Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 "M j---:-----------r ?—7——-- Rútuslysið við Skálafellsjökul: Hemlakerf- ið var í ólagi TÆKNIDEILD Bifreiðaskoðun- ar íslands hefur lokið rannsókn á orsökum slyssins sem varð þeg- ar fólksflutningabifreið fór út af veginum skammt neðan Skála- fellsjökul í sumar. Við rannsókn- ina kom í ljós að hemlakerfi bif- reiðarinnar var í ólagi. Rannsóknin leiddi í ljós, að stirð- Íeíki í annarri höfuðdælu hemla- kerfisins, ásamt með leka í hjól- dælu, olli því að við síendurtekna hemlun urðu hemkr á afturöxii bílsins óvirkir. Jón Bafdur Þorbjörnsson deildar- stjóri tæknideildarinnar segir að ökumanni og eigendum bílsins hafi verið ljóst að hemlarnir voru ekki í lagi, samkvæmt því sem fram kemui' í lögregluskýrslum. Hins vegar hafi þeim ef til vill ekki verið ljóst hvaða afleiðingar þessi bilun gæti haft. Hann segir þetta.atvik sýna hvaða afleiðingar of lítil fag- mennska í víðhaldi geti haft í för með sér, fagmenn myndu hafa gert sér grein fyrir þessari hættu. Þetta var annað slysið á skömm- um tíma í sumár, þar sem rúta fór út af veginum vegna bilunar í hemlakerfi. Jón Baldur segir að Bifreiðaskoðunin muni meðal ann- ars bregðast við þeim slysum sem orðið hafa með því, að kalla saman til fundar alla eigendur og rekstrar- aðila lang- og hópferðabíla sem til næst upp úr áramótum og ræða við þá hvað betúr þurfi að fara í rekstri og viðhaldi bílanna. Kirkjustræti 10: Hélt að búið væriaðaf- lífa húsin - segirGuðrún Helgadóttir for- seti Sameinaðs Alþingis „ÉG hélt að búið væri að aflífa þessi hús,“ sagði Guðrún Helga- dóttir forseti Sameinaðs Alþing- is, þegar hún var spurð álits á tillögu Katrínar Fjeldsted borg- arfulltrúa, um að gert yrði við Kirkjustræti lOa, sem er í eigu Alþingis. „Það er búið að halda samkeppni um nýtt þinghús á þessari lóð og ég hélt að þar með væri komin við- urkenning á að húsin ættu að víkja,“ sagði Guðrún. „Auðvitað erum við tilbúin til að taka þetta mál upp að nýju og hef ég falið Gunnari Ingibergssyni húsameist- ara Alþingis, að kanna sögu málsins fyrir samkeppnina um nýtt þing- hús. Við viljum ekki vera að eyði- leggja gömul hús í miðbænum en hvernig við eigum að nýta þlssi hús, það get ég ekki séð í fljótu bragði. Það sem við hugsuðum okk- ur var, að úr því búið væri að drepa þessi hús þá væri þarna rúm fyrir ráðherrabílana." Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavik, simi 38640 SYNDMGIDAG VIÐSKIPTABÚNAÐUR FRAMTÍÐARINNAR FRÁ SHARP Viðskiptaumhverfið gerir sí-strangari kröfur, geturðu mætt þeim? KON®b UV’ttN ■ . alntat ÆjKBB Í M tot s”ARP CX-7500 HLJOMBÆJARHUSINU HVERFISGOTU slmi25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.