Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 24
 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURi 11-: NÓVEMBER.I989 Tryggvi Árnason við eitt af verkum sínum. ■ TRYGGVI Árnason sýnir um þessar mundir grafíkmyndir í List Gallerí. Á sýningunni eru 25 nýjar grafíkmyndir, silkiþrykk og „collograph." Sýningin er opin frá kl. 14 til 20 um helgina en síðasti dagur sýningarinnar er á morgun, sunnudag. ■ LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG íslands gengst fyrir degi lyfjafræð- innar í dag, laugardag. Yfirskriftin að þessu sinni er Lyf og aldrað fólk og verður rætt um ýmislegt tengt þessu efni í stofu 101 í Odda. Umræðurnar hefjast kl. 13. ■ FÍM-SAL URINN og hús- gagnaverslun Kristjáns Siggeirs- sonar standa fyrir myndlistarkynn- ingu að Hestahálsi 2-4. Myndlistar- maður nóvembermánaðar er Björg Orvar. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Kaliforníuháskóla. Björg hefur haldið sjö einkasýningar hér á landi. ■ BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir tvo guðfræðinga k til prestþjónustu á morgun, sunnu- dag, í Dómkirkjunni. Vígsluþegar eru Bragi Jóhann Ingibergsson og Eiríkur Jóhannsson. Bragi hef- ur verið kjörinn prestur í Siglu- fjarðarprestakalli, Eyfjarðar- prófastdæmi. Hann tekur við af Vigfúsi Þór Árnasyni, sem þjónað hefur í rúm þrettán ár. Vigfús hef- ur fengið veitingu fyrir Grafar- vogsprestakall. Eiríkur Jóhanns- son, hefur verið kjörinn prestur í Skinnastaðaprestakalli, Þing- eyjaprófastdæmi. Hann tekur við af Sr. Sigurvin Eliassyni, sem hefur þjónað prestakallinu í 23 ár en lætur nú af störfum vegna ald- urs. Sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur, faðir Braga, lýsir vígslunni. ■ ÁTTA ljóðskáld lesa úr nýút- komnum verkum sínum næstkom- andi sunnudagskvöld, 12. nóvem- ber, í listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18. Skáldin kalla sig Orð- menn og eru bækur þeirra allra nýútkomnar hjá forlaginu Goðorði. Ljóðskáldin átta eru Eiríkur Brynjólfsson, Eyvindur Eiríks- son, Gísli Gislason, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Gunnvör Rósa 'Ey- vindsdóttir, Þór Stefánsson og Þórður Helgason. ■ EINAR Sigurbjörnsson, próf- essor flytur fyrirlestur um Maríu Guðsmóður á fundi sem Félag kaþólskra leikmanna heldur í safnaðarheimili kaþólskra, Hávalla- götu 16, mánudagskvöld 13. nóv- ember klukkan 20.30. ■ BOCCÍANEFND íþróttafélags fatlaðra heldur kökubasar í Blómavali við Sigtún á morgun, sunnudag, klukkan 14. Tekið á móti kökum frá klukkan 11. f.h. ■ RÆÐUKEPPNI milliJCHafn- arfjarðar og JC Akureyrar í fyrstu umferð Mælsku- og rök- ræðukeppni JC íslands fer fram á morgun kl. 14. Keppnin verður háð í félagsmiðstöðinni Vitanum við Strandgötu í Hafnarfirði. Rætt verður um tillögu JC Hafnarfjarð- ar, um að aldurtakmörk innan JC- hreyfingarinnar verði lögð niður. ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Samtökum dagmæðra Kópavogi og Hafnarlírði: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. nóyember sl. um hækkun gjaldskrár dagmæðra, vilja Samtök dagmæðra í Kópavogi og Hafnarfirði taka fram eftirfarandi: í umræddri frétt er einungis átt við dagmæður í Reykjavík, sem hækkuðu gjaldskrá sína um 20% 1. október. Við dag- mæður í Kópavogi og Hafharfirði hækkuðum gjaldskrá okkar um tæp 3% 1. nóvember. Við dagmæður í Kópavogi og Hafnarfirði, ásamt dagmæðrum víða um land, miðum okkar gjaldskrá við ákveðinn flokk í launatöflu Sambands íslenskra sveitarfélaga og fylgdum lög- bundinni hækkun þeirrar Iaunatöflu ásamt lögbundinni hækkun fram- færsluvísitölu og matvöruvísitöiu 1. nóvember sl. Launaliður okkar, miðað við 8 tíma gæslu, hækkaði því 1. nóvember um 321 krónu á barn á mánuði, en ekki um 2-.500 krónur á barn eins og í Reykjavík". ■ LITLI Ieikklúbburinn á Isafirði frumsýnir Þrjá ærslabelgi í Félagsheimilinu í Hnífsdal í dag, laugardag, kl. 21. Einþáttungarnir eru 15 mínútna Hamlet, eftir einn vinsælasta leikritahöfund Breta, Tom Stoppard, og Krimmi og IL Fonrnicazione (Hórkarlinn) eftir Michael Green. Þetta er frum- flutningur þessara verka á Islandi, en þýðandi er félagi Litla leik- klúbbsins, Guðjón Ólafsson. Er þetta í þriðja sinn sem LL frum- flytur verk, sem hann hefur þýtt. Leikstjóri sýningarinnar er Árni Blandon. Önnur sýning verður á morgun kl. 21. ■ LESIÐ verður úr bréfum þeim sem þýska höfuðskáldið Johann Wolfgang von Goethe og Bettina von Arnim skiptust á árunum 1807-1811, mánudaginn 13. nóv- ember í Norræna húsinu. Upplest- urinn hefst klukkan 20.30 og er í leikrænu formi: Margrit Stras- burger les upp úr bréfunum, en Thomas Böttger leikur inn á milli „Bagatellen" eftir Ludwig van Beethoven. Skáldkonan Bettina von Arnim var systir rómantíska skáldsins Clemens von Brentano. Hún sóttist snemma eftir vinfengi við Goethe og í aðdáun sinni á skáldinu og manninum gerðist hún svo áleitin, að Goethe hætti að svara bréfum hennar upp úr 1811. Þá giftist hún skáldinu Achim von Arnim, sem m.a. gaf út fyrsta safn þýskra þjóðkvæða, „Des Knaben Wunderhorn", ásamt Brentano. ■ LEIKFÉLA GIÐ „Allt milli himins og jarðar" frumsýndi fyrir skömmu í Verslunarskólanum, leikritið „Láttu ekki deigan síga Guðmundur" eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnars- dóttur. Næstu sýningar verða á morgun, sunnudag, mánudaginn 13. nóvember, og lokasýning verður miðvikudaginn 15. nóvember. Sýnt er klukkan 20.30 öll kvöídin. GENGISSKRÁNING Nr. 216 10. nóvember 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 62,49000 62,65000 62,11000 Sterlp. 98,95600 99,20900 97,89800 Kan. dollari 63,49000 63,62700 52,86600 Dönsk kr. 8,69730 8,71960 8,70500 Norsk kr. 9.01990 9.04300 9,03680 Sænsk kr. 9,71700 9,74190 9,71840 Fi. mark 14,60050 14,63790 14,65900 Fr. Iranki 9,94760 9.97290 9,98070 Belg. franki 1,60810 1,61220 1,61420 Sv. franki 38,44360 38,54200 38,74610 Holl. gyllini 29,88740 29,96390 30,02590 V-þ. mark 33.72280 33,80910 33,89360 ít. líra 0,04614 0,04626 0,04614 Austurr. sch. 4.78940 4,80170 4,81490 Port. escudo 0,39480 0.39580 0,39510 Sp. peseti 0,53490 0,53620 0,53360 Jap. yen 0,43744 0,43856 0,43766 írskt pund 89,73300 89,96200 89,99700 SDR (Sérst.) 79,61100 79,81480 79,47600 ECU, evr.m. 69,33270 69,51020 69.33650 Tollgengi fyrir nóvember er sölugengi 30. október Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Ingibjörg Eyþórsdóttir. ■ INIGBJÖRG Eyþórsdóttir opnaði fyrstu einkasýningu sína í gær í FIM-salnum. Sýningin ber yfirskriftina Bautasteinar. Ingi- björg stundaði nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýning- arsalurinn er opinn frá kl. 13-18 á virkum dögum en frá kl. 14-18 um helgar. H HIN árlega minningarathöfn um fallna hermenn breska sam- veldisins verður haldin á morgun, sunnudag, við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkjugarði og hefst hún að venju klukkan 10.45. Flug- vél úr hinum konunglega breska flugher mun fljúga yfir kirkjugarð- inn klukkan 10.55, til heiðurs hin- um föllnu. I hermannagrafreit breska samveldisins í Fossvogs- kirkjugarði eru grafir 128 breskra hermanna og 84 grafir hermanna frá öðrum löndum, þar á meðal 47 Kanadamanna og 5 Ástr^líubúa. ■ EDI-FÉLAGIÐ á íslandi efnir til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum, í salnum Höfða, þriðjudaginn 14. nóvember nk. um EDI-framtíðina: Pappírslaus viðskipti í Evrópu. Ráðstefnan stendur frá kl. 9.30- 16.30. Á ráðstefnunni verður rætt um hagræðið sem íslenskum fyrir- tækjum býðst með notkun EDI, staðlaðra skjalaskipta milli tölva. Erlendir fyrirlesarar verða á ráð- stefnunni, Maurice Walker frá Tollaráðneyti Evrópubandalags- ins og Hans B. Thomsen frá Ut- flutningsráði Noregs. Aðrir sem flytja fyrirlestra eru Karl F. Garö- arson frá Ríkistollstjóra, Jón H. Magnússon, lögfræðingur VSI, Gunnhildur Mannfreðsdóttir, bókasafnsfræðingur, Arnþór Þórðarson frá Félagi ísl. iðnrek- enda, Sigmar Þormar hjá Versl- unarráði og Þór Svendsen Björnsson frá Reiknistofu ban- kanna. I TVÆR danskar myndir verða sýndar í fundarsal Norræna húss- ins, á morgun kl. 15. Fyrri myndin heitir „Eventyret om den vidund- erlige kartoffel“ og er teiknimynd. Ein af „hetjum hversdagslífsins“ er aðalsögupersónan í þessari teiknimynd, sem lýsir á fróðlegan og skemmtilegan hátt sögu kartöfl- unnar. Leikstjóri er Anders Sor- ensen. Síðari myndin heitir „Natt- erytter". Hanna er 12 ára gömul telpa sem blandar gjarnan saman draumi og veruleika. Hún fer í vetr- arfrí til móðurömmu sinnar sem býr uppi í sveit. Dvölin í sveitinni eykur á hugmyndaflug hennar og ótta við hið óþekkta. Leikstjóri er Svend Johansen. ■ BAZAR Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður í Casa Nova við Bókhlöðustíg í dag, laugardag, kl. 14. Á boðstólum verður ýmiss konar handavinna, sem kirkjunefndarkonur hafa unn- ið, og aðrir eigulegir gripir. Þá verð- ur kökubazar með ýmsum tegund- um af jólabakstri. Bazarinn er að þessu sinni haldinn til ijáröflunar fyrir safnaðarheimilið, sem Dóm- kirkjusöfnuðurinn á í vændum í gamla Iðnskólahúsinu við Lækjar- götu. ■ AÐALFUNDUR Landvernd- ar verður haldinn í dag í Félags- heimili Kópavogsog hefst kl. 10. Kosin verður ný stjórn og gerður upp reikningar ársins, aukannarra aðalfundarstarfa. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 10. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 96,00 61,00 78,59' 4,853- 381.334 Þorskur(ósl.) 105,00 35,00 81,25 2,924 237.537 Ýsa 95,00 69,00 84,24 7,244 610.292 Ýsa(ósl.) 97,00 44,00 73,88 11,070 817.890 Karfi 39,00 20,00 34,01 108,006 3.673.515 Ufsi 41,00 23,00 39,27 15,428 605.836 Steinbítur 76,00 51,00 69,35 1,288 89.328 Keila 20,00 17,00 19,20 1,096 21.054 Keila(ósl-) 17,00 16,00 16,88 1,347 22.739 Langa ' 35,00 30,00 33,39 0,790 26.403 Samtals 42,69 155,834 6.652.257 Selt var úr Hjalteyrinni EA, Þorláki ÁR og bátum. Á mánudag verða meðal annars seld 50-60 tonn af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Stakkavik AR og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 90,00 59,00 68,51 31,635 2.167.222 Ýsa 85,00 40,00 53,72 27,307 1.466.838 Karfi 34,00 30,00 33,09 44,864 1.484.480 Ufsi 44,00 20,00 37,80 82,103 3.103.409 Steinbítur 60,00 30,00 58,95 5,726 337.524 Hlýri 60,00 60,00 60,00 0,082 4.920 Langa 53,00 33,00 46,02 1,383 83.639 Lúða 295,00 125,00 185,43 0,463 85.855 Grálúða 58,00 54,00 57,03 3,478 198.323 Keila 16,00 12,00 14,95 0,233 3.484 Samtals 44,92 199,933 8.980.824 Á mánudag verður selt úr línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 6. til 10. nóvember. Þorskur 134,86 64,800 8.738.710 Ýsa 132,10 1,390 183.615 Ufsi 47,42 8,120 385.018 Karfi 67,53 0,360 24.311 Samtals 125,08 76,765 9.601.839 Selt var úr Ottó Wathne NS í Grimsby 8. nóvember. GÁMASÖLUR í Bretlandi 6. til 10. nóvember. Þorskur 118,33 449,116 53.145.666 Ýsa 123,11 222.776 27.426.747 Ufsi 59,53 43,658 2.598.740 Karfi 53,97 37,460 2.021.575 Koli 119,01 80,096 9.532.034 Samtals 114,63 906,969 103.965.898 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 6. til 10. nóvember. Samtals 83,15 518,813 43.141.369 Selt var úr Engey RE 6. nóvember, Barða NK 8. nóvember og Má SH 9. nóvember. Selt var úr öllum skipunum i Bremerhaven. ■ NÆSTU helgar mun leikhúsið Frú Emilía standa fyrir leiklestri helstu verka sovéska rithöfundarins Maxims Gorki. Þau verk sem lesin verða: í Djúpinu (eða Náttbólið), í dag, laugardag, á morgun. Sumar- gestir helgina 18. og 19. nóvember og að lokúm Börn sólarinnar helg- ina 25. og 26. nóvember. Geta má þess að Börn sólarinnar hefur aldr- ei fyrr verið flutt opinberlega á ís- landi. Lestrarnir heíjast alltaf á sama tíma klukkan 15. Um næstu helgi munu þau Rúrik Haraldsson, Helga Þ. Stephensen, Rósa Þórs- dóttir, Theódór Júlíusson, Ellert A. Ingimundarson, Jón Júlíusson, Bryndís Petra Bragadóttir, Vil- borg Halldórsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Signrður Skúlason, Sigurður Karlsson, Hallmar Sig- urðsson, Karl Guðmundsson, Val- geir Skagfjörð, Árni Tryggvason og Stefán Sturla Sigurjónsson flytja í djúpinu í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Eins og ætíð gefur leikhúsið út á prenti verkin, sem lesin verða. Hluti muna er verða til sölu á basar Kvenfélags Kópavogs. ■ ÁRLEGUR basar Kvenfélags Kópavogs verður á morgun, sunnu- daginn 12. nóvember, í Félags- heimili Kópavogs og hefst hann kl. 14. Þar verða margskonar hand- unnir munir s.s. jóladúkar, pijónles, jólasvuntur fyrir börn og fullorðna, kökur, Iukkupokar o.fl. Einnig verð- ur selt kaffi með heitum vöfflum og þeyttum íjóma. Kvenfélag Kópa- vogs hefur innan sinna vébanda „Líknarsjóð Áslaugar Maack“ og rennur hluti ágóðans til hans, en afgangurinn fer til annarra líknar- mála. ■ / sunnnudagsmorgungöngu Náttúruverndarfélags Suðvest- urlands verður gengið um Öskjuhlíð og nágrenni, en þetta er annar áfanginn á leiðinni upp í Bláfjöll. Farið verður frá Loft- leiðahótelinu kl. 10 og gengið út að Nauthóli með viðkomu í gamla flugturninum, síðan verður gengið um skógarstíga í Öskjuhlíð og niður að Stóra-Lyngbergi við Naut- hólsvík. Þaðan gengið austur með Fossvoginum að Tjaldhóli v/Kringlumýrarbraut. ■ EDWIN Kaaber verður með málverkasýningu í húsgagnaversl- uninni Bústofni við- Smiðjuveg í Kópavogi 11.-30. nóvember. Myndirnar eru flestar unnar í akrýl en einnig eru gvass og vatnslita- myndir. ■ / MATSAL sjúkrahússins á Isafirði verður haldin kynning á verkum Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, í dag, laugardag, klukkan 16. Gunnarsvakan er haldin í minningu feðganna Úlfs Gunnarssonar yfirlæknis á ísafirði og heiðursborgara kaupstaðarins, sem andaðist fyrir rúmu ári, en hefði orðið sjötugur 12. nóvember, og Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar, en á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. Á kynningunni flytur Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor erindi um skáldskap Gunnars lesið verður úr nokkrum bóka hans, m.a. Fjall- kirkjunni og Svartfugli, og Erling Sörensen frumflytur á flautu Milli- spil, stutt tónverk eftir Jónas Tóm- asson, samið í tilefni af kynning- unni. I hléi verða Jéttar veitingar. Menningarráð Isafjarðar og Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði gangast fyrir Gunnarsvökunni. Að- gangur er ókeypis. HLionessuklúbbur Reykjavíkur heldur flóamarkað í Lionsheimilinu Sigtúni 9 A í dag, laugardag, klukk- an 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.