Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUiNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 OlaAir Lárusson frá Skarði - Minning Pæddur 15. júní 1899 Dáinn 1. nóvember 1989 Tengdafaðir minn, Ólafur Lárus- son bóndi og fyrrverandi hrepp- stjóri í Skarði við Sauðárkrók, er látinn. Andlátsfregnin kom mér ekki á óvart, hann hafði átt við erfið veik- indi að stríða síðustu vikur og mán- uði. Nú þegar hann hefur fengið hvíldina leitar hugurinn ósjálfrátt til baka, og minningarnar um þenn- an heiðursmann verða lifandi í huga mér. Mér er minnisstætt þegar ég kom í fyrsta skipti í Skarð með Torfa syni hans, kvíðin, tilvonandi tengda- dóttir að hitta hann í fyrsta sinn. Á móti mér tók á hlaðinu rúmlega áttræður höfðingi hljóp við fót, faðmaði mig og kyssti og bauð mig velkomna. Ég vissi þá að þarna hafði ég eignast góðan vin. Upp frá því áttum við margar ánægjustund- ir. Óli í Skarði, eins og hann var ávallt kallaður, var þeirrar kynslóð- ar sem að mestu fór ferða sinna á hestum og var honum ætíð ánægja að vera á hestbaki og þarna í minni fyrstu heimsókn gaf hann mér bæði hest og hnakk, því hann var ákveðinn í að tengdadóttirin skyldi læra að sitja hest. Það tókst, og upp frá því áttum við marga ánægjustundina í útreiðartúrum. Seinna sagði hann mér að hnakkinn hefði hann keypt fyrir löngu og alltaf ætlað hann tengdadótturinni. Þetta lýsir Óla vel því hann var bæði ákveðinn og útsjónarsamur. En hann var svo margt, margt fleira og bjó að svo miklu. Fyrir mig, borgarbarnið, að kynnast slíkum manni hlaut að hafa áhrif á mig. Hann var fæddur á öldinni sem leið og hafði lifað tímana tvenna. Og að spjalla við hann um alla mögulega hluti hlaut að kenna manni að meta lífið á annan hátt. Og við hann stend ég í eilífri þakk- arskuld. Fyrir Óla og Helga, litlu sonar- syni hans, er erfítt að skilja, að ekki heimsækjum við afa oftar í Skarð. Þeir voru augasteinarnir hans og alltaf var tilhlökkun hjá þeim þegar við vorum á leið norður. Óli í Skarði hélt upp á níræðisaf- mæli sitt í sumar. Þá var hann hress og ern og voru margir sem glödd- ust með honum þennan dag. En níutíu ár eru langur tími í marms- ævi. Óli í Skarði hefur lokið sínu dagsverki og kvatt. Og við sem vorum svo lánsöm að kynnast hon- um og njóta samvista hans þökkum honum samfylgdina því, „deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Mig langar að nota tækifærið og þakka hjúkrunar- fólki á deild 5 á sjúkrahúsi Skag- firðinga fyrir umönnun þeirra og hlýju í garð Óla, en þar dvaldi hann síðustu vikurnar, og einnig núver- andi ábúendum í Skarði, Kristjáni Óla og Ninnu, fyrir hugulsemi þeirra og greiðvikni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk íyrir allt og allt. Gulla í dag er til moldar borinn Ólafur Lárusson, Skarði, Skarðshreppi, Skagafirði, fæddur 15. júní 1899 í Skarði og dáinn 1. nóvember 1989. Mig langar til, með nokkrum orðum, að minnast Ólafs, sem hafði verið granni minn um áratuga skeið og samkvæmt því, eins og vera ber margháttuð kynni. Ólafur hafði sinnt mörgum störfum fyrir sína sveit, enda alltaf átt heima í Skarði og unað glaður við sitt. Sveitungar hans höfðu og sýnt honum mikinn trúnað og var hann um skeið hrepp- stjóri, oddviti og sýslunefndarmað- ur sinnar sveitar og sinnti að auki ýmsum fleiri trúnaðarstörfum. Fyrir tveimur ánjm andaðist hús- freyja hans, Jórunn Sigurðardóttir, og við það breyttist margt. Jórunn var mikill persónuleiki, enda dáð og virt af ölium sem hana' þekktu. Áður en Ólafur Lárusson giftist Jórunni, eignaðist hún dótturina Hallveigu Njarðvík, sem nú býr í Bandaríkjunum, ásamt manhi sínum og dætrum, en hún er gift Páli Péturssyni, sem er starfsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar vestra. Jórunn og Ólafur eignuðust son- inn Torfa sem nú býr í Reykjavík og vinnur þar við verslunarstörf sem framkvæmdastjóri. Hans kona er Guðbjörg Helgadóttir og eiga þau tvo drengi. Foreldrar Ólafs fluttust í Skarð fyrir rúmum 100 og í tilefni af því var þess minnst á myndarlegan hátt með miklu hófi í Skarði þann 5. ágúst 1988. Var þar mikið tjöl- menni saman komið, sveitungar og skylduliðið langt að og skemmtu menn sér hið besta. Skarðsættin er orðin all fjölmenn og dreifð um landið og fyrirfinnast þar margir efniviðir, stjórnsýslumenn, búhöld- ar góðir, hjúkrunarfólk og læknar og hefur dulgáfan verið ríkjandi t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR, Suðurgötu 83, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Skarphéðinn Helgason, Árni Rosenkjær, Guðriður Karlsdóttir, Karl Rosenkjær, Selma Guðnadóttir, Guðrún Hildur Rosenkjær, Ágústa Ýr Rosenkjær, Jóhann Viðarsson, Guðný Birna Rosenkjær, Sigurjón Einarsson og barnabörn. t Útför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá ísafirði, Hrauntungu 43, Kópavogi, verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Sigríður Pétursdóttir og fjölskylda. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓSK SVEINBJARNARDÓTTIR, Ljósheimum 4, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Bjarni Bjarnason, Selma Bjarnadóttir, Guðmundur Magnússon, Birnir Bjarnason, Edda Flygenring, Sveinbjörn Bjarnason, Cathrine MacDonald Bjarnason og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður minnar og ömmu okkar, SIGRÍÐAR A. NJÁLSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks á sjúkrahúsinu Hvammstanga fyrir hlýju henni sýnda og góða umönnun. Rósa Petra Jensdóttir, Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir og fjölskyldur. Minning: Ingibjörg Sveins- dóttirfrá Flóðatanga Fædd 8. september 1895 Dáin 3. nóvember 1989 Gömul kona er dáin. Og eitthvað mjúkt og hlýtt kemur í huga minn og þó að hún sé mér fyrir nokkru horfín inn í eigin heim, þá sakna ég mjúks vanga og friðsælla, sljórra augnanna sem horfðu óræðu, blíðlegu augnaráði á mann þegar maður birtist í „sunnudagsheim- sóknum". Einu sinni var hún ung, eins og ég og átti eflaust sínar vonir og þrár. Ég vildi svo innilega að ég hefði þekkt hana þá. Ég veit aðeins ævisögu hennar í hnotskurn. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á Kolstöðum í Dalasýslu. Giftist frænda sínum og sveitunga, Jó- hannesi Jónssyni frá Hundadal, fluttist suður í Borgarfjörð á af- skekkt smábýli, Stapasel, lifði þar hversdagslegu, fábreyttu lífi í nokk- ur ár og eignaðist sjö börn. Síðan fluttist hún búferlum að Flóðatanga í sömu sveit og átti þar heima meðan starfsorkan leyfði. En hvert var hennar líf? Konan sem sat og horfði á álftimar á vatninu sem hún gekk svo iðulega til og skírði álfta- vatnið sitt. Konan sem hafði yndi af gönguferðum, fuglum og blóm- um ot tók litla stúlku oft með sér. Konan sem svindlaði ofurlítið í spilaköplum, las endinn fyrst í ást- arsögum og hafði yndi af því að horfa á sjónvarpið á efri árum. Hver var hún? Hver var fyrir innan skurnina af þreyttu, hlutlausu kon- unni sem var kannski ekki á réttri hillu í lífínu, eða hvað? Er hún núna, þar sem hún er, svo undarlega skýr í hugsun og horfír á barnabarn sitt vorkunnaraugum lífsreyndrar konu. Lífsreynslu sem hún náði aldrei að miðla til mín vegna þess mikla aldursmunar sem var á milli okkar. Hafði hún yfirleitt nokkurn tíma til að velta því fyrir sér hvort hún væri hamingjusöm, lifði hún bara lífinu vegna þess að það gafst enginn annar kostur, raunsæ og skynsöm? Hvað veit ég ... ég sem grilli rétt svo í hana í bernskuminn- ingum mínum og þekkti hana eins og lítið barn þekkir gamla konu .. .ég sem sagði „sæl amma“ og svo lítið meira einu sinni í viku, t Maðurinn minn, HERMANN GUÐMUNDSSON, lést í Borgarspítalanum 10. nóvember. Clara Lúthersdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns og stjúpföður okkar, GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR, Laufási, Stokkseyri. Pétur Guðmundsson Ingibjörg Helgadóttir, , Jóhann Sæmundsson. Vilbogi Magnússon, Rósa Viggósdóttir. með ættinni. Það var ánægjulegt og gott veður í Skarði 5. ágúst 1988 og varla hægt að hugsa sér það betra, enda sólin „sælu' og frið- ar“ að keppast við að fóðra Tinda- stólinn gulli sínu. Já, Skarðsættin er orðin stór, en sá ættmeiðurinn sem lengst hefur dvalið i Skarði er Olafur Lárusson. Ég læt það koma hér fram að þegar Ólafur var 60 ára, var hann heimsóttur af fjölda manns og meðaj annarra var skáld- ið frá Eiríksstöðum sem flutti eftir- farandi ljóð: Gott er að taka gleðilag í garði vina sinna. Margir hingað halda í dag hreppstjórann að finna. Þar sem fyrst er sástu sól sæl var jafnan lundin. Tryggðin þín við Tindastól tállaus öll var bundin. Sit þú heill við sólarbál sextugur að lögum. Nú skal taka skenkta skál skál fyrir nýjum döpm. (Gísli Ólafsson, Eiriksstöðum.) Margra annarra gleðistunda má minnast, meðal þeirra er 90 ára afmæli Ölafs sl. vor með stórveislu og mannfagnaði. Vildu menn hylla afmælisbarnið sem þá hafði tekið þá ákvörðun að eyða ævikvöldinu á Dyalarheimili aldraðra á Sauðár- króki í friðsælum faðmi Skagafjarð- ar og njóta útsýnis um hið fagra hérað. Blessuð sé minningin um Ólaf í Skarði. Kærar kveðjur frá mínu heimili. Sigurður B. Magnússon því hún var alltaf frekar fámál þar sem hún sat róleg og yfirveguð með ptjónana sína. Hún gaf mér stund- um volgt kók og spurði með kímnis- glampa í augum hvort ég væri allt- af að stækka. En samt, hvað veit ég um hana, ég veit svo lítið . . . ég bara vildi að ég vissi eitthvað meira en það að mér þótti vænt um hana. Vonandi líður ömmu vel þar sem hún er nú. Ég hugsa til hennar. Imma Eftirprent- anir frá Listasafninu UNDANFARNA áratugi hefur Listasafn Islands látið gera efitir- prentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu saftisins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út þijú litprent- uð kort á tvöfalt karton af eftir- töldum verkum: Öræfajökull, um 1960, eftir Jón Stefánsson, Tvö SS í morgunleikfimi, 1976, eftirMagn- ús Kjartansson, Sumarnótt á Þing- völlum, 1931, eftir Jóhannes S. Kjarval. / Kortin sem eru vönduð að allri gerð eru til sölu í Listasafni ís- lands, Fríkirkjuvegi 7, opið daglega kl. 11.00-17.00, nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.