Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 30
30 MOiiGL-XBUUjlÐ, 1Al'GAitl)AjUUK U. NOVKMBm 19|39: Minning: Eyjólfúr Breið- fjörð Sverrisson Fæddur 18. febrúar 1968 Dáinn 4. nóvember 1989 Fréttin um að hann Eyjólfur Breiðfjörð vinur minn hefði látist í bíislysi kom sem reiðarslag. Sagt er að æskuvinurinn sé sá vinur sem mest áhrif hefur á mann á lífsleiðinni og eitt er víst að Eyi, eins og hann var alltaf kallaður, var ekki venjulegur vinur, sú vin- átta risti dýpra en það. Eyja hef ég þekkt alla tíð. Við bjuggum báðir á Stekkunum á Patró, hann á númer 9 en ég á númer 7. Við lékum okkur saman upp á hvem einasta dag og margt var sér til dundurs gert og ef veður var kalt þá leituðum við skjóls hvor heima hjá öðrum. Ég minnist þess að þegar Eyi flutti 5 ára gamall inn á Brunna 25 settist ég á stétt- ina heima hjá mér og hágrét því ég hélt að ég hefði glatað Eyja að eilífu, en sú varð aldeilis ekki raun- in þá, því hann hafði aðeins flutt nokkur hundruð metra og ekki minnkaði vinskapurinn við það. Árið 1981 flutti ég með fjöl- skyldu minni til Reykjavíkur og alltaf síðan höfum við Eyi haft samband símleiðis og alltaf hefur hann komið við hjá mér á ferðum sínum hingað suður þó tíminn væri oft naumur. Eyi var lífsglaður maður og fólk heillaðist af léttleika hans. Alltaf gat hann séð spaugilegu hliðina á öllum málum og hvar sem hann var gat hann komið öllum til að hlæja með hnyttnum tilsvörum sínum og gullkornum. Eyjólfur Breiðfjörð var sonur hjónanna Sverris Guðmundssonar og Ástu Gísladóttur. Hann var þriðji í röðinni af fimm börnum þeirra hjóna. Hann gekk í Grunn- skóla Patreksfjarðar, en lauk 9. bekkjarprófi frá Reykjanesskóla við ísaQarðardjúp og nýlega hafði hann hafíð nám í trésmíði á Patreksfirði. Móðir Eyja tók á móti mér í þennan heim sem ljósmóðir, en ég veit að það verður góður maður úr minni fjölskyldu sem tekur á móti Eyja mínum hinum megin. Já, söknuðurinn eftir Eyja minn er sár, en sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Elsku Ásta og Sverrir, ég og fjölskylda mín vottum ykkur og bömum ykkar okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hringur Baldvinsson Það var laugardaginn 4. nóvem- ber um hádegi að mér barst sú harmafregn að hann Eyji frændi væri dáinn. Það var sem ég væri lostinn þungu höggi á brjóstið og hugur minn segði um leið og hann hálf-lamaðist: Það getur ekki verið að hann, svo ungur og lífsglaður, hafi verið tekinn á svo sviplegan hátt frá okkur. Hvaða réttlæti væri í því? Var verið að minna okkur á að okkur eru öllum ætlaðir ákveðn- ir staðir og ákveðinn tími á hveijum stað? Ef svo er þá hlýtur Eyja að vera ætiað mjög mikilvægt hlutverk á næsta viðkomustað sínum fyrst hann er kallaður þangað svona snöggt og svona ungur. Eg var þess aðnjótandi að geta fylgst með Eyja frá barnsaldri og fram á unglingsár hans. Á þeim tíma lékum við Gummi eldri bróðir hans okkur mikið saman og var hann þá oft í slagtogi með okkur þótt töluvert yngri væri. Ég minn- ist hans þá alltaf sem góða drengs- ins sem þó gat verið dálítið stríðinn en ávallt skemmtilegur og laus við alla illkvittni. Svo liðu nokkur ár að ég um- gekkst Eyjólf ekki mikið en alltaf fylgdist ég með honum úr fjarlægð. Það var svo fyrir um það bil íjórum árum að leiðir okkar lágu saman aftur er hann gekk til liðs við björg- unarsveitina heima á Patró. Þar reyndist Eyjólfur góður og tryggur félagi og vann hann störf sín fyrir björgunarsveitina af miklum áhuga og hugsjón. Það var svo fyrir ári að ég fékk vel að kynnast þeim mannlegu kostum sem Eyjólfur var gæddur er ég hóf störf hjá sama fyrirtæki og hann hafði þá fyrir nokkru hafíð nám hjá í húsasmíði. Hann var mjög áhugasamur og iðinn varðandi allt sem laut að faginu og fljótur að tileinka sér þær vinnuað- ferðir sem við áttu hveiju sinni og Miiuúng: Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir Fædd 7. nóvember 1912 Dáin 5. nóvember 1989 Á sunnudaginn dó hún amma okkar, Guðrún Þjóðbjörg Jóhanns- dóttin Erfitt er til þess að hugsa að nú sé engin amma lengur í Hvera- gerði, en þar áttum við öll margar góðar stundir í lengri eða skemmri heimsóknum okkar til hennar. Hún tók okkur alltaf opnum örmum, gaf okkur kaffí og kökur sem hún bakaði af lagni og voru pönnukök- urnar ( sérstöku uppáhaldi. Dagar okkar í Hveragerði voru okkur mikils virði og minningarnar þaðan okkur ómetanlegar. Við stunduðum þar hesta- mennsku og fórum með ömmu i fjallgöngur, þar sem hún fór fremst í flokki. Amma fékk sér aldrei sjónvarp, heldur var setið og spilað fram eftir kvöldi eða lesið. Þegar kominn var háttatími bjuggum við saman um rúmin og fengum síðan köku eða ávöxt fyrir háttinn. En oft kom amma í bæinn að heimsækja okkur. Ekki liðu jél eða páskar án ömmu sem kom með heimabakaðar kökur og gjafir. Fengum við síðan peysu eða sokka, sem hún pijónaði eins og henni einni var lagið. Það verða mikil viðbrigði að halda næstu jól án hennar. Með söknuð í huga kveðjum við ömmu Þjóðbjörgu og þökkum sam- verustundirnar sem við áttum með henni. Blessuð sé minning hennár. Anna, Heiða og Magnús. auðfús að miðla af reynslu sinni til annarra. Það var gaman að vinna með Eyja því alltaf var hann léttur í lund og stutt í grínið hjá honum. Fáir kaffitímar liðu án þess að Eyjólfur kastaði fram einhveiju gullkomi sem gat komið okkur vinnufélögunum til að hlæja. Eyjólf- ur var mér sannur vinur og félagi, hjálpsamur, greiðvikinn og léttur og þannig mun hann lifa í minning- unni. Ég votta foreldrum hans og systkinum mína dýpstu samúð. Ólafúr Sæmundsson Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilifð, bak við árin. (V. Briem) Nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast og á sorgar- stund sem þessari streyma fram minningar frá liðnum tíma. Ofar- lega í huga mínum er minning um lítinn pabbadreng sem var nokkuð örgeðja en samt svo ljúfur og hlýr. Eyjólfur var sonur Ástu Gísla- dóttur frá Skáneyjum og Sverris B. Guðmundssonar frá Patreksfírði. Hann var þriðja barn þeirra af fímm, en þau eru: Guðmundur Lút- er, Heiður Þórunn og Gísli Freyr. Ég fylgdist með þessum litla frænda mínum vaxa úr grasi. Um tíma dró heldur sundur með okkur. Það var á þeim árum þegar ég sjálf var unglingur og Eyjólfur hálfstálpað barn. En nú síðustu ár fundum við hvort annað á ný. Minningar um samtöl okkar eru mér dýrmæt, þau einkenndust fyrst og fremst af einlægni hans. Það segir meira en mörg orð hve Eyjólf- Minning: ~ Jóna Guðrún Antons- dóttir, Ólafsfírði Mig langar að minnast elskulegr- ar tengdamóður minnar, Jónu Guðrúnar Antonsdóttur, með nokkrum orðum, en hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 5. nóv. eftir stutta en stranga legu. Nú er rétt ár liðið síðán afkomendur Jónu og tengda- börn komu saman á Ólafsfírði til að fagna með henni áttræðisafmæl- inu. Dagurinn var bæði bjartur og fagur. Safnast var saman á Horn- brekku og hlýtt á messu. Á eftir var haldið til stórveislu, sem börn hennar sáu um. Þessi dagur er okkur öllum ógleymanlegur. Jóna fæddist 23. okt. 1908. Foreldrar hennar voru Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir f. 19. apr. 1882, d. 21. ág. 1959, ættuð úr Fljótum, Skagafirði, og Anton Árni Baldvins- son f. 10. maí 1878, d. 4. nóv. 1930, ættaður úr Svarfaðardal og Fljótum. Þau hófu ung búskap á Ólafsfírði og varð sex barna auðið. Þijú barnanna, Svanlaug, Stefán og Guðfínna, létust á bamsaldri, Fjóla Bára náði átján ára aldri, en til fullorðinsára komst Jóna, sem hér er minnst, og Svavar Jón, sjó- maður, en hann lést 1983 sjötugur að aldri. Þegar Jóna var að alast upp voru kjör almennings bágborin. Fólk var að flytjast úr sveitinni á mölina í von um betri afkomu. Björgin úr sjónum og vinna í kringum aflann mettaði margan munninn og ef hægt var að hafa örfáar kindur var lífsafkoman tryggð. Jóna fór snemma að vinna fyrir sér ýmist í vistum eða við saltfískverkun og síidarsöltun. Jóna giftist 19. ág. 1934 Árna Antoni Guðmundssyni, vélstjóra. Áður hafði hún eignast son með Sigurði Jónssyni, Anton Árna, skól- astjóra í Reykjavík, en hann ólst upp hjá Elínu ömmu sinni og Sva- vari bróður Jónu. Hann er kvæntur Önnu Þóru Ólafsdóttur. Börn Jónu og Árna eru: Aðalbjörg Guðrún gift Júlíusi Snorrasyni, þau búa á Dalvík og eru með veitingarekstur þar. Una Matthildur gift Friðriki Eggertssyni, símvirkja, Ólafsfirði. Ólafur er forstöðum. Víkurrastar á Dalvík, kvæntur Arnfríði Valdi- marsdóttur. María Margrét gift Vébirni Eggertssyni, rafvirkja, Akureyri. Jóna ól upp dóttur Aðal- bjargar, Önnu Jónu Geirsdóttur, en ’nún er gift Jóni Jósepssyni, skip- stjóra, Dalvík. Barnabörn hennar eru 18 og barnabarnabörn 26. Jóna var lágvaxin, handsmá og fótnett. Svarthærð, dökk yfirlitum með glaðlegt viðmót, félagslynd var hún og mikil barnagæla. Sóttust böni eftir að heimsækja hana enda var alltaf líf og fjör í kringum hana. Jóna og Árni bjuggu lengst af í sambýli við foreldra Ama. Skömmu fyrir andlát Árna, en hann lést 1957, festu þau kaup á Miðhúsi, litlu vinalegu húsi á brekkunni, en þar sást vel út á fjörðinn og athafn- aiífíð við höfnina. Hjónaband þeirra var farsælt og talaði Jóna alltaf um mann sinn með virðingu og eftirsjá. Þegar börnin vom hálfstálpuð veiktist Jóna af berklum og dvaldi eitt ár á Kristneshæli, var Ámi þá í landi og hugsaði um heimilið. Eftir sjúkrahúsvistina þurfti Jóna að fara á hálfsmánaðarfresti í blásningu eins og fjöldi sjúklinga á þeim tíma. Leiðin lá til Siglufjarðar en þangað var aðeins fær sjóleiðin. Þá var enginn Lágheiðar- eða Múla- vegur kominn. Reglubundnum ferð- um var haldið uppi af póstbátnum Ester. Oft var svo slæmt í sjóinn að þáturinn komst ekki upp að bryggju. Þurfti þá að selflytja far- þegana á árabát út í póstbátinn. Það kom fyrir að draga þurfti far- þegana með kaðli um borð. Mun þá hafa reynt á þolrifín. Jóna náði góðri heilsu eftir tveggja ára með- ferð. Hún vann við fiskvinnslu með heimilinu. og ölj hin síðari ár hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, en þar lét hún af störfum rúrhlega sjötug. Þegar Jona hafði verið ekkja í nokkur ár gerðist hún ráðskona hjá Gunnari Eiríkssyni bifreiða- smið, en hann fluttist úr Reykjavík norður til kjörsonar síns sem þá bjó á Ólafsfirði. Gun'nar keypti sér íbúð þar og flutti Jóna til hans ásamt Önnu Jonu dótturdóttur sinni og ólst hún upp í skjóli þeirra. Gunnar reyndist þeim vel og átti Jóna mörg góð ár með honum. Þau ferðuðust töluvert um landið og fóru eina ferð erlendis með Gullfossi, Jónu til ómældrar ánægju. Opnaðist þar nýr heimur fyrir henni og varð til þess að seinna fór hún margar ferðir til útlanda ýmist ein eða með félags- samtökum. Einnig greip hún hvert tækifæri til þess að ferðast innan- lands. Jóna átti mörg áhugamál. Hún söng með Kirkjukór Ólafs- fjarðar um áratuga skeið og vann með leikfélaginu á staðnum af miklum áhuga og einnig starfaði hún í kvenfélaginu. Jóna naut þess að hafa snyrtilegt í kringum sig. Hún var veitull gestgjafi og sátum ur var hlýr, umhyggja hans fyrir litlu frændsystkinum hans þremur. Hann talaði oft um þau við mig, þó sérstaklega eftir að þau fluttu í burtu. Það var eins og að þeirra vellíðan væri hans hamingja. Þetta fannst mér segja mér margt um þann mann sem hann hafði að geyma, því hann var nú aðeins ungur maður, laus og liðugur, og þá fínnst manni að hugurinn sé bundinn við annað en lítil böm. Það var annað sem mér fannst svo skemmtilegt í fari Eyjólfs, en það var áhugi hans á útliti sínu. Það skipti ekki hvort hann var klæddur í gallabuxur og peysu á virkum degi eða uppá klæddur á hátíðis- degi, alltaf var allt svo vandlega yfírvegað og af honum geislaði snyrtimennskan. En nú er komið að leiðarlokum. Það er aðeins tvennt sem við eigum víst í þessum heimi, við fæðumst og við deyjum. En hver lifir hvern veit enginn. Elsku Ásta, Sverrir og böm, megi góður Guð styrkja ykkur og hugga í ykkar miklu sorg. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Ur Spámanninum.) Siddý við hjónin og dætur okkar margar góðar veislur hjá henni. Eftir Iát Gunnars bjó hún ein í nokkur ár en heilsan gaf sig smám saman og síðustu fjögur árin dvaldi hún á elliheimilinu Hombrekku. Þar bjó hún í fallegu herbergi umkringd blómum og myndum af afkomend- um sínum. Jóna hafði ákaflega gaman af því að taka í spil og styttu Una og Friðrik tengdasonur hennar, sem hún hafði mikið dá- læti á, henni oft stundimar með því að spila við hana. Þau hugsuðu mjög vel um Jónu eftir að hún varð hjálpar þurfí. Sama er hægt að segja um Önnu Jónu uppeldisdóttur hennar. Dvaldi Jóna oft hjá Önnu Jónu og Jóni manni hennar. Gerðu þau allt sem þau gátu til að létta henni lífið síðustu árin og má segja að Anna Jóna hafí launað vel upp- eldið. Jóna naut góðrar aðhlynning- ar lækna og starfsfólks á Horn- brekku og verður það seint full- þakkað. Einnig á Kristjana, gömul vinkona Jónu, sem bjó í sambýli með henni þakkir skilið fyrir hve vel hún' fylgdist með henni þegar sjúkleiki hennar ágerðist. Jóna var trúuð kona og vel sátt við vista- skiptin. Bið ég henni guðs blessun- ar. Anna Þóra Ólafsdóttir Skógaskóli: Samkoma í tilefni af 40 ára aftnæli SKÓGASKÓLI á 40 ára afinæli 19. nóvember næstkomandi og þá verður þess minnst með samkomu í skólanum, sem hefst klukkan 14. Fyrrverandi nemendur og starfs- fólk skólans, svo og aðrir vinir og' velunnarar hans eru boðnir velkomnir. Skógaskóli er bæði grunnskóli og framhaldsskóli. Við skólann eru starfræktir 7.-9. bekkur grunnskóla, svo og 1. bekkur framhaldsskóla. Nemendur eru nú um 60 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.