Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 42
42 MDRGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAjtí.GARDAiGUR II. NÓVEMBER 1989 FRJALSARIÞROTTIR ÆT Agúst í tækninef nd Evrópu- sambands ólympíunefnda Agúst Ásgeirsson, formaður Ftjálsíþróttasambands ís- lands, hefur verið kjörinn í tækni- nefnd Evrópusambands ólympíu- nefnda (AENOC). Kosningin fór fram á ársfundi AENOC, sem 34 ríki eiga aðild að. „Það var að frumkvæði Gísla Halldórsspnar, forseta Ólympíu- nefndar íslands, sem ég var til- nefndur í nefndina. Ég lít á kjör mitt í nefndina fyrst og fremst sem vott um góðan orðstýr hans í al- þjóðaólympíuhreyfingunni," sagði Agúst í samtali við Morgunblaðið. í nefndinni sitja 11 menn frá jafnmörgum Evrópuríkjum og er framkvæmdastjóri AENOC form- aður hennar. Þá á fulltrúi Vestur- Þýskalands í nefndinni, August Kirsch, sæti í stjórn Alþjóðaftjáls- íþróttasambandsins. „Það er von mín að kjör mitt í nefndina eigi eftir að verða Ólympíunefnd íslands og íslenskri íþróttahreyfingu til framdráttar. Þarna skapast kynni sem orðið geta heillavænleg síðar,“ sagði Agúst. Nefndin mun fjalla um tækni- mál er varða íþróttakeppni á Ólympíuleikum og vera stjórn Evr- ópusambands ólympíunefnda til ráðgjafar í þeim efnum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar eign- ast fulltrúa í fastanefnd sam- bandsins. Örn Eiðsson var í fyrra kjörinn í vinnunefnd sambandsins um íjölmiðlun. í ráði er að gera hana einnig að fastanefnd innan AENOC. Agúst Asgeirsson, formaður Frjálsíjiróttasambands íslands. ítfémR FOLK ■ RAGNAR Már Steinssen, sigl- ingamaður úr Ými í Kópavogi, var útnefndur „Siglingamaður ársins 1989“ á siglingaþingi sem haldið var um síðustu helgi. Ragnar, sem er aðeins 14 ára, var íslandsmeist- ari í flokki „Optimist“ báta í sum- ar. Hann keppti nokkrum sinnum á mótum erlendis á árinu og náði ágætum árangri og á unglingamóti í Esbjerg í ágúst hafnaði í 4. sæti- af 31 keppanda. Valdimar Krist- insson, Brokey, var kjörinn besti seglbrettamaðurinn og Óttar Hrafnkelsson, Ými, besti siglinga- maðurinn í flokki kjölbáta. Þá voru Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon útnefnd „Sæfarar árs- ins 1989“ en þau hafa siglt um heimshöfin undanfarin fimm ár. ■ ARI Bergmann Einarsson var endurkjörinn formaður Siglinga- sambands Islands á þinginu um helgina. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN ffÆtlum okkur að komast áfram“ - segir Þorbjörn Jensson, þjálfari Valsmanna „VIÐ ætlum okkur að komast áfram í keppninni og með stuðningi áhorfenda ætti það aðtakast," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, um síðari leik Vals og ungverska liðsins Raba ETO Györ í Evr- ópukeppni meistaraliða. Leik- urinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld kl. 20.30. Ung- verska liðið vann fyrri leikinn með sex marka mun, 29:23. u ngverska liðið Raba ETO, sem er í eigu ungverska járnbraut- arfélagsins, er mjög sterkt. Liðið hefur þó staðið í skugganum af \Æ mm IbM HERRAKVOLD BREIÐABLIKS KNATTSPYRNIIDEILD i Félagsheimili Kópavogs n.k. föstudagskvöld. Miöasala í Bókaversluninni Vedu. Nánari uppl. í símum: 46415, 40082 og 45031 Dagskrá: Villibráðarhlaðborð ásamt fjallalambi. Ræðumaður kvöldsins: Ólafur Ragnar Grímsson. Ómar Ragnarsson skemmtir. Leynigestur kemur. Glæsilegir happdrættisvinningar o.fl. o.fl. Laugardagur kl.14:55 w w ~ 45. LEIKVIKA- 11. nóv. 1989 II! m m Leikur 1 Coventry - Southampton Leikur 2 C. Palace Luton Leikur 3 Derby - Man. City Leikur 4 Everton - Chelsea Leikur 5 Miliwall - Arsenal Leikur 6 Norwich - Aston Villa Leíkur 7 Q.P.R. - Liverpool Leikur 8 Sheff. Wed. - Charlton Leikur 9 Tottenham - Wimbledon Leikur 10 Bournemouth - Sheft. Utd. Leikurll Sunderland - Wolves Leikur 12 West Ham - Newcastle Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Fjórfaldur pottur! IV 1» II Honvet og Tatabania undanfarin ár. Raba ETO varð IHF-meistari 1986 og er nú í efsta sæti ung- versku deildarinnar. Með liðinu leika fjórir landsliðsmenn, mark- verðirnir báðir og hornamennirnir. „Raba-liðið spilar mjög kerfis- ■ bundið, en er þó mjög léttleikandi. Sterkasta vopn liðsins í fyrri leikn- um var hægri vængurinn. Hægri hornamaðurinn er mjög skæður og eins skyttan hægra megin. Varnar- leikur þeirra var einnig góður. Þeir hafa verið góðir í hraðaupphlaupum en okkur tókst að koma í veg fyrir þau í fyrri leiknum," sagði Þorbjörn Jensson. Brynjar Harðarson, markahæsti leikmaður Vals og 1. deildar, var mjög bjartsýnn á að Valur kæmist áfram. „Þetta lið er mjög skemmti- legt og íeikut' hraðan handbolta sem gaman er að horfa á. Þeir tóku mjög fast á mér í leiknum úti og ég ætla að launa þeim það hérna heima. Það er okkur mikið kapps- mál að komast í þriðju umferð því við erum eina íslenska liðið sem eftir er í Evrópukeppninni. Það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að Valur komist áfram,“ sagði Brynjar sem skoraði ellefu mörk í fyrri leiknum. Það ætti ekki að vera óvinnandi vegur fyrir Val að vinna upp sex marka mun ef tekið er tillit til þess að ungversk og rúmensk lið hafa átt mjög misjöfnu gengi að fagna á útivöllum síðustu árin. Gott dæmi um þetta et' Evrópuleikur FH og rúmenska liðsins, Baia Mare, í Einar Þorvarðarson, landsliðs- markvörður hjá Val. Hvernig tekst honum upp? fyrra. Rúmenska liðið vann fyrri leikinn á útivelli með níu marka mun, en FH vann síðari leikinn í Hafnarfirði með 13 marka mun og kotpst áfram. Valsmenn höðfu í hyggju að leika að Hlíðarenda, en hafa fallið frá því og leika í Laugat'dalshöll kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 17.00 í Höll- inni. Dómararnir eru þeir Andersen og Petersen frá Danmörku. GETRUNIR Fyrsti vinningur sex milljónir Leikur QPR og Liverpool sýndur beint Fjórfaldur pottur er hjá íslenskum getraunum í dag. Að sögn Hákons Gunnarssonar, framkvæmdastjóra íslenskra getrauna, gekk salan mjög vel í gær. Hann sagði að potturinn hafi verið kominn í þtjár milljónir króna í gærdag. „Það stefnir í metsölu og miðað við fyrri reynslu má reikna með að potturinn verði ekki undir sex milljónunTkróna. Föstudagssalan var óvenju góð enda mikið í húfi,“ sagði Hákon. Sölukössum verður lokað kl. 14.55 eða fimm mínútum áður en leikirnir hefjast. Leikur QPR og Liverpool, sem er á seðlinum, verð- ut' sýndur í beinni útsepdingu í Ríkissjónvarpinu. Á tneðan á leikn- um stendur verður fylgst með gangi mála í öðrum leikjum og úr- slit sett upp á skjáinn. Um helgina Handknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Garðabær Stjaman—FH...kl. 16.30 Seljaskóli ÍR-KR.......kl. 16.30 Seltjarnam. Grótta—HK.kl. 16.30 1. deild kvenna: Garðab. Stjarnan—Haukar ..kl. 15.00 Seltjarnarn. Grótta—Valur ..kl. 15.00 3. deild karla: Seljaskóli KR b—Stjarnan b .kl. 15.00 Seítj’nes Grótta b—Reynir ...kí. 13.30 2. deild kvenna: Selfoss Selfoss—Þór Ak.kl. 14.00 Seljaskóli ÍR-ÍBV......kl. 13.30 Sunnudagur Evrópukeppni meistaraliða: Höllin Valur—Raba......kl. 20.30 2. deild karla: Valsheimili Valurb—FH b ...kl. 14.00 Körfuknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Grundaríj. Snæfell—ÍS..kl. 14.00 Hagaskóli Víkveiji—UMFB .kl. 14.00 Sunnudagur Fjölliðamót í yngri aldurs- flokkum drengja og stúlkna. Blak KA leikur síðari leik sinn gegn Srassen frá Luxemborg í Evrópukeppninni á Akureyri í dag kl. 15.30 í íþróttahöll- inni. Hlaup Laugardagur Hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR fer fram í dag og hefst við Hotel Loftleiðir kl. 14.00. Hlaupnir verða tveir ht'ingir fyrir karla 17-34 ára, en aðr- ir hlaupa einn hring. Keppt verður í nokkrum aldursflokk- um karla og kvenna. Skráning hefst kl. 13.00. Sunnudagur Hið árlega minningarhlaup um Jóhannes Sæmundsson, íþróttakennara við Mennta- skólann í Reykjavík, fer fram í dag kl. 12.00. Keppt verður í boðhlaupi 4, x 2 km um- hverfis tjörnina í opnum flokki karla og 3 x 2 km í opnum flokki kvenna. Einnig verður keppt f opnum einstaklings- flokki karla og kvenna ásamt skólaboðhlaupi nemenda MR frá kl. 12.00 til 12.30. Bún- ingsaðstaða vejður í íþrótta- húsi skólans. íþróttaráð MR sér um framkvæmd hlaupsins í samvinnu við íþróttakennara skólans. Fimleikar Norðurlandamótið í fimleikum drengja, 14 ára og yngri, verður haldið að Laugarvatni um helgina. Pílukast í dag fer fram seinni hluti forkeppni karla og undanúr- slit kvenna á íslandsmóti IPF í pílukasti í húsnæði Fríklúbbsins við Súðavog 7. Á morgun, sunnudag, verður leikið í mílliriðlum níður í fjög- urra manna úrslit. Keppnin hefst kl. 10.00 báða dagana. Skylmingar Islandsmótið í ólympískum skylmingum á vegum ný- stofnaðs Skylmingasamband íslands hófst í ÍR-húsinu við Túngötu á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. I dag fara fram undanúrslit frá kl. 14.00. Á morgun sunnu- dag kl. 15.00 verða úrslita- leikir. Borðtennis Punktamót Stjörnunnar í borðtennis fer fram í Ásgarði í Garðabæ á morgun, sunnu- dag. Keppni hefst í 3. flokki karla kl. 13.00, 1. flokki karla og kvennaflokki kl. 15.00 og meistaraflokki kl. 16.30. FELAGSLIF Uppskeruhátíð Fram Uppskeruhátíð knattspyrnu- deildar Fram verður í félags- heimili félagsins að Safamýri mánu- daginn, 13. nóvember kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.