Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 19 N ÓVEMBERKAKTU S — Schlumbergera — Zygocactus Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 148. þáttur Nóvemberkaktus er nokkuð nýr af nálinni sem inniblóm hérlendis, en hann dregur nafn sítt einfald- lega af því, að hann byijar að blómstra um það leyti sem þ'essi næstsíðasti mánuður ársins fer í hönd, njóti hann ákveðinna skil- yrða. Þar skipta tengsl á milli daglengdar og umhverfishita meginmáli. Sé hiti hærri en 22°C þá ferst blómgun fyrir, við 15- 18°C myndast blóm óháð ljóslotu- lengd. Blómaframleiðendur nýta sér þessa þekkingu. Að útliti er nóvemberkaktus nauðalíkur venjulegum jólakakt- usi, sem er algengur víða á heimil- um, enda er hann að mestu leyti afsprengi hans. Þeir sem stunda blómakynbætur hafa farið hönd- um um þessa jurt og afraksturinn hefur ekki látið á sér standa. Með víxlfijóvgunum og úrvali af- kvæma hefur tekist að skapa ýmsa yrkistofna sem eru mun við- bragðsfljótari til blómgunar á haustin og árla vetrar en jólakakt- us. Þeir eru einnig blómfúsari og bjóða upp á meiri litablæbrigði, en aðallitir blóma eru rauður og hvítur. Nóvemberkaktus er stöngul- kaktus með flötum, dálítið hang- andi liðskiptum greinum sem minna á blöð. Liðirnir eru gljá- andi grænir og skornir þvert fyrir og oftast greinilega tenntir og að því leyti má greina hann frá hin- um eiginlega jólakaktusi. Blómin eru löng og frekar mjó og aðeins óregluleg, en það sést best þegar krónublöðin fara að opna sig. Nóvemberkaktus dafnar best og blóm hans verða skærust á lit- inn við fremur svalt hitastig. Við þannig aðstæður stendur hann í blóma a.m.k. 3-4 vikur. Glugga- sylla er því oft ákjósanlegasti staðurinn svo fremi að ekki gæti of mikils hitastreymis frá ofni. Eftir að blómhnappar fara að sjást og á meðan plantan blómstrar þarf að fylgjast vel með vökvun. Sé of lítið vökvað detta blóm- hnapparnir oft af. Vissa aðgát verður að sýna, því jurtin hefur ekki sterkt rótarkerfi, enda upp- N ó vemberkaktus runalega seti á tijágróðri í heim- kynnum sínum, Brasilíu. Forðist því að láta vatn safnast fyrir á skálinni undir plöntunni, rætur kafna þá fljótlega. Eftir blómgun er hægt mjög á vökvun og plant- an hvíld fram á vor. Kemur þá umpottun til álita, en loftrík og all sendin moldarblanda á hér vel við. Nóvemberkaktusi er ijölgað með liðgræðlingum og oftast eru hafðir 2-3 saman í potti. Þess má að lokum geta að löng- um hefur verið allmikill ruglingur á ættkvíslarheiti plöntunnar. Ýmist hefur hún verið skráð sem tilheyrandi Zygocactus eða þá Schlumbergera. Nú mun vera litið á síðara nafnið sem hið rétta ættkvíslarheiti. Oli Valur Hansson !t*ja sttm |gg| «g KSÉ [L_ __»__ C ns [ - '{•*■ . ~ z~ -rafáSm Þarna búa Einar og María. Þau eiga fallega íbúð og úhyggjulausa framtíð. Einar og María giftu sig fyrir 5 árum. Þau voru heppin því þau fundu hag- stætt leiguhúsnæði. Stefnan var sett á íbúðarkaup eftir nokkur ár og þau ákváðu að leita ráða hjá sérfræðing- um Fjárfestingarfélags íslands hf. til þess að nýta þennan tíma sem best. Þeim var ráðlagt að kaupa KJARA- BRÉF og það gátu þau gert fyrir sem svaraði 50.000 kr. á mánuði. Eftir 3 ára markvissan sparnað hafði þeim tekist að safna sem svarar 2.200.000 kr. í húskaupasjóðinn, jafnvel þó að þau eignuðust litla stúlku í millitíðinni. Þau slógu til og keyptu draumaíbúðina í fallegu, eldra húsi í Vesturbænum. Húsnæðis- málastjómarlánið og sjóðurinn góði duga ekki aðeins til að tryggja að þau geti staðið við allar greiðslur heldur geta þau líka lagt töluvert fjármagn í það að gera íbúðina upp í samræmi við óskir ungra Reykvíkinga. Til hamingju krakkar! © FJÁRFESÍINGARFÉIAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI, S. 28566 • KRINGLUNNI, S. 689700 • AKUREYRI, S. 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.