegndi því hlutverki sínu að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi týndu 80 óbreyttir borgarar lífi er þeir freistuðu þess að flýja heimaland sitt. Todor Zhivkov á bfaðamanna- fundi í Reykjavík 25.9. 1970. Þjóðernissinnar fá við- vörun frá Kremlvenum Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Moskvu hafa fyrirskipað yfirvöldum í Eyst.ra- saltsríkjunum þremur og Az- erbajdzhan að fella úr gildi lög sem ætlað er að tryggja lýðveld- um þessum aukið sjálfstæði. TASS-fréttastofan greindi frá þessu í gærkvöldi og sagði lög þessi bijóta gegn stjórnarskrá Sovétríkj- anna. Voi-u fréttir þessar túlkaðar á þann veg að ráðamenn í Kreml væru ekki reiðubúnir að veita ein- stökum lýðveldum sjálfstjórn í ein- stökum málum líkt og gerst hefur í ríkjum Austur-Evrópu á undan- förnum mánuðum. Skipuninni var beint til Eystrasaltsríkjanna þriggja og Azerbajdzhan en þessi lýðveldi hafa freistað þess að tryggja sér aukið efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði með sérstökum lagasetn- ingum. Seint í gærkvöldi bárust þær fréttir að til harkalegra átaka hefði komið á milli lögreglu og þjóðernis- sinna í Moldavíu-lýðveldinu og að Ijöldi manns hefði særst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.