Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989
Miimhiff:
Reynir Steingríms-
son bóndi, Hvammi
Fæddur 21. nóvember 1925
Dáinn 3. nóvember 1989
Reynir Steingrímsson andaðist á
heimili sínu, Hvammi í Vatnsdal, 3.
nóvember sl. Þar steig hann einnig
ævi sinnar fyrstu spor og þar bjó
hann alla sína tíð.
Að áliðnu haustkvöldi fyrir níu
árum tók ég í fyrsta skipti í þykka
og hlýja hönd þessa húnvetnska
bónda sem síðar varð tengdafaðir
minn og auk þess góður vinur.
Alltaf frá upphafi voru móttökur
þeirra hjóna, Salómear og Reynis,
svo einlægar og hlýjar að mér gat
ekki dulist að ég var velkominn að
Hvammi. Enda eru ánægjustundirn-
ar þar á bæ löngu orðnar óteljandi.
Það veitir okkur strekktum borg-
arbúum kærkomið jarðsamband að
umgangast fóikið sem yrkir jörðina
og á allt sitt undir duttlungum nátt-
úruaflanna.
Reynir Steingrímsson var í eðli
sínu bóndi og hann var góður bóndi.
Alla tíð ráku þau hjónin myndarlegt
og arðsamt bú, enda lá dijúgur hluti
ævistarfsins í umhyggjusamri rækt-
un faliegs og afurðamikils fjárstofns.
Allt það starf var máð út í einu
vetfangi er fjárstofninn varð að
skera vegna riðuveiki fyrir tveimur
árum. Þá voru erfiðar stundir en
aldrei héyrðist þó æðraorð.
Merð áranum urðu kynni og vin-
átta okkar tengdafeðga nánari. Við
undum vel saman við leik og störf.
Mér er sérlega minnisstæður fagur
dagur á áliðnum slætti sem við eydd-
um tveir saman við veiðar í Hópinu,
fjarri ys og þys hversdagsins. Við
Hópið er sjóndeildarhringurinn víður
með viðáttumikil húnvetnsk heiða-
lönd í suðri og opinn Húnaflóann í
norðri. Vatnið var spegilslétt og vak-
andi fiskur. Úr íjarska barst niður
hafsins þegar aldan brotnáði undan
Þingeyrarsandinum. Við nutum þess
að vera einir í náttúrunni, veiða,
ræða saman og við nutum þess líka
að þegja saman. Það er erfitt að
þegja með öðrum en góðum vini.
Oft varð okkur litið í suðurátt þar
sem tengdafaðir minn hafði átt ót-
aldar unaðsstundir í faðmi heiðanna
í góðum félagsskap vina og sveit-
unga. Sjaldan sá ég hann kátari en
þegar verið var að leggja af stað í
göngur. Þreklegir og veðurbitnir
bændur ljómuðu þá af eftirvæntingu
eins og lítil börn, svo einlæg var
gleði þeirra og tilhlökkun. Þeir gátu
vart beðið þess að leggja af stað
ríðandi í góðra drengja hópi um
víðáttur heiðanna, allt suður undir
jökla.
Reynir var alla tíð vel ríðandi og
hafði yndi af góðum hestum. I flár-
leysi undanfarinna ára hafði hann
snúið sér að hrossarækt en entist
ekki aldur til að fylgja því verki eftir.
Tengdafaðir minn var ekki vanur
að hafa óþarflega mörg orð um
orðna eða sjálfsagða hluti, hann lét
verkin tala og þekkti ekki hugtakið
sérhlífni. Hreinskiptinn var hann og
heiðarlegur. Einföld orð og handsat
var hans viðskiptamáti, enda stóðu
orð hans og hann ætlaðist til þess
sama af öðrum.
Það er ef til vill táknrænt fyrir
líf h'ans og starf að daginn fyrir
andlátið hafði hann lokið síðustu
handtökunum við hreinsun fjár-
húsanna ásamt öðrum frágangi sem
sinna þurfti áður en vetur gengi í
garð. Það var engu ólokið, Reynir
hafði gert hreint fyrir sínum dyrum.
Reynit kvæntist Salóme Jóns-
dóttur frá Akri, öðlingskonu sem lif-
ir mann sinn. Eignuðust þau tvær
dætur sem báðar eru uppkomnar.
Dætranum var hann mikill og góður
faðir og í foreldram sínum hafa þær
alla tíð átt traustan bakhjarl.
Þótt ég sakni nú sárlega vinar í
stað er mér ofar í huga þakklæti
fyrir þær stundir sem við tengda-
feðgar áttum saman.
Eg hef misst tengdaföður og um
leið kæran vin en dætur hans og
eiginkona hafa misst svo miklu
meira.
Megi minningin um góðan dreng
milda sorgir þeirra og annarra sem
um sárt eiga að binda.
Grímur Jónasson
Það er sárt að horfa á eftir góðum
vini við andlát hans. Það á líka að
vera sárt, hafi vinurinn verið góður
og þá er margs að minnast og mik-
ið að þakka, og þannig viljum við
systkinin minnast Reynis Stein-
grímssonar, bónda í Hvammi.
Eftir föðurmissi í æsku, áttum við
athvarf á heimili hans í mörg sum-
ur, þannig að dvölin í Hvammi var
drjúgur þáttur í okkar uppvexti.
Minningarnar eru margar og við
lærðum svo margt. Reynir kenndi
okkur að vinna og það að við ættum
að vera vakandi við vinnuna og sjá
hver þörfin væri á að grípa inn í
verkið, áður en við værum beðin,
það gekk á ýmsu, en það var aldrei
leiðinlegt, og eftir situr vissan um
það, að hafa verið undir góðri hand-
leiðslu mikils ágætismanns. Ekki var
hlutur konu hans, hennar Lóu
frænku okkar, síðri, þau mættust á
miðri leið og bættu hvort annað
upp, þannig að margur unglingurinn
hvarf þaðan að lokinni sumardvöl
með ríkulegt veganesti og kom síðan
aftur, sumar eftir sumar.
Reynir var hress og glaðbeittur í
framkomu og naut þess að hafa
röska unglinga í kringum sig, átti
jafnvel stundum til að etja þeim sam-
an í smá tusk og hafa gaman af.
Hann var víkingur til allra verka og
hlífði sér hvergi, sem þó hefði stund-
um verið ástæða til. Það var líka
unun að sjá þá natni og nærgætni,
sem hann sýndi kindunum sínum um
sauðburðinn, en hann hafði í sinni
búskapartíð ræktað upp afburða
íjárstofn, sem því miður varð riðu-
veikinni að bráð og var allur skorinn
niður fyrir tveim árum. Reynir sneri
sér þá heils hugar að hrossarækt-
inni, en hann var góður hestamað-
ur, átti-oft góða reiðhesta og ágætan
hrossastofn, sem hann vann stöðugt
við að bæta hin síðari ár. Við vissum
vel, að Reynir gekk ekki heill til
skógar, en hann bar sig alitaf svo
vel og hugurinn var svo mikill. í
haust fóru þrír ijúpnaveiðimenn sína
árlegu ferð norður í Hvamm til að
njóta þar vináttu og gestrisni hjón-
anna. Það var mikið skrafað og
skeggrætt við eldhúsborðið í
Hvammi. Nú var allt orðið svo fínt
og vel undirbúið til þess að taka við
nýjum íjárstofni. — En, söknuðurinn
er sár, og sárastur er hann hjá eigin-
konu Reynis, Salóme Jónsdóttur,
dætranum tveim, Theodóra og Val-
gerði og íjölskyldum þeirra. Þeim
biðjum við allrar Guðsblessunar og
huggunar með þessum orðum úr
Harmlj. 3. k. 22.-23.V.:
Náð Drottins er ekki þrotin
miskunn hans ekki á enda,
hún er ný á hveijum morgni,
mikil er trúfesti þín.
Hjartans þökk fyrir hönd móður
okkar, systur^ maka og barna.
Margrét og Arni Eggertsbörn.
I dag fer fram frá Undirfells-
kirkju útför Reynis Steingrímssonar,
bónda að Hvammi í Vatnsdal, Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Fráfall Reynis
bar óvænt að, því hann varð bráð-
kvaddur að heimili sínu, aðeins 63
ára gamall.
Reynir var fæddur í Hvammi,
sonur hjónanna Theodóra Hall-
grímsdóttur og Steingríms Ingvars-
sonar, næstyngstur flögurra syst-
kina. Þrítugur tók hann við búi af
móður sinni og bjó síðan í Hvammi
óslitið til dauðadags. Theodóra
dvelst nú á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi og fjölskylda mín sendir henni
innilegustu samúðarkveðjur.
Reynir kvænist árið 1954 ein-
stakri sæmdarkonu, Salóme Jóns-
dóttur Pálmasonar frá Akri. Þau
eignuðust tvær dætur, Theodóru
hjúkranarfræðing, f. 1955, gifta
Grími Jónassyni verkfræðingi, og
Valgerði verslunarmann, f. 1962,
gifta Gísla Úlfarssyni verslunar-
manni. Valgerður og Gísli eiga eina
barnabarn Salóme og Reynis, Söra.
Kynni fjölskyldu minnar af fólkinu
í Hvammi á sérlega langa sögu og
má rekja þau til þess tíma er afi
minn, Ari Arnalds, var sýslumaður
á Blönduósi. Náin samskipti hófust
árið 1916 er faðir minn, Sigurður,
kom í Hvamm ungur drengur til
sumardvalar. Þá bjó þar Hallgrímur,
af Reynis, en skömmu síðar tóku
við búinu Theodóra dóttir hans og
maður hennar, Steingrímur Ingv-
arsson frá Sólheimum. Sumardvöl í'
Hvammi gekk að erfðum hjá okkur,
á fimmta áratugnum tóku við eldri
bræður mínir, Jón og Ragnar, þá
ég árið 1952 og loks Einar bróðir
minn. Vinskapur fjölskyldna okkar
Reynis tekur því til þriggja ættliða
og rúmra 70 ára og hefur aldrei
borið skugga á þau kynni.
Árið 1952 var annar tíðarandi á
Houstskreytinga
Skreytmgarefni
Skreytingameistarar Blómavals
hafa að undanförnu lagt nótt við dag
og útkoman er ný og
glæsileg
blómadeild.
Þurrskreytingar
og lifandi
skreytingar í
ótrúlegu úrvali.
Sjón ersögu ríkari.
; Blómstrandi
nóvemberkaktus
h. 3St,-
/ Linu i nuiiyiuiuii
btomouol
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
íslandi en nú er og það þótti sjálf-
sagður hlutur að börn færu mjög
ung í sveit til ættingja eða vina, ef
þess var kostur, þótt ekki væri liðs-
auki að þeim við búskapinn í fyrstu.
Ein fyrsta bernskuminning mín er
einmiit þessi tímamót, er ég fór
fimm ára gamall norður í land með
Jóni alþingismanni á Akri, síðar
tengdaföður Reynis, til sumardvalar
hjá Theodóru í Hvammi, sem þá var
orðin ekkja. Mér stendur enn fyrir
hugskotssjónum er ég settist við
komuna uppburðarlítill út í horn í
eldhúsinu í Hvammi og virti fyrir
mér þetta nýja umhverfi. Þarna var
mér tekið opnum örmum og ég undi
mér svo vel að ég dvaldist þar næstu
ellefu sumur, fyrst hjá Theodóra og
síðan hjá Lóu og Reyni.
Það var ómetanlegt veganesti
ungum manni að alast upp hluta úr
árinu við sveitabúskap hjá góðu fólki
á annáluðu myndarheimili. Gest-
kvæmt var jafnan í Hvammi og
ungu hjónin fylgdu fordæmi Theo-
dóru um gestrisni og rausn. Auk
þess var glaðvært og hressilegt
mannlíf í Vatnsdalnum. Þar bjó, og
býr enn, dugmikið og einart fólk
með ákveðnar skoðanir. Reynir var
þá ungur, framsækinn bóndi með
metnað til góðs búreksturs, og húsa-
kostur í Hvammi og bæjarbragur
var til fyrirmyndar i hvívetna. Á
þessum ellefu árum fylgdist ég með
örji tæknivæðingu sveitanna og
gífurlegri breytingu í búskaparhátt-
um. Ungu hjónin í Hvammi fylgdust
með tímanum og á örfáum áram var
horfið frá seinvirkum og lýjandi að-
ferðum með handafli og hestum til
alls hins nýjasta sem völ var á í land-
búnaðartækni á þeim tíma. Snáðinn
úr Reykjavík varð því smám saman
eins konar fyrsti vélstjóri, og á
hveiju ári komu ný tæki og nýjar
og betri aðferðir við heyskap, hey-
verkun og skepnuhald.
Það var verulega gaman að vinna
fyrir Reyni, raunar ekki fyrir hann,
þó hann væri húsbóndinn, heldur
með honum. Snáðinn var iðulega
spurður álits, ákvarðanir í dagsins
önn teknar í bróðerni og svo gengið
til verka af atorku. Reynir var mjög
ötull og kappsfullur, nú væri líklega
notað orðið skorpumaður. Hann
hafði lag á að hrífa okkur strákana
með í keppnisanda þegar mikið lá
við í heyskap eða öðru. Þetta gerði
vinnuna skemmtilega, hangs eða
tvístígandi var ekki einkenni and-
rúmsloftsins á Hvammi, en fullrar
hófsemi gætt í vinnuálagi. Reynir
gat stundum verið snöggur upp á
lagið ef eitthvað gekk illa eða fór
úrskeiðis, en aldrei leið á löngu þar
til málið var leyst og brosað að öllu
saman, enda grannt á glaðværðinni
og góðmennskunni. I þessu tilliti sem
öðru áttu þau hjónin afar vel sam-
an, Reynir örgeðja og fljóthuga, en
Lóa mótvægið og missti aldréi jafn-
vægi. Sannaðist þar að samhentum
hjónum með dálítið ólíkt skapferli
farnast vel. Og ekki brást, þegar
eitthvað hafði verið vel gert, að við-
komandi fengi hrós að launum frá
þeim hjónum. Já, betri skóla til
þroska er líklega ekki hægt að hugsa
sér, og í Hvammi hefur fjöldi ung-
menna átt góðar og mannbætandi
æskustundir.
Það hafa orðið miklar breytingar
í íslenskum landbúnaði í búskapartíð
Reynis í Hvammi, eins og reyndar
í öðrum atvinnugreinum. Fyrst voru
ár tæknivæðingar og uppbyggingar,
síðan kom fólksflóttinn úr sveitunum
og loks samdráttur vegna breyttra
viðhorfa í markaðsmálum. Reynir
sneri sér smám saman að hreinum
sauðijárskap, það hentaði honum
best, hann var afar Ijarglöggur og
honum þótti vænt um sitt fé. Með
þekkingu og útsjónarsemi ræktaði
hann upp góðan stofn af fijósömu
fé. Hin síðustu ár blés á móti, því
eins og víðar þurfti að skera niður
allt í fé í Hvammi. Þennan tíma
notaði Reynir til viðhalds á bænum
og ýmissa hugðarefna en í deiglunni
mun hafa verið að koma aftur upp
bústofni þegar kallið kom svo snöggt
og óviðbúið.
Með Reyni í Hvammi er genginn
dugnaðarmaður, höfðingi í lund og
jafnframt drenglyndur, sem ég mun
ætíð minnast með hlýhug og virð-
ingu. Fyrir hönd foreldra minna og
bræðra votta ég samúð aðstandend-
um hans, Salóme, Theodóru, dætr-
unum og öðruin ástvinum.
Sigurður Steingrímur Arnalds