Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 33
MORGIHNBEAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 33; Minning: Agnar Bragi Guð- mundsson, Blönduósi Fæddur 17. ágúst 1919 Dáinn 5. nóvember 1989 Þegar okkur hjór.um barst fregn- in um snöggt andlát vinar okkar Agnars Guðmundsson sl. sunnudag, hrönnuðust fram minningar frá fyrri árum. Ég kynntist Agnari og fjölskyldu hans fyrir um það bil 35 árum. Þá var ég að byggja Héraðs- hælið á Blönduósi. Erfitt var að fá smiði til verksins á heimaslóðum. Bent var þá á Agnar Guðmunds- son, sem ekki var þó lærður smiður en hafði unnið nokkuð við þau störf. Það varð úr, að hann réðst til vinnu við uppbygginguna og reynd- ist hann alveg frábær starfsmaður. Hann vann öll sín störf af ein- skærri trúménnsku og dugnaði, að af bar. Þessi síglaði samstarfsmaður okkar sýndi það og sannaði, að sumir eru fæddir góðir fagmenn, þrátt fyrir að aðstæður leyfðu ekki langt nám í iðngreininni. Annars var bygging Héraðshælisins á Blönduósi ævintýri út af fyrir sig, vinnufélagarnir allir samstilltir í því að láta verkið ganga vel, og það tókst. Þetta var ógleymanlegur vinnustaður, og áttu allir þakkir skildið fyrir störf sín, en nú eru margir þeirra horfnir sjónum okkar í bili. Agnar var mikill gleðinnar mað- ur, og engum leiddist í návist hans. Hestamaður var hann mikill og átti marga góða gæðinga. Hann var mjög starfssamur, hafði umlangt árabil nokkuð af fé er hann annað- ist til gamans. Hann hafði mjög gaman af dýrum og annaðist þau af mikilli natni. Agnar bjó allt sitt líf á Blöndu- ósi. Þar sleit hann barnsskóm sínum og þaðan fór hann í sína hinstu för. Kona hans, Lilja Þorgeirsdóttir, ættuð frá Hólmavík, bjó honum og börnum þeirra hlýlegt og fallegt heimili. Það var að vísu þröngt í byrjun, en þeirrr tókst að stækka húsakost sinn og bæta þannig að þangað var gott að koma, og aldrei var þröngt þó margir væru á ferð. Það ríkti gleði og sannkölluð ísiensk gestrisni, hvernig sem á stóð. Þau Agnar og Lilja eiga fjögur mannvænleg og góð börn. Unnar búsettur á Blönduósi, Rúnar býr í foreldrahúsum, Sigurunn búsett á Akureyri og Hulda búsett á Sauðár- króki. Öll hafa þau verið heima- kær, og verið velkomin heim. Sér- staklega hafa barnabörnin verið birtugjafar á heimili þeirra hjóna. Það skiptast á skin og skúrir í Íífi flestra og þessi ágætu hjón fóru ekki varhluta af því. Fyrir rúmum tuttugu árum veikt ist Agnar mikið, og eftir það gat hann ekki stundað neina erfiðis- vinnu, en þrátt fyrir það bar ekki á kvíða né vonleysi, hann var alltaf glaður og bjartsýnn, hann bar sín veikindi af karlmennsku. Lilja hefur einnig átt við vanheilsu að stríða um langt árabil en hennar lífsgleði ' hefur einnig gefið henni von og trú á lífið. Rúnar næstelsta barn þeirra hef- ur verið í umönnun foreldra sinna i heimahúsum vegna veikinda, en er nú á batavegi, og er farinn að vinna hálfsdags vinnu. Það hefðu margir látið bugast í slíkum mótbyr og það er athyglisvert, hverskonar kjark og þrek sumum er gefið. Sl. sunnudag sátu þau hjónin í eldhúsinu og voru að ræða um ætt- armót sem vera átti að viku lið- inni. Ef af því hefði orðið, hefðum við hjónin fengið góða heimsókn, én ferð Agnars varð önnur og lengri, og þarna við eldhúsborðið var upphafið að henni. í upphafi ferðar hans óskum við honum fararheill, og þökkum hon- um samfylgdina genginn veg. Eng- inn veit hversu langt verður í endur- fund, en hann þarf ekki að skipu- leggja. Við hjónin og börn okkar sendum Lilju, börnum, tengdabörnum og barnabörnum hennar, samúðar- kveðjur og þakkir fyrir ógleyman- legar samverustundir, og biðjum Guð að styrkja þau og styðja í and- streymi lífsins. Skúli Jónasson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURSKARLSSONAR skipstjóra, Egilsbraut 6, Þorlákshöfn. Guðrún Jóna Jónsdóttir, Jóhanna Baldursdóttir, Haukur Guðjónsson, Guðmundur Karl Baldursson, Kim Sorning, Jón Baldursson, Gissur Baldursson, Anna Guðrún Árnadóttir og barnabörn. STÓRKOSTLEG VERKSMIÐJUÚTSALA að Iðavöllum I4b Keflavík. Opið frá kl. 10 - 18 alla daga til 19. nóv. Flug-Hótel, Hafnargötu 57, Keflavík verður með kaffihlaðborð laugardag og sunnudag. Einstakt tækifæri til að kaupa ódýrar jólagjafir fyrir fjölskyldu og vini, heima og erlendis. Allir viðskiptavinir útsölunnar fá afsláttarmiða að glæsilegu kaffihlaðborði Flug-Hótels sem opið verður laugardag og sunnudag. Best er að aka fram hjá gamla afleggjaranum til Keflavíkur í áttina að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar til skilti vísar inn í Keflavík. VERIÐ VELKOMIN. ítalskarflísar Ótrúlegt úrval á veggi oggólf MARÁS, Ármúla 20, símí 39140. Opið frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.30. qa ISLENSKUR ElIMARKAÐUR Iðavöllum I4b, Keflavík. Sími 92-12790. i AUK/SÍA k627-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.