Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 44
r Dagskrórstjórinn -í Kl. 16:30 MARKÚS ÖRN ANTONSSON 1 ° ÚTVARPIÐ RÁS 1 O FLORIDA i* einmitt núna LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Bílstjóri kom í veg fyrir alvarlegt slys AÆTLUNARBÍLL frá Sérleyfísbílum Akureyrar lenti út af veginum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu rétt vestan við Stóru-Tjarna- skóla í gær. Bíllinn fór niður 6 metra háan vegkant en bílstjóranum tókst að halda bílnum á hjólunum og sneiða hjá um flögurra metra djúpum skurði við veginn. Lögreglan á Húsavík sagði að það hefði gengið kraftaverki næst að ekki varð stórslys og skjót við- brögð bílstjórans, Þorvaldar Rafns Kristjánssonar,. hefðu aftrað stór- slysi. Þorvaldur meiddist þó í baki og tveir farþegar hlutu smávægileg meiðsl. Bíllinn skemmdist nokkuð á framenda og undirvagni. Um 10 sentimetra krapalag var á veginum þegar óhappið varð. Sagði lögreglan á Húsavík að bíllinn hefði misst veggripið og nánast flot- ið stjórnlaust á krapanum út af veginum. Viðskiptavaki húsbréfa: Ákveðið að semja við Landsbankann Samningur undirritaður á næstu dögum Húsnæðismálastjórn hefúr samþykkt samhljóða að semja við Landsbankann og Lands- 30.000 skammt- arafbóluefhi LYFJAVERSLUN ríkisins hefúr þegar dreift 26.000 skömmtum af bóluefni gegn inflúensu og 5.000 skömmtum sem enn eru ókomnir til landsins verður dreift í næstu viku. Þetta er svipað magn bólu- efnis og notað hefur verið hérlend- is þrjú undanfarin ár, að sögn Þórs Sigþórssonar forstjóra Lyfja- verslunarinnar. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir segir að embættið hafi mælst til að bólusetningu yrði lokið fyrir 15. nóvember. Bréf hafí verið sent í haust til heilsugæslustöðva og ýmissa stofnana og bóluefnið hafi verið kynnt í fréttabréfi lækna. Það tæki 10 til 15 daga að mynda ónæmi frá því að bólusett hefði verið. Venjulega bærist inflúensan hing- að til lands kringum nýár, þess væru dæmi að hún hefði komið hingað um jól en í fyrra hefði hún komið óvenju seint, ekki fyrr en í apríl. Þá klárað- ist bóluefni hjá Lyfjaversluninni, þar sem ýmsar stofnanir og fyrirtæki pöntuðu efnið eftir að inflúensan gerði fyrst vart við sig. bréf hf. um að taka að sér við- skiptavaka húsbréfa. Áður hafði viðskiptavakinn verið boðinn út, þrjú tilboð borist og öllum verið haftiað. Tilboðin komu frá Landsbanka og Landsbréfum hf. í sameiningu, Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans og frá Kaupþingi hf. Síðustu daga hafa farið fram viðræður milli fulltrúa húsnæðis- málastjórnar og fulltrúa Lands- bankans um að Landsbréf hf. taki að sér viðskiptavakann. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnun- ar, lá fyrir fundi húsnæðisstjórnar á fimmtudaginn uppkast að samn- ingi þessara aðila og var það sam- þykkt samhljóða. „Þar með teljum við næsta víst að Landsbankinn sé samþykkur og vænti ég þess að samningurinn verði undirritað- ur á næstu dögum,“ sagði Sigurð- ur. „Það var gott að fá þessar lyktir og við erum bjartsýnir á samstarf við Landsbankann á þessu sviði.“ Viðskiptavaki' hefur það hlut- verk með höndum að skrá hús- bréfin á Verðbréfaþingi íslands, sjá um markaðssetningu þeirra, setja fram tilboð í bréfin, vera reiðubúinn til að kaupa þau og á að sjá til þess, að viðskipti með þau gangi greiðlega um allt land. Morgunblaðið/Bjami Sigurður Demetz söngkennari og Sigurður Björnsson í'ramkvæmdasljóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands taka á móti Katiu Ricciarelli á Keflavíkurílugvelli. Katia Ricciarelli syngur með Sinfóníuhljómsveitinni í dag: * > A 20 ára söngafmæli á Islandi „EF ÉG Á að vera alveg hreinskilin, þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að syngja á tónleikunum á morgun," sagði ítalska söng- konan Katia Ricciarelli í stuttu samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hún steig út úr flugvél á Keflavíkurflugvelli í gær. Katia Ricciarelli er á stöðugum ferðalögum heimshorna á milli og kemur fram á fjölda tónleika á hveiju ári út um ailan heim. „Auð- vitað kann ég lögin á efnisskránni á tónleikunum á morgun. En ég syng á það mörgum tónleikum og efnisskrár þeirra eru það svipaðar að ég get ómögulega lagt þær all- ar á minnið,“ sagði Riceiarelli og sneri sér að Sigurði Björnssyni framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitarinnar sem tók á móti henni við komuna og spurði hann hvað hún ætlaði að syngja. Þegar hún var búin að fá að heyra það, sagð- ist hún ekki vera með nótur af Exultate jubilate, en Sigurður sagði auðvelt myndu verða að bjarga því. Katia Ricciarelli er ein af fremstu söngkonum í heiminum í dag. „Ferill minn hófst fyrir ná- kvæmlega tuttugu árum. Kannski við höldum upp á það á morgun," sagði hún og leit til fylgdarmanna sinna. Þótt hún hafi átt velgengni að fagna nær allan þennan tímá segist hún þó hafa gert sín mistök og átt sínar lægðir og sínar hæð- ir. „En mistökin hafa aðeins styrkt mig og eflt tii frekari dáða.“ Ricciarelli hefur sungið á móti Kristjáni Jóhannssyni og um hann segir hún: „Hann er mjög góður.“ En hún þekkir líka annan íslenskan söngvara, ekki eins þekktan, enda er ferill hans rétt að byija. Hann heitir Guðjón Óskarsson og var nemandi við akademíuna í Osimi á Italíu í tvö ár, þar sem Riccia- relli var listrænn stjórnandi. „Ég hef eytt miklum tíma í að hjálpa ungum söngvurum, en er hætt því núna vegna þess að ég hef ekki tíma til þess. En ég hef heyrt í Guðjóni. Hann hefur mjög góða rödd og mikla hæfileika.“ En hvað veit Katia Ricciarelli um Sinfóníuhljómsveit íslands, sem hún ætlar að syngja með á tónleikum í Háskólabíói á morgun? „Ekkert. En ég er mjög forvitin." Fjölgar í stjórn Atvinnutryggingasjóðs: Fulltrúi fiskeldis hefiir verið skipaður í stjórn FULLTRÚI Landssambands físk- eldis- og hafbeitarstöðva var í gær skipaður í stjórn Atvinnu- tryggingasjóðs af forsætisráð- Kona á áttræðisaldri rænd á Laugaveginum um miðjan dag SJÖTÍU og sjö ára göniul kona var rænd handtösku á Laugavegin- um í gær, skömmu fyifr klukkan 15. Konan var á gangi á Lauga- veginum, á móts við Frakkastíg, þegar bifreið var ekið upp að henni. Einn farþega bílsins rétti út hendina og hrifsaði tösku kon- unnar af henni. Varðstjóri í Reykjavíkurlögreglunni sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hann myndi ekki eftir því að þjófar hefðu áður notað þessa bíræfnu aðferð hér. Hún gengur stundum undir nafninu „italska aðferðin", þegar þjófar aka upp að fólki á bílum eða vélhjólum og hrifsa af því verðmæti. „Ég var að koma yfir Frakka- stíginn, var rétt komin yfir gang- stéttina og ætlaði að fara niður Laugaveginn, þegar bíllinn kemur allt í einu neðan Frakkastíginn. Ég hélt fyrst að bíllinn hefði ekið svo nærri mér að taskan hefði krækzt í hurðina,“ sagði konan í samtali við Morgunblaðið, en hún vildi ekki láta nafns síns getið. „Ég reyndi að halda á móti, en gat það ekki. Hann keyrði svo upp götuna með töskuna. Mér varð svo illt við að ég gat illa lýst bílnum fyrir lög- reglunni. Hann var lítill og hvítur og með einhvers konar svörtum röndum.“ Konan hefur búið í miðbæ Reykjavíkur í 29 ár og segir að það hafi verið annar bragur á bæj- arlífinu þegar hún flutti í höfuð- staðinn. „Þá var maður ekki hræddur við að fara út að kvöld- lagi, en nú gerist svpna lagað um hábjartan daginn. Ég þori ekki lengur að fara út á kvöldin. Þessi lýður virðist vera alls staðar. Það er alveg hreint agalegt að verða, hvernig þetta er hér í Reykjavík." í tösku konunnar voru peningar, skilríki, gleraugu og ýmislegt fleira. Lögreglan í Reykjavík biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að atvikinu, að gefa sig fram. herra. Fulltrúi sambandsins verður Páfl Gústafsson fram- kvæmdastjóri ísno. Þessi skipun kemur í kjölfar tillagna Fram- kvæmdasjóðs um aðgerðir til að bæta stöðu fiskeldis, sem ræddar voru á ríkisstjórnarfúndi í gær. Þar er meðal annars lagt til að Atvinnutryggingasjóður veiti fiskeldisfyrirtækjum þá fyrir- greiðslu sem mögulegt er. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva sagði að skipun fulltrúa Landssambandsins í stjórn Atvinnutryggingasjóðs kæmi til af því sjóðurinn væri að skoða hvort hægt væri að gera aðrar veðkröfur til fiskeldis en til dæmis til frystihúsa. Fiskeldis- stöðvar ættu erfitt með að uppfylla kröfur sjóðsins um veðhæfni og eig- ið fé þar sem fjármagn stöðvanna væri bundið í fiskinum sjálfum og búnaði honum tengdum. Framkvæmdasjóður leggur einn- ig til að fiskeldisfyrirtækjum verði gefinn kostur á bústofnskaupalán- um með ríkisábyrgð. Gert er ráð fyrir að þessi lán nemi alls 4-500 milljónum króna. Framkvæmdasjóður leggur síðan til að stofnaður verði Afurðalána- sjóður fiskeldis sem annist af- greiðslu afurðalána í fiskeldi. Þessi sjóður heyri undir forsætisráðherra eða fjármálaráðherra og komi í stað Tryggingasjóðs fiskeldislána. Þá: er tillaga um að uppsafnaður söluskattui' af rekstraraðföngum til ársloka 1989 verði endurgreiddur. Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva telur að þessi upphæð nemi tæpum 200 milljónum króna. Loks er lagt til að fjárfestingar- sjóðir gefi kost á frestun á greiðslu afborgana og vaxta á lánum til fisk- eldis næstu tvö árin. Uppreiknaður höfuðstóll þessara lána er talinn vera 3.000-3.500 milljónir króna. Friðrik Sigurðsson sagði að flest- ar þessar tillögur væru mjög í anda þess sem Landssambandið hefði lagt til. Þó hafni sambandið því alfarið að stofnaður verði nýr af- urðalánasjóður. Bæði myndi Lands- sambandið hafa minni áhrif í stjórn sjóðsins en í stjórn Tryggingasjóðs og einnig væri óeðlilegt að flytja afurðalán fiskeldis frá landbúnaðar- ráðherra, fagráðherra fiskeldis. Sjá einnig bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.