Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 Austur-Þjóðverjar losna undan skugga Berlínarmúrsins: Sovéska utanríkisráðuneytið um tíðindin frá Austur-Þýskalandi: Ákvörðun stjórn- valda skynsamleg Lundúnum. Reuter. LEIÐTOGAR og íjölmiðlar vestrænna ríkja fögnuðu í gær þeirri ákvörðun austur-þýskra stjórnvalda að afnema hömlur á ferðafrelsi til Vestur-Þýskalands. Margir sögðu að Berlínarmúrinn gegndi í raun engu hlutverki lengur og voru vongóðir um að skipting Evr- ópu myndi senn heyra sögunni til. Nokkrir kváðust vona að samein- ing þýsku ríkjanna tveggja væri í sjónmáli. Tíðindin fengu hins veg- ar litla eða enga umfjöllun í fjölmiðlum í Austur-Evrópu, nema í Póllandi og Ungverjalandi. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytis- ins sagði að ákvörðun austur-þýsku stjórnarinnar væri skynsamleg en bætti því við að ekkert land í Evrópu hefði hag af breytingum á landamærum í álfunni. Talsmaður tékkneskra stjóm- valda sagði að þau hefðu farið fram á þessar aðgerðir vegna þess að tugir þúsunda Austur-Þjóðveija hefðu farið um Tékkóslóvakíu á leið sinni til Vestur-Þýskalands. Ákvörðun austur-þýskra stjórn- valda væri liður í lausn þess vanda. Leiðtogar vestrænna ríkja fögn- uðu ákvörðuninni og margir þeirra voru vongóðir um frekari umbætur í Austur-Þýskalandi. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst vona að Berlínarmúr- inn yrði rifinn sem fyrst. Hún hrós- aði vestur-þýsku stjórninni fyrir að útvega Austur-Þjóðveijum atvinnu og athvarf og sagði að þeir gætu fengið gistingu í breskum herstöðv- um í Vestur-Þýskalandi. George Bush Bandaríkjaforseti spáði því að kommúnistar í öðrum ríkjum Austur-Evrópu - Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu - myndu einnig láta undan síga. Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, sagði að sameining þýsku ríkjanna myndi tryggja var- anlegan frið í Evrópu. Valery Gis- gard d’Estaing, fyrrum Frakklands- forseti, var ósammála þessu og sagði að slík sameining yrði til þess að mörg ný vandamál kæmu upp. Tíðindunum var fagnað í forystu- greinum vestrænna blaða og var því almennt spáð að skipting Evr- ópu myndi senn heyra sögunni til. Greint var frá ákvörðun austur- þýskra stjómvalda án athugasemda í útvarpinu í Moskvu en fréttastofan TASS og dagblöð í Sovétríkjunum skýrðu ekki frá henni. Dagblað Samstöðu í Póllandi, Gazeta Wy- horcza, fagnaði þróuninni með fyr- irsögninni: „Múrinn hrynur." í mál- gagni pólska kommúnistaflokksins, Trybuna Ludu, var aðeins greint frá tíðindunum í eins dálks frétt neðst á forsíðu. Dagblöð Sósíalistaflokks- ins í Ungveijalandi skýrðu ítarlega frá opnun Berlínarmúrsins en tíðindanna var ekki getið í tékk- neskum ijölmiðlum. Innan víð múrinn austanmegin er dauðalinan svokallaða. Yfir hana átti enginn að komast nema fúglinn fljúgandi. Á innfelldu myndinni er forsíða Morgunblaðsins þriðjudaginn 15. ágúst 1961. Heyrir „örið á ásjónu Evrópu“ innan skamms sögunni til? ÞEGAR fyrstu geislar rísandi sólar böðuðu Berlínarborg sunnudag- inn 13. ágúst árið 1961 áttu fæstir von á, að dagurinn bæri nokkuð sérstakt í skauti sér. Þeir, sem voru árla á fótum, komust þó að raun um annað. Um borgina þvera og endilanga, á mörkum herná- msvæða Vesturveldanna annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar, voru hundruð eða þúsundir herlögreglumanna og þar stóðu yfir miklar byggingarframkvæmdir. Það var verið að reisa múr, Berlín- armúrinn, til að loka síðustu flóttaleiðinni vestur eða svo vitnað sé í yfirlýsingu Varsjárbandalagsríkjanna, til „að fæla lítilsigldar mann- eskjur í Austur-Þýskalandi frá því að svíkjast undan merkjum". Nú, 28 árum síðar, er þetta alræmda mannvirki í raun fallið þótt það standi enn. Berlínarmúrinn var reistur til að stöðva vaxandi fólksflótta frá Aust- ur-Þýskalandi til Vestur-Berlínar, sem er eins og eyja inni í miðju Austur-Þýskalandi. Tugþúsundir manna flýðu vestur á ári hveiju, ekki síst menntað fólk í öllum grein- um, og kommúnistastjómin óttaðist efnahagslegt hrun ef svo héldi áfram. í mánuðinum áður en hann var reistur höfðu 30.000 manns yfirgefíð landið og á þeim 12 árum, sem iiðin voru frá stofnun Þýska alþýðulýðveldisins, samtals 2,7 milljónir manna. Berlínarmúrinn er tæplega 45 km langur, eins og ör í ásjónu borg- arinnar og allrar Evrópu; hann hlykkjast um götur og garða og stundum þvert í gegnum hús, sem þá standá auð og kyrfilega múrað upp i dyr og glugga. Múrinn er rúmlega fjögurra metra hár að jafn- aði, víða tvöfaldur og þá breitt einskis manns land á milli. Að aust- anverðu hefur enginn fengið að koma nærri múrnum og alls staðar verið varðturnar og vopnaðir menn til að hindra hugsanlegan flótta. Þótt Berlínarmúrinn hafí vissu- lega gegnt því hlutverki vel að loka Austur-Þjóðveija inni í eigin landi kom hann ekki í veg fyrir, að marg- ir hættu lífí og limum við að reyna að flýja. Göng voru grafín undir hann, reynt var að bijótast í gegn með því að aka á hann þungum vörubílum og síðast en ekki síst var klifrað yfír hann. í 28 ára sögu múrsins hefur tæplega 5.000 manns tekist flóttinn en að minnsta kosti 75 hafa látið lífið, flestir fall- ið fyrir byssukúlum austur-þýsku herlögreglumannanna. Á Vesturlöndum hafði áð vísu verið búist við, að austur-þýska kommúnistastjómin gripi til ein- hverra örþrifaráða til að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun af völdum fólksflóttans en samt komu tíðindin um múrinn flestum í opna skjöldu. Konrad Adenauer, þáverandi kansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði, að með Berlínarmúrnum hefði Aust- ur-Þýskaland verið gert að risa- vöxnum fangabúðum og Willy Brandt, sem þá var borgarstjóri í Vestur-Berlín, sagði, að múrinn sýndi „algera uppgjöf þeirra manna, sem fara með völd á her- námssvæði Sovétmanna". í þau 28 ár, sem liðin eru frá byggingu Berlínarmúrsins, hefur hann verið táknrænn fyrir gjaldþrot hins kommúníska hugmyndakerfis og fyrir skiptingu Evrópu eftir stríð. Nú þegar öllum hömlum hefur ver- ið létt af ferðafrelsi Austur-Þjóð- veija er hins vegar von til að „örið á ásjónu Evrópu“ hverfi að fullu og öllu. Vladímír Ashkenazy og barátta hans við Sovétkerfíð: Föðurlandssvik að kvænast útlendingi og búa erlendis ÞAÐ var lengi talið meiriháttar áfall í ^ovétríkjunum þegar snjall- ir listamenn yfirgáfú föðurlandið og þeim var hugsuð þegjandi þörf- in. Árið 1963 vakti það heimsathygli er Vladímír Ashkenazy, þá 26 ára gamall en þegar viðurkenndur pianósnillingur, ákvað að setjast að á Vesturlöirdum. Hann hafði kvænst Þórunni Jóhanns- dóttur í Moskvu tveim árum fyrr, þvert gegn ráðleggingum allra ættingja sinna og velunnara sem sögðu honum að þar með væri „ferillinn á enda.“ Sannir Sovétborgarar tóku sér ekki Vestur- landabúa fyrir maka. Á fimmtudag var skýrt frá því að Ashkenazy væri kominn til Moskvu til áð halda þar tónleika en þá hafði hann hvorki litið foðurland sitt né systur í 26 ár. Ashkenazy hafði fengið leyfi til að fara til Vesturlanda og var staddur í London er þau hjón ákváðu að snúa ekki aftur heim til Sovétríkjanna og fékk Ashkenazy, sem kunnúgt er, síðar íslenskan ríkisborgararétt. Sovésk stjómvöld neituðu foreldrum hans um leyfí til að hitta son sinn á Vesturlöndum um árabil. í bókinni Félagi orð eft- ir Matthías Johannessen er m.a. greint frá reynslu Ashkenazys af Sovétkerfinu. David . Ashkenazy, faðir Vladímírs, fékk leyfi til að hitta son sinn í London árið 1967 en lengi framan af vildi móðir hans ekki hitta son sinn eða ræða við hann. Hann var spurður í viðtali skömmu áður en þeir feðgar hittust hvort foreldramir væru reiðir. „Þau eru að minnsta kosti mjög óhamingju- söm yfir þessu. Það liggur á þeim eins og mara - og ég hugsa jafn- vel, að inni á sér séu þau reið mér. . .. Móðir mín, sem er óbrot- in, rússnesk kona, hefur verið alin upp í þeirri trú að Sovétríkin séu bezta land í heimi og lítur jafnvel svo á, að ég sé svikari. Og faðir minn hefur ekki ólíkar skoðanir en gengur ekki eins langt og hún, enda eru vonbrigði hans ekki eins mikil.“ ítrekuðum fyrirspumum og ósk- um Ashkenazys um ferðaleyfí til handa föður sínum var hafnað. Því var borið við að faðirinn vildi ekki hitta son sinn þótt þeir hefðu ræðst við símleiðis þar sem allt annað kom fram. Sovéskir embættismenn munu einnig hafa haldið því fram að Vladímír Ashkenazy mætti ferð- ast að vild til og frá landinu. „Hræsnin er versta mengunin," , sagði Ashkenazy 1972. „Hún getur verið banvæn. Hún drepur. Fólk vill ekki endilega vera heiðar- legt... Þegar einvaldarnir og kerf- ið taka frelsið frá einstaklingunum er sagt: Þú færð vinnu þú /ærdókeypis sjúkra- og lækn- ishjálp við gefum þér mat og peninga, svo að þú verðir hvorki hungraður né fátækur - o.s. frv. En þá er þess krafist á móti að þú megir ekki hugsa, sem sagt: Þú verður að fórna manneskjunni fyrir þessi þægindi.” íslensk stjómvöld gerðu margar tilraunir til að fá afstöðu Sovét- manna til ferðaleyfisins breytt en þær tilraunir hlutu sömu örlög og áskorun 129 þjóðkunnra íslend- inga; ekkert svar barst. Sonurinn Vladímír Ashkenazy með foreldrum sínum, Davíd og Evstolju, og börnum árið 1976. í fangi föður síns er Sonia, þá tveggja ára, en aftast stendur Dimitri Þór, sjö ára. Á innfelldu myndinni er Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazy. sagðist vita með vissu að Sovét- stjórnin hefði sett það skilyrði að öll Ashkenazy-fjölskyldan flyttist úr landi fyrir fullt og allt. í Félaga orð er lýst ferð Ash- kenazy-hjónanna á fund Sergeis Astavins, þáverandi sendiherra Sovétríkjanna, árið 1972. Gestun- um var vísað inn í biðstofu. „Við biðum þess nokkra stund að þau væru kölluð inn til sendiherrans, en þá birtist hann allt I ejnu á bið- stofunni ásamt aðstoðarmanni, heilsar án þess að segja orð og sezt. Samtalið fór sem sagt fram á biðstofunni og hefur sjálfsagt ekki þótt við hæfi að bjóða Ash- kenazy-hjónunum í það allra heii- agasta, skrifstofu sendiherrans." Astavin sagði málið í höndum ör- yggislögreglunnar, ekki utanríkis- ráðuneytisins, og fullyrti oftar en einu sinni að beiðninni um farar- leyfi yrði svarað. Samtalinu lauk jafn skyndilega og það hófst; sendi- herrann stóð allt í einu upp, kvaddi þegjandi og strunsaði út. Foreldrar Ashkenazys fengu loks leyfi til að fara saman i heim- sókn til sonar síns, tengdadóttur og bamabama árið 1976, eftir átta ára baráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.