Morgunblaðið - 11.11.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.11.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 11 Sóknarkvóti eftir Sigurð Ólafsson Eftir lestur tillagna um stjórn fiskveiða að undanförnu get ég ekki staðist að taka mér penna í hönd og lýsa skoðun minni á málinu. Fleiri og fleiri virðast aðhyllast auð- lindaskatt, sölu á óveiddum fiski og alls konar reglum, sem ekki fylgja náttúrlögmálum. Þar tel ég að við séum komin á villigötur og er leitun að sjómanni, sem væri ánægður með slíkt fyrirkomulag. Aðalatriðið að mínu mati er að veita öllum sambærilegan sam- keppnisrétt. Leiðin til þess er að hefta sókn allra jafn mikið. akveða skal því af hve miklum krafti flotinn skal sækja miðin. Á það að vera 60%, 70% eða 80% af fullri getu? Þetta er aðalmálið að mínu mati. Ef ákveðið yrði að 70% sóknar- heimild yrði veitt, ætti hver bátur að fá 79% af sóknardögum, sem álíka bátur hefði nýtt í fijálsum veiðum. Smæstu bátarnir fengju fæsta sóknardaga og því stærri, sem þeir væru, því fleiri sóknardaga hefðu þeir. Þetta er hreinn sóknarkvóti, en menn ættu að gera sér ijóst að sókn- arkvóti hefur verið ríkjandi um allan aldur á íslandi og hann hefur verið takmarkaður af náttúrulegum hlut- um, svo sem veðri, hafís, fiski- göngum og veiðitækjum. Ýmsar aukareglur þyrftu að fylgja þeirri aðalreglu að sóknin takmarkaðist við vissa prósentu og ætla ég að nefna hér nokkrar hugs- anlegar aukareglur, en slíkar reglur ættu að breytast eftir ástandi hvers tíma. í upphafi árs skal úthlutað dögum á hvern skipaflokk fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Ef afli reynist meiri en áætlað var fyrstu fjóra mánuðina skal enn fækka sóknardögum næsta tímabils, en fjölga þeim ef aflinn reynist minni en áætlað var. Þetta mun tryggja að sókn verður í fisk- inn allt árið, en kosturinn við það er jafnari vinna í landi og væntan- lega jafnbetra verð á erlendum mörkuðum. I núverandi kerfi eru margir orðnir kvótalitlir eða kvóta- lausir mörgum mánuðum fyrir ára- mót, en hinir' fyrirhyggjusamari, sem héldu eftir kvóta fyrir haustið gætu lent í því að veiða ekki upp sinn kvóta vegna náttúrulegra að- stæðna (náttúrusóknarkvótans). Hámarksdagsafli skal settur á og skal hann ákvarðaður eftir veiðitæk- inu (skipinu), og fiskitegundinni. Sem dæmi mætti segja að skutttog- ari yfir 39 metra mætti aðeins veiða 25 tonn af þorski á dag. Síðan kem- ur slíkur togari með 175 tonn af þorski eftir tvo daga. Þá skal reikn- að með að þessi togari hafi notið 7 sóknardaga í þessari tveggja daga veiðiferð. Þessi regla er hugsuð til þess að draga úr aflahrotum, sem oft hafa leitt af sér lélegt hráefni til vinnslu hér heima og lágt mark- aðsverð ytra. Þeir, sem hafa keypt varanlegan kvóta á fyrri árum skulu halda hon- um og skal hann bætast við í sóknar- dögum. Dæmi: Skip hefur 3.000 tonna kvóta og til viðbótar keyptan 750 tonna kvóta til eignar. Þetta „Menn ættu að gera sér ljóst að sóknarkvóti hefiir verið ríkjandi um allan aldur á Islandi og hann hefur verið tak- markaður af náttúru- legum hlutum, svo sem veðri, hafís, físki- göngum og veiðitækj- um.“ skip skal fá 25% auka sóknardaga. Aukinn hámarksdagsafli kæmi einnig til greina. Þessi réttur fyrnist með áranum. Mismunandi sókn í tegundir skal ákvarðast eftir landshlutum og veiðiskipinu sjálfu. Samkvæmt þessu ættu t.d. Sunnlendingar að fá fleiri sóknardaga í karfa en Vest- firðingar, en aftur á móti fengju Vestfirðingar fleiri sóknardaga í þorsk en Sunnlendingar. Sóknar- dagar í hveija tegund skulu reiknað- ir í hlutfalii af aflasamsetningu. Sala á sóknardögum og þar með öllum óveiddum fiski skal óheimil, en skiptast má á sóknardögum á milli skipa í sama flokki. Dæmi: Skip vill einhæfa sig í karfaveiðum og lætur því þá sóknardaga sem það á í öðrum tegundum í skiptum fyrir karfasóknardaga. Þannig sóknar- dagaskipti ætti einnig að stuðla að því að skip geta haldið sig meira Nauðsyn brýtur lög eftirPál Skúlason Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 1990 hyggst fjárveitingavaldið bijóta tvenn lög á næsta ári: lög um Þjóðarbókhlöðu frá 1. júní 1989 og lög um Happdrætti Háskóla Is- lands. Skyldi þetta vera dæmigert fyrir vinnubrögð við fjárlagagei'ð íslenska ríkisins? Ég vona sannar- lega að svo sé ekki. Ég vona að hér hafi orðið mistök eins og gerast á bestu bæjum. Hljótum við þá ekki að vænta þess að mistökin verði leiðrétt? Ég er ekki viss um að þeir sem að þessu standa séu fúsir til þess, og ég held ég kunni ofurlitla skýringu á því. Höfuðrök þeirra í þessu máli og fjöl- mörgum öðrum virðist rnér að megi draga saman í orðin „nauðsyn brýt- ur lög“. Nú er ástand efnahagsmála slæmt eins og oftar, og ástand ýmissa þjóðarbygginga til mikillar vanvirðu, og þetta réttlætir að þeirra dómi að lög séu brotin. Neyð- in kennir stjórnniálamönnum að btjóta lög. Þessi hugsunarháttur gagnsýrir íslensk stjórnmál á okkar dögum. Og fólk fellur fyrir honum, því að allt sem ráðamenn hafast að gera þeir í góðu skyni. Þeir gera það til að tryggja velferð og hamingju sem flestra. Gæðin era að vísu takmörk- uð. Þess vegna fá ekki allir allt sem þeir vilja. Jafnvel enginn. Allir eiga því að vera hógværir og taka því með þökkum sem að þeim er rétt. Páll Skúlason „Það er ekki aðeins sjálfstæði háskólans sem er ógnað. I frum- varpi til flárlaga er ver- ið að höggva að rótum þess réttarríkis sem flestir landsmenn vilja vonandi að hér fái að rísa.“ Annað er frekja, yfirgangur og hroki. Á þessum erfiðu tímum verð- um við — og svo framvegis. Þessi hugsunarháttur gengur þvert á hugsjónina um réttarríki þar sem stjórna skal með lögum og að lögum, en ekki bijóta lög eða breyta þeim eftir geðþótta. Setningin „nauðsyn brýtur lög“ merkir að réttu lagi að frá lögum sé einungis heimilt að víkja ef réttlætið nær ekki fram að ganga nema lögin víki. Nauðsyn er hér neyðarréttur sem leyfir örþrifaráð í baráttu gegn lög- helguðu ranglæti. Menn geta til að mynda neýðst til borgaralegrar óhlýðni við stjórnvöld þegar fremja skal á þeim ranglæti J nafni gild- andi laga. Eftir ríkjandi hugsunarhætti stjórnmálamanna virðist á hinn bóg- inn mega setja ýmislegt annað en neyðarrétt í stað nauðsynjar í setn- ingunni „nauðsyn brýtur lög“. Þeir geta alveg eins sagt „velferð brýtur lög“, „hagsmunir bijóta lög“, „geð- þótti brýtur lög“. Og ef þetta er gagnrýnt fá menn að heyra — eins og ég hef nýheyrt frá ráðamanni — „þá breytum við bara lögunum". Þar með eru lög og réttur orðin öld- ungis marklaus. Þá stendur ógn af stjórnvöldum, því að enginn getur vitað upp á hveiju þau finna næst. Þess vegna er ég ekki að ræða eingöngu um hagsmunamál háskól- ans og allrar fræðilegrar starfsemi í landinu. Það er ekki aðeins sjálf- stæði háskólans sem er ógnað. í frumvarpi til fjárlaga eí verið að höggva að rótum þess réttarríkis sem flestir landsmenn vilja vonandi að hér fái að rísa. Ilöfundur er prófessor í heimspeki. vera Sigurður Ólafsson við heimamiðin, en við núverandi kerfi. Veiðiskip skal teljast vera að nota sóknardaga frá þeirri stundu sem það leggur úr höfn og þar til það kemur í höfn aftur. Skip sem selur afla erlendis notar því marga sókn- ardaga í keyrslu. Þannig verður þetta að vera, því ef skipið gæti haldið veiðum áfram hindrunarlaust teldist það vera á 100% sóknar- kvóta. Hér held ég að nóg sé upptálið af hugsanlegum hliðarreglum, en slíkar reglur verða ætíð umdeildar. Helstu kosti þessa kerfis tel ég vera að allir hafa sömu samkeppnisað- stöðuna og sölur á óveiddum fiski hverfa. Einnig verða viðmiðunarárin 1981-’83 úr sögunni því þau geta ekki ákvarðað aflamun skipa um alla framtíð. Svindl á stærðarmati báta mun ekki hjálpa í þessu kerfi eins og það gerir í dag. Ef um það er að ræða í dag að fiski sé kastað, þar sem hann er ekki nógu verð- mætur mun því sjálfkrafa verða hætt í þessu kerfi. Ekki er hér fund- in leið til þess að minnka fiskiskipa- flotann en sjálfsagt er að unnið sé ötullega að því á öðrum vettvangi. Þó mætti hugsanlega leyfa aðilum að kaupa skip til þess að hirða af honum sóknarkvótann, en mér finnst að slíkur réttur á aukasóknar- dögum ætti að fyrnast með árunum svo jafnvægi verði milli skipa í sókn. Að endingu vil ég hvetja menn til að hlusta á sjónarmið sem flestra í þessu mikilvæga máli og reyna að finna lausnir, sem eru okkur öll- um íslendingum til góðs í nútíð og framtíð, en láta ekki blindast af eig- in hagsmunum. Höfundur er stýrimadur á skuttogara. PELSFOÐURSKAPA Stærðir 38-46 Tilboðsveró kr. 39.000.- Opið til kl. 1 6.00 laugardag. PELSINN Kirkjuhvoli - simi 20160 ■■ SJEHSKU 6ŒBADYHURHAR - YMSAR STCRÐHt - 15 ARA REYHSLA + ^gSSHgH KYNNIST GREIÐSLUKJORUM TILB0ÐSVERÐ I NOVEMBER Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar hff., Hesthálsi Opiö laugardaga frá kl. 10-14 - Simi 91-672110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.