Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 Jónas Þorbjarnarson Skjaldborg: Minningar Sigurjóns Rist og viðtalsbækur ENDURMINNINGAR og viðtöl við Qölda íslendinga setja svip sinn á bókaútgáf'u Skjaldborgar hf. að þessu sinni. Þar að auki koma m.a. út sex þýddar skáldsögur og ein islensk, tvær barnabækur og árbækur. Endurminningabækut-nar eru Vadd út í. Endurminningar Sigur- jóns Rist vatnamælingamanns, eftir Hermann Sveinbjörnsson, Af lífi og sál, þar sem Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá og Glampar á götu, sem er endurminningar Björns Jóns- sonar læknis í Kanada. Viðtalsbækurnar heita Betri helmingurinn, sem hefur að geyma viðtöl við eiginkonur fimm þekktra manna í íslensku þjóðlífi, Aldnir hafa orðið, sem er 18. og síðasta bindi, eftir Erling Davíðsson og Við manninn mælt, sem í eru viðtöl við 12 íslendinga, eftir Valgeir Sigurðs- son. Sekur flýr þó enginn elti, er ný skáldsaga eftir Birgittu H. Halldórs- dóttur. Árbækurnar heita Hestar og menn 1989. Árbók hestamanna, eft- ir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson og íslensk knattspyma 1989. Árbók um íslenska knatt- spyrnu, eftir Víði Sigurðsson. Þýddu skáldsögurnar eru Pelli signrsæli 1. bindi, eftir Martin And- ersen Nexö í þýðingu Gissurs 0. Erlingssonar, Syngjum og dönsum dátt sem um jól, þriðja bók endur- minninga Maya Angélou, Eitt sinn skal hver deyja, eftir Agatha Christie, í skugga ofsókna, eftir Howard Fast, Neyðaróp um nótt, eftir Mary Higgins Clark. og Ge- stapo, eftir Sven Ha'ssel. Einnig koma út bækurnar Hvers vegna elska karlmenn konur - Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur, eft- ir dr. Connell Cowan og dr. Melvyn Kinder. Þýðandi er Gissur Ó. Erl- ingsson og Unaður kynlífs og ásta, eftir dr. Andrew Stanway. ’ Barna- og unglingabækur Skjald- borgar eru: Kaupstaðaferð dýranna eftir Atla Vigfússon með teikningum Hólmfríðar Bjartmarsdóttur, Fagri- Blakkur, eftir Ann Sewell í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur, Fyrsta talnabókin mín, sem ætluð er til aðstoðar ungum börnum við að læra að þekkja tölur og hafa gaman af þeim og Leyniskjalið, eftir Indriða Úlfsson. Forlagið: Síldarsaga eftir Birgi Sigurðsson í frétt; Morgunblaðsins um bókaútgáfú Forlagsins féll ein bók niður, en það er bókin: Svartur sjór af síld - Síldarævin- týrin miklu á sjó og landi eftir Birgi Sigurðsson rithöfúnd. í bókinni segir Birgir síldarsögu þjóðarinnar með skáldlegu innsæi. Morgunblaðið/Ami Sæberg Ragnhildur Jóhannsdóttir t.v. og Erik Edward Sverrisson, bæði 12 ára, virða fyrir sér mvnd eftir Ragnhildi. Iðnaðarbankinn í Haftiarfirði 25 ára: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigríður Ásgeirsdóttir glerlistakona við nokkur verka sinna. Gallerí einn einn: Glerið hefiir bein áhrif á sálina - segir Sigríður Ásgeirsdóttir „GLERIÐ hefur bein áhrif á sál- ina,“ sagði Sigríður Ásgeirsdótt- ir myndlistarmaður í samtali við Morgunblaðið en hún sýnir nú tíu verk í sýningarsalnum Gallerí einn einn á Skólavörðustíg 4 A. Verkin eru teikningar frá árinu 1985 og grafikverk, sem unnin voru í sumar. Sýningin, sem er sölusýning, stendur tii næstkom- andi fimmtudags. Sigríður sagði að verkin á sýningunni fjölluðu annars vegar um ástina og hins vegar það að maðurinn væri að tortíma sjálfúm sér. Þetta er fjórða einkasýning Sigríðar Ásgeirsdóttur, en hún var með sýningu á steindu gleri í sýn- ingarsal Norræna húsinu í vor. Verkin á sýningunni nú sagði Sigr- ún að væru undanfarar glerver- kanna, sem voru á sýningunni í Norræna húsinu bæði í tækni og útfærslu hugmynda. Sigríður Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1976-’78, Edinburgh College of Art 1979-’83 og Hein Derix Studio í Vestur-Þýskalandi 1984. Auk ijög- urra einkasýninga hefur hún tekið þátt ? samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Sigríður á verk á ýmsum opin- berum stöðum, auk þess sem hún hefur unnið fjölda steindra glugga fyrir einkaaðila, bæði hér heima og erlendis, en vinnustofa hennar er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. SÝNING á 153 myndverkum eftir hafnfirsk börn á aldrinum 6—12 ára verður opnuð í Hafii- arborg í dag, laugardag, kl. 14. Verkin voru valin úr rúmlega sexhundruð myndum sem bár- ust í myndlistarkeppni sem Iðn- aðarbankinn efiidi til í tilefni 25 ára afmælis útibúsins í Hafii- arfirði. Börn úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar syngja við opn- unina og Lúðrasveit skólans leikur. Ollum börnum á aldrin- um 6—12 ára í Hafnarfirði og foreldrum þeirra hefur verið boðið að vera við opnunina. Bankastjórar Iðnaðarbankans fóru þess á leit við myndmennta- kennara og skóiastjóra grunnskói- anna fimm í Hafnarfirði við upp- haf skólastarfs í haust að nemend- ur sendu myndverk í keppni sem bæri nafnið „Hafnarfjörður — bærinn okkar“. Viðbrögð kennara og nemenda voru mjög góð, rúm- lega 600 myndir bárust dómnefnd en þær höfðu myndmenntakenn- arar valið úr yfir þúsund myndum. Dómnefndina skipuðu listamenn- irnir Hringur Jóhannesson og Eiríkur Smith, Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans og Jóhannes Egilsson útibússtjóri Iðnaðarbankans í Hafnarfírði. Tuttugu myndir hafa verið valdar áhugaverðastar og fá höf- undar þeirra viðurkenningarskjöl frá bankanum. Einnig mun bank- inn leita eftir kaupum á þeim og munu þær prýða húsakynni bank- ans í framtíðinni. Þetta er í fimmta sinn sem Iðn- aðarbankinn gengst fyrir mynd- listarkeppni meðal skólabarna og sýningum á þeim. Fyrsta sýningin var í Garðabæ fyrir átta árum, Fyrsta ljóðabók Jón- asar Þorbjarnarsonar BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út bókina í jaðri bæjarins eftir Jónas Þorbjarnarson. Þetta er fyrsta Ijóðabók hans en áður hafa birst eftir hann Ijóð í tímarítum. A liðnu ári hlaut Jónas einnig fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Morgunblaðsins. „Svo glæsilegt byijendaverk sem þokkafullt að lesandinn fær strax þetta ljóðasafn sætir vissulega tíðindum í íslenskum bókmennta- heimi,“ segir í kynningu Forlagsins. „Þó að augum sé beint að jarðnesk- um veruleika, þá er sá veruleiki hér þéttar ofinn jarðneskum þáttum en við eigum að venjast. Hér er eins og land, sjór og himinn renni eðli- lega saman við hugsun skáldsins og ljóðmálið er svo lífrænt og aðgang að ljóðunum án þess að vera krafinn um skilning. Hann gengur inn í Ijóðheim höfundar, hlustar þar og horfir í kringum sig - á mann og náttúru. Þetta er í senn fágaður og íhugull skáldskap- ur.“ í jaðri bæjarins er 48 bls. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. Prent- verk Austurlands hf. prentaði. Sýning á myndverkum barna í Hafnarborg* Jóhann Egilsson, útibússljórí Iðnaðarbankans í Hafúarfirði og dómnefndarmaður, og Albert Sveinsson skrifstofustjóri, sem unn- ið hefúr að undirbúningi sýningarinnar. síðan á Selfossi, á Akureyri, í Reykjavík og nú í Hafnarfirði. Aldrei hefur þátttaka verið jafn- mikil og nú og mun þetta vera stærsta sýning á myndlist eftir íslensk börn sem sett hefur verið upp. Jóhanna Ragnarsdóttir mynd- menntakennari í Víðistaðaskóla og Setbergsskóla sagði þátttöku í keppninni hafa verið mjög upp- örvandi fyrir börnin. Þeim fannst gaman að taka þátt í alvöru keppni með alvöru dómnefnd og að fulltrúar frá Iðnaðarbankanum skyldil heimsækja skólana og fylgjast með vinnunni. Eina ástæðu þess hve vel tókst til sagði Jóhanna vera þá að keppnin var kynnt í skólunum strax í upphafi skólaárs en ekki þegar búið var að skipuleggja vetrarstarfið. Pétrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Hafnarborgar, sagði mjög ánægjulegt að hýsa þessa sýn- ingu. Börnin væru framtíðargestir Hafnarborgar og væri þetta því góð kynning fyrir listamiðstöðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.